Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988
25
Stórt skarð högg’við
eftirArndísi
Jónsdóttur
Undanfarið hefur nokkuð verið
ritað og rætt um skólamál og þá
ekki síst um grunnskólann. I
skýrslu, sem gerð var á vegum
OECD, komu fram athyglisverðar
athugasemdir um grunnskólann.
M.a. var þar bent á að verklegum
greinum væri ekki nóg sinnt. í frétt-
um af skoðanakönnun meðal kenn-
ara kemur fram að mikill hluti
þeirra telur að grunnskólalögin hafi
ekki reynst sem skyldi. Nú stendur
líka yfir endurskoðun þessara laga
og er það vel. Grunnskólalögin voru
um margt þörf og tímabær á sínum
tíma en flestir hlutir þurfa endur-
skoðunar við á breytingatímum.
Sú spuming leitar æ oftar á huga
minn, hvort grunnskólalögin séu
ekki of einstrengingsleg í áherslu
sinni á jöfnuð og jafnrétti. Getur
ekki ofstæki á þeim sviðum komið
niður á nemendum og gæðum skól-
ans? Síðastliðið sumar skrifaði Guð-
rún Helgadóttir, alþingismaður,
grein, sem hún nefndi „Jafnréttis-
ráð og handavinnukennslan". Ég
er Guðrúnu þakklát fyrir þessa
grein, því hún er skrifuð af þekk-
ingu og skilningi á vanda hand-
menntakennslu í grunnskólum nú
til dags.
Það er erfitt að fallast á rétt-
mæti þess að skerða gamalgróna
og hagnýta námsgrein eins og
handmennt um helming með laga-
boði. Þetta hefur nú samt víðast
hvar gerst með grunnskólalögun-
um. Þar er gert ráð fyrir að dreng-
ir og stúlkur fái sama námsefni í
handmennt. Greinin er þannig, að
ekki er hægt að kenna stórum
bekkjardeildum í einu. Þá er farið
að skipta bekkjunum í tvennt eftir
stafrófsröð og kennarinn verður að
kenna sama námsefnið tvisvar
sama veturinn og kemst því helm-
ingi skemur með nemenduma. Það
gleymdist að auka tímafjöldann í
greininni.
Hvaða afleiðingar hefur svo þessi
helmings niðurskurður? Arangurinn
hlýtur að verða að sama skapi
minni. Kennarinn situr uppi með
særðan metnað og ónotaða þekk-
Arndís Jónsdóttir
„Ef við viljum breyta
þjóðfélaginu gegnum
skólana, kostar það
aukið starf og fjár-
muni, en verður ekki
gert með eintómum til-
færsium milli náms-
greina.“
ingu. Þessi tiltekna námsgrein
reynist líka svo viðkvæm í fram-
kvæmd, að þegar þrýsta á öllum
til að læra það sama, verður ástand-
ið þannig að greinin leggst niður.
Á hveiju ári heyrum við nú auglýst
eftir handmenntakennurum víða
um land. Víða sér réttindalaust fólk
um handmenntakennsluna meðan
aðeins brot menntaðra hand-
menntakennara fæst við kennslu í
greininni. Þó að kennarar tali oft
um lág laun þá skipta starfsskilyrði
þeirra líka máli. Þeir vilja sjá ein-
hvern raunhæfan árangur af starfi
sínu.
Auðvitað erum við öll sammála
um að gefa skuli drengjum og stúlk-
um jöfn tækifæri til náms. Gaman
væri líka að eiga dætur sem kynnu
bæði að smíða borð og sauma, og
syni sem kynnu bæði að hefla og
hekla. Þessu takmarki verður ekki
bara náð með því að gera kennsl-
una í þessu öllu svo litla, að ekkert
sé hægt að læra að ráði. Í þessari
grein er líka erfitt að þvinga fólk
og þess vegna hlýtur að þurfa að
leysa þetta að einhveiju leyti með
vali. Eftir 20 ára kennsluferil í
grunnskóla, að mestu í handmennt,
tel ég að hér hafi orðið stórt slys.
Það er svo stórt slys að fyöldi kenn-
ara með góða sérmenntun hefur
orðið að yfirgefa það sem átti að
vera ævistarfið, og fjöldi nemenda
nær sáralitlum árangri í hand-
mennt. Við þetta allt hefur tilkostn-
aðurinn ekkert minnkað. Samdrátt-
urinn er fyrst og fremst á sviði
gæðanna, og þarna erum við að
tala um námsgrein, sem menntar
fólk m.a. til að eyða tómstundum
sínum á uppbyggilegan hátt. Þama
er því stórt skarð höggvið í al-
menna menntun í landinu.
Nú er mikið talað um að framtíð
þjóðarinnar ráðist af því hvernig til
tekst að mennta hana. Ekki ætla
ég að fara út í hvernig búið er að
öðrum námsgreinum í kerfinu núna
en þar mætti eflaust margt betur
fara. Við verðum líka alvarlega að
íhuga hvort okkur dugir þessi
skammi skólatími. Foreldrar hafa
mikið fyrir menntun barna sinna
og þjóðfélagið ver miklum fjármun-
um til hennar. Við þurfum öll að
vera á verði um að þessi fjárfesting
og fyrirhöfn skili sem mestum arði
í því, að bömin okkar verði sem
best fær um að bjarga sér og bregð-
ast við í framtíðinni. Öll hljótum
við að binda vonir við endurskoðun
grunnskólalaga, en í þeirri endur-
skoðun skiptir miklu máli að það
sé haft að leiðarljósi, að mennta-
kerfíð sé sveigjanlegt, án þess að
slakað sé á kröfum. Ef við viljum
breyta þjóðfélaginu gegnum skól-
ana, kostar það aukið starf og fjár-
muni, en verður ekki gert með ein-
tómum tilfærslum milli námsgreina.
Höfundur er kennari á Seifossi.
Gmkkiand
ÁRLEG MENNINGARFERÐ FARANDA
Viö heimsækjum vöggu vestrænnar menningar og
skoðum m.a. Aþenu og þar með Akrópólis,
véfréttina í Delfí, Ólympíu og eyjarnar Krít,
Santorini og Kios. Frá Kios verður farið í
eins dags ferð til Efesus á vesturströnd
Tyrklands. Brottför er 3. júní og fararstjórn
höndum Dr. Þórs Jakobssonar veðurfræðings.
Verð pr. mann í tvíbýli Kr. 95.000.-
SKEMMTISIGLING UM EYJAHAF
Erum með söluumboð í sumar fyrir
skemmtiferðaskip sem leggja af stað frá
hafnarborginni Pireus og sigla um Eyjahaf,
Miðjarðarhaf og Svartahaf. Fjölmörg lönd
verðalheimsótt. 3ja til 21 dags siglingar.
Brottfarir hvenær sem er í allt sumar.
Haiandi
Vesturgotu 5. Reykjavik simi 622420
Glæsileg karlmannaföt
margir litir.
Klassísk snið og snið fyrir yngri menn.
Verð kr. 5.500,-, 8.900,- og 9.900,-
Terylenebuxur kr. 1.195,-, 1.395,-, 1.595,- og
1.795,- teryl./ull/stretch.
Gallabuxur kr. 790,-, 850,- og 875,- sandþvegnar.
Flauelsbuxur kr. 795,-
Andrés,
Skólavörðustíg 22a,
sími 18250.
ROYAL
Bezti
eftirmaturinn
1/2 lítri köld mjólk
1 RÖYAL búðingspakki.
Hrœrið saman.
Tilbúið eftir 5 mínútur.
Súkkulaði karamellu
vanillu járðarberja
sítrónu.
Ljúffengir fiskréttir í hádeginu
fyrirþá, sem vilja njóta nceÖis
og rómaórar þjónustu.
jF'&rréttzr Verð
Fiskseyði m/rækjum og estragon Reykt keila m/eggjahræru Innbökuð grafin lúða m/hunangssósu Rjómalögð fiskisúpa Þorskhrogna Terrine Salatm/mat 395,- 674,- 770,- 395,- 565,- 125,-
.1 ðez/réttzr
Smjörsteiktur ufsi m/paprikusósu Reyktar þorskkinnar m/piparrótarsósu Grilluð lúða á grænmetissátu Langlúra m/skelfiskmauki og gráóostamauki Lambalundir m/mintsösu 723,- 535,- 769,- 646,- . 1280,-
Jf / t / r r é 11 z r
Blandaður is m/jarðarberjamauki 465,-
BERGSTAÐASTRÆTI37- SÍMI25700