Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.02.1988, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988 TIMBURLENK GENGUR AFTUR Komminn sem var kóngur í ríki sínu ISovétrílrjunum hefur verið flett ofan dálítilli vasaútgáfu af Stalín, manni sem stýrði sínu eigin ríki og 30.000 auðsveipum undirsátum, hafði sínar eigin fangabúðir og kúgaði fólk til að krjúpa á kné fyr- ir sér. Augljóst er, að blaðamennim- ir, sem hafa fjallað um þetta mál, óttast samt, að það verði látið logn- ast út af eins og svo oft hefur gerst. Akhmadjan Adílov hélt því sjálfur fram, að hann væri kominn í beinan karllegg frá Timurlenk mikla og fyrir þremur árum var hann einnig Hetja hinnar sósíölsku vinnu og yfir- maður einhverrar víðfrægustu samyrkjubúasamsteypu í Sovétríkj- unum. Þessi jarðyrkju- og iðnaðarfyrir- tæki í Gurumserai í Úzbekistan hafa löngum verið hyllt sem þau bestu og afkastamestu og Adílov, með orður og krossa í bak og fyrir, var orðinn svo valdamikill, að líkleg- ir ráðherrar í ríkinu urðu að kynna sig fyrir hirðinni og bíða síðan þolin- móðir eftir, að hann legði blessun sína yfír þá. Gat það stundum tekið nokkra daga. Konungdæmið hans Adflovs var hins vegar í raun réttri byggt á kúgun og þrælahaldi. Ef þjónunum varð það á að bera honum matinn of seint voru þeir umsvifalaust dæmdir í árs þrælkun í leynflegum fangabúðum, sem Adilov hafði látið gera í miklu neðanjarðarbyrgi. „Adílov skipaði mér að gerast flokksstjóri en ég neitaði. Allir, sem taka að sér einhver ábyrgðarstörf, hvort sem um er að ræða gjaldkera eða verkstjóra, eru dauðans matur eftir fá ár. Það er eitrað fyrir þá, þeir deyja í bílslysi eða bara hverfa," er haft eftir einum, sem slapp í burt lifandi. Verkamenn, sem efuðust eitthvað um orð hans heilagleika, voru barð- ir og skomir með hnífum og jafnvel ófrískar konur voru hýddar við rétt- arhöld undir berum himni. Fóru þau fram á miklum granítstalli við hlið- ina á gosbrunni og stórri styttu af Lenín, sem virtist halda út hendinni eins og í blessunarskyni við Adílov. Ef ókunnugir villtust fram hjá vörðunum og inn fyrir múrana um- hverfis höll Adflovs voru þeir dæmdir til að þræla á ökrunum og þeir, sem reyndu að velq'a athygli á ástandinu, hurfu bara, var kastað í dýflissumar neðanjarðar og líklega drepnir. Adflov lifði miklu sældarlífí. Hann átti sinn eigin dýragarð með páfugl- um, ljónum og sjaldséðum skraut- fiskum og í hesthúsunum hans voru 50 hreinræktaðir gæðingar. Var hver þeirra metinn á þúsundir rúblna. Ef hann þurfti að bregða sér af bæ og halda út fyrir konung- dæmið gat hann valið úr 15 villum. Þegar það bar við var jafnan heill strætisvagn með í förinni en í honum hafði verið komið fyrir eldhúsi með matreiðslumönnum og þjónaliði og lifandi lambi í hádegisverðinn. Þessi lífsmáti gömlu mongóla furstanna í Mið-Asíu hefur augljós- lega blómstrað vel í Sovétríkjum nútímans og tekur langt fram því, sem lesa má um í ádeiluritum and- ófshöfunda á borð við Vojnovitsj eða Zínovjov. Það er líka þannig með pólitísk áhrif í Sovétríkjunum, að blaðamennimir á Litertumaja Gaz- eta óttast, að konungdæmið hans Adflovs sé ekki búið að syngja sitt síðasta. „Orðrómur um, að Adílov yrði sleppt og ákæmmar felldar niður sannfærði okkur um að við mættum ekki bíða með að segja frá þessu máli. Ef það hefði dregist hefði hver einasti dagur getað kostað ný mannslíf," sagði í blaðinu, sem birti einnig myndir af neðanjarðarbyrg- inu. Adílov var handtekinn fyrir þrem- ur árum þegar reynt var að hreinsa til í Úzbekistan eftir lát Sharafs Rashidovs, formanns kommúnista- flokksins í þessu múhameðska Sovétlýðveldi. Sjálfur hafði Ras- hidov lifað í sömu vellystingunum og Adflov og gert það í skjóli stór- kostlegra lyga um baðmullarfram- leiðsluna, helstu atvinnugreinar ríkisins. Þegar upp komst um svikin var skrokkurinn af Rashidov dreg- inn upp úr glæsilegu grafhýsinu, sem hann hafði reist sjálfum sér í Tashkent, og sendur fæðingarþrop- inu hans með skömm. Adflov nýtur sem sagt ekki leng- ur vemdar Rashidovs, sem átti sæti í stjómmálaráðinu, en samt eru pólitísk ítök hans svo mikil enn að í þtjú ár hefur hann getað haldið aftur af rannsókn lögreglunnar á spillingunni og morðunum, sem við- gengust í valdatíð hans. - MARTIN WALKER BARNAGULL Svíar segja stríðsleik- föngum stríð á hendur w ISvíþjóð hefur nú verið skorin upp herör gegn teiknimyndunum um „Ofurkappa alheimsins" (Masters of the Universe) og „stríðsleik- föngunum" þeirra. Segja þeir, sem í eina tíð létu sig ekki muna um að ráðast til atlögu við sjálfan Andr- és önd og ET, að þau séu hættuleg andlegri heilsu sænskra bama. Þriggja manna nefnd er nú að kíkja nánar á þá Garp, Slíma og félaga og gerir það að beiðni Um- hverfísvemdarráðs bamanna, ríkis- skipaðrar nefndar, sem ákveður hvaða leikföng henti best fyrir sænska æsku. Þeir eru þó margir, sem ekki vilja bíða eftir Salómons- dómi sérfræðinganna, og hafa því brugðist við innrás Ofurkappanna með því að sniðganga Brio, sænska leikfangafyrirtækið sem flytur þá inn. Það er dálítið kátlegt en Brio hafði einu sinni forystu í framleiðslu þroskandi leikfanga og gat sér raun- ar alþjóðlegt orð fyrir spýtubílana og lestimar, sem áttu ekkert skylt við ofbeldi. Það er hins vegar liðin tíð segja þeir, sem nú hafa sagt Ofurköppunum stríð á hendur. „í ásókninni eftir meiri gróða reynir Brio að troða ofbeldinu upp á bömin okkar,“ segir Lars Eng- lund, yfírbamalæknir við heilsu- gæslustöð í bænum Borlange í Dölunum og forystumaður í flokki andófsmannanna. Segir hann, að hreyfíngunni vaxi ásmegin með degi hveijum, ekki síst meðal uppeldis- stéttanna. „Áður var Brio til fyrirmyndar og framleiddi góð leikföng en í þessu máli hefur þeim skjátlast hrapallega. Þeir græddu alveg nóg til að hafa efni á því að segja nei við þessum ofbeldisleikföngum." Forsvaremennimir hjá Brio láta samt engan bilbug á sér fínna. „Þetta eru bara ævintýrapereónur, ímyndaðar vemr á öðrum hnöttum. Við getum kallað þá kúreka og indí- ána okkar tíma," segir Ulf Nolhage, framkvæmdastjóri Brio. Nolhage sagði, að fyrirtækið ætl- aði að bíða og sjá hvað kæmi út úr rannsókn sérfræðinganna á Of- urköppunum og myndi síðan fara eftir úrekurði Umhverfísvemdar- ráðsins. „Þessi herferð' gegn Brio mun þó ekki breyta neinu," sagði hann. „Böm verða ekki ofbeldis- hneigð vegna gullanna, sem þau leika sér stað. Það eru aðstæðumar á heimilinu sem ráða mestu um það.“ Jan Linden, aðstoðarmaður á bamaheimili í Borlange, segir, að leikir bamanna hafí breyst síðan Ofurkappamir komu til sögunnar í Svíþjóð. „Nú gengur allt út á stríðsleiki og bömin reyna að líkjast Ofurköppunum. Við verðum að láta í okkur heyra, ekki sitja bara með hendur í skauti og hafast ekki að,“ sagði Linden. „Við munum beijast áfram gegn Brio þar til það hættir að selja þessi leikföng." Gunilla Andre, formaður í kvenfé- lagi Miðflokksins, sagðist vona, að andstæðingum Ofurkappanna tæ- kist að fá hin voldugu, sænsku verkalýðsfélög með í slaginn gegn Brio. - CHRIS MOSEY Gæti heimsendir orð- ið fyrir handvömm? Bandarísku hermennimir í flugstöðinni í Kansas vom að æfa sig í að skjóta upp Titan II-kjamorkueldflaug þegar tölvan tók allt í einu upp á því að undirbúa raunvemlegt eldflaugarskot. Er það haft eftir einum foringjanna, að eina leiðin til að koma í veg fyrir að eldflaugin héldi af stað til Sovétríkjanna með níu megatonna farm- inn hefði verið að ijúfa strauminn til stöðvarinnar. Þessi alvarlegi atburður átti sér stað 19. nóvember árið 1980 og frá honum og öðmm segir í nýrri skýrslu, sem unnin hefur verið við friðarrannsóknarmið- stöð Bradford-háskóla í Bret- landi. Fjórum ámm síðar sýndi önnur tölva, að Minuteman-eldflaug væri í þann veginn að slg'ótast upp úr skotbyrgi í Wyoming. Talsmenn flughersins sögðu síðar, að í raun hefði engin hætta verið á ferðum en hermennimir urðu þó svo skelfdir, að þeir komu brynvarinni bifreið fyrir ofan í eldflaugarbmnninum til að tmfla skotið. Bradford-skýrslan, handbók eða upplýsingarit um óhöpp með kjamorkuvopn, nefnir einnig dæmi um, að legið hafí við stór- slysum hjá Sovétmönnum. Þar á meðal Yankee-kafbátinn, sem sökk eftir að ein eldflaugin hafði spmngið en þó án þess að kjam- orkuhleðslan spryngi. í breska listanum er nefndur atburðurinn, sem varð síðastlið- inn vetur þegar sérsmíðaður flutningabíll fyrir kjamaodda rann út af hálum vegi og hvolfdi með farminn úti á akri. Höfund- amir segja, að vegna þess að mönnunum sé í eðli sínu mislagð- ar hendumar og vegna þess að smíðisgripimir þeirra, tæknibún- aðurinn, vilja stundum bregðast, sé óhjákvæmilegt að fléiri óhöpp verði, hvað sem líði auknu ör- yggi. Er það þeirra mat að ný vopn og hemaðaráætlanir hafí ávallt tilhneigingu til að vera nokkuð á undan þeim öryggiráð- stöfunum sem gerðar em hveiju sinni. - DAVID FAIRHALL ÓBOÐINN GESTUR—— Valsaði g'egnum varnirnar eins og að drekka vatn Ekki er ólíklegt að einhvem tíma verði gerð kvikmynd um Kötyu Komisamk og Iífshlaup hennar. Öllu ólíklegra er þó, að Katyu tækist að vera viðstödd frumsýningu kvikmynd- arinnar, ef úr yrði, því að hún á yfír höfðu sér allt að tuttugu ára fengelsisvist auk svimandi hárra fíársekta. Katya Komisarak er Banda- ríkjamaður. Hún er 28 ára að aldri og lauk á sfnum tíma prófí í verel- unarfræðum. Hún heftir fyrir rétti verið fundin sek um að vinna skemmdarverk á og eyðileggja eignir ríkisins. í júní síðastliðnum laumaðist hún inn í eina af bæki- stöðvum flughereins og eyðilagði þar tölvur við Navstar kerfíð svo- kallaða, en það er tilraunabúnaður fyrir kjamorkuflaugar og á að komast í gagnið árið 1991. Katya réðst ekki inn í stöðina í stundarbijálæði heldur að yfír- lögðu ráði, þegar hún þóttist vera búin að fá nóg af mótmælaskrif- um til háttsettra aðila auk þátt- töku sinnar í allskyns mótmæla- fundum. Hún kom að stöðinni Vanden- berg í Suður-Kalifomíu árla morguns 2. júní. Hún lét í fyrstu fyrirberast í mnnum við stöðina og velti því fyrir sér hvemig hún ætti að komast gegnum 10 feta háa gaddavírsgirðinguna. Katya hafði ekki annað meðferðis en bangsann sinn, sem hún kallar Júdas Makkabeus, og bakpoka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.