Morgunblaðið - 10.01.1988, Side 9

Morgunblaðið - 10.01.1988, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1988 MÓTMÆLI — í lauslegri þýðingu segir á skiltinu sem beint er gegn stjórnvöldum: Ef herinn gerir uppreisn, semja þau. Ef hinir sistritandi öreigar grípa til sömu ráða, svara þau með skothríð og manndrápum. RÉTTUR ER SETTUR^— Engin miskunn hjá sjálf- skipuðu dómurunum Íbúar smábæjar í Quezon-héraði suðaustur af Manila komu fyrir skömmu saman í skógarijóðri til réttarhalda, sem skæruliðar komm- únista boðuðu til. Fyrir rétti var tuttugu og þriggja ára gamall bóndi, sem sakaður hafði verið um að nauðga ellefu ára gamalli þroskaheftri stúlku og myrða hana síðan. „Líf mitt er undir ykkur kom- ið,“ sagði hann í bænarrómi við þorpsbúana. En þeir dæmdu mann- inn til dauða einum rómi. Mannin- um var síðan tekin gröf djúpt inni í skóginum og að svo búnu var hann stunginn til bana af aftöku- sveit skæruliða, að sögn sjónar- votta. Að mati kommúnistastjómarinn- ar í suðurhluta Quezon-héraðs og stuðningsmanna hennar meðal bænda hafði réttlætinu verið full- nægt. „Réttlætið er mjög dýrt og afar seinvirkt. Hér á Filippseyjum er það einungis fyrir þá sem hafa næga peninga til að ráða beztu lögfræð- ingana í þjónustu sína,“ segir Joy, ungur embættismaður kommún- istastjórnarinnar, en hann var viðstaddur réttarhöldin og lagði mönnum lið við aftökuna. „Réttlæti að heiman þannig að hún bjó ein með föður sínum, og hefði hann misnotað hana kynferðislega hefði hún trúlega engum sagt frá því vegna þess að þama eystra er áreitni og nauðgun yfirleitt talin sök þeirra kvenna sem fyrir verða. Þá geta böm einstæðra for- eldra verið dragbítar, eins og átta ára gamall sonur Seikiko Kawashita. Hún kyrkti hann og sökkti honum í á, vegna þess að elskhugi hennar fannst hann vera fyrir þeim. Loks em þess dæmi að börn og unglingar drepi hvert annað. 15 ára gömul stúlka, nemi í snyrtifræðum, kyrkti herbergis- félaga sinn með gardínusnúm af því að hún hafði komið á kreik illkvittnislegum orðrómi um hana. í sömu viku var nemandi rekinn í gegn með hníf fyrir framan bekkjarfélaga sína. Þar eð honum blæddi ekki mikið, héldu viðstaddir að hann væri ekki illa særður og létu þetta því afskiptalaust. - LISA MARTINEAU byltingarinnar er skjótvirkt og ódýrt og þar að auki ákaflega lýð- ræðislegt," bætti hann við. Eftir réttarhöldin og aftökuna var rætt við nokkra bændur sem höfði verið sjónarvottar að atburð- inum og lýstu þeir sig allir sammála Joy. Dante, sem er bóndi á fertugs- aldri, ræddi við blaðamenn með aðstoð túlks og kvaðst fagna þessu framtaki skæmliða. Þeir hafa gert sér grein fyrir þeirri megnu óánægju sem ríkir með réttarfarið á Filippseyjum og hafa því beitt sér fyrir gjörbyltingu þess þar sem þeir fara með völdin í ýmsum sveitahér- uðum og er þá ekki tekið með silkihönzkum á fórnarlömbunum. Þar sem embættismenn og skæmliðar kommúnista reyna að komast til áhrifa á eyjunum láta þeir það einatt verða sitt fyrsta verk að boða úrbætur á réttarfari. Og þar sem hið opinbera réttarfar er í bezta lagi seinvirkt og kostnað- arsamt og mörgum landsmönnum þymir í augum, líta sveitamenn oft hým auga til hinna skjótu aðgerða kommúnista. Sérfræðingar á sviði laga og rétt- ar svo og erlendir stjómarerindrek- ar á Filippseyjum kenna Marcosi, fyrmm forseta landsins, um að hafa eyðilagt réttarkerfið á þessum slóðum á þeim tveimur áratugum, sem einræðisstjóm hans var við völd. Leifamar af réttarfari lands- ins em svo rýrar og haldlitlar að „réttlætið" er sjaldnast nema orðin tóm. Ef mál er á annað borð tekið fyrir, en slíkt ber sjaldan við, drag- ast réttarhöldin venjulega ámm saman. Til sveita er algengt að menn séu teknir höndunum, gmn- aðir um smávægileg afbrot og þurfi síðan að dúsa bak við lás og slá í tvö til þrjú ár á meðan beðið er eftir því að dómstólanir mmski. Margir lögfræðingar fullyrða að „réttlætið" standi einungis þeim til boða sem geti reitt af hendi til- skilda upphæð' til dómara og embættismanna, sem eiga að standa vörð um lög og rétt. Bóndinn Dante, sem fyrr frá greinir, sagði að áður en skæmliðar kommúnista hefðu látið til skarar skríða í Suður-Quezon árið 1979 hefðu menn yfirleitt borið þeim vel söguna. Þegar skæmliðarnir hófu að afla sér fylgis á þessum slóðum var þjófnaður á vatnabufflum land- lægur. Skæmjiðarnir létu það enda verða sitt fyrsta verk að uppræta þessa plágu og áunnu sér þannig hylli héraðsbúa. - GREGG JONES B 9 Nixon og Ford voru mest að skapi kanslarans fyrrverandi SJÁ: PALLADÓMAR HÁLL SEM ÁLL1 Þjófurinn sem sér- hæf ir sig ísmá- peningum Bandarísku símafyrirtækin hafa lengi haft það orð á sér, að þau séu vel rekin og þar hafí menn jafnan ráð undir rifi hveiju. Nú eru þau samt sem áður komin í klípu, sem þau virð- ast ekki geta klórað sig fram úr. Vandamálið er það, að maður nokkur hefur fundið aðferð til að ræna símasjálfsalana. Aðeins einn maður og hann brýtur þá ekki einu sinni upp þegar hann stelur úr þeim. Þrátt fyrir það hefur honum tekist að gera símafyrirtækin hálfri milljón dollara fátækari. Nú á dögum þegar jafnvel þjófamir hafa tekið tölvuna í þjónustu sína virðist það heldur lítilfjörleg iðja að stela smápen- ingum úr sjálfsölum og í Bandaríkjunum hefur fíngra- löngum mönnum raunar verið meinuð sú litla ánægja. Símasjálfsalamir em nefnilega þannig úr garði gerð- ir, að á þá dugir ekkert nema sleggja eða stórvirkar vinnuvél- ar. Það er að segja þar til James Clark, 47 ára gamall vélsmiður frá Ohio, fór að láta til sín taka. Árið 1980 notaði hann hæfíleika sína til að -smíða tæki til að opna lása og enn þann dag í dag geta menn ekki skilið hvemig það vinnur. Með þvi hefur hann hreinsað út úr símasjálfsölum í 24 ríkjum, aðallega í Suður- og Vesturríkjunum, og helst úr sjálfsölum við fjölfömustu þjóð- brautirnar. Á síðastliðnu sumri hafði hann 20.000 dollara upp úr krafsinu á San Francisco- svæðinu og árstekjumar em yfírleitt um 70.000 dollarar. Ýmislegt er vitað um Clark. Fyrmm samstarfsmaður hans hefur gefíð upplýsingar um hann og sjálfur krotar hann stundum nokkur kveðjuorð á sjálfsalana, sem hann rænir. Hann er meðalmaður á hæð, með gleraugu í gylltri umgerð, og hefur hárið stundum bundið í tagl. Þá er hann jafnan vopnað- ur marghleypu. Hann ferðast um á Chevrolette-sendiferðabif- reið með skyggðum gluggarúð- um, líkar vel dreifbýlistónlistin og þykir enginn smekkmaður á mat og mótel. Þessi vitneskja hefur þó ekki nægt til að færa útsendara símafélaganna nær honum en í nokkurra sjálfsala fjarlægð. „Hann er varkár, klókur og ekki of gráðugur. Hann lætur sér nægja nokkra sjálfsala á dag og gætir þess að hafa langt á milli þeirra,“ sagði einn örygg- issérfræðingurinn, og kollegi hans í Kalifomíu bætti því við, að ámm saman hefðu símasjálf- salamir verið taldir algerlega þjófheldir. Nú segist hann halda, að um þá verði að skipta, alla með tölu, 1,8 milljónir. Fyrr í mánuðinum settu síma- fyrirtækin 25.000 dollara til höfuðs Clark og í San Diego í Kalifomíu hefur verið birt mynd af honum á lista yfír þá 10 menn, sem lögreglan telur sig ekki síst eiga erindi við. . - MICHAEL WHITE GRUNAÐI EKKI GVENI Mao var ekkí með öllum mjalla Zhao Ziyang, aðalritari Kínverska kommúnista- flokksins og maðurinn sem Deng Xiaoping hefur valið til þess að leiða kínversku þjóðina inn í 21. öldina, hefur látið frá sér fara athyglisverð ummæli um Mao Tse-Tung, fyrmrn formann flokksins. Samkvæmt þeim var Mao geðveikur síðustu 19 ár ævi sinnar. Zhao vitnaði einnig til þeirra orða Dengs, að hann vildi afsala sér völdum „áður en hugur minn sljóvgaðist“, en talið er að þar hafi hann einmitt óbeint viljað minna á elliglöp Maos. Hins vegar gat Zhao þess ekki, hvern- ig Mao hefði tekizt að halda völdum þrátt fyrir andlegan sjúkleika. Zhao fullyrðir að frá 1957 hafi Mao ekki verið í „neinni snertingu við raunveruleikann“ og þannig hafi hann verið á sig kominn þar til hann lézt árið 1976. Ennfremur segir hann að Mao hafí harðneitað að koma MAO — Sturlaður leiðtogi með afleita ráðgjafa. úr einangmn sinni, í Zhongnan- hai, útjaðri hins forboðna borgarhluta Peking. Fram að þessu hafa margir Kínverjar talið, að Mao hafi ekki fengið réttar upplýsingar frá samstarfsmönnum sínum. Það er einnig alkunna, að þá sam- starfsmenn, sem dirfðust að andmæla honum, leit hann á sem fjendur sína. Víst er og að þessar fullyrðingar um geð- heilsu formannsins komi mörgum á óvart, því að nafni hans hefur jafnan verið haldið á lofti sem mestu byltingarhetju sögunnar, þótt ferill hans hafi að sönnu ekki verið talinn með öllu gallalaus. Árið 1981 birti Kommúnista- flokkurinn gagnrýni á menning- arbyltinguna og komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði verið mesta áfallið sem Kínverjar hafí orðið fyrir allt frá árinu 1949. Mao var sagður hafa átt upphaf- ið að menningarbyltingunni og tímabilið frá 1957 til 1976 af- skrifað sem sem „sorgleg mistök". Á umræddu tímabili voru „kommúnurnar" stofnaðar og hafín herferð gegn mennta- mönnum og að lokum var sjálfri menningarbyltingunni hleypt af stokkunum. Nú hefur flokkurinn jafnvel gengið svo langt að skýra frá ýmsum staðreyndum um hungursneyðina miklu árin 1959—61 og að viðurkenna að þá hafi 16 milljónir manna solt- ið í hel. Um þetta segir Zhao: „Mao vildi aldrei trúa því að sveitafólk hefði soltið í hel á skelfing- artímabilinu eftir umskiptin miklu.“ Hinar nýju uppljóstranir kunna að breyta afstöðu manna til Lin Piao marskálks, sem var heillum horfinn eftir misheppn- aða morðtilraun við Mao. Hann fórst í flugslysi er hann reyndi að flýja til Sovétríkjanna og hefur hann síðan verið úthrópað- ur sem föðurlandssvikari. En nú kann svo að fara að Lin hljóti uppreisn æru og verði fremur álitinn píslarvottur. - JONATHAN MIRSKY

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.