Morgunblaðið - 08.03.1988, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 08.03.1988, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988 Reykjavíkur. Lengst af bjó hún í eigin íbúð á Hagamel 38, þar sem hún hélt heimili með Asu dóttur sinni og syni hennar Róbert, sem varð sólargeislinn í lífi ömmu sinnar. Það að geta haldið heimili með dóttur sinni og dóttursyni var henni afar mikils virði og gaf henni ómetanlega lífsfyllingu á efri árum. Við tengdadætur hennar, sem þessar línur ritum, getum með sanni sagt að aldrei hafi borið skugga á samband okkar við elskulega tengdamóður. Hún sýndi okkur vin- áttu og kærleika, án allrar eigin- girni, sem margur mætti læra af. Sigríður var trygg sínum vinum og okkur er ekki kunnugt um að hún hafí átt sér nokkurn óvildarmann. Enda lagði hún aldrei illt orð til neins. Okkur kom hún fyrir sjónir sem ótrúlega sterkur og heilsteyptur persónuleiki. Það var fátt sem gat haggað hugarró hennar. Jafnaðar- geð og dagfarsprýði var hennar að- alsmerki. Hún var hljóðlát og hæg jafnt í gleði sem sorg. Hún bar með sér einstakan frið og ró, sem gott var að fá að njóta með henni. I öllu sínu lítillæti var hún tignarlegur persónuleiki, em geislaði af einurð, festu og umfram allt góðmennsku. Hún var kona þeirrar kynslóðar sem þekkti af eigin raun þá hörðu lífsbar- áttu, sem unga fólkið í dag veit varla að var til. Hún gaf allt og ætlaðist ekki til neins í staðinn. Fýrir 7 árum kenndi hún fyrst þess meins, sem átti eftir að leggja hana að velli. Sl. 5 ár hefur hún legið rúmföst, lengst af á deild B-5 á Borgarspítalanum, þar sem hún naut góðrar umönnunar, sem hér er þökkuð. Það er erfítt að missa heilsuna og þurfa að vera alfarið upp á aðra komin. Fyrir dugmikla konu eins og Sigríði var það vissulega sársauka- fullt að geta ekki lengur séð um sig sjálf. En hún tók þessu, sem öðru, með æðruleysi og ró. Góð og merk kona er gengin. I hjörtum þeirra sem nutu samvistar við hana er tómarúm og hún er kvödd með tregafullum söknuði. Við þökkum henni samfylgdina og ómetanleg kynni. Bænir okkar munu fylgja henni yfír fljótið mikla að ströndinni hinum megin, þar sem ríkir eilíft vor, birta og friður. Ólöf Brandsdóttir, Kristín Eiríksdóttir, Margrét S. Einarsdóttir. Það er bjart yfir þeim minningum, sem hugurinn geymir, um tengda- móður mína, Sigríði Guðmundsdótt- ur frá Stóru-Völlum í Landsveit. Hún var fyrir stuttu flutt til Reykjavíkur þegar okkar kynni hófust og átti heima á Sogabletti 4. Ég minnist þess alltaf, hvað mér fannst hún glæsileg kona. Hún tók mér strax með hlýhug og sýndi áhuga á því sem ég var að fást við, ungur maður- inn. Sigríður hafði mikið jafnaðargeð. Það var mjög notalegt að heimsækja hana, en lengst af átti hún heima á Hagamel 38 og bjó þar með Ásu dóttur sinni. Aldrei hallmælti Sigríð- ur nokkrum manni, en var fús til að gefa holl ráð, ef til hennar var leitað. Hún hafði mjög gaman af að minnast og segja frá búskaparárun- um í Landsveit, en hún fæddist á Stóru-Völlum 9.ágúst árið 1900. Hún var dóttir hjónanna Sigríðar Sæmundsdóttur frá Fossi á Rangár- völlum og Guðjóns Þorbergssonar, sem fæddist í Þúfu í Landsveit. Þann 9. júní 1923 giftist hún Páli Jónssyni frá Ægissíðu og bjuggu þau á Stóru-Völlum ásamt foreldrum Sigríðar. Þau hjón eignuð- ust 12 börn, dugleg og mannvænleg. Oft hefur verið langur vinnudagur- inn hjá móðurinni og ekki síst vegna þess að þau bjuggu frumstæðum búskap. Á móti hefur komið mikið líf og fjör, þar sem bömin voru, og gamalt máltæki segir: „Þröngt mega sáttir sitja.“ Árið 1943, þann 29. október, an- daðist Páll. Hann var listhneigður maður og málaði t.d. Drottinn blessi heimilið og Kötlugosið 1918. Eftir lát hans bjó Sigríður ein með börnum sínum, þar til hún flutti til Reykjavíkur árið 1952. Mikið hefur verið unnið og mikið hefur verið framkvæmt á Stóru- Völlum á þessum árum, en ég held að Sigríður hafí ekki kunnað illa við sig í Reykjavík, enda flest börnin hennar búsett þar. Það var gaman á hátíðarstundum að vera með henni. Ég minnist ferðar austur að Laugar- vatni, sem hún fór með okkur Rúnu, eftir að við eignuðumst bíl. Sigríður missti næstelsta bam sitt, Jón, árið 1958. Hún bar ekki tilfinningar sínar á torg, en auðvitað hefur það verið henni þungbært. Það skildi ég ekki fullkomlega sjálfur fyrr en við hjónin urðum sjálf fyrir þessari reynslu. Ég þakka tengdamóður minni fyr- ir samfylgdina og kveð hana með þakklæti og virðingu. Sigurður V. Gunnarsson 5^ QIANT ■size mm | m duraflame e lh mueioa-BunNS 3 houhs in colors ---— MESTSELÐI ARINKUBBURINN í BANDARÍKJUNUM Einkaumboð BRII _ Ármúla 23, simar 685870 og 681 Ált þú spariskírteini ríkissjóðs sem eru innleysanleg o núna. Það er þinn hagur að ríkis- sjóður ávaxti sparifé þitt áfram á öruggan og arðbæran hátt. Verðtryggð spariskírteinl og gengistryggð spariskírteini til sölu núna: Um þessar mundir stendur yfir inn- lausn á nokkrum eldri flokkum spariskírteina ríkissjóðs. Ávöxtun Ný spariskírteini ríkissjóðs sem nú eru til sölu eru að fullu verðtryggð og bera auk þess vexti á bilinu 7,2% til 8,5%. Lánstíminn er 2 til 10 ár. Innlcysanlegir flokkar spariskirtcina, janúar - júní 1988 l-'lokkur Gjalddagi Meðaltals- vcxtir í % Innlausnarvcrð l.l.pr. 100 nýkróna nafnvcrð 1975-lA Lokainnlausn 5.0 22.062.84 1975-2 Lokainnlau.sn 5,0 22.24360 1975-1 10. jan. 4,0 10.537.50 1975-2 25. jan. 4,0 7.950.54 1976-1 10. mars 4,0 7.57360 1976-2 25. jan. 5,5 5.852.28 1977-1 25. mars 5,5 5.462.13 1978-1 25. mars 3.5 3.703.39 1979-1 25. fcb. 3,5 2.448.69 1980-1 15. apríl 3,5 1.338.78 1981-1 25. jan. 3,2 1.06363 1982-1 1. mars 3,53 594.23 1985-1 1. mars 3,53 345.25 1985-2 1. maí 4,16 263.98 1984-1 1. fcb. 5,08 24386 1984-2 10. mars 8.0 24345 1984-3 12. maí 8,0 247.24 1985-lA 10. jan. 7,0 232.95 Nú átt þú kost á spariskírteinum ríkissjóðs sem bera hærri vexti en þau skírteini sem nú eru inn- leysanleg. Hafðu það í huga ef þú átt skírteini sem eru innlevsanleg Flokkur Eánstími Ávöxtun Gjalddagi l.fl. D 2 ár 8,5% 1. feb. ’90 1. fl. D 3 ár 8,5% 1. feb. ’91 l.fl.A 6/10 ár 7,2% 1. feb. '94-98 1-SDR 3 ár 8,3% ll.Jan.-91- 10. júlí ’91 1-ECU 3 ár 8,3% 11. jan. ’91- 10. júlí ’91 Öryggi Að baki spariskírteinum ríkissjóðs stendur öll þjóðin. Þau eru því ein öruggasta fjárfestingin sem þú átt völ á í dag. Ríkissjóður tryggir að vextir á þeim lækki ekki á lánstím- anum. Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðlabanka íslands og hjá löggilt- um verðbréfasölum, sem m.a. eru viðskiptabankarnir, ýmsir spari- sjóðir, pósthús um land allt og aðr- ir verðbréfamiðlarar. Einnig er hægt að panta spariskírteinin í síma 91-699863, greiða með C-gíróseðli og-fá þau síðan send í ábyrgðarpósti. Láttu ríkissjóð ávaxta sparifé þitt áfram á enn betri kjörum Spariskírteini ríkissjóðs eru tekju- og eignaskattsfrjáls eins og sparifé í bönkum og bera auk þess ekkert stimpilgjald. Þau eru arðbær ávöxt- unarleið fyrir einstaklinga jafnt sem fyrirtæki. RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.