Morgunblaðið - 21.02.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.02.1988, Blaðsíða 44
-^tá MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1988 Lög um verðbréfasjóði Til hvers? — Fyrir hvern? eftirdr. Pétur H. Blöndal Hvers konar lagasetning? Á undangengnum tveimur árum hefur verðbréfasjóðunum vaxið fiskur um hrygg. Þeir hafa greini- lega uppfyllt væntingar lands- manna um spamað sem skilar vöxt- ^f«m í samræmi við þá eftirspum, sem er eftir lánsfé. Þátttakendur, kaupendur bréfa sjóðanna, er fólk úr öllum stéttum og á öllum aldri. Krakkar með sumarhýruna sína, skrifstofustúlkur, sjómenn með vertíðarhlutinn sinn, kennarar, for- stjórar með umframtekjumar, verkamenn, bændur, sem sestir eru í helgan stein að loknu góðu dags- verki, eklq'ur með bætumar sínar og einstaka atvinnurekendur. Afar og ömmur kaupa bréf fyrir bama- bömin í afmælis- og tanngjafir í trausti þess að þar með sé iagður homsteinn að þeim spamaðarvilja, sem þau oft sakna hjá eigin böm- um. Upphæðimar em mjög mis- ««káar. Sumir koma með þrjú þúsund krónur, aðrir með hálfa eða jafnvel heilu milljónimar, sem klóraðar hafa verið saman á langri starfsæfi. Þessi vöxtur verðbréfasjóðanna hefur kallað fram venjuleg viðbrögð þeirra, sem vilja sveigja alla þætti mannlegrar starfsemi undir ráðs- mennsku ríkisins eftir kjörorðinu „þið hafið ekkert vit á þessu, böm- in góð“. (Hvenær skyldum við ann- ars verða fullorðin?) Þessir menn vilja reyra þessa sjóði í þær viðjar ^piem drepið hafa alla bankastarf- semi hér á landi. Þessir menn mættu hugleiða hvemig við íslend- ingar höfum farið að því að byggja allar stærri verksmiðjur okkar og orkuver eða kaupa eitt stykki tog- ara. Allt með erlendum lánum. Hvflíkur aumingjaskapur í heilli þjóð. Hvar vom íslenskir bankar? En vöxtur verðbréfasjóðanna hefur einnig kallað fram viðbrögð þeirra, sem eygja ákveðna hættu fyrir hinn almenna neytanda þegar hann mætir nýjungum, sem ekki aðeins eru flóknar heldur kreflast mjög mikils trausts. Forstöðumenn nokkurra verðbréfasjóða hafa enda komið sér samán um reglur, sem ^tryggja eiga hagsmuni neytenda á þessu sviði. Þeir óttast að óprúttnir aðilar fari af stað með slíka starf- semi þannig að skaði hlytist af fyr- ir sparifjáreigendur og traust manna á þessum sjóðum bíði hnekki. Frumvarp til laga um starf- semi verðbréfasjóða Viðskiptaráðherra hefur nú til- kynnt að hann muni á næstunni leggja fram stjómarfrumvarp um starfsemi verðbréfasjóða. Hefur hann reifað efni slíks frumvarps lauslega í fjölmiðlum enda er það ekki fullmótað. Helstu ákvæði slíks frumvarps virðast eiga að snúa að eftirfarandi atriðum:- 1. Eiginfjárstöðu eða eiginíjárhlut- falli. 2. Bindiskyldu. 3. Lausafjárskyldu. 4. Aðgreiningu miðlunar og vörslu verðbréfa. Markmið lagasetningarinnar eru sögð vera neytendavemd en einnig hagstjómarlegs eðlis. Hvað þýða þessi atriði? Skilyrði um eiginfjárstöðu Bankar og sparisjóðir taka við innlánum og lofa föstum vöxtum. Þetta fé lána þeir út í formi lána eða víxla, verðtryggt eða óverð- tryggt. Það er síðan háð ytri að- stæðum, verðbólgu, efnahags- ástandi og greiðslugetu almennings hvort útlánsvextir nægi fyrir inn- lánsvöxtum, kostnaði og töpuðum (afskrifuðum) , útlánum. Ef þeir nægja ekki, verður innlánsstofnun- in að geta greitt mismuninn af eig- in fé. Þess vegna er eðlilegt að gera kröfu um myndarlegt eigið fé innlánsstofnana, sem tryggja á, að stofnunin geti ætíð greitt sparifjár- eigendum innistæðumar til baka. Þessu er allt öðru vísi farið með verðbréfasjóði. Þeir selja einingar og fyrir andvirði þeirra em keypt verðbréf, sem standa á bak við seld- ar einingar. Verðbréfasjóðurinn sjálfur tekur því ekki áhættu af mismunandi út- og innlánsvöxtum heldur er gengi bréfa sjóðsins reikn- að daglega út frá verðbréfaeign- inni. Þannig þarf ekki að gera kröfu til hás eiginfjár hjá verðbréfasjóði. Aftur á móti er eðlilegt að gera kröfu til þess að verðbréfasjóðurinn hafi ekki annan rekstur á hendi, til þess að sá rekstur geti ekki skaðað sparifjáreigenduma. Þær hugmyndir, sem heyrst hafa um kröfur um eigið fé verðbréfa- sjóða í ofangreindu frumvarpi em allt frá 10 milljón kr. hlutafé til 5% af verðbréfaeign sjóðanna, sem gæti þýtt 50 til 100 milljón króna viðbótarhlutafé. Eins og núna er ástatt með skattlagningu hlutafjár og arðsemi, verður að teljast afar hæpið að slík hlutafláraukning fá- ist. Því getur lagasetning með slíku skilyrði um eigið fé orðið dauða- dómur yfir verðbréfasjóðunum, a.m.k. þeim stærstu. Bindiskylda Það er þekkt fyrirbæri úr hag- fræðinni, að þegar peningur er lagður í banka eða sparisjóð, eykst peningamagn vegna þess að pen- ingurinn er lánaður út og lagður aftur inn og svo koll af kolli. Til þess að vega upp á móti þeirri þenslu, sem þetta kann að valda hefur verið tekin upp bindiskylda, sem felst í því að innlánsstofnun- inni er gert að lána Seðlabanka hluta fjárins, sem EKKI er lánaður út aftur. Raunvemleg bindiskylda hefur sjaldan eða aldrei verið fram- kvæmd hér á landi heldur hefur bundnu peningunum verið dælt aft- ur út í efnahagskerfíð með afurða- lánum eða til að jafna halia ríkis- sjóðs. Hagfræðingar em enda fam- ir að efast um gildi bindingarinnar, jafnvel þar sem hún er kórrétt fram- kvæmd. Mér er ekki kunnugt að nokkurs staðar tfðkist að binda fé verðbréfa- sjóðanna, enda má segja að starf- semi þeirra valdi aukningu í pen- ingamagni í bönkum og sparisjóð- um (þar er jú andvirði seldra verð- bréfa lagt inn) en alls ekki hjá verð- bréfasjóðunum sjálfum. Það er því út í hött að binda fé verðbréfasjóð- anna hjá Seðlabanka. Bankamir hafa bent á að þeir njóti ekki jafnræðis í samkeppninni við verðbréfasjóðina vegna binding- arinnar. Þeir tapi 1% til 2% í vaxta- mun hennar vegna. Hvað þýðir þetta í raun? Jú, að innlán f banka em skattlögð um 1% til 2%. Og skatturinn rennur til Seðlabankans þar sem hann þarf ekki að greiða vexti fyrir þetta fé. Mér finnst nú alltaf snyrtilegra að kalla skatta skatta en ekki eitthvað annað og ég vil láta skatta renna til ríkis- sjóðs en ekki til Seðlabanka. Þess vegna legg ég til við þá ágætu bankamenn að þeir geri kröfu til að fá á innlánsbindinguna sömu útlánsvexti og þeir ná hver fyrir sig Dr. Pétur H. Blöndal „Mér er ekki kunnugt að nokkurs staðar tíðkist að binda fé verð- bréfasjóðanna, enda má segja að starfsemi þeirra valdi aukningu í peningamagni í bönk- um og sparisjóðum (þar er jú andvirði seldra verðbréfa lagt inn) en alls ekki hjá verðbréfa- sjóðunum sjálfum. Það er þvi út í hött að binda fé verðbréfasjóðanna hjá Seðlabanka.“ á sín útlán eða jafnvel að bindingin verði lögð niður í stað þess að þeir reyni að binda verðbréfasjóðina með sömu lúnu hlekkjunum. Bindiskylda á verðbréfasjóðina í sama mæli og hjá bönkunum mundi þýða um 2% lægri vexti til sparifjár- eigenda. Slík skattlagning mundi hefta starfsemi þeirra vemlega og verða nývöknuðum spamaðarvilja þjóðarinnar mikið áfalí. Þær þjóðir, sem búa við of mikinn spamað og of litla eyðslu og Qárfestingar hafa gripið til þess ráðs að skattleggja spamað til þess að örva eyðslu. Hér sýnist þess ekki þörf enn sem kom- ið er. Ef leggja ætti verðbréfasjóðina að jöfnu við innlánsstofnanir að því er bindiskyldu varðar yrðu menn einnig að láta verðbréfasjóðunum í té ýmis hlunnindi, sem innláns- stofnanir njóta eins og niðurfellingu stimpilgjalda, yfirdráttarreikning í Seðlabanka o.s.frv. Við væmm þá í raun komnir með nokkra banka í viðbót. Em menn ekki að kvarta yfír of mörgum bönkum? Lausafjárskylda Öllum fjármálastofnunum er það keppikefli að hafa nægilegt lausafé til þess að geta staðið við sín^r skuldbindingar við notendur flárins en þó sérstaklega eigendur þess. Þessvegna selja allar fjármála- stofnanir sér reglur um lausafé. Þessar reglur og áætlanir em mjög mikilsverður hluti af samkeppnis- stöðu fyrirtækisins. Þessvegna er ekki nauðsynlegt að setja um þær lög nema markmiðið sé annað en neytendavemd. í dag em bankamir skyldir að kaupa rikisvixla, eiga innistæðu hjá Seðlabankanum eða eiga peninga í sjóði fyrir um 8% af heildarinnlán- um sínum (millibankalán núllast út). Þar sem þeir em nánast einu kaupendur ríkisvíxla, er ríkissjóði í lófa lagið að ákveða vextina á þeim sér í hag. Sama gildir um innstæðu í Seðlabanka. Aftur emm við að sjá mögulega dulda skatta á sparifé. Þetta er hættuleg freisting fyrir ijármálaráðherra og ráðunauta hans, þegar vantar aura í kassann. Ef talið er nauðsynlegt að setja lausaíjárskyldu mega reglumar ekki verða þannig að um niður- greitt fé sé að ræða. Til lausafjár mætti til dæmis telja venjulega daglega innkomu verðbréfasjóð- anna vegna afborgana og vaxta næstu Ijögurra vigna) verðbréf skráð á Verðbréfaþingi, millibanka- lán og ríkisvíxla. Auk bindiskyldu og lausafjár- bindingar bankanna hefur þeim oft á tíðum verið gert að kaupa ýmiss konar verðbréf af ríkissjóði eða opinbemm sjóðum við alls konar tækifæri og á ýmsum vöxtum, oft- ast lágum. Hafa þessir nauðungar- samningar farið undarlega hljótt og virðast engum Jcoma við nema samningsaðilum. Ég tel að það skipti miklu máli fyrir bæði lántak- endur og spari^áreigendur að það iiggi fyrir hvað um spariféð verður í bönkunum og skora á bankana að upplýsa almenning miklu meira um sín mál. Aðgreining miðlunar og vörslu verðbréfa • Stærri verðbréfasjóðimir hafa gætt þess að lagalega sé greint á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.