Morgunblaðið - 21.02.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.02.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1988 11( \l ( Nýtt hverfí eftir I30FIL L yngir upp gamla borg Nýja hverfið Polig-one eftir arkitektinn Ricardo Bofill, hefur vakið heimsathygli. Morgunblaðið/E.Pá. bóginn geta nýju torgin tekið við fólksmergðinni sem flæðir þar niður yfír, jafnframt því að vera útiveru- svæði fyrir íbúana sjálfa. Hverfíð hlaut af ýmsum ástæðum nafnið Antigone, bæði sem andstæða við átak fyrri borgarstjómar en ekki síður vegna útlitsins, sem minnir á gríska foma byggingarlist með súl- um sínum og stómm torgum þar sem fólk kemur saman. Stigagang- amir í húsunum em í þessum súlum og engar svalir leyfðar á íbúðunum til að draga íbúana út til að blanda geði á skjólgóðu torginu. Áður en farið verður nánar út í lýsingu á þessu merkilega hverfí, sem orðið er frægt um allan heim og jafn- framt umdeilt, skulum við gera ofurlitla grein fyrir borginni sem það er hluti af. Án fjölgunar engin stækkun Eftir að hafa í nokkra daga reik- að um mjóar og snúnar götur gömlu borginnar og gægst inn í húsagarð- ana með einkahöllum frá 17. og 18. öld með sínu fínlega skrauti í jám og stein, skoðað sigurboga og fomar kirkjur og setið yfír kaffí- bolla í nóvembersólinni á torgi Antigonu og dáðst að þessari fram- andi byggingarlist allt í kring, var haldið upp á efstu hæð í nýja ráð- húsinu til fundar við Raymond Dugrand, háskólaprófessorinn í landafræði, sem allt í einu hafði dottið inn í pólitíkina með þau for- réttindi í lífinu að fá að útfæra kenningar sínar sem aðstoðarmaður borgarstjórans. Þetta er hressilegur maður. Á hans herðum hvílir upp- byggingin í þessari ört vaxandi borg, þar sem íbúatalan var um 40 þúsund 1951 eða um 100 þúsund með úthverfunum, en er nú í árslok 1987 komin upp í 140 þúsund í sjálfri borginni og 350 þúsund með úthvefunum en 700 þúsund með grenndarbæjunum, eins og hann bendir á. Aukningin var hröðust á ámnum 1954-1962, þegar Afríku- Frakkamir streymdu eftir uppgjörið Hvað á fornfræg mið- aldaborg með saman- þjöppuðum húsum við mjóar, snúnar götur, 19 meiri háttar minnismerkj- um og 19. aldar Óperut- orgi íhringkjarna innan borgarmúra að forskrift biskupa á 12. öld, að gera til að verða brúkleg nútímaborg, þegar íbúa- fjöldinn fimmfaldast á fáum áratugum? Hvað þá til að byggja upp húsnæði og atvinnu fyrir framtíðina f landbúnaðarhéraði, þar sem vínræktin er sem annar landbúnaður að ganga sér til húðar sem lífsafkoma fyrir nútímaþéttbýli. Franska borgin Montpellier, sem stendur 10 km frá strönd Miðjarðar- hafsins, hefur ráðist í þetta viðfangs- efni og er á góðri leið með að leysa það með markvissri uppbyggingu og skýrum markmiðum fyrir komandi tíma. Það er þvífróðlegt að sjá hvern- ig þar er verið að takast á við svo gífurlegt verkefni, með samblandi af íhaidssemi á gömul menningarverð- mæti og dirfsku við nútíma uppbyggingu. Hvort sem er í húsagerð, þar sem einum af þekkt- ustu arkitektum heims, Spánverjanum Ricardo Bofill, var m.a. fengið það hlutverk að skipuleggja og teikna stórt nútíma íbúðahverfi, er teygir sig beint út frá gamla Óperut- orginu til að halda lífi f gamla bænum um leið og bílastæðin eru flutt undir gömlu borgina svo henni verði forðað frá eyðilegg- ingu eða þá þegar verið er að búa i haginn fyrir raftækniiðnaðinn og líftækniiðnaðinn, sem borgarbúar ætla að lifa á með þvf að flytja gamla háskólann norður fyrir borgina og efla hann með rúmgóðum rannsókna- svæðum f beinum tengslum við stór svæði iðnaðarfyrirtækja f þessum greinum. W- Arkitektinn Ricardo Bofílle. að er vissulega stórkost- legt að geta gengið úr gamla miðbænum með smáverslunum við 2 m breiðar götur, yfír óperutorgið, sem nú er göngu- og kaffíhúsatorg, og beint í framhaldi í norður eftir langri ræmu af grænu svæði eða austur af því gegn um hið nýtísku- lega þjónustuhverfi Poligone og svo áfram niður eftir borgarhæðinni í hið frumlega íbúðarhverfí Bofílls, Antigone, með samfelldum húsum í nútíma „grískum" stíl utan um og til skjóls fyrir mikil steinsteypt miðjutorg. Að vísu eru ekki allar borgir svo heppnar að eiga enn á 20. öld aðgang að svo víðum völlum út frá gamalli miðborg. En þar hafði herinn haft bækistöðvar allt frá dögum Lúðvíks 13. á 17. öld og komið í 300 ár í veg fyrir að borgin gæti teygt byggðina til aust- urs. Þegar íbúafjöldinn var að sprengja borgina utan af sér, hafði fyrrverandi borgarstjóm ráðist í að reisa út frá gamla aðaltorginu mik- inn þjónustukjama með nýtísku ráðhúsbyggingu og borgarskrif- stofum, þriggja hæða verslunarmið- stöð, sem nær langt niður í jörðina, gnæð af neðajarðarbílastæðum. glæsihóteli og margra hæða vel búnu bókabúðarhúsi, sem snýr að torginu með skyggðum glervegg. Hverfíð nefndu þeir Polygone. Þeg- ar svo meirihlutastjóm sosíalista tók við borginni og þurfti að drífa upp ný íbúðarhverfí undir forustu hins djarfa borgarstjóra Georges Freche, voru hervellimir í framhaldi af því lagðir undir fbúðahverfí. Var arkitektinum Ricardo Bofíll fengið það verkefni að skapa þama nýstár- legt hverfí á 40 hektara landi. Síðan 1980 er þar nú risið sérkennilegt ■ 2000 íbúða hverfí, þar af nokkur hundruð láglaunaíbúðir borgarinn- ar en líka dýrari söluíbúðir. Það stendur neðar en gamla borgin á hæðinni og leysir vandann að halda íbúðabyggð og daglegri umferð í miðborginni gömlu, án þess að gömlu húsin þurfí að víkja. Á hinn Professor Raymond Dugrand (sitjandi), með aðstoðarmanni sínum í' skrifstofu sinni i ráðhúsinu. Montpellier á auðvitað sinn Sigurboga, reistan 1691,og 19 meiri háttar minnismerki innan borgarmúranna. í gegn um bogann má greina styttu af Loðvik 14. og gosbrunnana i svonefndum Peyrou- garði frá þeim tima.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.