Morgunblaðið - 11.02.1988, Side 47

Morgunblaðið - 11.02.1988, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1988 47 Minning: Björg Helgadóttir Fædd 12. júlí 1895 Dáin 31. janúar 1988 Þá er þriðja systirin frá Kvíavöll- um, Björg Helgadóttir, fallin í val- inn. Hún lést í hárri elli hinn 31. janúar sl., en hefði á næsta afmælis- degi sínum, 12. júlí í ár, orðið 93 ára gömul. Tvær systurnar, Sigríð- ur og Eyrún, móðir mín, eru þegar gengnar en hin fjórða, Jónína Sal- vör, lifir enn. Fáein kveðju- og þakklætisorð skulu hér rituð. Björg var dóttir hjónanna Sigurð- ar Helga Jónssonar og Halldóru Sigurðardóttur, en þau bjuggu fyrstu hjúskaparár sín að Kvíavöll- um í Rosmhvalsneshreppi og voru Kvíavellir ein af 10 hjáleigum kon- ungsjarðarinnar Kirkjubóls. Kot þetta stóð fram á sjávarkambinum og gat fóðrað um þeirra daga eina kú, en fyrr á öldinni var þar tvíbýlt. Nú er kot þetta lítill stekkur, eins og þúst í landslaginu. Um aldamót- in fluttust hjónin með ijórar dætur til Reykjavíkur og fóru fótgang- andi, tvær dagleiðir. Það var harður heimur, sem systumar ijórar ólust upp í, og mér er nær að halda, að illa hefði getað farið, ef Sigurði Helga hefði ekki tekist að verka sjálfur þá flska, sem í hlut hans komu, og skipta þeim fyrir hrossa- kjöt við bændur undir Eyjafjöllum. Samheldni fjölskyldunnar var mjög mikil og hafði það úrslitaþýð- ingu við þessar kröppu aðstæður. Systumar vom sérstaklega sam- rýmdar og kann ég af því margar sögur. Samheldnin og samhjálpin, sem þær tileinkuðu sér í æsku, dafnaði og þróaðist með þeim er út í lífið kom og leiðir skildu, en þær giftust allar vel og eignuðust 26 böm og fjölmörg bamaböm. í munni bama þeirra vom þær alltaf kallaðar systur og ég minnist Bjarg- ar sem Böggu systur. Björg var yngst þeirra, glaðvæmst og opin- skáust, einstaklega ljúf í geði, hjálp- söm og trygglynd. Glaðværðin bók- staflega geislaði frá henni alltaf og ævinlega, ekki síst á mannamótum, en þegar á bjátaði, og hún fór ekki varhluta af mótlæti þessa heims, þá var hún sem klettur. Björg giftist Ólafi Guðnasyni 1913 og eignuðust þau 6 böm. Ólaf- ur var 16 ámm eldri en hún og er hann dáinn fyrir mörgum ámm (1949). Fjögur elstu böm þeirra, Jóhann, Sigurbjörg, Siguijón og Halldóra em látin, en tvö þau yngstu, Ólafur og Erla, fylgja móð- ur sinni til grafar í dag. Ég vil hér flytja Böggu systur þakkir fyrir trygglyndi hennar við móður mína alla tíð og ómetanlega aðstoð, eftir að faðir minn féll frá. Sjálfur á ég ljúfar endurminningar um Böggu, sem ég þakka. Það var gott að heimsækja hana á Leifsgötu 26 og ætíð kom hún sem bjartur ljósgeisli á heimili okkar á Hverfís- götu 100 B. Blessuð sé minning hennar. Ólafí og Erlu og þeirra nánustu flyt ég og Ragna innilegar samúð- arkveðjur, svo og öllum bamaböm- unum. Ingi R. Helgason Þann 31. janúar síðastliðinn lést á öldmnardeild Borgarspítalans í Reykjavík Björg Helgadóttir, en þar hafði hún dvalið undanfarin ár. Amma fæddist á Kvíavöllum á Miðnesi 12. júlí 1895 og hefði því orðið 93 ára í sumar. Hún var búin að vera heilsulítil um langt skeið en meðan heilsan leyfði naut hún þess að búa sig upp og stíga dans í „Gúttó". Því var það henni þung raun þegar heilsan fór að gefá sig og hún varð háð umönnun annarra, því það var ekki hennar skapgerð. En þótt líkaminn væri orðinn þreyttur var hugsun hennar skýr til síðasta dags. 13. apríl 1913 giftist amma Ólafí Guðnasyni en hann lést 27. júlí 1949. Þau bjuggu lengst af á Leifs- götu 26 hér í borg en það hús reisti afí. Böm ömmu og afa urðu 6 og em fjögur þeirra látin. Þau vom Hall- dóra, dáin 1952, Sigurjón, dáinn 1970, Jóhann, dáinn 1978, og Sig- urbjörg, dáin 1987. Eftirlifandi af bömum þeirra em Ólafur og Erla. Móðir mín og amma héldu saman heimili á Njálsgötu 60 og á ég margar og góðar minningar frá þeim tima. Amma leit eftir mér meðan móðir mín var í vinnu og var þá margt brallað. Margan dag- inn sátum við amma við gluggann og hún fræddi mig um það sem fyrir augu bar. Stundum var farið í gönguferðir um nágrennið eða strætisvagn tekinn og farið í heim- sóknir til ættingja. Á þessum árum var meiri tími til að leggja rækt við fjölskyldutengslin en nú gefst tæki- færi til. Alltaf var amma reiðubúin að svara spumingum stráksins og óþreytt að leysa úr vandamálum hversdagsins. Þá eru mér sérstak- lega minnisstæðir frídagar verka- manna 1. maí. Þá fórum við í kröfu- göngu og síðan á Hressó þar sem við fengum okkur ís. Slíkt þótti ekki jafn sjálfsagt og í dag. Ófáir voru morgnamir þegar amma hjálp- aði stráknum við blaðaútburðinn, fannst ómögulegt að hann væri að Þorsteinn Ivars- son - Kveðjuorð Mánudaginn 1. febrúar fengum við þá frétt að æskuvinur okkar Steini, Þorsteinn Ivarsson, væri lát- inn. Leiðir okkar lágu saman í 6 ára bekk en skildu aftur í 10 ára bekk, þegar Steini skipti um skóla. Urðu því miklir fagnaðarfundir um síðastliðna verslunarmannahelgi þegar gömul kynni voru endumýjuð. Eftir það höfum við átt margar ánægjustundir með Steina og vinum hans sem seint munu gleymast og vantar nú tilfinnanlega einn í hóp- inn, því alltaf fylgdi Steina mikið grín og glens. Minningin um góðan vin mun ávallt fylgja okkur. Þeir deyja ungir sem guðimir elska. Við sendum foreldrum og ættingj- um Steina samúðarkveðjur. Anna Bryndís, Arna, Ásdís, Eyrún B., LAra, Rannveig, Sigriður, Steinunn. þvælast þetta einn, snemma dags og ekki orðið bjart. Á kvöldin sagði hún sögur eins og henni var einni lagið og síðan var alltaf farið með bænirnár áður en farið var að sofa. Mig langar að kveðja ömmu um leið og ég þakka henni fyrir allt með versum úr sálmi sem hún kenndi mér: „Vertu Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafiii. Hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. Minn Jesú andlátsorðið þitt í mínu hjarta ég geymi sé það líka síðast mitt þá sofna ég burt úr heirni." (Hallgrímur Pétursson Blessuð sé minning hennar. Ólafur Reimar DóraB. Theodórs- dóttir — Kveðjuorð Fædd 5. mars 1949 Dáin 31. janúar 1988 Dauðinn er vinur mannsins og hann kemur í heimsókn þegar manni mest ríður á. Ekki átti ég von á að þessi orð gamals manns kæmu upp í huga minn er ég frétti andlát frænku minnar, Dóru B. Theodórsdóttur, ungrar og glæsilegrar konu og tveggja barna móður. Þrátt fyrir áratuga starfs- reynslu í hjúkrun minnist ég þess ekki að hafa orðið vitni afðþján- ingarfyllra eða átakanlegra veik- indastríði en því sem frænka mín háði, fyrsta árið full vonar og bjartsýni um lækningu en síðustu árin mörkuð vaxandi sjúkdómi og vonbrigðum. En þá var einasta friðþæging hennar ástríki foreld- ranna og þroskaferill dætranna. t 1 Við sem störfum í heilbrigðisstétt- unum vitum að ailtaf er verið að kreijast meiri menntunar og til- færslu á hærra skólastig og er það vel, en við vitum það líka að það sem máli skiptir og kennir okkur mest er umgengni við hinn sjúka og aðstandendur hans. Hlýtur ekki slíkur ferill mann- legs lífs að vera tilfínningalega þroskandi og ógleymanlegur þeim sem kynntust honum úr nálægð. Vel er mér kunnugt um að for- eldrar Dóru eru þakklátir því hjúkrunarfólki sem reyndist henni vel í veikindum hennar. Ástvinum Dóru votta ég samúð mína og frænku minni óska ég góðrar ferðar heim, heim til betra. lífs, heim til Guðs. Hrönn Jónsdóttir MILLTEX innimálning með7eða20%gljáa-BETT vatnsþynnt plastlakk með 20 eða35% gljáa - VITRETEX plast- og mynsturmálning - HEMPELS lakkmálning og þynnir- CUPRINOLfúavarnarefni, gólf-og húsgagnalökk, málningaruppleysir ofl. - ALCRO servalakk og spartl - MARMOFLOR gólfmálning - BREPLASTA spartl og fylliefni - Allar stærðir og geröir afpenslum, rúllum, bökkum, límböndum ofl. ofl. Kynnið ykkur verðið og fáið góð ráð í kaupbæti. wutctoq, wA&alcC eiqwz Litaval SÍÐUMÚLA 32 SÍMI 68 96 56

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.