Morgunblaðið - 21.02.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.02.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1988 -41 Taiwan, Kuomintang, en yngra fólkið, bæði í flokknum og óflokksbundnir létu óspart ánægju sína í ljós. Óhætt er að segja, að enn séu ýmsir hinna eldri vantrúaðir á að Lee verði sá leið- togi sem þeir kysu, en fijálslynd- ari öfl í flokknum hafa verið eindregið fylgjandi honum, þar sem honum þykir treystandi til að fylgja eftir umbóta og breyt- ingastefnu Chiangs. En augljóst er að hann mun ekki hafa áhrif á borð við hann og Lee Huan, sem nú er aðalritari KMT hefur oft verið sagður sá maður sem einna valdamestur væri að Chiang frá- ' ; töldum og margir spá þvi, að svo verði áfram, þótt Lee .Teng sé orðinn forseti. Það eru almennt skiptar skoð- anir um, hvort valdabarátta muni bijótast út, en hún myndi þá standa milli þeirra tveggja sem þegar hafa verið nefndir og sá þriðji er Yu Kuo-hwa, forsætisráð- herra og Huang Shao-ku, háaldr- aður maður en mjög áhrifamikill og virtur miðstjómarfulltrúi KMT. Þó er ekki sennilegt að til tíðinda dragi á næstunni. Öllum er ljóst, að Chiang vildi að Lee yrði eftir- maður sinn og menn gera sér grein fyrir að þeir mánuðir sem « nú fara í hönd gætu orðið afdri- faríkir í neikvæðustu merkingu, ef forystumenn koma sér ekki saman. En flokksþing KMT verð- ur í júlí og þá gætu línur farið að skýrast varðandi raunvemleg- an leiðtoga eyjarinnar. Lee Teng hefur fram að þessu ekki látið að ráði að sér kveða, en alkunna er að hann studdi Chiang eindregið í að hrinda af stað þeim umbótum í lýðræðisátt sem vom ákveðnar á sfðasta , sumri. Stjómmálafréttamenn segja að Lee sé maður fastur fyr- ir og góður skipuleggjandi. Hann sé málafylgjumaður, vel heima í öllu því sem máli skiptir og líklegt að menn hafi vanmetið hann, vegna þess að hann sóttist ekki að vera í sviðsljósinu meðan hann var varaforseti. Vegna veikinda Chiangs tók hann þó við ýmsum skyldustörfum forsetans og þótti farast það vel úr hendi. Lee er kvæntur og á tvær dæt- ur. Hann er gjörvulegur, að sögn, óvenju hávaxinn af Kínveija að vera. Hann hefur skrifað allmarg- ar bækur um hagfræði, land- búnaðarmál og fleira sem tengist 4 . menntun hans. Hann er vinnu- samur dugnaðarforkur og þótti það koma einkar vel í Ijós meðan hann var borgarstjóri Taipei. Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir Svipmynd á sunnudegi/LEE TENG-HUI Lee Teng-hui,nýr forseti Taiwan FÆSTIR fréttaskýrendur telja að Lee Teng-hui sem tók við forsetaembættinu á Taiwan við fráfall Chiang Ching-kuo muni verða sá valdamaður á eynni sem fyrirrennarnir tveir, feðgarnir Chiang Kai-shek og Chiang Ching-kuo, sem lézt 13.janúar sl. Skipan hans var vitaskuld nokkurn veginn sjálfgefin, þar eð hann hafði gegnt starfi varaforseta frá 1984. Einn aukaplús er sömuleiðis, að hann er fæddur á Taiwan og innfæddur eyjarskeggi hefur aldrei gegnt svo hárri stöðu. Það er ekki lítilvægt, þegar haft er í huga, að nú eru um 80% íbúanna fæddir þar og þéir hverfa óðfluga af sjónarsviðinu mennirnir sem flýðu með Chiang Kai-shek til Taiwan 1948 eftir að hafa beðið ósigur fyrir heijum kommúnista á meginlandinu. Lee Japanir hersátu Taiwan á uppvaxtar- árum Lees Það leikur varla vafi á því, að Lee heldur áfram þeim umbótum í lýðræðisátt sem Chiang Ching- kuo hóf fyrir alvöru á síðasta sumri. Þá var aflétt herlögum, sem höfðu verið í gildi í 38 ár og ákveðið var að flokkar fengju meira athafnafrelsi, prentfrelsi var rýmkað til muna og það sem hafði hvað mest tilfinningaleg áhrif; ákveðið var að leyfa Taiw- önum sem ættu ættingja á meginlandinu að heimsækja þá. Yngri kynslóðin er ekki jafn áfjáð að heimsækja meginlandið þorpi á Norður Taiwan. Hann ólst upp undir hemámi Japana og þótt foreldrar hans væru efnalitlir ákváðu þeir að setja drenginn til mennta. Fáir Taiwanar gátu stundað framhaldsnám á þeim árum og hann var einn þriggja Kínveija í bekknum, þegar hann var í menntaskóla. Vegna góðs námsárangurs fékk hann síðan inngöngu í hinn Keisaralega há- skóla í Kyoto í Japan. Að heims- styrjöldinni síðari lokinni sneri hann heim til Taiwan og lauk námi í landbúnaðarhagfræði og fékkst við kennslu í greininni í nokkur ár. Því næst hélt hann til Bandaríkjanna til frekara náms og lauk doktorsprófí við Comell- háskólann. Skipan hans í varaforsetaembætti fékk blendnar viðtökur Næstu ár gegndi hann ýmsum sérfræðings og ráðgjafarstörfum einkum hvað varðaði uppbygg- ingu og almennar nýjungar í landbúnaði á Taiwan. En stjóm- málaferill hans hófst 1957, en þá varð hann borgarstjóri Taipei. Hann þótti atorkusamur í starfí borgarstjóra og skörungur hinn mesti. Hann beitti sér fyrir alls konar breytingum á heilsugæzlu og í húsnæðismálum, svo að minnzt sé aðeins á tvennt. Chiang skipaði hann síðan varaforseta 1984, eins og áður kom fram. Sú skipan fékk blendnar við- tökur hjá ýmsum öldruðum fylgis- mönnum stjómarflokksins á Að vísu hafði fjöldi manns farið til Kína í áranna rás. Eins og ein- hver orðaði það við mig, þegar ég var á Taiwan í fyrrasumar og stjómvöld vom að byija að opna lýðræðisdymar, var það opinbert lejmdarmál á Taiwan, að fólk fór til Kína og hefur gert svo ámm skiptir. Venjulega var farið um Tókfó, en efnaminni fengu stjóm- völd f Hong Kong til að hleypa sér áfram. Eftir að Kínaferðir vom svo opinberlega leyfðar hafa undirtektimar verið miklar og góðar og tugþúsundir sækja nú um slíkt leyfí í viku hverri. Eink- um er það eldra fólk, unga kynslóðin telur sig hafa þær ræt- ur á Taiwan, að hún er ekki haldin sömu þörfinni fyrir að „fara heim“, eins og meginlandið er enn í augum margra hinna eldri. Nýi forsetinn Lee Teng-hui er fæddur þann 15.janúar 1923 f litlu Chiang og Lee. Myndin var tekin eftir að Lee hafði verið skipaður varaforseti. Flísabúdin kynnir marmaraflísar. Verdlækkun Allar staðfestar pantanir á föstu verði. Opið virka daga kl. 9.00-18.00, opið laugardaginn 27. febrúar og sunnudaginn 28. febrúar kl. 10.00-16.00. Flísabúðin Kársnesbraut 106, sími46044.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.