Morgunblaðið - 11.02.1988, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1988
Danski listamað-
urinn Dan Turéll
í heimsókn:
Frumsýn-
ing á kvik-
mynd og
skemmtanir
DANSKI ríthöfundurínn,
ljóðskáldið, blaðamaðurínn og
skemmtikrafturinn Dan Turéll
er kominn til Islands ásamt
konu sinni Chili og dóttur
þeirra Lotus. Tilefni heimsókn-
ar þeirra er m.a. að vera við-
stödd frumsýningu kvikmynd-
arinnar „Morð í myrkri“ á laug-
ardaginn í Regnboganum, en
myndin er gerð eftir fyrstu
sakamálasögu Turélls. Þá
halda Turéll-hjónin tvær kaba-
rettsýningar á meðan á dvöl
þeirra hér stendur.
Turéll mun einnig halda fyrir-
lestra hér, lesa úr verkum sínum
og, ásamt konu sinni, halda
skemmtun með vísnasöng og
fleira efni.
Dan Turéll er fæddur árið 1946.
Hann kom fyrst fram á sjónar-
sviðið árið 1969 og hefur sent frá
sér yflr 70 bækur, ljóð, smásögur
og sakamálasögur, auk þess sem
hann hefur skrifað reglulega
dálka, m.a. fyrir Politiken, um lífíð
og tilveruna frá sínum sjónarhóli
séð.
Kvikmyndin „Morð í myrkri"
verður frumsýnd í Regnboganum
laugardaginn 13. febrúar kl. 14.
Myndin er gerð eftir fyrstu saka-
málasögu Turélls. Sú saga hefur
verið þýdd og gefín út hér á landi
af Forlaginu. Kvikmyndin hefur
verið sýnd á Norðurlöndum og
hlotið afburða góða dóma, t.d.
Júlíus
Chili, Lotus og Dan Turéll við við veggspjald, sem auglýsir kvik-
myndina „Morð i myrkri“, sem gerð er eftir sögu Dans.
hafa bæði B.T. og Ekstra Bladet
í Danmörku gefið henni hæstu
einkunn. Myndin er með dönsku
tali og íslenskum texta.
Turéll hjónin halda tvær kaba-
rettsýningar á meðan á dvöl þeirra
hér stendur. Sú fyrri verður í
Háskólabíoi á föstudag kl. 13. Sú
sýning er ætluð skólanemendum
og er skipulögð í samráði við
dönskukennara. Seinni sýningin
verður ( Norræna húsinu á sunnu-
dagskvöld kl. 20.30.
Dan Turéll mun einnig flytja
fyrirlestur á vegum Háskóla Is-
lands á morgun, föstudag. Fyrir-
lesturinn verður um Turéll sjálfan
sem höfund sakamálasagna og
verður haldinn í Odda (stofu 101)
kl. 17 á föstudag. Á sunnudag
kl. 17 mun Dan Turéll lesa úr
bókum sfnum og segja frá sjálfum
sér f Norræna húsinu.
Aðgöngumiðar að kabarettsýn-
ingunni á sunnudagskvöld verða
seldir í Norræna húsinu.
Bandaríska viðskiptaráðuneytið:
Skyndifimdur vegna
hvalveiða Japana
Washington. Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni blaðamanni Morpunblaðsins.
Bandaríska viðskiptaráðuneytið skaut á skyndifundi á mánudag
vegna hvalveiða Japana, en talið er að Japanir hafi hafið hvalveiðar
í vísindaskyni. Samkvæmt upplýsingum Bryans Gormans, upplýsinga-
fulltrúa viðskiptaráðuneytisins, var engin ákvörðun tekin um útgáfu
staðfestingarkæru á hendur Japana, en fyrir tveimur vikum til-
kynnti viðskiptaráðuneytið Japönum að slík kæra yrði gefin út um
leið og þeir hæfu vísindaveiðar sínar.
Samkvæmt japönsku vísinda- ir væru að veiða á alþjóðlegu haf-
veiðiáætluninni 'verða veiddar 300
hrefnur við Suðurskautslandið.
Hvalveiðibátar hafa verið á miðun-
um sfðan í janúar en ekki verið stað-
fest að veiðamar hafi hafíst fyrr
en nú.
Þegar Bryan Gorman var spurð-
ur hvers vegna staðfestingarkæra
vofði yfír Japönum á meðan íslend-
ingar hefðu getað lokið sinni
vísindaveiðiáætlun í haust án þess
að fá á sig slíka kæru, sagði hann
að Bandaríkjastjóm hefði gert sam-
komulag við íslendinga en ekki við
Japani. Að öðru leyti sagðist hann
ekki vilja fjalla um rnálið. Halldór
Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra,
benti í þessu sambandi á að Japan-
svæði en veiðar íslendinga hefðu
verið innan þeirra eigin efnahags-
lögsögu. Staðfestingarkæra er gef-
in út ef viðkomandi land er talið
draga úr náttúruvemdaraðgerðum
aiþjóðasamtaka. Slík kæra getur
þýtt að dregið verði úr fiskveiði-
heimildum innan bandarískrar lög-
sögu og Bandaríkjaforseti getur
fyrirskipað viðskiptaþvinganir á
grundvelli kærunnar.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hafa fiskveiðar Japana inn-
an bandarískrar lögsögu minnkað
mikið á síðustu árum á sama tíma
og önnur viðskipti þessara landa
hafa aukist mjög.
Af staða Bandar í kj amanna til hvalveiða:
Áhugi að finna #
lausn á deilunni
frá því í haust
- segir Steingrímur Hermannsson
STEINGRÍMUR Hermannsson,
utanríkisráðherra, segist hafa
haft það á tilfinningunni frá þvi
i fyrrahaust að Bandarikjamenn
Ljóst að sjávarhítí í Hvalfirði
yrði of lágnr fyrir kvíaeldi
- segir Bjarni G. Bjarnason hjá Reykvískrí endurtryggingu hf.
Fiskeldisfyrirtækin Strönd
hf. og Laxalón hf. eru tryggð
hjá Reykvískri endurtryggingu
hf. en matfiskur fyrirtækjanna
í sjókvíum í Hvalfirði er að drep-
ast vegna of lágs sjávarhita í
Borgardómur:
Kröfu um 788 milljóna
króna bætur vísað frá
BORGARDÓMUR hefur vísað frá dómi máli Guðbrands Jónssonar,
flugmanns, sem krafðist 788 mil(jóna króna f skaðabætur frá íslenska
ríkinu og Flugleiðum. Guðbrandur sótti um flugrekstrarleyfi árið
1986, en fékk ekki.
Guðbrandur hélt þvf fram, að
stjómvöld og Flugleiðir hefðu af
stórfelldum ásetningi og í samsæri
margra manna ætlað að koma í veg
fyrir að hann fengi atvinnuleyfí til
flugrekstrar, eins og segir 1 stefnu.
Þá segir enn fremur, að ætlunin
hafí verið að koma f veg fyrir mögu-
lega samkeppni við Flugleiði og hafi
til þess verið notaður atvinnurógur.
Af hálfu ríkisin8 og Flugleiða var
því krafíst að málinu yrði vfsað frá
dómi. Erfítt væri að sjá á hvaða
grundvelli Guðbrandur byggði kröfu
sína og ekki væri ljóst hvemig upp-
hæðin 788 milljónir væri til komin.
Engin gögn séu í málinu um ætlað
tjón hans og hafi hann lagt fram
ýmis gögn, sem séu málinu óviðkom-
andi.
Dómari í málinu, Friðgeir Bjöms-
son, yfirborgardómari, vísaði málinu
frá dómi, á þeirri forsendu að stefna
málsins væri þannig úr garði gerð,
að erfitt væri að koma auga á hveij-
ar væm þær málsástæður sem hann
byggði kröfur sfnar á, en margt
væri þar að finna sem ekki yrði séð
að vörðuðu skaðabótakröfu hans.
Þá taldi dómarinn einnig óljóst hver
sá lagagmndvöllur væri sem kröfu-
gerðin kynni að byggjast á. Stefnand
hafí enga tilraun gert til að sýna
fram á hvemig upphæðin 788 millj-
ónir væri fundin. Hér væri því um
slíka vanreifun að ræða og óskýran
málatilbúnað, að málinu bæri að vfsa
frá dómi. Málskostnaður var felldur
niður.
firðinum. Bjarni G. Bjamason,
deildarstjóri þjá Reykvískri end-
urtryggingu, sem flest fiskeldis-
fyrirtækjanna eru tryggð hjá,
sagði að Reykvísk endurtrygg-
ing hf. hefði ekki viljað selja
Strönd hf. og Laxalóni hf.
tryggingu vegna of lágs sjávar-
hita f Hvalfirði, þvi hún hefði
talið það fyrirséð að hitinn í
firðinum yrði of lágur fyrir
sjókvíaeldi. Lágur sjávarhiti f
Hvalfirði þyrfti hins vegar ekki
að þýða dauðadóm yfir sjókvfa-
eldi þar, því t.d. hefðu komið
fram hugmyndir um að leiða
heitt vatn út f kvíamar.
Bjami G. Bjamason sagði að
Reykvísk endurtrygging hf. seldi
eingöngu tryggingar vegna
óvæntra og ófyrirséðra atburða.
„Það var hins vegar ekki ófyrirséð
að okkar mati,“ sagði Bjami, „að
sjávarhitinn í Hvalfírði gæti orðið
það lágur að fískurinn í sjókvíunum
þar dræpist vegna kulda. Við
myndum heldur ekki selja tiygg-
ingu vegna of lágs sjávarhita úti
fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi
yfir vetrarmánuðina. Laxinn í
sjókvfunum fer að drepast þegar
sjávarhitinn er um ein gráða á
celcíus í um vikutíma en það fer
m.a. eftir því hvemig hann hefur
verið fóðraður fyrir veturinn hvað
hann þolir kuldann vel. Það er hins
vegar talið að regnbogasilungur
þoli lágan sjávarhita betur en lax.
Það er yfirleitt ekki dýrara að
tryggja matfísk í sjókvíum heldur
en seiði í eldisstöðvum í landi og
fyrsta árið sem eldisstöðvar em
starfræktar er dýrara að tryggja
seiði þar heldur en matfísk í sjó-
kvíum. Upphæð tryggingariðgjald-
anna ræðst m.a. af því hvemig
rekstur viðkomandi fískeldisfyrir-
tækis hefur gengið. Sjálfsábyrgðin
er há og iðgjöldin eru frá 4 upp í
7,5% af meðaltalsverðmæti fisks-
ins yfír árið. Við höfum tekið mið
af reynslu t.d. Norðmanna, Skota
og íra varðandi fískeldistryggingar
vegna þess hversu lítil reynsla er
komin á þær hér. íslendingar virð-
ast hins vegar hafa náð mun betri
tökum á fiskeldi heldur en t.d. fyr-
ir tveimur árum og þvf má búast
við að tryggingariðgjöldin lækki
þegar fram Sða stundir.
Lágur sjávarhiti í Hvalfirði þarf
ekki að þýða dauðadóm yfir
sjókvíaeldisstöðvunum þar, því
komið hafa t.d. fram hugmyndir
um að leiða heitt vatn út í kvíam-
ar. íslendingar eru sífellt að læra
af reynslunni varðahdi fiskeldið.
Austfírðingar eru byrjaðir á
sjókvíaeldi og fiskurinn virðist
dafna vel í kvíunum hjá þeim, enda
þótt sumir hefðu talið að sjávar-
hitinn fyrir austan land væri of
lágur fyrir sjókvíaeldi," sagði
Bjami.
vildu finna lausn á deilunni við
íslendinga um hvalveiðar. Eink-
um hafi það átt við um utanríkis-
ráðuneytið. Hann hafi rætt við
George Shultz, utanríkisráð-
herra f New York sfðari hluta
september eftir viðræðumar f
Kanada og þar hefði þetta komið
fram.
„Hann var sammála mér um að
það yrði að taka þetta mál upp
miklu fyrr og leita leiða til að forða
árekstmm og ég iít nú svo á að
þetta sé meðal annars framhald á
því. Mér hefur þótt á honum og
þeim öðrum sem ég hef rætt við
að það væri vilji til þess að fínna
lausn á deilunni," sagði Steingrím-
ur.
„Þá held ég að það sé mjög mikil-
vægt í þessum máli að það virðist
vera að takast að koma Bandaríkja-
mönnum í skilning um að það er
langt frá því að við séum stuðnings-
menn ofveiða á hval. Við erum ekk-
ert síður friðunarsinnar gagnvart
hval en öðrum iífverum í sjónum.
Við ieggjum hins vegar áherslu á
að það þarf að vera jafnvægi milli
stoftia og rétt sé að hvalir séu nýtt-
ir innan þess ramma. Þetta fannst
mér mikilvægasta niðurstaða ráð-
stefnunnar, sem haldin var hér um
daginn, og ég hef orðið var við að
margir Bandarílqamenn, þó þeir séu
svokaiiðir hvalfriðunarsinnar, hafa
ekkert á móti þessu sjónarmiði,"
sagði Steingrímur ennfremur.
Átta með am-
fetamín, kóka-
ín og hass
ÁTTA manns voru handteknir f
Reykjavík á þriðjudagskvöld, þeg-
ar fíkniefnadeild lögreglunnar
leitaði f þremur húsum í borg-
inni. Þá fannst nokkuð af am-
fetamfni, auk kókafns og fíass.
Þegar lögreglan leitaði í húsunum
þremur fundust samtals um 30
grömm af amfetamíni, auk smáræð-
is af kókaíni og hassi. Fólkið, sem
var handtekið, var yfírheyrt, en
síðan sleppt úr haldi. Það hefur kom-
ið margoft við sögu fíkniefnadeildar-
innar.