Morgunblaðið - 21.02.1988, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 21.02.1988, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1988 HildurS. Svavars- dóttir — Minning Fædd8.júní 1913 Dáin 12. febrúar 1988 Hildur Sigríður var fædd og upp- alin í Reylqavík, dóttir Svavars B. Svavars og Jónu Bjamadóttur. 1938 giftist hún Armanni Jakobs- syni fyrrv. bankastjóra og eiga þau 2 syni, þá Jakob og Svavar. Didda, eins og hún var kölluð, og ég kynntumst fyrst sem smá- stelpur við Laugaveginn. Við urðum strax vinkonur 5—6 ára gamlar og höfum haldið þeim trygga vinskap æ síðan. Didda var með afbrigðum kát og skemmtileg manneskja alla tíð og allir höfðu ápægju af að vera í návist við hana. Á uppvaxtarárum okkar leið aldrei sá dagur að við ekki hittumst, enda vorum við heimagangar hvor hjá annarri. Hún ólst upp á glaðværu og góðu heim- ili ásamt þrem bræðrum, Garðari og Bjama (sem báðir eru látnir) og Stefáni. Sem dæmi um tryggiyndi Diddu langar mig að nefna að eitt sumarið á bamaskólaárunum þegar ég var í sveit skrifaði hún mér dag- lega m.a. svo ég færi ekki varhluta af því sem gerðist í hverfínu heima. Frændfólk mitt sem ég var hjá var agndofa yfír þessum bréfum sem ég fékk daglega með mjólkurbíln- um. Minningar okkar Diddu frá æsku og unglingsárunum voru okkur mikill ^ársjóður sem við höfðum skemmtun af að rifja upp alveg fram á síðustu ævidaga hennar. Segja má að við samlokumar Didda og ég höfúm oft verið eins og sam- viska hvor annarrar, ef önnur okkar ætlaði að gera eitthvað sem hinni leist ekki á, þá greip hún í taumana og sagði: „Nei, þetta gerir þú ekki,“ og þar við sat. Þannig áttum við þátt í uppeldi hvor annarrar. Stuttu eftir að þau Didda og Armann giftust fluttu þau til Akur- eyrar og síðar til SigluQarðar og bjuggu þar í u.þ.b. þijátíu ár. Vin- skapurinn hélst allan þennan tíma og gladdist ég innilega þegar þau fluttu aftur til Reykjavíkur. Báðir synir þeirra voru þá þegar fluttir suður. Didda var afar hamingjusöm í hjónabandinu og allur heimilis- bragur til fyrirmyndar og gestrisni í hávegum höfð. Ekki minnkaði ánægjan eftir að bamabömin komu til sögunnar. Didda var ein af þeim konum sem hægt var að segja með sanni um að væri fyrirmyndar hús- móðir og helgaði sig heimilinu. Hún var í eðli sínu afar bjartsýn og það var sama hve dökkt var framund- an, alltaf eygði hún sólskin ein- hverstaðar. Eftir að Didda flutti suður og meðan hún var frísk hittumst við oft og t.d. spiluðum saman og áttum margar ánægjustundir. Mig langar að þakka henni allar samverustund- imar og segja henni hve sárt ég sakna hennar. Við Carl vottum Armanni, sonum þeirra og fjölskyldum innilegustu samúð. Aldrei hef ég vitað neinn mann vera eins umhyggjusaman við eiginkonu sína og Annann hefur verið við Diddu í hinum löngu og ströngu veikindum hennar. Þuríður Billich Er mér barst andlátsfrejjn Hildar Svavarsdóttur renndi ég huganum ósjálfrátt til Siglufjarðar og þeirra ára sem ég umgekkst hana mest. Ég mun hafa verið 6 ára gamall þegar ég hitti Hildi fyrst og hreifst samstundis af hlýju viðmóti hennar og óviðjafnanlegu skopskyni. Vandi ég komur mínar á heimili Hildar og Armanns og fór svo að hún réð Benedikt Jóns- son — Minning Fæddur 28. júní 1895 Dáinn 30. janúar 1988 Aðalból í Miðfirði, Vestur-Húna- vatnssýslu, er innsti bær í Austur- árdal. Jörðin er víðlend og grösug og liggur að Amarvatnsheiði. Hér ólst afi okkar, Benedikt'Jónsson, upp og átti heima í um 70 ár. Hann lést þann 30. janúar síðastliðinn á nítugasta og þriðja aldursári og var jarðsettur á Steðarbakka í Miðfírði 6. febrúar. Ömmu okkar, Ólöfu Sigfúsdóttur, missti afí fyrir fímm árum eftir rúmlega 60 ára hjúskap. Foreldrar afa vom hjónin Jón Benediktsson og Sigrfður Magnús- dóttir. Eftir nokkurra ára búskap í Austurárdal fluttu þau að Aðalbóli aldamótaárið. Annan son áttu þau, Magnús, en hann lést úr bamaveiki aðeins 10 ára að aldri. Þótt Sigríð- ur og Jón væm blásnauð er þau hófu búskap urðu þau fljótlega vel efnum búin á þeirra tíma mæli- kvarða. Mun gott beitiland, ná- grennið við gjöfula heiðina og ráð- deild þeirra hafa ráðið þar miklu um. Reist var stórt og myndarlegt íbúðarhús á Aðalbóli árið 1913 sem prýtt var fallegum húsgögnum. Ævintýralegar þóttu okkur systr- únum frásagnimar af því hvemig efniviðurinn í húsið var fluttur á sleðum utan af ströndinni inn í dalinn að vetrarlagi um 37 km veg. Ekki þótti okkur minna til um frá- sögnina af flutningi dönsku út- skomu húsgagnanna sem sett vom um borð í Goðafoss 1916 í Reykjavík. Skipið strandaði við Straumnes og tókst björgun manna giftusamlega. Einnig tókst að bjarga vamingi sem um borð var, þar á meðal húsgögnunum. Þau vom síðan flutt að Hvammstanga og þaðan á sleðum á áfangastað og nutu sfn á Aðalbóli f áratugi. Eftirminnilegar em einnig lýs- ingar manna á uppljómuðu heimil- inu á Aðalbóli meðan sveitir lands- ins höfðu enn ekki fengið rafmagn. Afi byggði heimarafstöð sem var mikið og óvenjulegt framtak á árinu 1929. Ljósin á bænum, sem loguðu dag og nótt, lýstu um dalinn og buðu þá velkomna sem leið áttu þangað heim. Afí og amma eignuðust tvo syni, Jón bónda í Höfnum á Skaga og Aðalbjöm héraðsráðunaut og bónda á Grandarási, Miðfírði. Afí og amma undu sér vel á Aðalbóli. Þar var margt fólk í heim- ili sem eftir dvöl sína þar sýndi með ævilangri tryggð að því hafði liðið vel hjá húsbændunum. Gestkvæmt var hjá afa og ömmu og nutu þau slíkra samverustunda. Gestrisni þeirra var rómuð. Með hlýju og vinarhug var fólki vísað í bæinn. Veitt var af rausn og mynd- arskap og framreiddi amma ætíð sérlega ljúffengan mat. Glatt var á hjalla og mörg vináttubönd knýtt sem héldust æ sfðan. Afí var góður sögumaður, glettinn og stálminnug- ur. Svo vel var atburðunum lýst að hvergi skeikaði og þeim sem á hlýddu þótti sem þeir hefðu sjálfír verið viðstaddir. Hann var fljótur til svars og svo orðheppinn að mörg tilsvör hans lifa á vömm manna. íslendingasögumar vom honum hugleiknar og vitnaði hann oft í söguhetjur þeirra. Halldór Snorra- son mun hafa verið í hvað mestu uppáhaldi hjá honum en lundarfar þeirra mun hafa verið um margt lfkt. Afí flíkaði ekki tilfínningum sínum og ekki sást honum bregða þótt á móti blési. Þessum skap- gerðareinkennum, stakri hugarró og æðmleysi hélt hann til dánar- dægurs. Afí var félagslyndur og hafði alla mig á fostu vikukaupi til sendi- starfa. Vom launin í raun vísitölu- tryggð því hún hækkaði þau jafnan til jafns við hækkun á þijúbíómiða. Á þessum ámm hafði fólk jafnan betra tóm og meiri kyrrð í kringum sig en nú tíðkast og var faðir minn langt kominn með að lesa allar ís- lendingasögumar fyrir mig. Gat ég því státað mig við Hildi af kunnáttu í Njálu, Laxdælu, Grettissögu, Eglu og fleiri sögum og bmgðið fyrir mig setningum úr þessum ritum. Einkanlega hafði ég á reiðum hönd- um hver var banamaður hvers. Sjálfsagt hefir Hildi ofboðið trú mín á þessar sögur því hún blés á ágæti þeirra Gunnars, Kjartans, Grettis og Egils. Gerði hún óspart grín að þessum köppum, sem mér fannst hin mesta óhæfa, og fannst lítið til um afrek þeirra. En þegar hún fór að taka málstað Hallgerðar og Guðrúnar Ósvífursdóttur fannst mér umræðan komin f óeftii. í við- ræðum okkar um sannleiksgildi Njálu — sem ég trúði frá orði til orðs — fannst mér hún koma með rök sem ekki væri að fínna í sög- unni. Þegar ég bar þetta á hana svaraði hún að bragði: „Jú, Gylfí minn — þetta má lesa á milli línanna." Og ég sem kunni ekki að lesa! Þetta sýnir einnig skopskyn hennar því hún vissi vel að ég kunni ekki að lesa, þótt ég hefði reynt tíð afar gaman af að ferðast um byggðir og óbyggðir landsins, kynn- ast fólki og skoða sig um. Hann var oft beðinn að fylgja ferðamönn- um yfír Tvídægm. Osjaldan reikaði hugur hans til þessara ferða, sem hann hafði yndi af. Þá var hann tíðum gangnaforingi á Aðalbóls- heiði og spannaði það starf meira en hálfa öld svo að margs var að minnast. Hann var mikill hestamaður og átti marga og fallega hesta. Menn komu víðs vegar að til að líta á stóðið og falast eftir gæðingsefn- um. Þótt afí ætti mörg hross var hann hestasár og vildi ekki að við krakkamir væmm að brúka hest- ana að „óþörfu". Ekki sagði hann þó neitt við því þegar amma tók til sinna ráða og setti undir okkur hesta. Margar góðar minningar eigum við systumar sem litlar stelpur frá Aðalbóli. Þegar von var á komu okkar fjölskyldunnar að Aðalbóli og við komin í sjónmál við bæinn kom amma út á tröppumar og beið okkar þar. Stuttu síðar birtist afi líka í bæjardyrunum. Þennan hátt- inn höfðu þau ætíð á við að bjóða okkur velkomin og þótt nú séu um 20 ár liðin frá því að þau hættu búskap stendur myndin af afa og ömmu á tröppunum okkur skýrt fyrir hugskotssjónum. Hlýlegri móttökur gátum við ekki fengið. að Ieyna hana því. Auðvitað vom þessar rökræður við mig til þess gerðar að ég fengi dýpri skilning á sögunum og glæða áhuga minn. Því það heillar meir sem það er torskildara. Varð þetta til þess að ég fór að líta með meiri gagnrýni á hetjumar mínar án þess að bams- trúin væri af mér tekin. Þegar Hildur afhjúpaði ólæsi mitt — mér til mikillar háðungar — vildi hún ráða bót á því. Samdist okkur svo að Armann tæki að sér lestrarkennslu í eina klukkustund á dag en þó með því skilyrði að spilað ytði við mig rommý í aðra klukku- stund á eftir. Eins og nærri má geta var mikið á þessi heiðurshjón lagt að kenna 6 ára gömlum óstýrilátum strák að lesa. Kennslan var þó ekki eingöngu bundin við lestur því jafnframt var margt fært til betri vegar í fram- komu minni og siðum sem ég held að ég búi enn að. Er nemandinn fór að ná tökum á lestrinum lét umbunin ekki á sér standa. Það var ólýsanleg tilfínning að læðast með Hildi i bókaleiðangur upp á háa- loft. Valdi hún þar bælóir er hún taldi hæfa kunnáttú minni og þroska úr bókum sem stálpaðir syn- ir hennar áttu. Langt er nú um liðið síðan þessi kennsla í lestri og almennum mannasiðum fór fram í „bankan- um“ á Siglufírði. Mér hefir oft síðan verið hugsað til þess hve mikinn tíma þau hjónin höfðu aflögu fyrir strákling frá Reykjavík. Var ómet- anlegt fyrir aðkomudreng sem var að festa rætur í nýjum heimkynnum að eiga fastan samastað utan heim- ilis. Einhvem veginn hagaði svo til að ég náði aldrei að gjalda Hildi fósturlaunin meðan hún lifði. Þessi stutta uppriQun sýnir þó að vinkona mín frá æskudögum á Siglufírði stendur mér enn lifandi fyrir hug- skotssjónum. Með þessum orðum vil ég þakka Hildi samvemna og um leið votta Armanni og hennar nánustu mína innilegustu samúð. Gylfi Gautur Pétursson Kvöldstundimar em ógleymanleg- ar. Þær höfðu yfír sér sérstakan blæ. Fólkið sat og spjallaði, t.d. um „gamla daga“, frostaveturinn mikla, hestaferðir, flárrekstur við erfiðar aðstæður, spaugileg atvik og alltaf var stutt í tilvitnánir í ís- lendingasögumar og Laxness. Þá var skrafað, fræðst, hlegið og skemmt sér. Spilin vom óijúfanlegur hluti heimilislffsins og mun varla hafa liðið sá dagur að ekki væri tekið í spil. Afí var sterkur spilamaður. Menn spiluðu bridge eða lomber, en þegar meðspilarar vom lágir í loftinu var gefíð í spil af léttara taginu, vist, rommí eða kasínu. Alltaf var gaman að fylgjast með undirbúningi heiðarferðanna hvort sem afí var að fara að veiða eða fylgja mönnum. Nesti var vel útilát- ið hjá ömmu og vandað var til að búa upp á hestana í upphafí ferð- ar. Ekki var eftirvæntingin minni þegar komið var ofan og tekið af trússhestunum. Þá gat að líta væna silungsbreiðu á hlaðvarpanum. Afí sagði frá grasatínslu, bátsferðum, tófu, himbrima og álftahreiðri í hólmanum í Amarvatni. Víst er um _______________________________ Hildur Svavarsdóttir fæddist í Reykjavík 8. júní 1913 og lést þar 12. febrúar sl. Hún var gift móðurbróður mínum, Ármanni Jakobssyni. Þegar ég var bam bjuggu þau á Akureyri og ég sá þau sjaldan. En það vai^ ævintýri þegar þau komu í bæinn með strákunum sínum, Jakobi og Svavari.' Didda var alltaf svo fín og svo góð. Og seinna fór ég til þeirra er þau bjuggu á Siglufirði og var hjá þeim tvo vetur. Didda tók mér sem dóttur og þennan tíma tel ég með því besta sem fyrir mig kom í uppvextinum; það er Diddu a og Armanni að þakka. Svo fluttu þau suður og bjuggu á Skólavörðustíg 23. Þar var gott að koma og þaðan fór maður léttur í spori. Didda var mjög skemmtileg kona; vél’ gefín, fyndin og orð-- — heppin og sagði vel frá. Hún var glaðlynd og hress og hafði góð og jákvæð áhrif á umhverfí sitt. Hún naut þess að vera innanum fólk og var þá kátust allra. Hvar sem hún fór var hátfð í kringum hana. Hún var fríð, smávaxin, fíngerð og kvik í hreyfingum. Alltaf óað- finnanlega klædd og glæsileg. Þannig er líka heimili þeirra; það ber vitni einstakri snyrtimennsku sem var henni í blóð borin. Hún var örlát og rausnarleg í öllu sem hún gaf og gerði; Didda skar ekkert við nögl. Þótt hún eltist að ámm var hún síung, jafnt í útliti sem f anda. Hmw var sterk, bjartsýn og kjarkmik!^: kona, ekki síst í veikindastríði sfðustu ára. í lífínu var hún veitandi. Hún gaf þvf lit og það verður dauflegrá án hennar. í huga mínum er framhaldslíf það að lifa áfram í minningu eftiriif- endanna um ókominn tíma. Didda lifír áfram í góðum minningum — hún var yndisleg manneskja sem gott er að hafa kynnst og þekkt. Armanni, Jakobi, Svavari og fiöl- skyldum þeirra votta ég samu?-^' mfna. Bista það að heiðin, Amarvatnsheiðin, var hluti af tilvera afa og var hún honum afar kær. Alla tfð fékk hann blik í augun og var fljótur að snara sér að orgelinu þegar við komum saman og sungum: Efst á Amarvatnshæðum oft hef ég fáki beitt. Þar er allt þakið í vötnum þar heitir Réttarvatn eitt Á engum stað ég uni, eins vel og þessum mér. fskaldur Eiríksjökull veit allt, sem talað er hér. (Jónas Hallgrímsson.) Þessar minningar allar og sam- veran með afa og ömmu er okkur fjársjóður, sem við miðlum bömum okkar af. Við munum ávallt minn- ast þeirra með hlýju, virðingu og þökk. Starfsfólki á hjúkmnarheimilinu á Hvammstanga þökkum við þá góðu aðhlynningu sem það veitti afa og létti þannig undir með hon- um á ævikvöldi. Blessuð sé minning afa. Sigrún, Inga Hjördís og Aldís t Hjartans þakkir fyrir allan hlýhug og samúð vegna andláts dóttur okkar, SIGRÚNAR LÁRU. Sérstakar þakkir til séra Braga Friðrikssonar. Þorey Danielsdóttir, Sigurður Ragnarsson. Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjof um gerð og val legsteina. KS.HELGASONHF || STEINSMIÐJA ■■ SKBVIMUVEGI 4Ö SÍM176677
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.