Morgunblaðið - 21.02.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.02.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1988 23 Tannlæknadeild o g fjöldatakmarkanir Greinargerð frá tannlæknadeild Háskóla íslands Árið 1972 varð tannlæknadeild sjálfstæð deild innan Háskóla ís- lands en var áður hluti af lækna- deild. Aðgangur að tannlæknadeild hefur ávallt verið jtakmarkaður. í regiugerð Háskóla íslands frá 1973 var svohljóðandi ákvæði: Af þeim stúdentum, sem innrit- ast í tannlæknadeild og standast 1. árs próf, skulu jafnan 6 þeir efstu á ári hveiju öðlast rétt til áfram- haldandi setu i deildinni. Séu 2 eða fleiri með sömu einkunn og gera þarf upp á milli þeirra um rétt til áframhalds gildir stúdentsprófsein- kunn. Á fundi háskólaráðs 28. október 1976 var kjörin 7 manna nefnd til þess að endurskoða og samræma innbyrðis reglugerð fyrir Háskóla íslands. Tillögur regiugerðamefnd- ar Háskóla Islands um fjöldatak- markanir í tannlæknadeild voru svohljóðandi: Nú er fyöldi stúdenta, sem stenst 1. árs próf meiri en svo að veita megi þeim öllum viðunandi fram- haldskennslu við aðstæður á hveij- um tíma, og getur háskólaráð þá eftir tillögu tannlæknadeildar tak- markað fjölda þeirra, sem halda áfram námi. Réttur stúdenta til framhaldsnáms skal miðaður við árangur 1. árs prófa. Ákvörðun háskólaráðs skal tilkynna fyrir upp- haf þess háskólaárs, sem prófin eru haldin. Séu tveir eða fleiri með sömu einkunn á 1. árs prófi og gera þarf upp á milli þeirra um rétt til frek- ara náms, gildir hæsta stúdents- prófseinkunnin. Stúdentar, sem öðl- ast ekki rétt til þess að halda áfram námi, mega endurtaka öll prófin næsta ár eða láta fyrri próf gilda og keppa þá við nýja stúdenta á jafnréttisgrundveUi. í breytingartillögum tannlækna- deildar frá 23. nóvember 1978 er lagt til að standist fleiri stúdentar fyrsta árs próf enn tannlæknadeild getur veitt viðunandi kennslu við aðstæður hvetju sinni, geti deildar- fundur takmarkað Qölda þeirra, sem halda áfram námi. Réttur stúdenta til náms miðist við árangur þeirra á fyrsta árs prófi. Séu tveir eða fleiri stúdentar með sömu einkunn úr því prófi og gera þarf upp á milli þeirra um rétt til frekara náms, skal hlut- kesti ráða. í athugasemdum með breyting- artillögum tannlæknadeildar kemur fram að deildin teiur deildarfund sinn hæfastan, til þess að takmarka þann Qölda stúdenta, er heldur áfram námi eftir samkeppnispróf fyrsta árs. Stungið var upp á að hlutkesti skeri úr um heimild til áframhald- andi náms á öðru ári fái tveir eða fleiri stúdentar sömu einkunn á samkeppnisprófi. Á þessum tíma hafði fjölgað mjög þeim skólum sem öðlast höfðu rétt til að útskrifa stúd- enta. Stúdentsprófseinkunnir voru ekki lengur taldar sambærilegar og því ekki, að mati tannlæknadeildar, nothæfar til að ráða úrslitum við val stúdenta á annað ár. í gildandi reglugerð fyrir Há- skóla íslands með áorðnum breyt- ingum segir svo í 108. grein: Nú er flöldi stúdenta, sem stenst 1. árspróf, meiri en svo að veita megi þeim öllum viðunandi fram- haldskennslu við aðstæður á hveij- um tima, og getur háskólaráð þá eftir rökstuddri tillögu tannlækna- deildar takmarkað fjölda þeirra, sem halda áfram námi. Réttur stúd- enta til framhaldsnáms skal miðað- ur við árangur janúarprófa fyrsta árs. Ákvörðun háskólaráðs skal til- kynna fyrir upphaf þess háskóla- árs, sem prófin eru haldin. Séu tveir eða fleiri með sömu einkunn á 1. árs prófi og gera þarf upp á milli þeirra um rétt til frekara náms, skal hlutkesti ráða. Stúdent hefur staðist hinn fræðilega hluta 1. árs prófa hljóti hann meðaleinkunnina 5. Reglugerðarákvæði þetta var í meginatriðum samþykkt á fundi í háskólaráði 29. mars 1979 með 10 atkkvæðum gegn einu, atkvæði for- seta tannlæknadeildar. í bókun, sem tveir fulltrúar stúdenta í há- skólaráði óskuðu eftir, kemur fram að þeir telja notkun stúdentsprófs óréttláta og notkun hlutkestis skárri aðferð ef gera þarf upp á milli manna um rétt til áframhald- andi náms í tannlæknadeild. Jafn- framt lýstu þeir sig andvíga beit- ingu flöldatakmarkana innan há- skólans, en töldu sér skylt að stuðla að því að framkvæmd þeirra yrði ætíð með sem skástum hætti fyrir stúdenta. Á fundi í háskólaráði 26. mars 1987 var samþykkt að heildarfjöldi nemenda sem heimilað verður áframhaldandi nám í tanniækna- deild á vormisseri 1988 verði 7 alls. Níu 1. árs nemendur stóðust jan- úarpróf 1988. Af þeim voru þrír með sömu meðaleinkunn og þurfti því að raða þeim í 6., 7. og 8. sæti. Samkvæmt ofangreindu reglugerð- arákvæði bar að varpa hiutkesti um röðina. Til að forðast tafir var það gert sama dag og endanleg úrslit janúarprófa iágu fyrir, enda kennsla á voimisseri þegar hafin. Samkvæmt úrskurði lögskýringa- nefndar Háskóia íslands frá 18. febrúar sl. hefur tannlæknadeild í einu og öllu farið eftir reglugerð Háskóla íslands og ákvörðun há- skólaráðs frá 26. mars 1987 í með- ferð þessa máls. Þrátt fyrir ýtailega umflöllun, bæði í tannlæknadeild og (háskóla- „Er augljóst að einung- is með því að heimila ekki fleiri en 7 nemend- um áframhaldandi nám að samkeppnisprófi loknu getur tannlækna- deild, við óbreyttar að- stæður, veitt íslenskum tannlæknanemum þá umf angsmiklu verk- legu þjálfun sem kraf- ist er á góðum tann- læknaskólum.“ ráði, við síðustu endurskoðun á þessu reglugerðarákvæði fannst þó ekki betri aðferð en hlutkesti til þess að gera upp á milli manna með sömu meðaleinkunn. Komið hefur fram gagnrýni og efasemdir um ágæti þessarar aðferðar í fjöl- miðlum. Ljóst er að fjölmargir geta ekki sætt sig við að hlutkesti sé notað þegar ákvarða þarf rétt stúd- enta til framhaldsnáms séu tveir eða fleiri með sömu meðaleinkunn að loknu samkeppnisprófi. Því hyggst tannlæknadeild taka reglu- gerðarákvæði um framkvæmd fjöldatakmarkana til tafarlausrar endurskoðunar. Fjöldi tannlæknastóla takmarkar fyrst og fremst fjölda þeirra nema sem tannlæknadeild treystir sér til að veita viðunandi menntun. Við hönnun á núverandi húsnæði og í upphaflegum áætlunum um tækja- kost tannlæknadeildar var gert ráð fyrir 8 nemendum á ári. Gert var ráð fyrir 26 tannlæknastólum á tannlækningastofu og 4 stólum fyr- ir erfiða sjúklinga og minniháttar skurðaðgerðir. Þar að auki var gert ráð fyrir tveim skurðstofum. Þegar kom að þvf að kaupa tæki til deild- arinnar tóku stjómvöld þá ákvörðun að fresta kaupum á 9 tannlækna- stólum. Tannlæknastólar deildar- innar eru því 21 auk tveggja skurð- stofa. Kennt er í tannlækningastofu 5 daga vikunnar, 6 tíma á dag eða frá kl. 9—12 og 14—17. Þar sem fyrirlestrar em ætíð frá kl. 8—9 og 13—14 og nauðsynlegt er að þrífa tannlækningastofuna bæði um miðjan daginn og að kvöldi að vinnudegi loknum, þá er tannlækn- ingastofan fullnýtt. Sé kennt f 25 vikur á ári hefur deildin til umráða 15.750 stóltíma á ári. Með stóltfma er átt við fjölda klukkustunda sem nemandi fær til verklegra æfinga á tannlækninga- stofu. Stefnt er að því að þrír ár- gangar séu að jafnaði á lækninga- stofu samtímis og em þá 5.250 stóltímar til ráðstöfunar fyrir hvem árgang. Fjöldi nemenda í árgangi hefur því bein áhrif á fjölda stóltíma sem hver nemi fær. Miðað við að teknir séu árlega 7 nemendur inn í deildina fær hver nemi 750 stóltfma á ári eða 2.250 klukku- stunda þjálfun í tannlækningum fyrir lokapróf. Ef hins vegar 8 nem- um er heimilað að halda áfram námi að samkeppnisprófi loknu, fær hver þeirra 13% færri klst. til verk- legrar þjálfunar á tannlækninga- stofu deildarinnar. Samsvarandi skerðing kennslustunda ef 9. eða 10. neminn bættist við næmi 22% og 30%. Kennsluárið 1986—87 vom 26 nemendur á tannlækningastofu, 5 némendum fleiri enn tannlækna- deild telur æskilegt, og vom því til umráða u.þ.b. 600 stóltímar á nema það ár eða að öllu óbreyttu 1.800 stóltímar alls í klínísku námi. Sam- kvæmt nýjustu töluro sem tann- læknadeild hefur frá tannlækna- skólanum í Ósló er heildarstóltíminn á hvem nema þar 2.246, í Kaup- mannahöfn 2.615 og í Bandaríkjun- um nálægt 2.300. Klínfsk kennsla var þvf umtalsvert minni kennslu- árið 1986—87 í tannlæknadeild Háskóla íslands en í áðumefndum skólum. í ræðu sinni á háskólahátfð í júní 1986 sagði háskólarektor, Sig- mundur Guðbjamason, að f mennta- stefnu Háskólans skuli lögð áhersla á að veita breiða og góða undir- stöðumenntun í þeim fræðigreinum, sem kenndar em við Háskóla ís- lands og veita þekkingu og þjálfun sambærilega við kröfur erlendra háskóla. Slík ummæli hljóta að vera stefnumarkandi fyrir deildir Há- skólans. Allt frá þvf tannlæknadeild hlaut sjálfstæði hefur markvisst verið unnið að því að menntun tann- lækna, sem útskrifast frá tann- læknadeild Háskóla íslands, sé sambærileg við þær menntunar- kröfur sem gerðar em á hinum Norðurlöndunum. Þeim áfanga er enn ekki náð. Hvað eftir annað hefur háskólaráð heimilað fleiri nemendum en tannlæknadeild mælti með áframhaldandi nám að loknu samkeppnisprófi. Slíkar ákvarðanir gera ekki aðeins að tor- velda og seinka viðleitni tannlækna- deildar til að endurskipuleggja nám- ið, heldur leiða til lakari menntunar. Af því sem á undan er sagt er augljóst að einungis með því að heimila ekki fleiri en 7 nemendum áframhaldandi nám að samkeppnis- prófi loknu getur tannlæknadeild, við óbreyttar aðstæður, veitt fslenskum tannlæknanemum þá umfangsmiklu verklegu þjálfun sem krafist er á góðum tannlæknaskól- um. Ástæðan fyrir fjöldatakmörk- unum f tannlæknadeild er sú við- leitni deildarinnar að veita ekki lak- ari verklega þjálfun en krafist er á góðum erlendum menntastofnun- um, s.s. á Norðurlöndunum. Sú við- leitni er f fullu samræmi við menntastefnu Háskólans. Á sfðasta fundi sfnum breytti háskólaráð fyrri ákvörðun sinni frá 26. mars sl. og heimilaði 8 nemum í stað 7 áframhaldandi nám við tannlæknadeild án þess að forsend- ur fyrri ákvörðunar hafi í raun breyst. Vill Háskólinn breyta mennta- stefnu sinni og slá af kröfum um að veita menntun sambærilega við kröfur erlendra háskóla? Vill íslenska þjóðin að Háskóii íslands útskrifi tannlækna með minni verklega þjálfun að baki en gerist meðal nálægra þjóða? SKRIFSTOFA NORRÆNU RÁÐHERRANEFNDARINNARl óskar eftír að ráða RÁÐUniAUTÁ SI/XDf UMHVERFISVERIUDAR Comn/nn q »/L « éIAwm% n oamvinna tnussyoma Norðurlanda ferfram á vettvangl Norrænu ráð- horranefndarinnar. Ssm- vinnan snertiraitfhstsvið samféiagsJns.Skr1fstofa annast baaði undirbúning ogframkmmdþsina verkefnasomráðhsna- asaénsifn mfkrtXlíit nammn ímsur arsioou ul Skrifstofan skiptist í fimm sérdeildir, fjárhags- og stjórnsýsludeild, upplýs- ingadeild og skrifstofu framkvæmdastjóra. Staða ráðunautar á sviði um- hverfisverndar losnar í haust og er þvi auglýst eftir eftir- manni hans. Helstu verkefnin varða starf það sem unnið er á vegum skrifstofunnarvegna Norrænu ráðherranefndarinnarog Nor- rænu embættismannanefnd- arinnarum umhverfisverndun. Níu vinnuhópar starfa á vegum embættismannanefndarinnar en á næstu árum veröur lögð megináhersla á mengunar- varnir andrúmsloftsins og haf- svæða, eftirlit við meðferð efna og nýja tækni sem dregið gæti úrmengun. Ráðunautur- inn mun starfa með hópum þessum bæöi aö undirbúningi og framkvæmd verkefna auk þess sem hann mun eiga sam- starf við aðrar stofnanir á Norð- urlöndum sem starfa á þessu sviöi. Ráðunauturinn kann einnig að koma til með að vinna að öðr- um verkefnum en hér hafa verið nefnd. KRAFIST ER: - Viöeigandi menntunar og starfsreynslu. - Víötækrar reynslu afstjórn- unarstörfum innan einka- eða ríkisgeirans. Við matá umsóknum verður að auki lögð áhersla á að við- komandi hafi starfað að um- hverfisvemd annaðhvort í sinu heimelandi eða á vettvangi norrænnar samvinnu. Viðkomandi þarfað geta starf- að sjálfstætt og vera sam- staifsfús. Æskilegterað viökomandi þekki til norrænnar samvinnu og þeirra stofnana sem hafa framkvæmd hennar með höndum. Góð laun eru i boði og starfs- aðstaða erhin ákjósanlegasta. Starfinu fylgja ferðalög innan Norðurlanda. Ráðning ertil fjögurraára. Ríkisstarfsmenn eiga réttá leyfi frá núverandi starfi. Skrifstofa Ráðherranenf- darinnareri Kaupmannahöfn og verður viðkomandi veitt aðstoð við að útvega húsnæði. Á vettvangi norrænnar sam- vinnu erjafnrétti kynjanna í heióri haft og eru þvi konur jafnt sem karlar hvattar til að sækja um stöðu þessa. NANARI UPPLYSINGAR: veita Risto Tiendari deildarstjóri og Kirsten Morten- sen ráðunautur. Mette Vestergaard og Harald Lossius veita upplýs- ingar um kaup og kjör. Síminn í Kaupmannahöfn er: 01-11 47 11. Umsóknarfrestur rannur út 14. mars 1988. Skriflegar umsóknir skal senda: NORDISK MINISTERRAD Stor* Strsndsstrmds 18, DK-1266 Köbsnhavn K Danmark.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.