Morgunblaðið - 22.12.1987, Síða 64

Morgunblaðið - 22.12.1987, Síða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987 FRA RAFMAGNSVEITU REYKJAVÍKUR Rafmagnsveitunni er það kappsmál að sem fæstir verði fyrir óþægindum vegna straumleysis nú um jólin sem endranær. Til þess að tryggja öruggt rafmagn um hátíðirnar vill Rafmagnsveitan benda notendum á eftirfarandi: Reynið að dreifa elduninni, þ.e. jafna henni yfir daginn eins og kostur er, einkum á aðfanga- dag og gamlársdag. Forðist, ef unnt er, að nota mörg straumfrek tæki samtímis, t.d. rafmagns- ofna, hraðsuðukatla, þvottavélar og uppþvotta- vélar - einkum meðan á eldun stendur. Farið varlega með öll raftæki til að forðast bruna- og snertihættu. Illa með farnar lausar taugar og jólaljósasamstæður eru hættulegar. Útiljósasamstæður þurfa að vera vatnsþéttar og af gerð sem viðurkennd er af Rafmagnseftirliti ríkisins. í flestum nýrri húsum eru sjálfvör (útsláttar- rofar) en í eldri húsum eru vartappar (öryggi). Eigið ávallt til nægar birgðir af vartöppum. Helstu stærðir eru: 10 amper - Ijós 20-25 amper - eldavél 35 amper - aðalvör fyrir íbúð. Ef straumlaust verður skuluð þið gera eftir- farandi ráðstafanir: - Takið straumfrek tæki úr sambandi. - Ef straumleysið tekur aðeins til hluta úr íbúð, (t.d. eldavélar eða Ijósa) getið þið sjálf skipt um vör í töflu íbúðarinnar. Ef öll íbúðin er straum- laus getið þið einnig sjálf skipt um vör fyrir íbúðina í aðaltöflu hússins. Hafi lekastraumsrofi í töflu leyst út er rétt að taka öll tæki úr sambandi og reyna að setja leka- straumsrofann inn aftur. Leysi rofinn enn út er nauðsynlegt að kalla til rafvirkja. Tekið er á móti tilkynningum um bilanir í síma 686230 hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur allan sólarhringinn. Á aðfangadag og gamlársdag er einnig tekið á móti bilanatiikynningum til kl. 19 í síma 686222. Við flytjum ykkur bestu óskir um gleðileg jól og farsæid á komandi ári, með þökk fyrir samstarfið á hinu liðna. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR ____oW (Geymið auglýsinguna) Cö PIONEER GEISLASPILARAR Tvær þær efnilegustu Glæsileg og sígild hönnun... Tvær þeirra hljómsveita sem til urðu á þessu ári, og eru um leið tvær efnilegustu rokksveitir á landinu, sendu nýverið frá sér plötur. Sveitirnar eru Sogbiettir og Bleiku bastarnir og plöturnar, sem eru 45 snúninga 12’, gefur Smekkleysa út. Á plötu Sogbletta eru lögin Orð öskursins, Er nema von og 5. gír. Margir tónlistaráhugamenn ættu að kannast við Orð öskursins og 5. gír, enda hafa þau lög bæði verið á tónleikadagskrá Sogbletta síðan í vor og á meðal skemmti- legri laga sem hægt er að heyra á tónleikum. Er nema von er nýlegra og ekki síðra. Því verður ekki neitað að tónlist- in á plötunni fellur líklegast ekki í kramið hjá iðnaðartónlistarstöðv- . unum og sennilegast verða þessi þrjú lög lítið leikin í útvarpi. Það gefur mönnum enn frekari ástæðu til að verða sér út um þessa skífu því tónlistin á henni er jafn kraft- mikil og hún er kröfuhörð og textarnir gera ekki annað en að undirstrika það að í tonlistinni er enginn undansláttur. Kannski lýsir eftirfarandi textabrot best inni- haldinu: Er nema von / þér finnst þú engu fá breytt / því þú ert svo lítiil / þú ert reyndar ekki neitt. að fagrar umbúðir og listilegur hljóðfæraleikur geti falið andlega eyðimörk. Eitt umkvörtunaratriði: Mikið hefði.mig langað til að fá Helvítis djöfull á plötu. Bleiku bastarnir eru á töluvert annárri línu en Sogblettir, enda standa þeir fjær pönkinu. Það er þó ekki minni fengur að þeirra plötu en plötu Sogbletta, enda er hljómsveitin, eins og áður sagði, önnur af tveim efnilegustu hljóm- sveitum landins. Tónlistin er öllu fágaðri en hjá Blettunum, hefði jafnvel mátt vera hrárri, en er vel í samræmi við þá tónlist sem þeir félaga segjast vilja leika: Rytmablús/rokkabillý/sýru/ pönk. Tónlistin nýtur sín best á tónleikum, enda skiptir það mestu máli. Lögin, sem eru sex, og text- arnir á plötunni eru gott móteitur við ýmsa þá froðu sem dælt hefur verið yfir landann og platan því nauðsynleg eign ekki síður en plata Sogbletta. Besta lagið á henni, Út í myrkrið, er enda á meðal bestu laga ársins og Bastablúsinn stendur því lagi ekki langt að baki. Annað lag sem vekja má athygli á er Kakkalakki. Bleiku bastarnir eru vonandi vísir þess að það er að lifna yfir rokkinu á ný. Árni Matthíasson KAPUSALAN * BORGARTÚNI 22 AKGREYRI HAFNARSTRÆTI 88 SÍMI 23509 Næg bílastæði SÍMI 96-25250 Póstsendum um land allt Tónlist Sogbletta ætti að vera skylduhlustun og þá sérstaklega fyrir allar hljómsveitir sem halda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.