Morgunblaðið - 11.02.1988, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1988
KAYS
0^
15%
kynningarafsl.
BIO-ÍVA FUÓTANDI
TAUPVOTTALÖGUR
JUr io-lva er nýr fljót-
andi tauþvottalögur
og fyrsti alhliða tauþvotta-
lögurinn á íslandi. Bio-lva
er notað á sama hátt og
þvottaduft. Bio-íva nærfyrr
fullri virkni en þvottaduft,
því það leysist strax upp í
þvottavatninu. Þvotturinn
er því sérlega vel bveginn
með bio-lva. Bio-lva inni-
heldur ensým en þau leysa
sérstaklega óhreinindi sem
innihalda eggjahvítu, s.s.
blóð, svita, súkkulaði o.þ.h.
Þú færð því ilmandi og vel
þveginn þvott með bio-lva.
i,
Rannsóknaratofo
FRIGG
m
m
mSi
Bio-íva er einníg tílvalið
í handþvottínn.
sapuíjErðin
;
Lyngési 1 Oatðabæ, simi 651822
FEGURÐ NAUMHYGGJUNNAR
Ingólfur Arnarson við eitt af verknm sínum. Morgunbiaðið/BAR
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Naumhyggja í myndlist er
ekki nýtt fyrirbæri í sjálfu sér,
því að margur listamaðurinn
hefur spreytt sig við lágmark
efniviðar á listaferii sínum. En
hins vegar eru alþjóðlegu stefnu-
mörkin og isma-heitið af nýrri
toga. Hér er leikið með einfald-
leikann, knöpp og afmörkuð
form ásamt byggingarfræðilegri
útfærslu. Leikurinn getur þegar
best lætur verið harla skemmti-
legur og þá helst er myndverkin
falla vel í umhverfí sitt, enda er
lögð mikil áhersla á það af iðk-
endum liststefnunnar, að þau
njóti sín rétt á sýningum og lista-
söfnum og þurfa sum heilmikið
opið rými. Hér er um að ræða
formræna naumhyggju, en ekki
hitt, að verkin séu smágerð eða
að lítið fari fýrir þeim —því er
nú síður, vegna þess að mörg
þeirra eru að rúmtaki mikil um
sig.
Til er hörð, hrá og óvægin
naumhyggja, en einnig ljóðræn
og tilfínningarík og í þeim flokki
er Ingólfur Arnarson, sem lagt
hefur undir örfá nafnlaus verk
sín báða neðri sali Nýlistasafns-
ins fram til 14. febrúar.
Ingólfur hefur ekki látið sér
nægja verk sín ein, heldur hefur
hann virkjað allt rými sýningar-
salanna þannig, að framkvæmd-
in er að vissu marki „installati-
on“, umhverfís- og innsetningar-
list af hárri gráðu.
Ég minnist þess ekki, að sal-
imir hafí notið sín betur í annan
tíma, og ósjálfrátt fer maður að
skoða veggina sjálfa, bitana,
loftið, gluggana svo og allt ann-
að, sem tilheyrir staðnum — og
satt að segja leið mér ákaflega
vel þama inni.
Verst er, að ekki er hægt að
taka þessa sali eins og þeir leggja
sig og setja upp á nýjum stað
og jafnvel flytja á milli hinna
miklu sýningarviðburða heims-
ins. Ósjálfrátt fer ég að hugleiða
hve leitt sé, að ekki hefur tekist
að vekja áhuga almennings og
beina straumi listþyrstra á þenn-
an stað. Margar óvandaðar sýn-
ingar hafa fælt fólk frá og má
minnast þess, sem Sigurður
Nordal sagði eitt sinn og kannski
af gefnu tilefni á stúdentafundi
í Höfn fyrir margt löngu, að
„það þyrfti ijóra góða einstakl-
inga til að vinna það upp, sem
einn rifí niður“. Hér var af visku
mælt.
Það er mikil einlægni og inn-
lifun, sem kemur fram í verkum
Ingólfs, hvort heldur hann vinnur
í gifslágmyndum eða teikning-
um. Hinar smágerðu teikningar
láta lítið yfír sér, eru eins og lítil
óræð ljóð, sem koma við hjartað,
ef móttökutækið er í lagi — þessi
innri og óútskýranlegri radar,
sem ekki verður numinn, einung-
is skynjaður. Ég vil vekja at-
hygli á þessari sýningu, því að
hún dregur fram á áhrifaríkan
hátt mikilvægi skynræns rýmis,
sem lyftir sálinni á flug — algjör
andstaða þeirra náköldu, kölk-
uðu grafa, sem staðlað rými fjöl-
býlishúsa verður að teljast og
gerir íbúa þeirra að sálarlausum
ljölda.
Engin regla og þó
Sýning Tuma Magnússonar
í kjallarasölum Norræna hússins
er mjög í anda nýja málverksins
og trúlega hinnar hollenzku útg-
áfu þess. Hann hefur enda fetað
beina slóð frá nýlistadeild MHÍ
til Hollands og verið mjög opinn
fyrir nýjum straumum, sem efst
þóttu á baugi meðal formbylting-
armanna í því landi, meðan á
námi hans stóð. Að þessu við-
bættu má vera ljóst, er málverk
hans eru skoðuð, að hér sé á
ferð sérstæður persónuleiki með
tilhneigingu til að þræða ótroðn-
ar slóðir og gera það, hvað sem
það kostar. Einnig bera myndir
hans vott um mjög opinskáa af-
stöðu til hlutanna allt um kring
og vissa tegund myndrænnar
kímni.
Tumi fer ekki eftir neinum
ákveðnum reglum í myndgerð
sinni, er frekar gefínn fyrir vissa
óreglu og tilviljunarkennd vinnu-
brögð. Þetta kemur fram bæði í
teikningu og meðferð lita, auk
þess sem sjálf formin í myndun-
um geta verið í hæsta máta
óhijáleg. Þetta er líkast ferð án
fyrirheits inn í rfki lita og forma,
og komi gerandinn að kross-
götum, velur hann þá leið, sem
eðiisávísun hans býður honum
og það alveg hiklaust. En svo
virðist hann fá eftirþanka, snýr
við og velur aðra leið hress í
bragði.
Þetta síðasta segi ég vegna
þess, að yfír myndum Tuma er
viss hressileiki og um Ieið óstýri-
lát lífsgleði, og það er einmitt
það ásamt launhelgri, en um leið
opinskárri kímni, sem gefur
myndum hans gildi.
Án þess að vera neitt takmark
í sjálfu sér kemur fram viss lita-
gleði ásamt óvenjulegri tilfínn-
ingu fyrir samspili lita í sumum
myndum Tuma svo sem í mynd-
unum „Svörtu þræðimir“ (8),
„Kaffí“ (14), „Logn“ og „í sveit-
inni“ (24). Myndin „Logn“ er t.d.
nokkuð óvenjuleg og sér á báti
í sýningunni fyrir samræmi lita
og forma ásamt skynrænni
stígandi í útfærslu — hérumbil
reglufestu!
Mörg ung listaspíran hlýtur
að fagna sýningu sem þessari og
sömuleiðis er það alveg víst, að
fulltrúar sígildra og skipulegra
vinnubragða munu hafna henni
— og þá mun tilganginum trúlega
náð...
Tumi Magnússon við eitt verka sinna. Morgunbiaðið/ói.K.Mag.
'RYSTI-VOKVAKERFI
Radial
stimpildælur
HEÐINN
VÉLAVERSLUN SÍMI 624260
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER
<
tn
Háskólafyrirlestur
um bókmenntir í
kúbönsku samfélagi
PABLO Armando Femández
skáld frá Kúbu flytur fyrirlestur
í boði heimspekideildar Háskóla
íslands sunnudaginu 14. febrúar
kl. 14.30 í stofu 101 í Odda. Fyrir-
lesturinn fjallar um hlutverk bók-
mennta í kúbönsku samfélagi og
verður fluttur á ensku.
Pablo Armando Femández fædd-
ist á Kúbu 1930, en fluttist til Banda-
ríkjanna á unglingsárum sínum og
átti þar heima til ársins 1959, og
þar hófst rithöfundarferill hans. Þeg-
ar hann var kominn heim til Kúbu
vann hann fyrst við ritstjóm menn-
ingartímarita, síðan gerðist hann
starfsmaður utanríkisþjónustunnar,
og árið 1971 tók hann við starfí hjá
Vísindaakademíunni í Havana. Pablo
Armando h'efur gefið út sex
ljóðabækur, auk fleiri rita, og hafa
Ijóð hans verið þýdd á mörg tungu-
mál. Fyrir skáldsöguna Los ninos se
despiden (Bömin kveðja) hlaut hann
1968 bókmenntaverðlaun Casa de las
Américas.
Fyrirlesturinn er öllum opinn.