Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988 Jómfrúræða Kolbrúnar Jónsdóttur: Reykjanesbrautin verði tvöfölduð Hér fer á eftir jómfrúræða Kol- brúnar . Jónsdóttur (B/Rn): Herra forseti. Fyrir hönd þingmanna Borgara- flokksins í Reykjaneskjördæmi mæli ég hér fyrir tillögu til þingsályktun- ar um að tvöfalda Reykjanesbraut- - ina frá Hafnarfirði að Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Tillagan er svohljóð- andi með leyfi hæstvirts forseta: „Alþingi ályktar að fela sam- gönguráðherra að láta hefja nú þeg- ar undirbúning að tvöföldun Reykja- nesbrautar frá Hafnarfirði að flug- stöð Leifs Eiríkssonar. Skal geit ráð fyrir því, að byggð verði önnur ak- braut við hliðina á hinni gömlu, þannig að fullkomin hraðbraut með algerlega aðskildum akstursstefn- um og tveimur akreinum í hvora átt tengi saman þessa tvo staði. Stefnt skal að því að ljúka verkinu fyrir árslok 1990. Þetta verkefni verði tekið út úr vegaáætlun og meðhöndlað sem sjálfstætt verkefpi óháð langtímaáætlun um vegagerð. Leitað verði leiða til þess að afla flár til verksins utan vegaáætlunar." Reykjanesbrautin milli Hafnar- fjarðar og Reykjavíkur er fyrsti vegakafli þjóðvegakerfisins á ís- landi með bundnu slitlagi. Lagning vegarins á árunum 1963—65 mark- aði tímamót í sögu vegagerðar á íslandi. Ekki mátti draga það öllu lengur að leggja fullkominn veg milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkur. Þegar fyrir 20 árum var v umferðin á milli Suðumesja og höf- uðborgarsvæðisins orðin svo mikil, að malarvegurinn gamli var að þrot- um kominn. Með tilkomu nýja veg- arins varð mikil breyting til batnað- ar og stórt skref stigið til að bæta samgöngur við Suðurnes. Flutningsgeta jókst gífurlega og öll umferð bíla milli Suðumesja og höfuðborgarsvæðisins varð miklu greiðfærari. Þetta olli straumhvörf- um í öllum samskiptum milli íbúa þessara svæða og átti sinn þátt í því að efla atvinnulíf á Suðurnesj- um. Um svipað leyti og nýi vegurinn var tekinn í notkun var öllu milli- landaflugi beint til Keflavíkurflug- vallar. Hafa allir flugfarþegar, sem koma og fara frá Islandi, átt leið sína um Reykjanesbrautina allar götur síðan. Reykjanesbrautin er því þjóðvegur allra landsmanna. Umferð um Reykjanesbrautina hefur farið stöðugt vaxandi, bæði fólksflutningar og vöruflutningar. Mikil aukning hefur orðið á far- þegaflugi til og frá landinu, en nær allir flugfarþegar í millilandaflugi fara um Reykjanesbraut fram og til baka. Þá hefur einnig orðið mik- il aukning á vöruflutningum með flugvélum til og frá landinu um Keflavíkurflugvöll. Á árunum 1982 til 1987 vom lendingar flugvéla á Keflavíkurflug- velli og fjöldi aðkomu- og brott- fararfarþega sem hér segir: Ár Lend- Farþ. frá Farþ. til ingar landi lands 1982 3580 150.887 152.411 1983 3269 145.557 144.628 1984 3460 165.276 168.470 1985 4045 182.393 183.469 1986 4337 213.254 211.539 1987 5377 265.254 260.192 Athyglisverð er hin mikla aukn- ing á flugumferð, sem verður milli áranna 1986 og 1987, nærri 25%, og má þar greina áhrif af tilkomu nýju flugstöðvarinnar. Á seinni ámm hefur komið til vaxandi samstarf atvinnufyrirtækja á Suðurnesjum og á höfuðborgar- svæðinu, sem hefur haft í för með sér aukna umferð. Bættar samgöng- ur em höfuðforsenda þess að tengja atvinnulíf þessara tveggja lands- svæða saman, þannig að Suðurnesin og höfuðborgarsvæðið geti mnnið saman í eitt og hið sama atvinnu- svæði. Þetta skiptir höfuðmáli í sambandi við byggðaþróun á Suður- nesjum og möguleika til þess að nýta til fullnustu þá kosti, sem hin nýja Flugstöð Leifs Eiríkssonar hef- ur upp á að bjóða. Hefur verið talað um tollftjáls atvinnusvæði í nám- unda við flugstöðina og eins um byggingu miðstöðvar fyrir erlend viðskipti. Atvinnulíf hefur átt erfitt uppdráttar seinni árin á Suðurnesj- um. Mikill samdráttur hefur verið í útgerð og iðnaður og verzlun ekki styrkzt að sama skapi. Tvöföldun Reykjanesbrautarinnar myndi gjör- breyta allri aðstöðu fyrir Suður- nesjamenn og næg réttlæting fyrir því að hraða þessari framkvæmd. Reykjanesbrautin í núverandi mynd fullnægir hvergi nærri þeim kröfum, sem nú verður að gera til höfuðsamgönguæðar milli Suður- nesja og höfuðborgarsvæðisins. Með vaxandi umferð hefur umferðarslys- um farið fjölgandi. Akstursskilyrði á Reykjanesbrautinni eru oft mjög slæm. I rigningu og þoku eru um- ferðaróhöpp tíð. Á vetuma myndast oft mikil hálka á örfáum mínútum. Umferðarslys orsakast þá af fra- múrakstri og útafakstri vegna þess, að vegurinn er með umferð í báðar áttir. Allra síðustu árin hefur mikil fjölgun bifreiða landsmanna sett sinn svip á umferðina um Reykja- nesbraut. Umferðaröryggi hefur minnkað og slysum fjölgað. Reykja- nesbrautin er nú að verða einn hættulegasti vegarkafli landsins. I töflu 1 í greinargerð með þings- ályktunartillögunni er yfirlit yfir þróun umferðar og slysatíðni á Reykjanesbraut frá því að hún var tekin í notkun í núverandi mynd. Tafla 1. Umferð og slys á Reykjanesbraut Ár MDU ÁDU SDU Slys á ári 1965 1340 1966 1530 1967 1500 1968 1540 1969 1630 1975 2820 3220 1976 3310 1977 3250 3540 1978 3240 3710 1979 3240 3460 1980 3120 3530 1981 3130 3550 1982 4000 3070 3590 90 1983 3900 3010 3670 110 1984 4100 3180 3930 107 1985 5300 3610 4170 100 1986 5400 3660 4310 124 1987 7802 4663 5428 150 (áætl.) Þar kemur fram, að umferð á Reykjanesbraut fer greinilega ört vaxandi eftir nokkra stöðnun á ár- unum 1978—82. Það er stutt í það, að mesta sólarhringsumferð um brautina verði 8000 bílar, en það er einmitt sú viðmiðun, sem er höfð til þess að ákveða hvenær þar er nauðsynlegt að aðskilja aksturs- stefnur, það er hafa tvær aðskildar brautir. Fyrir 20 árum var orðið nauðsynlegt að leggja veg með bundnu slitlagi milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Nú er orðið nauðsyn- Kolbrún Jónsdóttir legt að huga að lagningu full- kominnar hraðbrautar með aðskild- um akstursstefnum. Hið fyrsta þarf að hefja undirbúning að þeirri fram- kvæmd að fullgera aðra vegbraut og gera nauðsynleg umferðarmann- virki, þannig að nýja flugstöðin við Keflavík og höfuðborgarsvæðið tengist með hraðbraut samkvæmt beztu erlendu fyrirmyndum. Hrað- braut, sem þolir mikla umferð og aksturshraða við hagstæð skilyrði. Það skref, sem yrði stigið með því að tvöfalda Reykjanesbrautina, er ekki endanlegt. Gera verður ráð fyrir því, að stórauknar samgöngur og vöruflutningar um flugstöð Leifs Eiríkssonar muni eflaust áður en langt um líður kalla á enn fullkomn- ari samgöngur. Hugsanlega eigum við eftir að sjá hraðlest á eintein- ungi fara á milli flugstöðvarinnar og höfuðborgarsvæðisins á 10—20 mínútum. Samkvæmt upplýsingum Vega- gerðar ríkisins er talið, að lagning nýrrar akbrautar við hliðina á hinni gömlu með nauðsynlegum lagfær- ingum og ráðstöfunum vegna flokk- unar vegarins sem hraðbrautar kosti um 1 milljarð króna. Þetta kann mörgum að virðast vera miklir fjár- munir og meiri þörf fyrir þá annars staðar. Það er þó athyglisvert, að hér er um nokkum veginn sömu fjárhæð að ræða og hvarf vegna umframkostnaðar við byggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Ur- tölumennimir munu að sjálfsögðu finna þessari tillögu allt til foráttu og telja, að ekki sé þörf fyrir tvöföld- un Reykjanesbrautar í bráð. Þeir, sem voru á ferðinni milli Keflavíkur og Reykjavíkur síðla dags síðastlið- inn sunnudag, í súld og blautu veðri, eru áreiðanlega ekki sama sinnis. Má segja, að bílalestin á leið- inni til Reykjavíkur hafi verið sam- felld alla leiðina frá Keflavík. Flutningsmenn leggja áherzlu á það, að leitað sé leiða til þess að íjármagna þetta verkefni án þess að ganga á annars takmarkað fé til vegagerðar. Sjálfsagt er að bjóða þetta verkefni út til stórra verktaka- fyrirtækja og láta þau koma með tillögur um fjármögnun. Þá má varpa þeirri spurningu fram hvort hér sé ekki um framkvæmd að ræða, sem snertir öryggismál íslendinga. Herra forseti, ég hef lokið máli mínu. í umræðum um tillöguna kom fram í máli Júlíusar Sólnes, sem er annar flutningsmaður hennar, að sjálf tvöföldun akvegarins muni kosta um 600 milljónir króna. Lýs- ing með allri brautinni mun kosta um 170—200 milljónir, en nauðsyn- leg umferðarmannvirki, svo sem afreinar og aðreinar og óháð gatna- mót í samræmi við flokkun vegarins sem hraðbrautar, muni kosta um 180—200 milljónir króna. Að áliti sérfræðinga Vegagerðar ríkisins er ekki óhugsandi, að fyrsti áfangi, þ.e. tvöföldun vegarins, gæti fengizt fyrir um 400 milljónir í frjálsu út- boði meðal stórra verktakafyrir- tækja. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ í SUNDAHÖFN Opið allan daginn! Þjónustumiðstöð og vöruatgreiðslur Eimskips í Sundahöfn er nú opnar samfelltá virkum dögum, einnig í matar- og kaffitímum. Við treystum því að þessi tilhögun henti sem flestum betur og erum sem fyrr reiðubúin að greiða fljótt og vel úr þínum málum í vöruafgreiðslunni. EIMSKIP SHARP GEISLASPILARAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.