Morgunblaðið - 21.02.1988, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1988
11( \l (
Nýtt hverfí eftir I30FIL L
yngir upp gamla borg
Nýja hverfið Polig-one eftir arkitektinn Ricardo Bofill, hefur vakið heimsathygli.
Morgunblaðið/E.Pá.
bóginn geta nýju torgin tekið við
fólksmergðinni sem flæðir þar niður
yfír, jafnframt því að vera útiveru-
svæði fyrir íbúana sjálfa. Hverfíð
hlaut af ýmsum ástæðum nafnið
Antigone, bæði sem andstæða við
átak fyrri borgarstjómar en ekki
síður vegna útlitsins, sem minnir á
gríska foma byggingarlist með súl-
um sínum og stómm torgum þar
sem fólk kemur saman. Stigagang-
amir í húsunum em í þessum súlum
og engar svalir leyfðar á íbúðunum
til að draga íbúana út til að blanda
geði á skjólgóðu torginu. Áður en
farið verður nánar út í lýsingu á
þessu merkilega hverfí, sem orðið
er frægt um allan heim og jafn-
framt umdeilt, skulum við gera
ofurlitla grein fyrir borginni sem
það er hluti af.
Án fjölgunar engin
stækkun
Eftir að hafa í nokkra daga reik-
að um mjóar og snúnar götur gömlu
borginnar og gægst inn í húsagarð-
ana með einkahöllum frá 17. og
18. öld með sínu fínlega skrauti í
jám og stein, skoðað sigurboga og
fomar kirkjur og setið yfír kaffí-
bolla í nóvembersólinni á torgi
Antigonu og dáðst að þessari fram-
andi byggingarlist allt í kring, var
haldið upp á efstu hæð í nýja ráð-
húsinu til fundar við Raymond
Dugrand, háskólaprófessorinn í
landafræði, sem allt í einu hafði
dottið inn í pólitíkina með þau for-
réttindi í lífinu að fá að útfæra
kenningar sínar sem aðstoðarmaður
borgarstjórans. Þetta er hressilegur
maður. Á hans herðum hvílir upp-
byggingin í þessari ört vaxandi
borg, þar sem íbúatalan var um 40
þúsund 1951 eða um 100 þúsund
með úthverfunum, en er nú í árslok
1987 komin upp í 140 þúsund í
sjálfri borginni og 350 þúsund með
úthvefunum en 700 þúsund með
grenndarbæjunum, eins og hann
bendir á. Aukningin var hröðust á
ámnum 1954-1962, þegar Afríku-
Frakkamir streymdu eftir uppgjörið
Hvað á fornfræg mið-
aldaborg með saman-
þjöppuðum húsum við
mjóar, snúnar götur, 19
meiri háttar minnismerkj-
um og 19. aldar Óperut-
orgi íhringkjarna innan
borgarmúra að forskrift
biskupa á 12. öld, að gera
til að verða brúkleg
nútímaborg, þegar íbúa-
fjöldinn fimmfaldast á
fáum áratugum? Hvað þá
til að byggja upp húsnæði
og atvinnu fyrir framtíðina
f landbúnaðarhéraði, þar
sem vínræktin er sem
annar landbúnaður að
ganga sér til húðar sem
lífsafkoma fyrir nútímaþéttbýli.
Franska borgin Montpellier, sem
stendur 10 km frá strönd Miðjarðar-
hafsins, hefur ráðist í þetta viðfangs-
efni og er á góðri leið með að leysa
það með markvissri uppbyggingu og
skýrum markmiðum fyrir komandi
tíma. Það er þvífróðlegt að sjá hvern-
ig þar er verið að takast á við svo
gífurlegt verkefni, með
samblandi af íhaidssemi á
gömul menningarverð-
mæti og dirfsku við
nútíma uppbyggingu.
Hvort sem er í húsagerð,
þar sem einum af þekkt-
ustu arkitektum heims,
Spánverjanum Ricardo
Bofill, var m.a. fengið það
hlutverk að skipuleggja
og teikna stórt nútíma
íbúðahverfi, er teygir sig
beint út frá gamla Óperut-
orginu til að halda lífi f
gamla bænum um leið og
bílastæðin eru flutt undir
gömlu borgina svo henni
verði forðað frá eyðilegg-
ingu eða þá þegar verið er að búa i
haginn fyrir raftækniiðnaðinn og
líftækniiðnaðinn, sem borgarbúar
ætla að lifa á með þvf að flytja gamla
háskólann norður fyrir borgina og efla
hann með rúmgóðum rannsókna-
svæðum f beinum tengslum við stór
svæði iðnaðarfyrirtækja f þessum
greinum.
W-
Arkitektinn
Ricardo Bofílle.
að er vissulega stórkost-
legt að geta gengið úr
gamla miðbænum með
smáverslunum við 2 m
breiðar götur, yfír óperutorgið, sem
nú er göngu- og kaffíhúsatorg, og
beint í framhaldi í norður eftir
langri ræmu af grænu svæði eða
austur af því gegn um hið nýtísku-
lega þjónustuhverfi Poligone og svo
áfram niður eftir borgarhæðinni í
hið frumlega íbúðarhverfí Bofílls,
Antigone, með samfelldum húsum
í nútíma „grískum" stíl utan um
og til skjóls fyrir mikil steinsteypt
miðjutorg. Að vísu eru ekki allar
borgir svo heppnar að eiga enn á
20. öld aðgang að svo víðum völlum
út frá gamalli miðborg. En þar
hafði herinn haft bækistöðvar allt
frá dögum Lúðvíks 13. á 17. öld
og komið í 300 ár í veg fyrir að
borgin gæti teygt byggðina til aust-
urs. Þegar íbúafjöldinn var að
sprengja borgina utan af sér, hafði
fyrrverandi borgarstjóm ráðist í að
reisa út frá gamla aðaltorginu mik-
inn þjónustukjama með nýtísku
ráðhúsbyggingu og borgarskrif-
stofum, þriggja hæða verslunarmið-
stöð, sem nær langt niður í jörðina,
gnæð af neðajarðarbílastæðum.
glæsihóteli og margra hæða vel
búnu bókabúðarhúsi, sem snýr að
torginu með skyggðum glervegg.
Hverfíð nefndu þeir Polygone. Þeg-
ar svo meirihlutastjóm sosíalista
tók við borginni og þurfti að drífa
upp ný íbúðarhverfí undir forustu
hins djarfa borgarstjóra Georges
Freche, voru hervellimir í framhaldi
af því lagðir undir fbúðahverfí. Var
arkitektinum Ricardo Bofíll fengið
það verkefni að skapa þama nýstár-
legt hverfí á 40 hektara landi. Síðan
1980 er þar nú risið sérkennilegt
■ 2000 íbúða hverfí, þar af nokkur
hundruð láglaunaíbúðir borgarinn-
ar en líka dýrari söluíbúðir. Það
stendur neðar en gamla borgin á
hæðinni og leysir vandann að halda
íbúðabyggð og daglegri umferð í
miðborginni gömlu, án þess að
gömlu húsin þurfí að víkja. Á hinn
Professor Raymond Dugrand (sitjandi), með aðstoðarmanni sínum í'
skrifstofu sinni i ráðhúsinu.
Montpellier á auðvitað sinn Sigurboga, reistan 1691,og 19 meiri
háttar minnismerki innan borgarmúranna. í gegn um bogann má
greina styttu af Loðvik 14. og gosbrunnana i svonefndum Peyrou-
garði frá þeim tima.