Morgunblaðið - 08.03.1988, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988
37
ivinna
anEB
Eiður Guðnason
ópubandalagslöndin gerðu hefðu í
for með sér nýjar viðskiptahömlur í
Evrópu.
„Innan EFTA ættum við að leit-
ast við að gera samhliða aðgerðir
þeim, sem ákveðnar eru af aðild-
arríkjum EB. EFTA hefur lykilhlut-
verki að gegna á viðskiptasviðinu,
en einnig í samvinnu Norðurland-
anna ættum við að leitast við að
hafa áhrif á þróunina í Evrópu,"
sagði viðskiptaráðherra. í þessu
sambandi vildi hann sérstaklega
nefna afnám viðskiptahindrana sem
fælust í öðru en tollum en einnig
atriði er sneru að umhverfisvernd,
aðgerðir gegn mengun andrúmslofts
og sjávar og loks aukna neytenda-
vemd.
Að lokum vék viðskiptaráðherra
að samstarfsáætlun Norðurlandanna
i)otni Miðjarðarhafs:
rumkvæði
leilunnar
gensen
umræður um það í hversu miklum
mæli Norðurlandaráð eigi að vera
vettvangur umræðna um utanrík-
ismál.
í ræðu sinni í gær sagði Anker
Jergensen að átökin um herteknu
svæðin mættu ekki halda áfram
lengur. Ekki væru miklar líkur á því
að Simon Peres, forsætisráðherra
Davíð Oddsson
fara með vandmeðfarin mál eins
og þetta.
Eg hefði kosið, að Jónatan hefði
haft samband við mig eða með
öðrum hætti kynnt sér þessar frá-
sagnir, sem hann hefur haft eftir
jafnóáreiðanlegum heimildum eins
og reyndist í þessu falli, áður en
hann fór að leggja út af þeim.
í efnahagsmálum sem nú er í undir-
búningi. Sagði hann íslendinga vilja
leggja mikla áherslu á afnám við-
skiptahafta — ekki síst hvað varðar
verslun með fisk og fiskafurðir —
og á bættar samgöngur ríkjanna
þriggja sem byggðu vesturhluta
Norðurlanda og annarra Norður-
landaþjóða. Þetta kallaði á aukna
ijárfestingu í samgöngumannvirkj-
um innan ramma hinnar nýju norr-
ænu samstarfsáætlunar, sem ætti
að greiða okkur leið inn í framtíðina.
Sjónvarpsefni fyrir börn
Eiður Guðnason, formaður menn-
ingarmálanefndar Norðurlandaráðs,
sagði Norðurlöndin nú standa á mik-
ilvægum tímamótum í samvinnu á
sviði menningarmála. Lögð hefði
verið fram ráðherratillaga um sam-
starf á sviði menningarmála sem
hefði verið undirbúin að frumkvæði
menningarmálanefndarinnar. Eiður
sagðist binda miklar vonir við þær
breytingar sem væru ráðgerðar á
Norræna menningarmálasjóðnum en
ætlunin væri að auka framlög til
hans verulega. Þessi sjóður væri
mikilvægasta tækið sem Norðurl-
öndin hefðu til þess að styrkja ýmis
verkefni á menningarsviðinu. Hann
sagðist þó hafa efasemdir um þær
breytingar sem væru ráðgerðar á
Tónlistarverðlaunum Norðurlandar-
áðs en þær fela það m.a. í sér að
auk þess að verðlauna tónskáld verð-
ur hægt að verðlauna flytjendur tón-
verka. Hvatti Eiður menningarmála-
ráðherra til að hlýða vel á þá gagn-
rýni sem kynni að koma fram í
umræðum.
Eiður sagði menningarmálasam-
vinnuna hafa brugðist á einu sviði
en það væri í samvinnu á sviði út-
varps og sjónvarps. Þetta hefði leitt
til þess að enska hefði styrkst mjög
á Norðurlöndum og væri nú að verða
tungumál unglinga og unglinga-
menningarinnar. Sagði Eiður að
nauðsynlegt væri nú þegar að auka
samvinnu við framleiðslu á sjón-
varpsefni fyrir börn og unglinga.
Anker Jörgensen
ísraels, og Arafat, yfirmaður PLO,
myndu fallast á það að eiga sameig-
inlegar viðræður. Anker sagðist vilja
hvetja utanríkisráðherra Norður-
landanna til þess að íhuga hvort
ekki komi til greina að Norðurlöndin
myndu sameiginlega taka frum-
kvæðið að því að samningaviðræður
hæfust á ný. Hann taldi það líklegt
að bæði ísraelsmenn og Palestínu-
menn bæru það mikla virðingu fyrir
Norðurlöndunum að slíkt frumkvæði
gæti haft jákvæð áhrif. Mikið væri
rætt um að halda þyrfti alþjóðlega
ráðstefnu til að leysa vandamál
þessa heimshluta, en ekki væri hægt
að líta fram hjá því að valdataflið í
kringum slíka ráðstefnu gæti dregið
það á langinn að viðunandi lausn
fyndist og á meðan myndu átökin
halda áfram. Því þyrfti að koma til
norrænt frumkvæði.
Nokkrir þingmenn gerðu athuga-
semd við ræðu Ankers og töldu sum-
ir að þetta væri ekki vettvangurinn
til þess að ræða viðkvæm pólitísk
deilumál af þessu tagi. Það gæti
skaðað Norðurlandaráð. Þessu sjón-
armiði var aðallega haldið á lofti af
þingmönnum borgaralegu flokkanna
en vinstri menn tóku upp hanskann
fyrir Anker og sögðu það mikilvægt
að þingmenn mættu tjá sig um öll
mál.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir ÁSGEIR SVERRISSON
Þjóðernisvakning og
þverstæður „glasnost“
ÞJÓÐERNISRÓSTURNAR i Sovétríkjunum að undanförnu varpa
skýru ljósi á þverstæður í „glasnost“-stefnu Míkhails Gor-
batsjovs. Verði pukrið, leyndarhyggjan og sjálfsblekkingin sem
gegnsýrir stjórnkerfi kommúnista upprætt grefur það undan
sjálfskipuðu valdi flokksins til að ráðskast að vild með lif alþýðu
manna. Á hinn bóginn verður spillingu, stöðnun og skipulegum
blekkingum tæpast úthýst án þess að rætt sé á opinskáan hátt
um það sem úrskeiðis hefur farið í 70 ára sögu Sovétríkjanna.
Rósturnar i Azerbajdzhan og Armeníu eru hugsanlega tilkomnar
vegna rang- eða öllu heldur oftúlkunar á „glasnost“-stefnunni.
Almenningur hefur vaknað til vitundar um rétt sinn og fullyrða
sumir fréttaskýrendur að búast megi við frekara andófi viðs
vegar um Sovétríkin grípi ráðamenn i Kreml ekki þegar í stað
til aðgerða til að hefta þjóðernisvakninguna.
Andóf þjóðarbrota er engan
veginn áður óþekkt fyrir-
brigði í Sovétríkjunum. Menn
minnast ef til vill uppþota á
síðasta ári í Alma-Ata, höfuðborg
Kazakhstan, sem kostuðu einhver
mannslíf og mótmæla Krím-tat-
ara í Moskvu í ágústmánuði er
þeir kröfðust þess að fá að snúa
aftur til síns heima á Krímskaga.
Andófsmenn hafa og boðað til
mótmæla í Eystrasaltsríkjunum
þremur, sem Sovétmenn innlim-
uðu í krafti hervalds árið 1940,
til að leggja áherslu á kröfur sínar
um sjálfstæði og frelsi.
Mótmælin í Armeníu og Az-
erbajdzhan að undanfömu eiga
rætur sínar að rekja til ársins
1923. Það ár sviptu kommúnistar
Armena yfírráðum yfir landbún-
aðarhéraði einu, sem heitir því
óþjála nafni Nagomo-Karabakh,
og innlimuðu það í sovétlýðveldið
Azerbajdzhan. 120.000 Ármenar
búa í héraðinu og telja þeir sig
ofríki beitta. Mótmælin hófust er
stjómvöld höfnuðu þeirri kröfu
flokksmanna í Armeníu að hérað-
ið yrði að nýju fengið Armenum.
Fulltrúi miðstjórnarinnar vísaði
henni á bug með þeim orðum að
sameining þjónaði ekki „hags-
munum verkamanna í lýðveldun-
um tveimur". Boðað var til mót-
mæla og verkfalla og herma frétt-
ir að hundrað þúsunda manna
hafi tekið þátt í mótmælum í Jere-
van, höfuðborg Armeníu. Síðan
hafa borist fréttir af átökum Arm-
ena og Azerbajdzhana í borginni
Sumgajt í Nagorno-Karabakh-
héraði og mótmælum í borginni
Kirovabad, sem er þar skammt
frá. Sovéskir embættismenn hafa
staðfest að 33 hafí fallið í átökun-
um. Talsmenn Sovétstjómarinnar
hafa skýrt ffá því að upphafsmenn
mótmælanna hafi verið hand-
teknir en ekki látið upp hversu
margir þeir era. Hins vegar munu
„fámennir hópar skrílmenna",
eins og það heitir á máli sovéskra
embættismanna, enn halda uppi
andófí í Kirovobad.
Fjölmiðlar birtu ákall frá Gor-
batsjov Sovétleiðtoga þar sem
hann bað alþýðu manna í Arm-
eníu að sýna „samfélagslegan
þroska" og stillingu en menn
hundsuðu það í fyrstu. Þá var
gripið til þess gamalkunna ráðs
að heíja skipulega blekkingar-
herferð. Tass-fféttastofan birti
viðtal við verkamenn frá Armeníu
og Azerbajdzhan þar sem þeir
lýstu því hvemig þeir strituðu hlið
við hlið í nafni þess háleita og
helga markmiðs að uppfylla fram-
leiðsluáætlun verksmiðjunnar,
sem þeir starfa við í héraðinu
umdeilda Nagomo-Karabakh.
Enn á ný kom í ljós hvað „glasn-
ost“ ristir enn grannt í Sovétríkj-
unum. Mótmælunurh í Jerevan var
haldið vandlega leyndum með
þeim afleiðingum að sögusagnir
og ýkjufréttir fengu byr undir
báða vængi.
Síðan hefur róstumar lægt í
Jerevan enda mun Gorbatsjov
hafa heitið að taka mál þetta til
vinsamlegrar skoðunar. Áð sögn
sjónarvotta í Jerevan héldu mót-
mælendumir sumir hveijir á lofti
spjöldum þar sem lýst var yfir
stuðningi við umbótastefnu Gor-
batsjovs. Aðrir bára myndir af
honum um götur borgarinnar að
gömlum og góðum sovéskum sið.
Virðist þetta sýna að óánægjan
beinist ekki að Gorbatsjov sjálfum
heldur yfirþyrmandi valdi stjóm-
kerfísins og skriffínnanna, sem
aðalritarinn hefur sagt stríð á
hendur í nafni umbótastefnunnar
og kenningarinnar um nauðsyn
„glasnost".
Á Vesturlöndum á sú skoðun
nokkra fylgi að fagna að lýðræð-
isríkin geti lagt sitt af mörkum
til að treysta Gorbatsjov í sessi
og þannig stuðlað að áframhald-
andi þróun í umbóttaátt í Sov-
étríkjunum. Gorbatsjov er vissu-
lega stórmerkilegur leiðtogi og
má segja að alger umskipti hafí
orðið á samskiptum austurs og
vesturs frá því hann komst til
valda. Óttast menn eðlilega að
harðlínukommúnistum auðnist að
bijótast til valda verði Gorbatsjov
vikið frá. Þannig mun hafa ríkt
um það almenn samstaða á leið-
togafundi aðildarríkja Atlants-
hafsbandalagsins í síðustu viku
að „Gorbatsjov vilji í raun breyta
stjómarháttum í Sovétríkjunum,"
eins og Þorsteinn Pálsson forsæt-
isráðherra komst að orði í sam-
tali við blaðamann Morgunblaðs-
ins.
I þessu efni er meðalvegurinn
vandrataður. Fyrir leiðtogafund
NATO í Brassel lýsti Margaret
Thatcher, forsætisráðherra Bret-
lands, því yfír að tími væri kom-
inn til að bregðast af afli við áróð-
ursherferð Sovétmanna á Vestur-
löndum. Hins vegar brá svo við á
blaðamannafundi sem boðað var
til í Brassel að Thatcher bar sig
saman við Gorbatsjov og sagði
þau eiga það sameiginlegt að vera
bæði umbótasinnar, sem mætt
hefðu mótspymu á heimavelli en
færa að lokum með sigur af hólmi.
Full þörf virðist á því að freista
þess að skilgreina nánar á hvaða
„punkti" sjálfsagður og eðilegur
stuðningur við Gorbatsjov og
stefnu hans snýst upp í andhverfu
sína og verður til þess að styrkja
stöðu Kremlvetja í áróðursstríð-
inu.
Ef til vill þarf Gorbatsjov nú
að skilgreina nánar umbótastefn-
una og „glasnost" bæði fyrir sjálf- ■
um sér og almenningi eystra.
Hvar liggja takmörk umbóta og
umræðu? Freistandi svar virðist
vera að mörkin liggi þar sem mið-
stýringu og alræði flokksins er á
einhvern hátt ógnað. Þá vaknar
sú spuming hvort Gorbatsjov hafí
raun tekist að breyta nokkra
umfram það að hafa vakið þegna
sína til umhugsunar um hið dap-
urlega ástand sem ríkir í innanrík-
ismálum Sovétríkjanna.
Gorbatsjov er nú vandi á hönd-
um. Svo virðist sem hann eigi um
tvo kosti að velja og báða slæma.
Beiji hann mótmæli Armena niður
fellur blettur á umbótaímyndina
í Sovétríkjunum og ekki síst á
Vesturlöndum. Gangi hann hins
vegar á einhvem hátt til móts við
kröfúr Armena má búast við því
að þjóðarbrot víðs vegar um Sov-
étríkin rísi upp með ófyrirsjáan-
legum afleiðingum ekki síst fyrir
Gorbatsjov sjálfan og umbóta-
stefnu hans.
Mynd þessa af mótmælum á Lenín-torgi í Jerevan, höfuðborg
Armeniu, tók finnskur ferðamaður í endaðan febrúar.