Morgunblaðið - 21.02.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.02.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1988 ÞIIMGBRÉF STEFÁN FRIÐBJARNARSON Málefni eða málþóf? Áheyrendur á þmgpöllum. Ljóem. Morgunblaóið/Bjami Létt spjall um langan þingfund Það er rósemd og stilling yfir Alþingi þessar vikumar. Oðru máli gegndi fyrir áramót- in. Stjómarandstaðan greip þá, sem stundum áður, til málþófs. Að þvi er virtist til að tefja eða hindra framgang atjómar- fmmvarpa. Þetta vinnulag er ekki til eftirbreytni og eykur sízt á virðingu Alþingis. Það er hvorki í anda lýðræðis né þing- ræðis að minnihluti Alþingis tefji úr hófi eða torveldi meiri- hluta Iðggjafarsamkomunnar að koma fram málum sinum. Meirihlutinn á að ráða ferð. Það er aðall lýðræðisins. I Það er mat manna, sem fylgd- ust með starfsemi Alþingis síðustu starfsvikur þess á liðnu ári, að stjómarandstaðan hafi haldið uppi málþófi í umræðum um nokkur stjómarfrumvörp. Hún lét að vísu í veðri vaka að verið væri að ræða máiin með eðlilegum hætti. Sínum augum lítur hver á silfrið. En þannig er hægt að standa að verki, málþófi sem öðmm mannanna uppátækj- um, að „nýju fötin keisarans" skýli ekki nöktum vemleikanum. Hér verður staldrað við þing- ræðu eins af þingmönnum Al- þýðubandalagsins, 22. desember síðastliðinn. Ræða átti stjómar- fmmvarp um stjómun fiskveiða. Ræðan fór út um víðan völl. Þar kom að hliðarsporin þraut. Þá var gripið til þess ráðs, sem út af fyrir sig er góðra gjalda vert, að lesa upp úr blaði allra lands- manna, sem geymir ^ölbreyttara lesefni en flestir aðrir prentmiðl- ar. II Þingmaður Alþýðubandalags er kominn fram í miðja ræðu sína á næturfundi Alþingis 22. des- ember síðastliðinn. Hvað liggur ræðumanni svo mjög á hjarta, varðandi stjómun fískveiða, að nýta verður nóttina til frásagnar? Hann segir orðrétt: „Ég leit nú ekki í leiðara Morg- unblaðsins í morgun. Það var líka mánudagur í gær. Það var ekkert Morgunblað í gær. (Forseti kallar framm í: Það er kominn þriðju- dagur). Það er kominn þriðjudag- ur, já. Það getur verið að það sé góður ieiðari í Morgunblaðinu í dag og ég vona það, en það er nú kannski heldur seint til þess að leiðrétta háttvirtan þingmann. Það er nú ekki nýtt. Ég held að það sé bara full þörf á þvi að við lesum ieiðara Morgunblaðsins. Við gemm það nú allir. En Morgunblaðið er á réttum vettvangi og leiðari þess flallar um tímaþröng Alþingis. Það hefði nú kannski átt að skrifa um það á föstudaginn eða laugar- daginn. Það er kannski heldur seint að gefa þingmönnum sinum línuna eftir að við emm búin að missa af starfsdegi út úr höndum okkar sem byijaði á mánudags- morgni og samtengist þriðjudegi á þennan skemmtilega máta að við fundum fyrir því að sólhvörfin gengu yfir okkur og hænusporið bættist við tímalengdina, sólin fór að rísa. En ég ætla með leyfí virðulegs forseta að lesa úr Morg- unblaðinu 22. desember 1987, leiðara sem heitir. „Tímaþröng Alþingis". m Ogþingmaðurinn hefiir lestur „Líkur standa til þess að Al- þingi starfi á milli jóla og nýárs. Það hefur ekki gerst síðan 1958...“ Þegar.hér er komið lestrinum hugsar þingmaðurinn upphátt: „... og skal í minnum haft, en þá, árið 1958, var alþýðuflokks- stjóm við völd. (Gripið frammí: nei). Emilía mun hafa tekið við á Þorláksmessu eða daginn fyrir Þorláksmessu, eða svo. Stendur heima. Gæti verið að þessi vand- ræði fylgdu krötum? ... Við skul- um vita hvað kemur fram í leiðar- anum.“ Og þingmaðurinn heldur áfram lestrinum: „Þá baðst vinstri stjóm Her- manns Jónassonar lausnar í des- embermánuði að fjárlögum óaf- greiddum. Ástæðan var ágrein- ingur við verkalýðshreyfínguna um frestun verðbóta á laun, sem var liður í ráðgerðum efnahagsað- gerðum og verðbólguvömum stjómvalda. Við tók minnihluta- stjóm Emils Jónssonar. Hún var undanfari viðreisnarstjómar sem þrír formenn Sjálfstæðisflokksins leiddu, hver eftir annan. Sú stjóm var bæði langlíf og farsæl. Verð- bógla var að meðaltali innan við 10% á ári — á 11 ára starfsferli hennar." Og þingmaðurinn heldur áfram lestri leiðarans og sleppir ekki úr stafkrók. Síðan les hann úr þing- fréttum blaðsins. En lætur ekki þar staðar numið. Nóttin er ekki ung lerigur, enda kominn morg- unn, nýr dagur. Enn er þó verk að vinnæ Það er jafnan gnótt auglýsinga í Morgunblaðinu. IV Þingmaðurinn heldur áfram lestri sínum. Það er komið að auglýsingum blaðsins — og mikil- vægt mál á dagskrá, sjálf fisk- veiðstefnan. Það er mikill alvöm- þungi í röddinni, eins og vera ber, þegar hann heldur áfram boðskap sínum: „Á fyrstu auglýsingasíðu Morgunblaðsins, blaðsíðu 43, kemur í ljós, að enn er sú staða uppi, að það vantar menn á fiski- skipaflotann. Á þessari einu síðu er auglýst eftir þremur stýrimönn- um. Jafnvel þó almenningur í landinu hafi fundið fyrir því að sá fagnaðarboðskapur væri yfir okkur að ganga að það væri verið að samþykkja nýja fískveiðistefnu á Alþingi er eftirsóknin eftir þess- um störfum ekki meiri en svo að á fyrstu auglýsingasíðu Morgun- blaðsins blasa við þijár auglýs- ingar eftir stýrimönnum. Einnig er verið að auglýsa eftir vélavörð- um, a.m.k. einum vélaverði. Og fyrst ég er að fara yfir fyrstu auglýsingasíðu Morgunblaðsins og tek eftir að þar er verið að auglýsa eftir sjómönnum á íslenzk fiskiskip sé ég líka að Morgun- blaðið er í svolitlum vandræðum þar vestra, vestur á Helliss- andi — Það vantar blaðbera fyrir Morgunblaðið á Hellissandi. Það er auglýst eftir blaðbera. Ég vona að þetta ágæta blað fái einhvem duglegan mann þar vestra til að sinna því að maður fái nú Mogg- ann sinn þegar maður kemst heim í jólafríið, hann safnist ekki allur saman upp á pósthúsinu ...“ Og þannig er haldið áfram að leggja gott til málanna. V Málþóf eða málefnaleg um- ræða? Það er spumingin þessa myrku nótt á aðventunni. En stórt er dagskrármálið (eða nætur- skrár). Og orð eru til alls fyrst, segir máltækið. Orð má sælq'a víða, í auglýsingar eins og hvað annað. Og þegar vinnugleðin er til staðar líða stundiraar skjótt. En vinnan göfgar manninn hver sem vinnustaðurinn er. Það er komið fast að jólum. Flestir jólasveinar komnir til byggða, ef ekki allir. Nýr dagur hefur þokað sér inn um glugga þinghússins. Það er allt að því heiðrfkja jrfir ræðustólnum. Þar stendur þingmaður og hefur boð- skap að flytja, enda með Morgun- blað í höndum. Þingmenn Alþýðubandalagsins lesa ekki aðeins blað allra lands- manna, Moigunblaðið. („Við ger- um það nú allir“.) Þeir lesa það í heyranda hljóði — í morgun- birtunni — nýtt af prentvélinni, í ræðustól löggjafarsamkomunnar. Sumt verður að varðveita í þingt- íðindum. Og Þjóðviljinn ekki les- tækur lengur. Þeir kunna sitt fag, stjómar- andstöðuþingmenn. Hugsunin er skýr og röddin sem rimmugýgur. Og umhyggja þeirra er víðfeðm. Máske eru þeir búnir að leysa blaðberavanda Moigunblaðsins á Hellissandi? Og ekki þarf þorskur- inn að kvíða stjómleysi á miðun- um næstu árin. Snæfellsnes: i Vaxandi áhugi er á íþróttum Stykkishólmi. AÐALFUNDUR HSH var haldinn í Stykkishólmi laugardaginn 30. janúar sl. Þar fóru fram aðalfundarstörf og gerð var grein fyrir starfsemi sl. árs. Framkvæmdastjórinn, Valdemar Hreiðarsson, skýrði hið helsta sem fram hefir farið á vegum sambandsins. I sambandinu em nú tíu ung- mennafélög og tveir golfklúbbar. Sambandið tók þátt í landsmótinu á Húsavík og sendi fjölmennan hóp þangað. Sagði Valdemar að þeir væm ánægðir, bæði með þátttök- una og eins árangur og hefði þessi för kveikt mikinn áhuga meðal sam- bandsmanna og myndi það koma fram í nánustu framtíð. Félögin innan HSH em alltaf að fá, hvert í sínu byggðarlagi, betri aðstæður til íþróttaiðkana. Hefðu mörg innanhéraðsmót verið haldin og keppni meðal félaga innbyrðis. Þess má og geta að mikill áhugi er meðal ráðamanna hér á Snæfells- nesi um að gera aðstöðu til íþrótta- iðkana sem besta og hefir verið jöfn þróun í þessu undanfarin ár. íþróttamiðstöðvar rísa upp hver af annarri. Miklar umræður urðu um íþróttir og hollustuhætti og sérstak- lega kjörorð íþróttahreyfingarinnar { dag en það er að virkja fjöldann til íþróttaiðkana. Valdemar Hreiðarsson sagði að mikill skilningur væri og í sókn hjá almenningi um að styðja íþróttir og hann hefði fundið greinilegan áhuga á sl. ári til stuðnings þeim sem fyrir þessum félagsskap stæðu. Gestir fundarins tóku allir til máls, en þeir vom Pálmi Gíslason formaður UMFÍ, Sigurður Þor- steinsson framkvæmdastjóri UMFÍ, Frá Stykkishólmi. Morgunblaðið/Ami Helgason Matthías Lýðsson frá Ungmennafé- lagi Strandamanna og Jón Armann Héðinsson frá ÍSÍ. Margar tillögur voru samþykktar á þinginu og þar á meðal lýsti hér- aðsþing HSH fullum stuðningi og trausti til sveitarfélaga sem nú er ætlað að taka við meiri verkefnum á sviði iþróttamála og lagði áherslu á að sveitarfélögunum yrðu tryggð- ar tekjur til að mæta auknum verk- efnum. Jafnframt lagði þingið áherslu á að ríkissjóður styrkti frjáls félög í landinu, sem stuðla að íþróttalífi, með því að veita þeim beina styrki úr íþróttasjóði. Þá fóm fram kosningar til stjóm- ar HSH og vom kosnar í aðaistjóm Guðrún Gunnarsdóttir, Stykkis- hólmi, formaður, Lilja Stefánsdótt- ir, Ólafsvík, gjaldkeri, og Þóra Magnúsdóttir, Lýsuhóli, Staðar- sveit, sem ritari. Fundurinn var mjög ^ölsóttur og sýndi það sinn áhuga á málefninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.