Morgunblaðið - 21.02.1988, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1988
Vonbrigði að Samvinnu-
bankinn lækkar ekki vextí
- segir Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins
Jóhann Hjartarson
teflir á Spáni:
Keppendur
aðmeðaltali
með 2603
skákstig
JÓHANN Hjartarson mun á
sunnudagskvöld halda til borgar-
innar Linares á Spáni þar sem
hann tekur þátt í mjög sterku
skákmóti. Meðaltal skákstiga
keppenda er 2603 og er mótið
þvi í 15. styrkleikaflokki. Eini
spænski keppandinn, Miguel D-
lescas, dregur meðaitalið niður
en hann hefur aðeins 2495 stig.
Keppendur verða auk Jóhanns,
Alexander Beljavskíj, Lajos Port-
isch, Jan Timman, Artur Júsupov,
Ljubomir Ljubojevic, Predrag Nic-
olic, Kiril Georgiev, John Nunn,
Murray Chandler, Maíja Tsji-
bumdanidze og Miguel Illescas.
Mjög sterk skákmót hafa verið
haldin í Linares á tveggja ára fresti
síðan 1979. Mótið hefst 23. febrúar
og lýkur því 7. mars.
Reykjavík-
ur skák-
mótið hefst
á þríðjudag
XIII Reykjavíkurskákmótið hefst
þriðjudaginn 23. febrúar og er
gert ráð fyrir 68 keppendum, þar
af 37 íslendingum. Þrir íslenskir
stórmeistarar verða meðal þátt-
takenda og um 10 erlendir, þar
af þrír Sovétmenn.
Stigahæstu keppendur mótsins
verða Sovétmennimir Lev Pol-
ugajevskij og Mfkhail Gurevitsj. Þá
er gert j-áð fyrir að Kanadamaður-
inn Kevin Spraggett verði meðal
keppenda, einnig Ungveijinn Andr-
as Adoijan og Bandaríkjamaðurinn
Walther Browne svo einhveijir séu
nefndir. Forvitnilegustu keppend-
umir koma þó frá Ungveijalandi,
Polgarsystumar þijár, en þær em
á aldrínum 11-18 ára.
íslensku stórmeistaranir Helgi
Ólafsson, Jón L. Ámason og Mar-
geir Pétursson verða meðal kepp-
enda. Einnig alþjóðameistaramir
Karl Þorsteins og Sævar Bjamason
auk sterkustu skákmannanna af
yngri kynslóðinni.
Mótið verður sett kl. 14 á þriðju-
dag en taflmennska hefst klukkan
17. Keppendur hafa tvo klukkutíma
hvor á fyrstu 40 leikina en síðan
klukkutíma á næstu 20 leiki. Tefld-
ar verða 11 umferðir eftir monrad-
kerfi.
„MÉR eru það vonbrígði að Sam-
vinnnbanldnn skuli ekki lækka
vexti eins og aðrir bankar og
sparísjóðir og ég ráðlegg mönn-
um að leita eftir lánum annars-
staðar," sagði Steingrímur Her-
mannsson formaður Framsókn-
arflokksins við Morgunblaðið i
gær. „Þetta kom mér á óvart eins
og öðrum, þeir fara ekki að
mínum ráðum. En Samvinnu-
bankinn virðist ekki vera eins
trúaður og aðrir bankar á fram-
haldið,“ sagði Steingrímur.
Það hefur vakið athygli að Sam-
vinnubankinn einn banka skuli ekki'
lækka nafnvexti eftir helgi þar sem
bæði forstjóri Sambandsins og form-
aður Framsóknarflokksins hafa und-
anfaríð lýst þeirri skoðun sinni að
vextir hér á landi væru allt of háir.
Steingrímur Hermannsson sagðist
síðan fagna því mjög að nafnvextir
banka og sparisjóða lækkuðu al-
mennt og ekki hvað síst að dráttar-
SAMNINGAMENN Verkamanna-
sambands íslands og vinnuveit-
enda náðu samkomulagi um vinn-
utíma, greiðslur fyrir yfirvinnu
og tilfærslur frídaga á fundi sem
lauk á fjórða timanum í fyrri-
nótt. Stirðlega hefur gengið í við-
ræðunum undanfarna daga
vegna þessa, enda um viðkvæma
kerfisbreytingu að ræða, en i dag
er gert ráð fyrir að hægt sé að
snúa sér af fullum krafí að því
að ræða launaliði kjarasamnings-
ins.
Samkomulagið gerir meðal annars
ráð fyrir að eftirvinna falli niður og
taxti fyrir yfirvinnu verði einn,
greiddur með 80% álagi ofan á dag-
vinnu. Vinnutími verður sveigjanleg-
ur, þannig að dagvinna getur hafist
klukkan sjö á morgnanna, en verka-
lýðsfélögum gefst kostur á að velja
á milli kerfa. Þá er einnig samkomu-
lag um tilfærslu frídaga. Sumardag-
urinn fyrsti og uppstigningardagur
verða unnir, en frf í þeirra stað tekið
næsta mánudag á eftir, en þessa
daga ber ævinlega upp á fimmtu-
daga.
Samhliða viðræðum VMSÍ fara
einnig fram viðræður við hafnar-
vextir Seðlabanka lækkuðu. Hann
sagðist einnig fagna því að verðbólga
mældist lág og yrði svo vafalaust
áfram. „Hitt er svo annað mál að
ég legg mikla áherslu á að raun-
vextir lækki einnig og er að gera
mér von um að þessu geti fylgt ein-
verkamenn í verkamannafélaginu
Dagsbrún um fastlaunasamning í
hafnarvinnu, en vaktavinnubann á
hafnarvinnu hefur verið í gildi í tvær
vikur. Talsvert hefur miðað í áttina
í þessum viðræðum, að mati aðila,
en ekki er þó enn farið að ræða
kauptölur, heldur hefur tíminn verið
notaður til þess að ræða ýmis fyrir-
komulagsatríði.
Sautján verkalýðsfélög innan
VMSÍ hafa aflað sér heimildar til
hver raunvaxtalækkun fljótlega því
einstaklingamir eru langflestir með
verðtryggð lán og atvinnuvegimir
einnig í talsverðum mæli, svo þetta
kemur ekki að fullum notun fyiT en
raunvextir lækka einnig," sagði
Steingrímur Hermannsson.
verkfallsboðunar af alls um 50 félög-
um, en Verkalýðsfélag Akraness
hefur fellt verkfallsboðun. Meðal
þeirra félaga sem hafa heimild til
verkfallsboðunar má nefna, Dags-
brún og Framsókn í Reykjavík, Hlíf
í Hafnarfirði, Einingu á Akureyri,
félög á Snæfellsnesi, Siiót í Vest-
mannaeyjum, Árvakur á Eskifirði,
Jökul á Höfti í Homafírði, Boðann í
Þorlákshöfn, Þór á Selfossi og Vöku
á Siglufirði.
Víkingar gegn
sovésku meist-
urunum í kvöld
VÍKINGAR leika fyrrí leik sinn
við sovésku meistarana ZSKA
Moskva í átta liða úrslitum
Evrópukeppni meistaraliða í
Laugardalshöll í kvöld klukkan
20.30. Þetta er 41. Evrópuleik-
ur Víkings og fyrsti leikur
þeirra við sovéskt lið.
Sovéska liðið er mjög sterkt og
með því leika tveir af sterkustu
landsliðsmönnum Sovétmanna.
Til dæmis vann liðið sovéska
meistaratitilinn sex sinnum á ár-
unum 1976-83. Það varð sovéskur
meistari f fyrra og vann auk þess
Evrópukeppni bikarhafa.
Víkingur er með leikreynt lið,
en samtals eiga leikmenn liðsins
að baki 246 Evrópuleiki. Flesta
leiki á Kristján Sigmundsson,
markvörður, að baki eða 37 og
næst flesta Guðmundur Guð-
mundsson, fyrirliði, sem hefur
leikið 34 Evrópuleiki. Víkingar
hafa úérum sinnum áður leikið
gegn liðum frá Austur-Evrópu í
Evrópukeppnum og tvivegis tekist
að komast áfram.
Forsala aðgöngumiða er frá kl.
18 í LaugardalshöII.
Níu ökumenn voru
kæröir fyrir ölvun
ALLS voru níu ökumenn kærðir
fyrir ölvun við akstur í
Reykjavík aðfaramótt laugar-
dagsins. Upp komst um tvo
þeirra þegar þeir lentu í árekstr-
um. Sá þriðji, 18 ára og réttinda-
laus, stakk lögregluna af á 140
kílómetra hraða en náðist
skömmu síðar í akstrí.
Um fimmleytið á laugardagsmorg-
un urðu lögreglumenn varir við !
reið sem ekið var með 140 kí
metra hraða eftir nýju Reýkjam
brautinni. Lögreglumenn misstu
bílnum en óku skömmu seinna fr:
á hann á Miklubraut. Þá tókst ai
veldlega að stöðva aksturinn
reyndist ökumaðurinn vera 18 á
sviptur ökuréttindum og er gruni
ur um ölvun.
VMSÍ og VSÍ:
Samkomulag tókst um
vinnutíma og yfirvinnu