Morgunblaðið - 22.12.1987, Page 67

Morgunblaðið - 22.12.1987, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987. 67 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Tekju- skatturinn er óþarfur Omælt tjón vegna friðunar Til Velvakanda. Að undanfömu hefur verið fjallað um tjón sem hvalir hafa valdið á veiðarfærum loðnusjómanna og er álitið að þar sé um hnúfubak að ræða sem friðaður hefur verið und- anfama áratugi. Þannig er hvalfrið- unin farin að koma okkur íslendingum í koll og mun þetta vandamál segja til sín í síauknum mæli á næstu ámm. Selurinn hefur að vísu ekki verið friðaður ennþá, en ekki er að vita nema hvalfriðun- armenn snúi sér að honum næst. Selnum hefur þegar fjölgað gífur- lega og veldur hahn þjóðarbúinu ómældu tjóni. Meðan fiskimenn verða að sætta sig við að þurfa að takmarka aflamark sitt étur selur- inn hundmð þúsundir tonna af fiski. Eftir því sem selnum fjölgar eykst þetta vandamál og hljóta allir að gera sér ljóst að hér er um mikið alvörumál að ræða. Við íslendingar verðum að gera okkur far um að vemda fiskistofna okkar fyrir þess- um vágestum. Efnahagur okkur hvílir nær eingöngu á fiskinum og þess vegna verðum við að hafa stjóm á þessum málum sjálfir og megum ekki láta einhveija öfga- hópa í útlöndum komast upp með að stjóma málum hér. Ég tel að Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra hafí staðið vel að þessum málum, en þó verið heldur linur við hvalfriðunarmenn á stundum. Sum- ir em að tala um að við komum til með að tapa einhveijum mörkuðum vestanhafs vegna þessa máls en þeir mega þá fara. Það er meira um vert að halda efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar og kemur ekki til greina að fóma því fyrir einhveija viðskiptahagsmuni. Sjómaður Til Velvakanda. Skattakerfíð íslenska hefur aldrei verið vinsælt og er það ekki enn. Fyrir nokkmm ámm trúði ég því að Sjálfstæðisflokkur og Al- þýðuflokkur vildu afnema tekju- skatt, sem er siðlaus vegna þess að aðeins hálf þjóðin borgar hann. Og of heimskulegur vegna þess að hann dregur úr starfsgleði manna og athöfnum. Ég trúði því að þessir flokkar ætluðu sér að gera nauðsynlega skattheimtu að mestu að neyslusköttum, sem auka sparnað og draga úr við- skiptahalla og gjaldeyrissóun. Því miður hefur verið horfíð frá þessu í bráð og þess vegna er kurr í lið- inu. Auðvitað viljum við velferðar- þjóðfélag, en það er ekki sama hvemig menn em skattlagðir. Eins og allir vita em tvær leiðir til að koma asna í hús. Það er í eðli hans að vera staður og þegar ill- sterkir menn teyma hann og draga, þá er sú athöfn öllum til leiðinda, ekki síst asnanum sjálf- um. Hin aðferðin er að veifa gulrót og asninn hleypur á eftir henni í hús, glaður og reifur. Ef dæma má íslendinga eftir viðbrögðum þeirra við Lottói og öðram gulrót- um, þá er augljóst að ríkislottó þar sem dregið væri um milljónir daglega, gæfi ríkissjóði þúsundir milljóna. Og tekjuskattur þar með óþarfur. Þeir sem em vantrúaðir á þessa leið, mættu kynna sér reynslu annarra ónefnda þjóða, sem beitt hafa gulrótaraðferðinni með góð- um árangri. Kristinn Gíslason tElE^uiOFNAR örbylgwO r göslasph-vélAR 4 Yíkverji IBandaríkjunum hafa verið um- ræður um - og jafnvel settar reglur um - að sekta flugfélög vegna seinkana. Seinkanir hafa verið algengar hjá Flugleiðum, raunar í þeim mæli, að svo virðist sem starfsfólki félagsins þyki það sjálfsagt og ekki umtalsvert. Víkveiji þurfti nokkmm sinnum að hafa samband við skrifstofu félags- ins á Keflavíkurflugvelli um helgina vegna seinkana á flugvélum. Svörin vom með þeim hætti, að starfsfólki þótti bersýnilega ekki ástæða til að gefa nokkra skýringu á 3-4 tíma seinkun á komutíma flugvélar. Þeg- ar spurt var fór ekki á milli mála, að viðkomandi þótti þetta tilefnis- lausar spumingar. Nú er auðvitað ljóst, að seinkan- ir á flugi geta átt sér eðlilegar orsakir ekki sízt á þessum árstíma, þegar vont veður getur verið á ein- hveijum áfangastað og komið í veg fyrir lendingu eða flugtak. En það skrifar mundi ekki skaða þetta flugfélag á nokkum hátt, þótt tekin yrði upp annars konar upplýsingamiðlun um komutíma flugvéla og seinkanir en nú virðist tíðkast. Það er meira að segja hægt að lesa slíkar upplýsing- ar inn á símsvara, svo að starfsfólk þurfí ekki að gefa sömu svörin aft- ur og aftur. XXX Stofnun samtaka gegn hávaða hefur vakið vemlega athygli. Tæpast leikur nokkur vafí á því, að nýju útvarpsstöðvamar em að nokkm leyti kveikjan að stofnun þessara samtaka, þótt fleira komi til. Þessi Víkveiji hefur orðið fyrir miklum vonbrigðum með nýju út- varpsstöðina Ljósvakann. í þau fáu skipti - að vísu - sem opnað hefur verið fyrir þá útvarpsstöð hefur ekki borið á því, að þar væri flutt tónlist sem væri mjög frábmgðin þvf, sem algengast er á Bylgjunni, Stjömunni og Rás 2. Hvað eftir annað hefur Víkveiji komizt að þeirri niðurstöðu, að bezta tónlistin væri í kristilegu útvarpsstöðinni. XXX Eitt af því, sem Víkveija kom á óvart, þegar komið var i nýju flugstöðina snemma að morgni um helgina var það, að veitingastofan, sem er nýopnuð í flugstöðinni var ekki opin um kl. 7.30 að morgni. Hvað veldur? Á þessum tíma er töluverð umferð um flugstöðina vegna komu flugvéla frá Banda- ríkjunum og brottfara til Evrópu. Það er auðvitað sjálfsögð þjónusta, að veitingastofa á þessum stað opni snemma. 300 Chrysler-bílar seldir Bjarni Eiríksson veitti nýlega viðtöku þrjúhundraðasta Chrysl- er-bilnum sem Jöfur hf. seldi á þessu ári. Á myndinni sést Jó- hann Halldórsson (t.v.), sölustjóri Chrysler bifreiða, afhenda Bjarna lyklana að bílnum sem er af gerðinni Plymouth Reliant. Markaðshlutdeild Chrysler i sölu nýrra bíla hér á landi hefur auk- ist úr 0,33% í u.þ.b. 2,0% á þessu ári og er nú hvergi meiri I heim- inum, að Bandaríkjunum frátöld- um, segir í frétt frá fyrirtækinu. Heildsölubirgðir Sími: 91 - 673350 AKjJVIA.IV Ö 14.1 IV ☆ RAMMISLEIVSKIR J ÓLiAS VEIIY AR Ijitprentaðar myndir til skreytinga og skemmtunar fyrir börnin. UTSðUINTitDlil: Bókaverslanír - RammagerAin - Kaupfélögin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.