Morgunblaðið - 21.02.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 21.02.1988, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1988 SKERJAFJ. Einarsnes SELTJNES Látraströnd Hrólfsskálavör MIÐBÆR Tjarnargata 3-40 Lindargata 39-63 o.fl. Hverfisgata 4-62 Laugavegur1-33o.fl ÚTHVERFI Sæviðarsund hærritölur GARÐABÆR Mýrar KOPAVOGUR Kársnesbraut 77-139 Afmæli: . Matthías Ingibergs son, lyfsali Hann er fæddur 21. febrúar 1918 að Kirlcjuvogi í Höftium. Foreldrar hans voru Ingibergur Þorkelsson, byggingameistari og Sigurdí." Jóns- dóttir. Eiginkona hans er Katla Magnúsdóttir, dóttir Magnúsar Bjömssonar, kennara og Vilborgar Þorkelsdóttur. Hann á fiögur böm og sjö bamaböm. Elsku faðir, tengdafaðir og afl. Við vitum, að þú og elskuleg eig- inkona þín eruð stödd einhvers stað- ar, þar sem þið getið notið hvíldar og friðsældar og vonum við, að þessi kveðja nái til þín þar. Við óskum þér hjartanlega til hamingju með þennan stóra dag, er þú fyllir sjöunda áratuginn á merkri og árangursríkri lífsleið þinni. Viljum við böm þín, tengdaböm og bamaböm, nota þetta tækifæri og færa þér okkar innilegustu þakk- ir fyrir alla þá ástúð og vináttu, sem þú hefur sýnt okkur og þann stuðn- ing og aðstoð, sem þú hefur veitt okkur í hvívetna. Við emm stór blandaður hópur, sem teygir rætur einnig til annarra landa, allt frá Danmörku gegnum Bandaríkin til Afríku. Þessu fram- andi kryddi í ættina hefur þú tekið með stökustu hugarró og tekið við tengdabömum þínum sem þín eigin væm. Að leita út fyrir landsteinana og kynnast nýju fólki, nýjum aðstæð- um, nýrri menningu og menntun er þér eðlilegt, enda heimsmaður mikill. Sjálfur sóttir þú ungur út, fórst til náms í Bandaríkjunum á tímum stríðsáranna, er ferðir héðan til Evrópu vom óráðlegar vegna þeirrar hættu, sem öllum flutning- um fylgdu þá. Ekki var síður hætta búin þeim skipum, sem héðan sigldu í samfloti til Bandaríkjanna á þess- um ámm, en þú lést hana ekki á þig fá, ekkert skyldi te§a þína menntun. Einmitt þessi ákveðni og þor em ein af þínum einkennum og mörg em vandasöm verkefnin, sem þú hefur getað leyst með mik- illi sæmd vegna þessara eiginleika þinna. Já, hvers konar maður ert þú eiginlega? Við spurðum okkur þeirrar spumingar og svömðum um hæl „margslunginn og skemmtileg- ur „karakter". Stjómmálum og félagsmálum hefur þú alltaf haft áhuga á. Þegar á menntaskólaárunum varst þú formaður nemendafélags Mennta- skólans í Reykjavík og að loknu námi í Bandaríkjunum, vannst þú ötullega að félagsmálum lyfjafræð- inga, jafnframt því sem þú stundað- ir þitt fag í Laugavegs Apóteki. Árið 1952 fluttir þú með fjölskyldu þína að Selfossi, til að taka við fo- stöðu Selfoss Apóteks. Ekki hafðir þú dvalið þar lengi fyrr en þú hafð- ir reist þar stórt og veglegt hús fyrir fjölskyldu þína. Hús þetta, sem stendur við Þóristún 1 á Selfossi, var eftir að þið fluttuð þaðan 1969, gert að hóteli og þótti okkur bömum mikið til koma, að húsið, sem þú hafðir byggt fyrir okkur, skyldi vera orðið að hóteii. Á Selfossi barst þú hag bænda mjög fyrir bijósti og barðist fyrir málum þeirra m.a. með virkari þátt- töku í stjómmálum framsóknar- flokksins og svo fór, að þú tókst sæti sem varafulltrúi þeirra á þingi um tíma. Margan vininn átt þú um allar sveitir sunnanlands og minn- ast eldri böm þín með gleði hinna mörgu sunnudagsferða forðum um sveitimar, er stansað var á mörgum bæjum til að ræða mikilvæg mál á dagskrá. Mikið vandamál bænda, sem var gerlamengun mjólkur, tókst þér að leysa, er þú hófst fram- leiðslu á Dróma. Málgagn þurftu bændur einnig og nýttir þú þar hæfni þína og áhuga á blaða- mennsku, er þú hófst útgáfii blaðs- ins „Þjóðólfur" á Selfossi af miklum krafti. Auk blaðamennsku og hags- munastarfsemi fyrir bændur, sinnt- ir þú hinum ýmsu menningar — og bæjarmálum á staðnum með slíkri kostgæfni, að bærinn nýtur þeirra starfa enn. Apótekinu sinntir þú af mikilli samviskusemi. Alltaf var jafnsjálfsagt að sinna þörfum bæj- arbúa með þjónustu frá apótekinu, hvort heldur erindið var vöntun á barnatúttu, pela eða mikilvirku lyfi. íbúum Hveragerðis vildir þú einnig gera hægara um vik og komst þar upp útibúsþjónustu frá apótekinu. Settir þú aldrei fyrir þig að fara á milli þessara staða einu sinni á dag til afgreiðslu lyfseðla í Hveragerði og lést þér ei heldur bregða, er hver hafði brotist upp um gólf lyfsölunnar í Hveragerði nótt eina, svo húsið var fullt af gufu, er að var komið að morgni og allar vörur ónýtar. Varð þá bara að byrgja hverinn og byija upp á nýtt! Árið 1968 var þér svo veitt.lyf- söluleyfl Kópavogs Apóteks og hófst þú rekstur þess 1. janúar 1969. Hefur þú einnig rekið það apótek af miklum dugnaði, eins og þín er ætíð von og vísa. Hefur þú tvívegis bætt húsnæðislega aðstöðu þess til muna, nú síðast með mik- illi og hentugri nýbyggingu. Ekki er hér ætlunin, að telja upp öll þau mörgu verkefni, sem þú af eigin hvötum hefur tekið að þér til aðstoðar eða gagns fyrir aðra, né öll þau trúnaðarstörf, sem þér hefur verið falið að vinna fyrir hvort held- ur er félagasambönd eða opinbera aðila. Næga þau í upptalningu til að fylla svo til heila blaðsfðu í „Lyfjafræðingatali" og er þar kannski ekki allt talið. Kímni þín og hlátur, skemmtileg- ar sögur og gamansemi, eru þér ætíð ofarlega í huga og hafa oft létt lund, ef á móti blé’s, því aldrei skyldi gugnað, aldrei ástseða til að dijupa höfði. „Alltaf er leið áfram, hana þarf bara að flnna" er þitt eigið „mottó", sem einnig hefur verið okkur hinum til hughreysting- ar. Ekkert fannst okkur bömum þínum betra, er við vorum krakkar heima, og lundin þung, en að fá pabba til að lesa fyrir okkur „Andr- és Önd“, sem þá var jú aðeins til á dönsku og þurfti því þýðingar við. Það gerði ekkert til þótt við þyrftum að bíða eftir texta eða skildum ekki allt sem lesið var vegna þess, að þú hlóst svo dátt og skemmtir þér yflr þessum vinalega „karakter", að við jgátum ekki annað en hlegið með. A sama hátt tekst þér ætíð að vekja hlátur og skemmtilegt andrúmslegt á öllum mannamótum og er óhætt að segja, að þú sért hrókur alls fagnaðar, hvar sem þú dvelur, á stórum samkomum eða smáum. Ræðuskörungur ert þú einnig, hvort sem er á íslenska tungu eða erlendum málum, lætur þér ekki einu sinni verða skota- skuld úr því að flytja flnnskum kollegum og vinum faglegt erindi á því framandi máli sem finnskan er, meira segja svo þeir skilja! Eins og við áður sögðum hefur það aldrei verið þér í hug að gefast upp fyrir vandamálum eða hörfa þótt óárennilegt virtist framundan. Mörgu eru þau skiptin, er þú bauðst veðurguðum eða erflðri ökufærð birginn, ef þú taldir þig eiga brýnt erindi suður eða austur fyrir fyall. Tvö elstu böm þín minnast t.d. þess, er þú ásamt þeim tveimur skyldir sækja móður þeirra á fæð- ingardeildina á jóladag árið 1952, ! raðauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar Lítið einbýlishús óskast Húsnæði óskast Óska eftir litlu einbýlishúsi til leigu sem fyrst Við leitum að húsnæði til leigu fyrir starfsemi á Reykjavíkursvæðinu. Má vera gamalt. okkar. Öruggar og góðar mánaðargreiðslur. Húsnæðið þarf að vera: Upplýsingar í síma 99-6859. 1. Miðsvæðis á Stór-Reykjavíkursvæðinu. 2. 600-800 fm að stærð, þar af fyrir skrif- | húsnæði óskast | Húsnæði við höfnina í Reykjavík óskast. Stærð 1-200 fm. fyrir verslun og þjónustu við sjávarútveg. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 1. mars merkt: „H - 6179“. stofu u.þ.b. 280 fm og að lofthæð lagers í, . . sé 6-7 metrar. Ibuö oskast 3. Með góðri aðkomu og stórum afgreiðslu- Óskum eftir að taka á leigu hæð eða íbúð, dyrum. helst í Hlíðahverfi. Leigutími a.m.k. 2 ár. 4. Með möguleikum fyrir gámastæði utan- Góðar og tryggar greiðslur. . dyra. Upplýsingar í síma 17156. Vinsamlegast hafið samband við Jóhann Ólafsson í síma 612800. Skrifstofuhúsnæði 100-150 fm óskast til leigu á góðum stað. Helst í austurbæ. Fullbúið til afhendingar 1. júlí ’88 eða tilbúið undir tréverk til afhending- ar fljótlega. Tilboðum skal skila til auglýsingadeildar Mbl. merkt: „Skrifstofuhúsnæði - 6099". 2jaherb.íbúðóskast ["1®-_ .r fyrir starfsmann okkar frá 1. mars nk. Vinsamlega hafið samband í síma 82039 á umboðs- OG heildverslun miHi kl. 9.00-17.00. ^ \ ,nfló“eLr~;^ykiavik Bilanaust hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.