Morgunblaðið - 11.02.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 11.02.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1988 Nýsjoppa Húsnæði 40 eða 30 fm. 5 ára leiga. Öll leyfi. Góð staðsetn. Laust strax. Uppl. ísíma 671334 og 16700. eðaheilar samslæður Leitið upplýsinga UMBOÐS OC HEILDVERSLUN BÍLDSHÖFDA 16 SÍMI 6724 44 SIEMENS Siwamat5830þvotta- vélin frá Siemens fyrir vandiátt fólk • Frjálst hitaval. •Áfangaþeytivinding fyrir allan þvott, líka ull. Mesti vindu- hraði 1200 sn./mín. • Sparnaðarkerfi þegar þvegið er í hálffylltri vél. • Skyndiþvottakerfi fyrir íþrótta- föt, gestahandklæði og annað sem lítið er búið að nota. • Hagkvæmnihnappur til að minnka hita og lengja þvotta- tíma: Sparar rafmagn. •Hægt er að fá þurrkara með sama útliti til að setja ofan á vélina. • Allar leiðbeiningar á íslensku. Hjá SIEMENS eru gæðl, endlng og fallegt útllt ávallt sott á oddlnn. Smith og Norland Nóatúni 4, s. 28300. TÖLVUPRENTARAR KÖRFUKNATTLEiKUR / DÓMSTOLL KKI ívar Webster dæmdur íleikbanntil l.apríl Leikur ekki meira með Haukum í vetur nema að þeir komist í úrslitakeppnina ÍVAR Webster leikur ekki meira með Haukum f vetur, nema liðinu takist að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni f úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik. Hann var f gær dæmdur í bann til 1. aprfl vegna hnefa- höggs sem átti sór stað í leik- hléíleikUBKog Haukaí desember. Forsaga málsins er sú að í leik liðanna, fyrir tæpum tveim- um mánuðum, sló ívar Webster, Bjöm Hjörleifsson þannig að sá á Bimi. Málið var tekið fyrir í dóm- stól UMSK og þar var ívar víttur fyrir framkomu sína. Breiðblik áfrýjaði úrskurði dóms- ins til dómstóls KKÍ og þar var ívar dæmdur í leikbann til 1. apríl, eða í rúman einn og hálfan mánuð. „Ég á bara ekki eitt einasta orð. Þetta er furðuleg niðurstaða og passar upp á dag, ívar nær sem sagt ekki að leika meira með okk- ur nema við komumst í úrslita- keppnina," sagði Pálmar Sigurðs- son, þjálfari Hauka í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við áttum von á eins leiks banni og Biikar fóra fram á að minnsta kosti eins leiks bann. Þetta kom okkur því gjörsamlega í opna skjöldu. Þetta mál er til skammar fyrir dómstólana. Það hefur tekið tvo mánuði og svo er þetta dæmt á alla vegu. Við eram að athuga hvort við getum áfrýjað dómnum til ÍSÍ og ef það er hægt þá geram við það.“ „Alvarlegt mál“ „Við lítum á þetta sem mjög alvar- íegt mál og sem slíkt hlýtur refs- ingin að vera þung,“ sagði Kol- beinn Pálsson í samtali við Morg- unblaðið, en hann á sæti í dóm- stól KKÍ. „Hvað varðar tímann þá ákváðum við að fara frekar eftir tima en leikjafjölda og þetta var á engan hátt reiknað út. Það sem er kannski alvarlegasta í þessu máli og vegur mjög þungt er að þetta hefur áhrif á leikinn og jafnvel mótið í heild. Ef menn era dæmdir til vægrar refsingar fyrir slík mál þá væri það mjög slæmt mál fyrir körfuknattleikinn í landinu. Það gæti jafnvel þýtt að lið gætu gert út á ofbeldi. Við geram ráð fyrir því að þessi dómur sé mótandi sem fordæmi og vonumst til að koma í veg fyr- ir ofbeldi í íslenskum körfuknatt- leik. Hvað varðar tímasetninguna þá er það mjög slæmt að málið skuli dragast svo lengi. Þetta á að sjálf- sögðu að falla undir aganefnd sem gæti þá tekið strax á málinu og það er vonandi að svo verði í framtíðinni." ívar Wabstar Mm FOLK KNATTSPYRNA Ragnar skoraði í fyrsta leik með 1860 Munchen „Höfum fengið góðar móttökur,'1 segir Guðni Bergsson RAGNAR Margeirsson skoraði markfyrir 1960 Múnchen í sínum fyrsta leik með félaginu. „Við höfum leikið tvo æfinga- leiki og unnið örugga sigra f þeim,“ sagði Guðni Bergsson, félagi Ragnars. Þeir leika báðir með Múnchenar-félaginu. Við höfum það mjög gott héma og höfum fengið frábærar móttökur," sagði Guðni. Þeir félag- ar verða ekki löglegur með 1860 Múnchen fyrr en 23. mars, en þá á félagið eftir átta leiki í Bayem- deildinni. „Ef allt gengur vel þá á félagið að tryggja sér rétt til að leika til úrslita um 2. deildarsæti,“ sagði Guðni. Það er mikill hugur í herbúðum 1860 Munchen, sem er eina at- vinnumannafélagið utan deilda í V-Þýskalandi. Félagið hefur fengið til sín fímm nýja leikmenn að und- anfömu. Einn þeirra er Júgóslav- neski landsliðsmaðurinn Pasic, sem lék með Ásgeiri Sigurvinssyni hjá Stuttgart. Einnig hefur Júgóslavinn Damir Calabac gengið til liðs við félagið - ásamt Maxi Heidenreick, sem kom frá Hannover. „Það er ekki neinn viss kvóti á út- lendinga í Bayem-deildinni, eins og í meistaradeildinni. Ellefu bestu leikmennimir leika með hveiju sinni," sagði Guðni. GuAnl Bargsson SPéÁNN Þjálfari Betis rekinn John Mortimar, þjálfari Real Bet- is í 1. deildinni á Spáni var rek- inn í gær. Það var ákveðið á stjóm- arfundi og ástæðan var ófullnægj- andi árangur liðsins. „Okkur þykir slæmt að missa Morti- mer, en eins og staðan er í dag sjáum við ekki fram á að hann geti lyft Betis ofar í deildinni," sagði Gerardo Martinez, forseti Real Bet- is. Pedro Buenaventure, einn þjálfara félagsins, tekur við liðinu til bráða- birgða. Mortimer kom til Betis frá Benfíca, en hann gerði liðið að deildarmeist- uram. Eftir brottreksturinn sagði hann: „Ég gat ekki unnið með fólki sem vildi ekki vinna með mér. ■ DIEGO Maradona, sem hefur skorað mark í síðustu fímm leikjum Napolí í röð, og félagar hans - settu deildarmet á Ítalíu um sl. helgi. Þá vora þeir búnir að fá 31 stig út úr átján leikjum. Gamla metið átti Juventus. Það vora 30 stig úr átján leikjum - sett 1976. ■ AJAX má ekki leika heimaleik sinn gegn Young Boys frá Sviss í Evrópukeppninni á heimavelli sinum. Ástæðan fyrir því er að stuðningsmenn félagsins fögnuðu þegar flugeldum var skotið og eggj- um kastað að markverði Eind- hoven, Hans van Breukelen í leik liðanna. IMORG hundruð stuðningsmenn Glasgow Rangers hafa undan- fama daga skráð sig í kommúnista- flokkinn í Glasgow. Þeir telja það sé eini möguleikinn á að þeir fái vegabréfaáritun til Rúmeníu, þeg- ar Rangers mætir Steaua Bukar- est í Evrópukeppninni 2. mars. ■ PAUL Walsh, enski landsliðs- maðurinn hjá Liverpool verður að öllum líkindum seldur til Derby í dag á 500 þús. pund. Hann hefur ekki náð að tryggja sér fast sæti í Liverpool-iiðinu að undanfömu. Félagið keypti hann frá Luton 1984 á 400 þús. pund. ■ LAN Knight fékk samning sinn við Sheffield Wednesday framlengdan um eitt ár í gær. í bikarleik gegn Chester fyrir ári var hann sparkaður illa niður og í ljós kom að hann hafði fótbrotnað á sjö stöðum. Ekki var gert ráð fyrir að Knight myndi leika knattspyrnu framar, en hann hefur náð sér og er byijaður að æfa. ■ SUNDERLAND hefur áhuga á að fá Leroy Rosenior, miðherja Fulham til liðs við sig. Fulham greiddi QPR 100.000 pund fyrir hann í fyrrasumar, en nú vantar félagið peninga. ■ KJELL Pettersson hefur ver- ið ráðinn þjálfari sænska knatt- spymuliðsins IFK Gautaborg. HANDKNATTLEIKUR Jafntefli hjá Dönum og Svíum í Bröndby Danir og Svár gerðu jafn- tefli, 18:18, í vináttulands- leik í handknattleik í Bröndby- höllinni í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. „Leikurinn var geysi- lega harður og það gekk á ýmsu. Gunnar Kjartansson og Rögn- valdur Erlingsson dæmdu - og höfðu góð tök á Ieiknum," sagði Guðjón Guðmundsson, liðsstjóri íslenska landsliðsins, sem var að „njósna" um Svía. Guðjón sagði að hinn ungi mark- vörður Christen Stadil Hansen hafí varið mark Dana mjög vel í leiknum og einnig Mats Ols- son, markvörður sænska liðsins. Bjöm Jilsen lék ekki með Svíum. Þess má geta Danir léku sinn fjórða landsleik á fímm dögum. Þeir unnu tvo sigra, 23:21 og 29:22, yfír Norðmönnum um sl. helgi og á þriðjudagskvöldið máttu þeir þola tap, 23:24, fyrir Svíum í Malmö - vora þá óheppnir. Guðjón tók báða landsleiki Dan- merkur og Svíþjóðar upp á myndband.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.