Morgunblaðið - 22.12.1987, Qupperneq 66
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER Í987
66
_ 5-
GARÐINN ÞINN
Hér fjallar Hákon Bjarnason afkunn-
áttu fagmannsins um trjárœkt í görðum,
gerð trjáa og nœringarþörfog lífþeirra.
Gróðursetningu, uppeldi plantna,
hirðingu og grisjun um 70 tegunda er lýst
í skýru og stuttu máli. Þessi nýja útgáfa
bókarinnar er endurskoðuð og aukið
hefur verið við hana sérstökum kafla um
trjárœkt við sumarbústaði.
Hákon Bjarnason hefur um áratuga-
skeið verið forystumaður um skógrœkt
hérlendis og mun vandfundinn betri
leiðbeinandi á því sviði.
Ómissandi handbók fyrir
alla garðeigendur.
IÐUNN
Oréttmætur ritdómur
Til Velvakanda.
Ég var að lesa ritdóma Erlends
Jónssonar í Morgunblaðinu 15. des-
ember sl. um bók Péturs Guðjónsson-
ar „Erindi við þig“.
Ósköp skil ég Halldór Kiljan vel
núna, þegar hann bað fólk um að
lyfta umræðunni á hærra plan, í sjón-
varpsþætti fyrir nokkrum árum. Þvi
heldur fínnst mér nú umfjöllun Er-
lendar um bók Péturs á lágu plani.
í stað þess að skrifa um frásögu
Péturs af mannlífinu um vfða veröld
og um þá gífurlegu reynslu sem höf-
undur hefur þá bregst Erlendur við
eins og afbrýðisamur smáborgari og
lætur í veðri vaka að ef til vill sé
Pétur að skálda eitthvað. Erum við
íslendingar svo litlir karlar að við
getum ekki glaðst yfír því að einhver
samlandi okkar skuli hafa ferðast
jafn mikið og reynt jafn margt og
Pétur?
Verst þykir mér þó hvemig Erlend-
ur hefur algerlega misst sjónar af
aðalinntaki bókarinnar, en það er
hreinskilin lýsing leitandi manns að
lífsfyllingu og aðgerðir hans í sam-
bandi við að gera hugsjónir sínar að
raunvemleika.
Reynsla Péturs varð til þess að
hann komst að þeirri rökréttu_niður-
stöðu að honum eins og okkur öllum
bæri skylda til þess að gera uppreisn
gegn ríkjandi kerfí heimsku, spilling-
ar, óréttlætis og ofbeldis.
Ef til vill er það vegna þess að
Erlendur fínnur fyrir misskilinni
skyldurækni til að verja núverandi
kerfí, að hann dregur þá ályktun af
bókinni að andófshópar hafí lítið áun-
nið í gegnum söguna. Þetta er hreinn
misskilningur því öll þróun byggist á
uppreisn gegn því sem gefíð er (þess
sem talið er náttúrulegt eða eðlilegt)
og á þetta jafnt við um þjóðfélags-
breytingar svo sem framfarir f vísind-
um og listum. Sem dæmi má nefna
að vart hefði grein Erlendar birst á
prenti eins og raun ber vitni, ef Gutt-
enberg hefði ekki á sfnum tíma gert
uppreisn gegn blekbyttu og fjöður-
penna.
Breytinga er þörf í þjóðfélagi okk-
ar það vita allir — Erlendur lfka —
og það em alltaf sterkar raddir sem
spyma á móti nýjungum, en þessar
nýjungar verða aldrei að raunvem-
leika nema að hugrakkir og staðfastir
hugsjónamenn láti mótmæli meðal-
mennskunnar sem vind um eyru
þjóta. Því miður höfum við íslending-
ar ekki á að skipa mörgum slíkum
hugsjónamönnum, þó að ekki skorti
þörfína. Sem betur fer em þó nokkr-
ir til staðar og hugsjónamaðurinn
blundar innra með enn fleirum.
Bók Péturs á eflaust eftir að leysa
úr læðingi hugsjónamanninn í mörg-
um og gefa öðmm kraft til að fylgja
því sem sannast býr innra með þeim,
þó svo það gangi í berhögg við gildis-
mat ríkjandi kerfis.
Sigrún Þorsteinsdóttir
brRuíi
MULTIPRACTIC
HVAÐ
JAFNAST
ÁVIÐ
ÞESSA
VÉL?
TOLUUEKKUN
STRAX!
Verð frð kr.
5.150,-
V erslunin
PFAFF
Borgartúni 20
og Kringlunni
og betri raftækja-
salar um land allt
t *