Morgunblaðið - 11.02.1988, Side 58

Morgunblaðið - 11.02.1988, Side 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1988 Nýsjoppa Húsnæði 40 eða 30 fm. 5 ára leiga. Öll leyfi. Góð staðsetn. Laust strax. Uppl. ísíma 671334 og 16700. eðaheilar samslæður Leitið upplýsinga UMBOÐS OC HEILDVERSLUN BÍLDSHÖFDA 16 SÍMI 6724 44 SIEMENS Siwamat5830þvotta- vélin frá Siemens fyrir vandiátt fólk • Frjálst hitaval. •Áfangaþeytivinding fyrir allan þvott, líka ull. Mesti vindu- hraði 1200 sn./mín. • Sparnaðarkerfi þegar þvegið er í hálffylltri vél. • Skyndiþvottakerfi fyrir íþrótta- föt, gestahandklæði og annað sem lítið er búið að nota. • Hagkvæmnihnappur til að minnka hita og lengja þvotta- tíma: Sparar rafmagn. •Hægt er að fá þurrkara með sama útliti til að setja ofan á vélina. • Allar leiðbeiningar á íslensku. Hjá SIEMENS eru gæðl, endlng og fallegt útllt ávallt sott á oddlnn. Smith og Norland Nóatúni 4, s. 28300. TÖLVUPRENTARAR KÖRFUKNATTLEiKUR / DÓMSTOLL KKI ívar Webster dæmdur íleikbanntil l.apríl Leikur ekki meira með Haukum í vetur nema að þeir komist í úrslitakeppnina ÍVAR Webster leikur ekki meira með Haukum f vetur, nema liðinu takist að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni f úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik. Hann var f gær dæmdur í bann til 1. aprfl vegna hnefa- höggs sem átti sór stað í leik- hléíleikUBKog Haukaí desember. Forsaga málsins er sú að í leik liðanna, fyrir tæpum tveim- um mánuðum, sló ívar Webster, Bjöm Hjörleifsson þannig að sá á Bimi. Málið var tekið fyrir í dóm- stól UMSK og þar var ívar víttur fyrir framkomu sína. Breiðblik áfrýjaði úrskurði dóms- ins til dómstóls KKÍ og þar var ívar dæmdur í leikbann til 1. apríl, eða í rúman einn og hálfan mánuð. „Ég á bara ekki eitt einasta orð. Þetta er furðuleg niðurstaða og passar upp á dag, ívar nær sem sagt ekki að leika meira með okk- ur nema við komumst í úrslita- keppnina," sagði Pálmar Sigurðs- son, þjálfari Hauka í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við áttum von á eins leiks banni og Biikar fóra fram á að minnsta kosti eins leiks bann. Þetta kom okkur því gjörsamlega í opna skjöldu. Þetta mál er til skammar fyrir dómstólana. Það hefur tekið tvo mánuði og svo er þetta dæmt á alla vegu. Við eram að athuga hvort við getum áfrýjað dómnum til ÍSÍ og ef það er hægt þá geram við það.“ „Alvarlegt mál“ „Við lítum á þetta sem mjög alvar- íegt mál og sem slíkt hlýtur refs- ingin að vera þung,“ sagði Kol- beinn Pálsson í samtali við Morg- unblaðið, en hann á sæti í dóm- stól KKÍ. „Hvað varðar tímann þá ákváðum við að fara frekar eftir tima en leikjafjölda og þetta var á engan hátt reiknað út. Það sem er kannski alvarlegasta í þessu máli og vegur mjög þungt er að þetta hefur áhrif á leikinn og jafnvel mótið í heild. Ef menn era dæmdir til vægrar refsingar fyrir slík mál þá væri það mjög slæmt mál fyrir körfuknattleikinn í landinu. Það gæti jafnvel þýtt að lið gætu gert út á ofbeldi. Við geram ráð fyrir því að þessi dómur sé mótandi sem fordæmi og vonumst til að koma í veg fyr- ir ofbeldi í íslenskum körfuknatt- leik. Hvað varðar tímasetninguna þá er það mjög slæmt að málið skuli dragast svo lengi. Þetta á að sjálf- sögðu að falla undir aganefnd sem gæti þá tekið strax á málinu og það er vonandi að svo verði í framtíðinni." ívar Wabstar Mm FOLK KNATTSPYRNA Ragnar skoraði í fyrsta leik með 1860 Munchen „Höfum fengið góðar móttökur,'1 segir Guðni Bergsson RAGNAR Margeirsson skoraði markfyrir 1960 Múnchen í sínum fyrsta leik með félaginu. „Við höfum leikið tvo æfinga- leiki og unnið örugga sigra f þeim,“ sagði Guðni Bergsson, félagi Ragnars. Þeir leika báðir með Múnchenar-félaginu. Við höfum það mjög gott héma og höfum fengið frábærar móttökur," sagði Guðni. Þeir félag- ar verða ekki löglegur með 1860 Múnchen fyrr en 23. mars, en þá á félagið eftir átta leiki í Bayem- deildinni. „Ef allt gengur vel þá á félagið að tryggja sér rétt til að leika til úrslita um 2. deildarsæti,“ sagði Guðni. Það er mikill hugur í herbúðum 1860 Munchen, sem er eina at- vinnumannafélagið utan deilda í V-Þýskalandi. Félagið hefur fengið til sín fímm nýja leikmenn að und- anfömu. Einn þeirra er Júgóslav- neski landsliðsmaðurinn Pasic, sem lék með Ásgeiri Sigurvinssyni hjá Stuttgart. Einnig hefur Júgóslavinn Damir Calabac gengið til liðs við félagið - ásamt Maxi Heidenreick, sem kom frá Hannover. „Það er ekki neinn viss kvóti á út- lendinga í Bayem-deildinni, eins og í meistaradeildinni. Ellefu bestu leikmennimir leika með hveiju sinni," sagði Guðni. GuAnl Bargsson SPéÁNN Þjálfari Betis rekinn John Mortimar, þjálfari Real Bet- is í 1. deildinni á Spáni var rek- inn í gær. Það var ákveðið á stjóm- arfundi og ástæðan var ófullnægj- andi árangur liðsins. „Okkur þykir slæmt að missa Morti- mer, en eins og staðan er í dag sjáum við ekki fram á að hann geti lyft Betis ofar í deildinni," sagði Gerardo Martinez, forseti Real Bet- is. Pedro Buenaventure, einn þjálfara félagsins, tekur við liðinu til bráða- birgða. Mortimer kom til Betis frá Benfíca, en hann gerði liðið að deildarmeist- uram. Eftir brottreksturinn sagði hann: „Ég gat ekki unnið með fólki sem vildi ekki vinna með mér. ■ DIEGO Maradona, sem hefur skorað mark í síðustu fímm leikjum Napolí í röð, og félagar hans - settu deildarmet á Ítalíu um sl. helgi. Þá vora þeir búnir að fá 31 stig út úr átján leikjum. Gamla metið átti Juventus. Það vora 30 stig úr átján leikjum - sett 1976. ■ AJAX má ekki leika heimaleik sinn gegn Young Boys frá Sviss í Evrópukeppninni á heimavelli sinum. Ástæðan fyrir því er að stuðningsmenn félagsins fögnuðu þegar flugeldum var skotið og eggj- um kastað að markverði Eind- hoven, Hans van Breukelen í leik liðanna. IMORG hundruð stuðningsmenn Glasgow Rangers hafa undan- fama daga skráð sig í kommúnista- flokkinn í Glasgow. Þeir telja það sé eini möguleikinn á að þeir fái vegabréfaáritun til Rúmeníu, þeg- ar Rangers mætir Steaua Bukar- est í Evrópukeppninni 2. mars. ■ PAUL Walsh, enski landsliðs- maðurinn hjá Liverpool verður að öllum líkindum seldur til Derby í dag á 500 þús. pund. Hann hefur ekki náð að tryggja sér fast sæti í Liverpool-iiðinu að undanfömu. Félagið keypti hann frá Luton 1984 á 400 þús. pund. ■ LAN Knight fékk samning sinn við Sheffield Wednesday framlengdan um eitt ár í gær. í bikarleik gegn Chester fyrir ári var hann sparkaður illa niður og í ljós kom að hann hafði fótbrotnað á sjö stöðum. Ekki var gert ráð fyrir að Knight myndi leika knattspyrnu framar, en hann hefur náð sér og er byijaður að æfa. ■ SUNDERLAND hefur áhuga á að fá Leroy Rosenior, miðherja Fulham til liðs við sig. Fulham greiddi QPR 100.000 pund fyrir hann í fyrrasumar, en nú vantar félagið peninga. ■ KJELL Pettersson hefur ver- ið ráðinn þjálfari sænska knatt- spymuliðsins IFK Gautaborg. HANDKNATTLEIKUR Jafntefli hjá Dönum og Svíum í Bröndby Danir og Svár gerðu jafn- tefli, 18:18, í vináttulands- leik í handknattleik í Bröndby- höllinni í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. „Leikurinn var geysi- lega harður og það gekk á ýmsu. Gunnar Kjartansson og Rögn- valdur Erlingsson dæmdu - og höfðu góð tök á Ieiknum," sagði Guðjón Guðmundsson, liðsstjóri íslenska landsliðsins, sem var að „njósna" um Svía. Guðjón sagði að hinn ungi mark- vörður Christen Stadil Hansen hafí varið mark Dana mjög vel í leiknum og einnig Mats Ols- son, markvörður sænska liðsins. Bjöm Jilsen lék ekki með Svíum. Þess má geta Danir léku sinn fjórða landsleik á fímm dögum. Þeir unnu tvo sigra, 23:21 og 29:22, yfír Norðmönnum um sl. helgi og á þriðjudagskvöldið máttu þeir þola tap, 23:24, fyrir Svíum í Malmö - vora þá óheppnir. Guðjón tók báða landsleiki Dan- merkur og Svíþjóðar upp á myndband.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.