Morgunblaðið - 08.03.1988, Side 55

Morgunblaðið - 08.03.1988, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988 55 að koma í veg fyrir allan misskiln- ing þá játa ég það strax að sagan er ósönn. En eins og er gæti þetta skeð eða svipað dæmi komið upp. Þessi inngangur minn er ekki rit- aður með það fyrir augum að setja mig á stall með rithöfundum og sögusmiðum. Enda er skáldverkið ekki í þeim gæðaflokki. Það sem fyrir mér vakir er að reyna að vekja fólk, og þá helst stjómendur landsins, til umhugsunar um mál sem er sjómönnum og fj'ölskyldum þeirra hugleikið. Þ.e. að fá stærri og hæfari björgunarþyrlu til starfa innan Landhelgisgæslunnar. Eins og fram kemur í sögunni að fram- an er þyrla sú, sem notuð er nú, bæði of lítil og á hana vantar afís- unarbúnað. Það hlýtur að teljast heimskulegt að í landi, sem kennt er við ís, sé björgunarþyrlan án afísunarbúnaðar. Ekki veit ég hvemig veðurfar ríkir hjá þeim sem telja þetta í lagi en ég veit þó að varla er það svipað og það veður- far sem ég hef alist upp við. Þyrla sú er þyrfti að kaupa er dýr og gæti ég trúað að það sé sú ástæða sem stendur í vegi fyrir að hún sé keypt. Á meðan byggð em lista- söfn, flugstöð og aðrar stórbygg- ingar þar sem kostnaðurinn fer langt fram úr áætlun, em þeir sem mestan þátt eiga í verðmætasköp- un landsins látnir sitja á hakanum. Við hljótum að vera rík þjóð að geta dritað niður rándýmm bygg- ingum þar sem meira kapp er lagt á sýndarmennsku en gæði. Ekki má einu sinni minnast á að auka öryggi sjómanna ef það gæti kost- að ríkið pening. Þegar Listasafn íslands var opnað, ekki alls fyrir löngu, hélt ónefndur ráðherra ræðu og í henni kom hann inn á hvað kostnaður hefði farið fram úr áætl- un. Sagðist hann blása á þær óánægjuraddir sem gagnrýndu þennan aukakostnað. Eg hvet hann bara og þá sem hugsa svipað að blása varlega því að of mikill útblástur getur valdið yfírliði og þá er ekki víst að þjóðin hjálpi ykkur á fætur aftur. Það getur svo sem vel verið að okkur hafí bráð- vantað Listasafn, nýja flugstöð og fleira sem verið er að byggja í tjömum og annars staðar. En ég er viss um að ef þeir sem ákveða hvað sé byggt og í hvað peningam- ir fara fæm út á meðal þeirra sem kusu þá, heimsæktu t.d. þau hundmð einstaklinga sem eiga feð- ur, syni og bræður úti á hafinu og spyrðu hvort peningamir ættu frekar að fara í björgunarþyrlu eða eitthvað menningarlegt þá er ég hræddur um að menningin fengi að bíða síns tíma. Þeir sem við kjósum verða að gera sér grein fýrir raunvemlegum þörfum okk- ar. Oryggismál sjómanna og þjóð- arinnar allrar verða að vega þyngra en sú glansmynd sem reynt er að dáleiða okkur með. Jú, menn- ing, listir og fagrar byggingar em góðir hlutir en lífga engan og koma ekki í stað látinna ástvina. Stærri og hæfari þyrla til björgunarstarfa er þá viturlegri kostur. Þyrla sú er kæmi hvað best til greina kostar 800 milljónir, stór tala ekki satt? Þetta er þó ekki nema 300 milljónum meira en sá aukakostnaður sem varð við bygg- ingu Leifsstöðvar. Það þarf þyrlu með fullkominn afísunarbúnað og a.m.k 800 sjómílna flugþol og rúm fyrir 24 farþega auk áhafnar. í kringum landið sigla bátar og skip með frá 2—25 manna áhafnir. Þrátt fyrir að við eigum frábæra þyrluflugmenn kæmi það að litlum notum ef t.d. frystitogari færist úti á Ballarhafí með 20 manna áhöfn. Ég held að þingheimur ætti að íhuga þetta mál og helst fram- kvæma strax. Það hafa of margar konur orðið ekkjur og mörg böm föðurlaus vegna sjóslysa. Þyrlan kæmi ekki í veg fyrir sjósiys og dauða á hafínu en hún gæti orðið til þess að fækka þeim og færa fjölskyldum ástvini heim sem kannski ættu aldrei möguleika eins og málin eru í dag. Það gæti orðið erfitt fyrir stjómendur landsins að réttlæta þessa tregðu sem virðist hijá þá í þessum málum. Vonandi tekst mér með grein þessari að vekja einhvern til umhugsunar sem tekur málin í sínar hendur. Með því að kaupa betri þyrlu yrði bætt við einum þætti í líftaug sjómanna og ekki veitir af, því að þessi líftaug er ekki alltof traust. Það má vera að þeim sem sitja alla daga öruggir í leðurklæddum hægindastól sé erfitt að gera sér grein fýrir þeim aðstæðum sem oft ríkja í starfi sjómanna. Þ.ví tel ég að þeir sem gætu haft áhrif í þessu máli ættu að ræða við þá sem hafa vit og reynslu í þessum mál- um. Kannski finnst einhveijum ég ekki rétti maðurinn til að deila um þessi mál á opinberum vettvangi og kannski er það rétt. En ég er sjómannssonur og hefi eins og mörg önnur sjómannsbörn átt and- vökunætur þegar veður hafa verið válynd. Ekki ætla ég að halda fram að ég komi til með að sofa betur þó ég viti af stærri þyrlu á sveimi yfír hafínu. En ég veit að fjölskyld- ur þeirra sem yrði bjargað um borð í þessa þyrlu ættu auðveldara með að sofna en ef þær vissu af ástvinum sínum í votri gröf, gröf sem ekki skilar svo glatt til baka. Höfundur er nemi í Fiskvinnslu- skólanum. MEGRUN ÁN M I HI Þúsundir íslendinga og milljónir um allan heim hafa nú sannreynt gildi FIRMALOSS grenningar- duftsins í baráttunni við aukakílóin. FIRMALOSS GRENNINGARDUFTIÐ - eðlileg leið til megrunar - Með FIRMALOSS getur þú haldið þér grannri/ grönnum án gremju. Spyrjir þú þá sem reynt hafa, færðu staðfestingu. Og haldgóða sögu gefur FIRMA- LOSS grenningarfæðið sjálft þegar þú reynir það. FÆST l' APÓTEKINU 0G BETRISTÓRMÖRKUÐUM Nóatúni 17-Sími 19900 Póstverslun - Sími 30001 CHARADE > ■ . , n^ifRlMBCiii 'frfl 'TiTI' DAIHATSU CHARADE ÁGAMLA VERÐINU FRÁ KR. 399.900.- NOKKRIR BÍLAR TIL AFGREIÐSLU STRAX DAIHA TSUUMBOÐIÐ, Ármúla 23, símar 685870 -681733.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.