Morgunblaðið - 08.03.1988, Page 51

Morgunblaðið - 08.03.1988, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988 51 Aðalfundur sjálfstæðis- félags Mos- fellinga Mosfellsbæ. AÐALFUNDUR sjálfstæðisfé- lags Mosfellinga var haldinn í Hlégarði í Mosfellsbæ mánudag- inn 29. febrúar sl. Fundurinn var vel sóttur en gestir funndarins voru þeir Ámi Johnsen alþingis- maður og Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi ásamt Salóme Þorkelsdóttur. Svala Árnadóttir formaður fé- lagsins setti fund og kvaddi til fund- arstjóra Þröst Lýðsson en til að rita fundargerð Guðmund Jónsson á Reykjum. Formaðurinn flutti ítarlega skýrslu um starfsemina og bar þar margt á góma en mikið af starfsem- inni snerist í kringum kosningarnar á sl. ári. Þá hefír félagið fest kaup á félagsheimili í verslunarhúsi Ing-' ólfs Ámasonar við Urðarholt og greitt sinn hlut, rúmlega 700 þús- und krónur en húsnæðið verður afhent fokhelt. Formaður fór viðurkenningar- orðum um gjaldkera félagsins, Jón Zimsen, en hann hefir haldið vel á fjármálum og verið ötull að afla flár til starfsins. Hann las og skýrði ársreikninga en niðurstaða á rekstr- arreikningi var rúmlega 300 þúsund krónur og nettóhagnaður 35 þús- und krónur. Á fundinum urðu umræður um starfsemina og þar töluðu þau Salóme Þorkelsdóttir, Þórarinn Jónsson, formaður fulltrúaráðsins og Knútur Óskarsson. Voru for- manni og stjóm þökkuð störfin í þágu sjálfstæðismanna í héraðinu og rífandi starfsemi á árinu. Að lokum voru kosnir sjö menn í stjóm og er Svala áfram formaður. Þá voru kosnir sex menn í kjördæmis- ráð og sex til vara og að lokum 36 menn í fulltrúaráð. Að loknum venjulegum aðalfund- arstörfum ávörpuðu gestimir fund- inn og komu víða við en að lokum urðu umræður um mál þeirra Sigur- geirs og Árna. Fundur stóð fram yfir miðnætti. - J.M.G. UÓ6S0ÐN^S^ VERUM Á VERÐI GERUM VERÐSAMANBURÐ Undanfarnar vikur hefur VERÐLAGSSTOFNUN framkvæmt verðlagskannanir reglulega. Þessar kannanir geta neytendur hagnýtt sér til að efla eigið verðskyn. Skattkerfisbreytingin og tollalækkanir sem komu til framkvæmda um síðustu áramót hafa áhrif á verðlag í landinu. Vissuð þið til að mynda að fjölmargar vörur eiga að lækka í verði vegna tollalækkana? Til að þessar lækkanir skili sér til neytenda er nauðsynlegt að vera á verði. Dæmin sýna að ef verðskyn og verðlagseftirlit almennings slævist, skirrast verslanir við að lækka vöruverð til samræmis við kostnaðarlækkanir. Það er kominn tími til að landsmenn kanni vöruverð í sama mæli og nágrannaþjóðir okkar. Slíkt skapar ekki aðeins aðhald, heldur stuðlar það einnig að samkeppni milli verslana. - Betra verð- skyn er leið til betri kjara. Nú þegar viðamiklar breytingar ganga yfir þjóðfélagið er það grundvallaratriði að hafa augun hjá sér við öll innkaup, hvort sem um er að ræða fiskflök, kveikjulok eða steypu. Besta tryggingin fyrir lágu vöruverði er hið vakandi auga neytandans. Verum á verði - gerum verðsamanburð. VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ Leiðin að hjartanu Það eru nú skiptar skoðanir á því hvort hún er í gegnum magann ■ En við tökum enga áhœttu og vöndum mjög til matarins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.