Morgunblaðið - 11.02.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.02.1988, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B 34. tbl. 76. árg._________________________________FIMMTUPAGUR 11. FEBRÚAR 1988________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Nýja Sjáland: Skattakerfíð stokkað upp - og girt fyrir undandrátt og undanþágur Wellington. Reuter. Nýsjálenska ríkisstjómin boðaði i gær verulegar breytingar á skatta- kerfinu en að sinni verður þó ekki tekið upp eitt skattþrep eins og fyrirhugað var. Tekjuskattar einstaklinga og fyrirtækja eiga að lækka verulega en á móti kemur að stoppað verður upp i skattagötin og undanþágur afnumdar. Eftir 1. apríl næstkomandi verða Waldheim taki sjálfur af skarið Reuter Vln. Frá Önnu Bjarnadóttur. fréttaritara Morgunblaósins. LEIÐTOGAR austurrísku stjómmálaflokkanna hafa verið fremur varkárir í ummælum sínum um niður- stöðu alþjóðlegu sagnfræðinganefndarinnar, sem kannaði feril Kurts Waldheims forseta á dögum síðari heimsstyxjaldarinnar. Jafnaðarmenn og fijálslyndir segja, að Waldheim verði að ákveða sjálfur hvort hann segir af sér, en talsmaður Þjóðarflokksins ver hann sem fyrr. Innan Þjóðarflokksins gerast þær raddir þó háværari, sem telja forsetann vera orðinn honum of þurigur í skauti. Waldheim tók í gær á móti Hussein Jórdaníukonungi og Noor drottningu, en þau eru í opinberri heimsókn í Austurríki. Er Hussein aðeins þriðji þjóðarleiðtoginn, sem þangað kemur síðan deilumar um fortíð forsetans hófust. Brottflutningur sovéska hersins frá Afganistan: Getur oltið á skipan bráðahi rg’ðastj ómar Isiamabad, Pekinjf. Reuter. skattar á fyrirtæki um 28% en hæsti Ítalía: Goria leggur fram afsögn Róm. Reuter. GIOVANNI Goria, forsætisráð- herra ítalfu, sagði af sér f gær en Francesco Cossiga forseti bað hann að gegna embættinu áfram til bráðabirgða. Að stjóm Goria standa fimm flokkar og hefur gengið á ýmsu f samstarfínu. Goria fannst þó mælir- inn fullur þegar neðri deild ítalska þingsins felldi tillögu um flárveitingu til fjármálaráðuneytisins. í fjárlaga- umræðunni hefur stjómin beðið hvem ósigurinn á fætur öðmm og það em aðallega þingmenn úr flokki Goria sjálfs, Kristilega demókrata- flokknum, sem hafa hlaupist undan merkjum. Það sem vakti fyrir þeim með því að fella stjóm Goria var að auðvelda sér baráttuna gegn Ciriaco De Mita, formanni Kristilega demó- krataflokksins, en hann sækist eftir endurkjöri á flokksþinginu í apríl. skattur á tekjur einstaklinga 33% eftir 1. október. Hæsta skattprósent- an fyrir báða þessa flokka er nú 48%. Roger Douglas, fjármálaráð- herra Nýja Sjálands, sagði, að breyt- ingamar kostuðu ríkissjóð um einn milljarð nýsjálenskra dollara (660 milljónir Bandaríkjadala) en það fé fengist aftur með því að girða fyrir skattundandrátt og afnema undan- þágur. Nokkur ágreiningur hefur verið með Douglas og David Lange for- sætisráðherra um þessar breytingar en Douglas hafði ráðgert að leggja einn flatan skatt á launatekjur. Lange var því andvígur og hefur nú verið ákveðið að fresta því um sinn. Douglas sagði, að fyrirtækja- skatturinn yrði 28% fyrir þau, sem lögheimili ættu í Nýja Sjálandi, en 33% fyrir önnur. 24% skattur kemur á launatekjur, sem em að jafnvirði 760 þús. ísl. kr., en 33% á hærri tekjur. „Með þessum breytingum er verið að stuðla að auknu, þjóðfélagslegu réttlæti. Undanþágumar og undan- drátturinn voru óvirðing við hinn almenna launamann og þau fyrir- tæki, sem töldu heiðarlega fram,“ sagði David Lange forsætisráðherra. YULI Vorontsov, aðstoðarut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, hóf í gær viðræður við pakist- anska embættismenn um tillögur MíkhaUs Gorbatsjovs, leiðtoga Sovétríkjanna, um brottflutning sovéska hersins frá Afganistan. Forystumenn skæruliðahreyf- inganna kváðust í gær hafa náð samkomulagi sín i milli um skip- an bráðabirgðastjórnar, sem tæki við völdum í Afganistan þegar Rauði herinn væri farinn þaðan. Bandaríkjastjórn hefur tekið vel í tillögu Gorbatsjovs. Engin opinber yfíriýsing var gef- in út um viðræðumar en Pakistanar hafa lagt áherslu á, að fyrirhuguð bráðabirgðastjóm verði skipuð full- trúum skæmliða og kommúnista- flokksins, sem nú fer með völdin, og kunnum mönnum í hópi afganskra útlaga. Þá vilja þeir, að brottflutningi sovéska hersins verði lokið á átta mánuðum en ekki tíu eins og Gorbatsjov hefur lagt til. Zain Noorani, innanríkisráðherra Pakistans, segir þó góðar horfur á samkomulagi um það atriði. Leiðtogar skæruliða í Afganistan komu saman til fundar í gær og sögðu að honum loknum, að þeir hefðu orðið ásáttir um skipan bráðabirgðastjómar í landinu. Vildu þeir ekki segja nánar frá samkomu- laginu að svo stöddu, en ljóst er, að þeir taka ekki í mál neitt sam- starf við Najibullah, núverandi odd- vita Kabúlstjómarinnar. Þeir hafa hins vegar gefíð í skyn, að þeir vilji ræða við suma aðra ráðherra, sem ekki em taldir of tengdir Sovét- mönnum. Bandaríkjastjóm hefur bmgðist vel við tillögu Gorbatsjovs um brott- flutning sovéska hersins frá Afgan- istan og sagði Marlin Fitzwater, talsmaður hennar, að hún væri „skref í rétta átt“. Viðbrögð ríkis- stjóma í Vestur-Evrópu hafa aftur á móti einkennst af mikilli varfæmi og í yfirlýsingu kínversku stjómar- innar var henni fáiega tekið. Sjá „ Atburðarásin..." á bls. 27. Carrington lávarður, framkvæmdastjóri NATO: Stöðug aukning vígbúnaðar Sovétmanna á norðurslóðum CARRINGTON lávarður, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, sem fer héðan af landi í dag, telur að full ástæða sé til að hafa áhyggjur af auknum vigbún- aði og nmsvifum Sovétmanna hér á norður- slóðum. Sjálfsagt sé að ræða hugmyndir Sovétmanna um takmörkun vigbúnaðar á norðurhöfum en hins vegar sé að finna i e;im atriði er minnki öryggi Noregs og lands. Carrington ræddi í gær við Þorstein Pálsson forsætisráðherra og Steingrím Hermannsson utanríkisráðherra auk þess sem hann hitti for- seta íslands frú Vigdísi Finnbogadóttur og utanríkismálanefnd Alþingis að máli. Carring- ton lávarður sagði í samtali við Morgunblaðið að viðræður hans og íslensku ráðherranna hefðu einkum snúist um fyrirhugaðan leið- togafund aðildarrílq'a NATO í Briissel 2. og 3. mars. Lávarðurinn var spurður um aukinn við- búnað Sovétmanna á norðurslóðum. „Þeir vinna stöðugt að því að auka vígbúnaðinn í þessum heimshluta og ég sé engin merki þess að þeir hafí slakað á klónni," sagði Carríngton og bætti við að greinilegt væri að bæði íslend- ingar og Norðmenn hefðu af þessu áhyggjur. Morgunblaðið/Sverrir Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, og Carrington lávarður hittast i Stjórnarráðs- húsinu ( gær. Þeir ræddu um leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins i mars og hemað- arstöðuna á norðurslóðum. Carrington sagði að nokkrar þær tillögur sem Míkhail Gorbatsjov kynnti í ræðu sinni í Múrmansk á sfðasta ári og Nikolaj Ryzhkov forsætisráðherra ítrekaði nýlega í Ósló um takmörkun vígbúnaðar á norðurslóðum væru fyrst og fremst til þess að fallnar að skapa aukið traust milli austurs og vesturs. Hins vegar virtist svo sem ákveðnir þættir þeirra miðuðu að því að veikja vamir NATO í þessum heimshluta. Taldi hann að næðu þeir þættir fram yrði öryggishagsmunum íslands, Noregs og Danmerkur ógnað þar sem í þeim fælist bann við gagnkafbátaaðgerðum á Noregshafi og í GIUK-hliðinu, þar sem mikilvægar sigl- ingaleiðir væru. „Ég efast raunar um að í hemaðarlegum þætti tillagnanna felist nokkuð nýtt eða hann sé settur fram í alvöru," sagði lávarðurinn. Virtist sér sem Sovétmenn vildu setja hömlur á umsvif NATO en að Varsjár- bandalagið gæti farið sfnu fram á norðurslóð- um. Carrington taldi nauðsynlegt að huga að takmörkun vígbúnaðar á norðurhöfum. Við- ræður um takmörkun venjulegs vopnabúnaðar væru ákaflega flóknar og hefðu staðið í mörg ár án árangurs og þar hefðu menn haft nóg við að glíma og þess vegna ekki litið til ann- arra þátta. Sjá einnig „Carrington snýr sér að sölu listaverka" á bls. 28.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.