Morgunblaðið - 11.02.1988, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1988
49
Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér.
Vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki, þá sofnar líf
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(Hallgrimur Pétursson)
Við Hannes og þeir sem eftir eru
af frændfólkinu í Tjamó sendum
þér Sævar minn, bömum og öðm
frændaliði dýpstu samúðarkveðjur.
Guð blessi ykkur og styrki.
Sigríður G. Johnson
Ragnheiður Eygló Eyjólfsdóttir
er látin. Þar gekk drengur góður,
vinur, eiginkona og móðir. Fari hún
vel;
Orlögin höguðu því svo að ég
kynntist Eygló, eins og hún var
jafnan kölluð, á vordögum 1975.
Fyrstu fundir gáfu til kynna að
þama færi kona hnarreist, stolt og
ákveðin og var hún fljót að vinna
virðingu hins unga sveins. Hún
reyndist seintekin en þó ávallt vin-
gjamleg. Fljótlega komu í ljós hlý-
hugur og velvilji sem frekar lýsti
sér í verkum en orðum og mátti
skilja að jarðvegur var góður fyrir
frekari kynni. Vinskapurinn óx
síðan og dafnaði, sérstaklega á
grunni sameiginlegra áhugamála
eins og fagurfræðilegri hlið ljós-
myndunar, ferðalögum eða al-
mennri þjóðfélagsumræðu.
Eygló var listamaður og bar sér-
staklega gott skynbragð á alla fag-
urfræði sem fór saman við mikla
handlagni. Ber heimili hennar góð-
an vott um þetta og auk hluta eins
og ljósmynda, útsaums og málaðra
mynda vom og eru til vitnis hvers-
dagslegri hlutir. Má þar telja jóla-
skraut, fatnað sem hún saumaði
og ekki síst matseld og framreiðsla
matar. Því það var ekki aðeins að
maturinn væri bragðgóður heldur
var hann svo listilega fram borinn
að unun var á að horfa. Þessa lista-
mannshæfileika bar Eygló ekki á
torg og hvarflaði það sennilega
ekki að henni að hún hefði þá, því
hún hafði í frammi harða sjálfs-
gagnrýni og var sjaldan fullkom-
lega ánægð með það sem hún hafði
gert. Þessi mál ræddi hún við fáa
að nokkru ráði, en ég varð ungur
þess skóla aðnjótandi og met það
mikils. Af þessum kynnum mátti
ég ráða að þar fór kona sem ekki
kastaði höndunum til neins, hvorlci
f efnislegu, andlegu né mannlegu
tilliti.
Eygló átti við erfiðan sjúkdóm
að stríða frá bamæsku, og hamlaði
hann meðal anriars því að hún
gæti stundað söng sem hún hafði
mikið yndi af. En í veikindum þess-
um kom fram ósérhlífni hennar og
harður vilji. Hún tók móð og más-
andi þátt í fjallgöngum og öðru því
sem á dagskrá var, jafnvel af meira
kappi en sumir þeir er fullri lieilsu
áttu að fagna. Utivist og ferðalög
voru henni ávallt mikið áhugamál
og liafði hún yndi af náttúmnni.
Á kveðjustund sem þessari
hvarflar hugurinn aftur til liðinna
tíma og er þai- margs að minnast.
Ferðalög um Mið-Evrópu, jólahald
á íslandi eða sameiginlegar stundir
f garðinum sem hún hirti og rækt-
aði af natni. í hugskoti stendur
mynd heilsteyptrar, ákveðinnar og
kærleiksríkrar konu. Minningamar
geymast, þær getur enginn tekið,
að þeim skal búið og lærdómur
dreginn af í sem víðtækustum skiln-
ingi.
Að lokum vil ég votta eigin-
manni, Jóhannesi Sævari, bömum
og bamabömum, svo og systkinum
Eyglóar innilegustu samúð mína.
0 Þórður Melgason
Leiðréttíng
Minningargrein birtist hér f blað-
inu í gær um Þorstein ívarsson er
var undirrituð af: Guðmundi, Ingi-
mundi, Haraldi, Stefáni og Sigur-
steini. Næst síðasta málsgreinin í
þessari grein féll út, en hún er svo-
hljóðandi: Aðstæður hafa allar
breyst eftir lát Steina. Missir svona
góðs vinar og félaga er óbætanleg-
ur, og ferðimar verða aldrei eins.
Söknuður okkar er sár.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum við vinnslu þessara
kveðjuorða.
Minning:
Haraldur Breið-
fjörð Þorsteinsson
Hann afí er dáinn. Þetta voru
fréttirnar sem við fengum þegar
við vöknuðum að morgni föstudags-
ins 5. febrúar. Hann sem lagði af
stað í hjartaaðgerð til London fullur
bjartsýni um að allt gengi vel og
hann næði fullum bata.
Afi, Haraldur Breiðfjörð Þor-
steinsson, fæddist 29. júní 1923 á
Lýsuhóli í Staðarsveit. Móðir hans
var Ásgerður Ágústa Ágústsdóttir
og faðir hans Þorsteinn Jónasson,
bóndi á Kóngsbakka í Helgafells-
sveit. Afí ólst upp hjá móður sinni
og fósturföður, Jónasi Guðmunds-
syni, en þau bjuggu allan sinn bú-
skap í Lýsudal í Staðarsveit.
Arið 1947, þann 25. október,
giftist afí ömmu okkar, Vilborgu
Guðrúnu Gísladóttur frá Gmndar-
fírði og bjuggu þau fyrstu búskap-
arár sín í Grundarfírði en fluttu til
Reykjavíkur 1950 og bjuggu þau
lengst af á Tunguvegi 60. Þau eign-
uðust 7 böm sem öll eru nú upp-
komin. Bamabömin eru nú orðin
15.
Afí hefur starfað hjá Strætis-
vögnum Reykjavíkur frá því í árs-
byijun 1955, fyrst sem vagnstjóri
og síðustu árin sem vaktformaður.
Árið 1979, þann 2. júní, lést
amma okkar skyndilega og var það
erfíður tími fyrir afa, en þá voru
tvö yngstu bömin enn í foreldrahús-
um.
Afí og amma voru mjög samrýnd
og ferðuðust þau mikið um landið
og eftir að bömin þeirra stofnuðu
sín eigin heimili var farið í hóp-
ferðir saman og tók þá afi myndir
af öllum hópnum og átti hann gott
myndasafn frá þessum ferðalögum.
Nokkrum dögum áður en hann
lagði af stað í síðustu ferðina hitt-
umst við hjá afa og skoðuðum þess-
ar myndir. Afí var alltaf hress og
kátur og var mjög gestkvæmt á
heimili hans og ömmu og alltaf var
hann tilbúinn að rétta hjálparhönd
ef á þurfti að halda.
Afí og amma höfðu ánægju af
því að vera úti í náttúrunni og
ræktuðu þau í mörg ár kartöflur í
Skammadal þar sem þau komu sér
upp litlu húsi ásamt vinum sínum
og hélt afí því áfram eftir að amma
dó. Þar var oft glatt á hjalla þegar
öll fjölskyldan var saman komin.
Síðustu árin stundaði afí svo
hestamennsku ásamt bræðrum
sínum á æskuslóðum þeirra systk-
ina í Lýsudal. Á vetuma höfðu þeir
aðstöðu fyrir hestana í Hafnarfirði
og var gaman að fara með honum
þangað. Við hugsum til hans með
söknuði nú þegar hann er horfinn
héðan og biðjum góðan Guð að
varðveita afa okkar og ömmu.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Barnabörn
t
Hjartkær eiginkona mín,
VALGERÐUR PÉTURSDÓTTIR,
Vallargötu 18,
Keflavík,
andaðist í Sjúkrahúsinu í Keflavík 9. febrúar sl.
Fyrir hönd aðstandenda,
Bragi Halldórsson.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
.IÓN GUÐNI ÁRNASON
Eiúsasmiðameistari,
Bugðulæk 7,
Reykjavík,
lést í öldrunardeild Landspítalans, Hátúni 10b, 6. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Karólína Þorsteinsdóttir,
Arnfríður Á. Guðnadóttir,
Guðrún K. Guðnadóttir, Hjörtur Sigurjónsson,
Jóna Guönadóttir, Þórir Jónsson,
Halldór Guðnason
og barnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
JÓN ENGIMAR JÓNSSON,
múrari,
frá Hafnarhólmi,
Hátúni 4,
verður jarðsunginn föstudaginn 12. febrúar kl. 13.30 frá Bústaða-
kirkju.
Helga
Reynir Hólm Jónsson,
Sigrún Hólm Jónsdóttir,
Haukur Frans Jónsson,
Jón Ingimar Jónsson,
Stefán Jónsson,
Jónsson,
Anna Stefánsdóttir,
Benedikt Arason,
Henný Guðsteinsdóttir,
Theódóra Marinusdóttir
og barnabörn.
. t Móðir okkar, ELÍSABET KRISTÓFERSDÓTTIR frá Neðri-Hól, lést í Sjúkrahúsi Akraness 5. febrúar sl. Jarðarförin verður gerð frá Borgarneskirkju föstudaginn 12. febrú- ar kl. 14.00. Sætafe.rð verður frá Umferðarmiðstöðinnl sama dag kl. 11.30. Börnin.
t Konan mín, JÓNFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR frá Patreksfirði, Öldugötu 27, Hafnarfirði, er lést 5. þ.m. verður jarðsungin frá Kapellunni við Hafnarfjarðar- kirkjugarð föstudaginn 12. febrúar kl. 13.30. Innilegar þakkir til' lækna og starfsfólks Sólvangs fyrir góða umönnun. Konráð Júlíusson.
t Útför móður okkar, fósturmóður, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR ÞÓRÐARDÓTTUR frá Hofsstöðum, verður gerð frá Fáskrúðarbakkakirkju laugardaginn 13. febrúar kl. 14.00. Ferð veröur frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.00. Þórdís Eggertsdóttir. Sigmundur Guðmundsson, Kjartan Eggertsson, Soffía Guðjónsdóttir, íngibjörg Eggertsdóttir, Gisli Gíslason, Áslaug Guðmundsdóttir, Gunnlaugur Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn.
t Systir okkar, MARGRÉT KRISTJÁNSDÓTTIR, Drápuhlið 43, Reykjavík, er lést á Sólvangi, Hafnarfirði, aðfaranótt 8. febrúar verður jarð- sett í nýju kapellunni föstudaginn 12. febrúar kl. 10.30. Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Guðlaug Kristjánsdóttir, Björn Kristjánsson.
t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, GUÐMUNDUR JÓSEFSSON fyrrv. húsvörður Hallveigarstöðum, Hátúni 4, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. febrúar kl. 1B.00. Þeir sem vildu minnast hins látna eru beðnir að láta Sjálfsbjörgu, félag fatlaðra, eða Hjartavernd njóta þess. Kristfn Guðmundsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Óskar Þ. Sigurðsson, Þóra Björgvinsdóttir, Jón Haraldsson og barnabörn.
t innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður. og ömmu, HELGU SIGURÐARDÓTTUR. Sólveig og Sigurður Blöndal, Helgi, Guðmundur og Dagný Blöndal.
t Þakka innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðar- för föður míns, EYJÓLFS S. ÞORVALDSSONAR fyrrverandi skipstjóra, Fornhaga 23. Guðmunda Eyjólfsdóttir.
t Þökkum sýnda samúð og vináttu við fráfall og útför eiginmanns míns, mágs og fósturföður, HÁLFDÁNAR H. ÞORGEIRSSONAR bifvélavirkjameistara, Sléttahrauni 27, Hafnarfirði, Einara G. Björnsdóttir, Benedikt Björnsson, Elin Benediktsdóttir, Björn Benediktsson, Guðbjörg Benediktsdóttir, Björn H. Jónsson.