Morgunblaðið - 08.03.1988, Page 69
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988
„Átti ekki von á
því að vinna“
- segir Martha Jörundsdóttir
fsafirði.
„ÞETTA var alveg æðislega
gaman,“ sagði Martha Jörunds-
dóttir, 18 ára menntaskólanemi,
sem kjörin var Ungfrú Vestfirðir
á Uppsölum á laugardaginn. „Ég
átti alls ekki von á að vinna en
auðvitað var það ofsalega gam-
an.“ Auk Mörthu var Anna Lind
Ragnarsdóttir, menntaskólanemi
úr Súðavík, kjörin vinsælasta
stúlkan í keppninni af keppend-
um sjálfum.
Martha er dóttir Jörundar Sig-
tryggssonar, skipstjóra, og Helgu
Sigurgeirsdóttur, hjúkrunarfræð-
ings, á ísafirði. Hún hefur stundað
sund með sunddeild Vestra í átta
ár og er meðal íslandsmeistara fé-
lagsins. Hún er nú að hefja störf
sem þjálfari hjá liðinu með skólan-
um, en hyggur á íþróttanám að
loknu stúdentsprófi.
Martha sagði að undirbúningur
keppninnar hefði verið mjög
skemmtilegur, samstarfið gott og
vináttusamband skapast. Vildi hún
koma á framfæri þökkum til stúlkn-
anna, en þó sérstaklega til Dagnýj-
ar Bjarkar Pétursdóttur, sem sá um
undirbúning og þjálfun. Martha
sagði að hún hefði verið hreint
æðislega fjörug og skemmtileg.
Þegar hún var spurð hvað hefði
verið eftirminnilegast við keppnina
svaraði hún að það hefði verið
stemningin baksviðs. „Það var ofsa-
legt fjör og allir svo jákvæðir og
skemmtilegir."
Dómarar keppninnar voru Ólafur
Laufdal, forstjóri úr Reykjavík,
Magnea Magnúsdóttir, sem var í
öðru sæti í fegurðarsamkeppni ís-
lands í fyrra, Friðþjófur Helgason,
ljósmyndari, Hrafnhildur Arnar-
dóttir, sem kjörin var vinsælasta
stúlka keppninnar í fyrra og Ungfrú
Vestfirðir 1987, Bergrós Kjartans-
dóttir.
Úlfar
Morgunblaðið/Gísli Úlfarsson
Martha Jörundsdóttir, Ungfrú Vestfirðir 1988, er hér krýnd af Berg-
rósu Kjartansdóttur, sem var kjörin Ungfrú Vestfirðir j fyrra.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Fjóla Grétarsdóttir krýnir Sigrúnu Ágústsdóttur fegurðardrottningu
Suðurlands 1988.
„Finnst vænst um gömlu
kallana mína á deildinnia
— segir Sigrún Agústsdóttir, sjúkraliði Sigrún kvaðst hafa gaman af að
Selfossi.
SIGRÚN Ágústsdóttir 20 ára
sjúkraliði frá Vestmannaeyjum
var valin fegurðardrottning Suð-
urlands á Hótel Ork síðastliðið
laugardagskvöld. Hún var valin
úr hópi sjö stúlkna sem kepptu
til úrslita um þetta sæmdarheiti.
Sigrún mun taka þátt í fegurð-
arsamkeppni íslands i mars.
Linda Hrönn Ævarsdóttir frá
Vestmannaeyjum var valin ijós-
myndafyrirsæta Suðurlands og vin-
sælasta stúlkan í hópi keppenda var
valin Anna Berglind Júlíusdóttir frá
Þorlákshöfn. Það var Fjóla Grétars-
dóttir fegurðardrottning Suður-
lands 1987 sem krýndi Sigrúnu
Ágústsdóttur þegar kjörið hafði
verið kynnt.
Sigrún Ágústsdóttir er fædd og
uppalin í Vestmannaeyjum og starf-
ar á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja sem
sjúkraliði. Foreldrar hennar eru
Ágúst Þórarinsson og Guðrún Ingi-
bergsdóttir. Hún á tvær systur 17
og 8 ára.
„Ég fer beint í vinnuna þegar
þetta er búið. Þar er ég á mjög fjöl-
breyttri og skemmtilegri deild og
held að sjúklingarnir taki vel á
móti mér. Mér fínnst vænst um
gömlu kallana mína þar á deild-
inni,“ sagði Sigrún og einnig að það
hefði verið fyrir ævintýramennsku
að hún fór út í keppnina fyrst en
í sumar var hún valin sumarstúlka
Vestmannaeyja.
vera innan um margt fólk og sagði
að sig langaði helst að vinna á
mannmörgum vinnustað. Um helg-
ar vinnur hún á skemmtistað í Vest-
mannaeyjum. Einnig sagði hún það
krydda tilveruna að fara út í Elliða- '
ey með föðúr sínum og smala kind-
um. „Ég er fædd og uppalin í Vest-
mannaeyjum og líkar vel að búa
þar. Vestmanneyingar eru mjög.
samstæðir, þar þekkir maður alla
og gaman að eiga þar heima. Mað-
ur er aldrei einn í Eyjum,“ sagði
Sigrún og ennfremur: „Þetta hefur
verið skemmtilegur tími þó erfitt
” sé að standa sig í líkamsrækt og
megrun. Það hefur verið gaman að
vera með stelpunum, við erum alla^t
góðar vinkonur og munum hittast
aftur.“ Sig. Jóns.
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra:
Treystum sambönd milli Norður-
landaráðs og Evrópubandalagsins
Hér birtist ræða Jóns Sigurðs-
sonar, dóms- og viðskiptamála-
ráðherra, í almennum umræðum
á 36. þingi Norðurlandaráðs 7.
mars 1988:
Það er mér mikil ánægja að sitja
í fyrsta sinn þing Norðurlandaráðs.
Á þessu þingi leggur ráðherra-
nefndin fram til endanlegrar af-
greiðslu áætlun um aukið umferðar-
öryggi á Norðurlöndum. Það er að
vísu tilviljun en ekki af ásetningi
að ný umferðarlög taka tildi á ís-
landi einmitt þessa dagana, og verð-
ur þeim fylgt eftir með þjóðarátaki
um bætt umferðaröryggi. Umferðin
er snar þáttur daglegs lífs á Norð-
urlöndum, sem við getum gert ör-
uggari með samvinnu og miðlun
upplýsinga um reynslu hver hjá
sér. Þetta er sannarlega verðugt
viðfangsefni norrænnar samvinnu.
Ég hef um margra ára skeið
haft tækifæri til að fylgjast með
starfí Norðurlandaráðs frá sjónar-
hóli Norræna fjárfestingarbankans,
þar sem ég hef setið í stjóm frá
stofnun bankans árið 1976. Það eru
engar ýkjur að segja, að Norræni
fjárfestingarbankinn sé lýsandi
dæmi um árangur norrænnar sam-
vinnu. Starfsemi bankans hefur
vaxið ört og fjárhagsleg staða hans
hefir eflst svo mikið að þrátt fyrir
fyrsta tap bankans á síðasta ári af
lánveitingu, hefur það ekki teljandi
áhrif á stöðu hans eða lánstraust.
í samræmi við upphaflegan tilgang
bankans hefur hann varið megin-
hluta af ráðstöfunarfé sínu til íjár-
festingarlána innan Norðurlanda.
Skömmu eftir stofnun bankans
ákvað Norðurlandaráð, að bankinn
skyldi einnig veita svokölluð „fram-
kvæmdalán“, þ.e.a.s. lán til fram-
kvæmda utan Norðurlanda þar sem
aðilar í fleiri en einu ríkjanna hefðu
hagsmuna að gæta. Þessi starfsemi
hefur einnig aukist að umfangi og
hún hefur komið mörgum norræn-
um fyrirtækjum að gagni við koma
á viðskiptasamböndum í þróun-
arríkjum og ríkjum með miðstýrðan
áætlunarbúskap. Þetta er ekki auð-
velt verkefni og enn verður varla
sagt að sá árangur sem náðst hefur
svari að fullu til þess kostnaðar og
fyrirhafnar sem í hefur verið lagt.
Á þessu þingi hefur verið lögð
fram tillaga um stofnun norræns
þróunarsjóðs í þeim tilgangi að
styrkja efnahag þróunarlanda og
auka viðskipti Norðurlanda við þau.
Ríkisstjórn íslands hefur ákveðið,
að Island verði aðili að sjóðnum,
•enda þótt ætla megi að hann hafi
minni þýðingu fyrir hagsmuni ís-
lands en annarra Norðurlanda. Þró-
unarsjóðinn á að reka í tengslum
við Norræna fjárfestingarbankann,
en hann verður þó sjálfstæð stofn-
un. Ég tel þetta skynsamlegt fyrir-
komulag.
En um leið og starfsemi Norræna
fjárfestingarbankans vex og teygir
sig inn á fleiri svið og til fleiri ríkja,
mega menn ekki missa sjónar af
meginmarkmiðinu með stofnun
bankans, sem er að efla efnahags-
samvinnu milli ríkja Norðurlanda.
Þótt .bankinn takist á hendur ný
verkefni, má það ekki verða á
kostnað meginmarkmiðs hans.
Norræn samvinna á ekki ein-
gö'ngu að vera innhverf — inn-
byrðis milli Norðurlanda — hún á
einnig að beinast að hinu alþjóðlega
umhverfí. Ágætt dæmi um þessa
samvinnu, sem án efa hefur styrkt
stöðu Norðurlandanna á alþjóða-
Jón Sigurðsson
vettvangi, er samstaða þeirra og
sameiginlegir fulltrúar í stjóm Al-
þjóðabankans og alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins.
Á viðskiptasviðinu hefur sam-
vinna Norðurlanda innan EFTA
verið sérstaklega árangursrík. Inn-
' an EFTA var komið á fríverslun,
sem varð reyndar mun víðtækari
en Norðurlöndin höfðu náð sam-
komulagi um sín á milli í langvar-
andi samningaviðræðum á sjötta
áratugnum.
Jafnvel þótt Danir hafi á sínum
tíma gengið úr EFTA er það enn
mikilvægasti vettvangurinn fyrir
norræna viðskiptasamvinnu. Af ís-
lendinga hálfu er lögð áhersla á
það, að fríverslun með allar sjávar-
afurðir innan EFTA sé mikilvægt
skref til þess að útvíkka fríverslun-
ina eftir margra ára kyrrstöðu.
Aðild Danmerkur að Evrópu-
bandalaginu hefur ekki veikt nor-
ræna samvinnu, heldur hefur aðild-
in fremur auðveldað samvinnu ann-
arra Norðurlanda við bandalagið.
Það er oft haft á orði og það með
réttu, að Danmörk hafi hlutverki
að gegna í því að byggja brú milli
Norðurlandanna og EB. Það er svo
annað mál, hvort yfir þá brú verður
nokkru sinni „gengið í bandalagið".
Vangaveltur um ný aðildarríki
EB eru tæpast tímabærar nú, þar
eð bandalagið virðist hvorki hafa
tíma né áhuga til viðræðna um
aðild fleiri ríkja meðan núverandi
aðildarríki eru upptekin við að koma
á svokölluðum „innri markaði" fyrir
árslok 1992.
Með þessu er ég þó ekki að gefa
í skyn að við ættum að sýna þróun
mála innan bandalagsins tómlæti.
Þvert á móti tel ég það mjög mikil-
vægt, að við leitumst við að treysta
sambönd milli Norðurlanda og EB
í því skyni að koma í veg fyrir að
þær ráðstafanir til markaðssam-
runa sem Evrópubandalagslöndin
gera hafi í för með sér nýjar við-
skiptahömlur í Evrópu.
Innan EFTA ætlum við að leitast
við að gera samhliða aðgerðir þeim,
sem ákveðnar eru af aðildarríkjum
EB. EFTA hefur lykilhlutverki að
gegna á viðskiptasviðinu, en einnig
í samvinnu Norðurlanda ættum við
að leitast við að hafa áhrif á þróun-
ina innan V-Evrópu. í þessu sam-
bandi vil ég sérstaklega nefna af-
nám viðskiptaþröskulda, sem felast
í öðru en tollum. Ég vil líka minn-
ast á atriði, er snúa að umhverfis-
vernd, aðgerðir gegn mengun and-
rúmslofts og sjávar, og loks vil ég
nefna aukna neytendavernd.
Norræn efnahagssamvinna verð-
ur á næstu árum að taka sífellt
meira mið af þróuninni innan EB.
Við verðum að fylgjast mjög vel
með þessari þróun og reyna að laga
okkur eins og mögulegt er að
breyttum aðstæðum. Sé þessa gætt
ætti þróunin innan EB ekki að hafa
í för með sér neina sérstaka hættu
— þvert á móti ætti hún að hvetja
okkur til þess að grípa til þeirr;^—
efnahagsráðstafana, semeflamun*
þjóðarhag þeirra Norðurlandaríkja,
sem nú eru utan Evrópubandalags-
ins.
Fjármálaráðherrar Norðurlanda
ákváðu á fundi sínum í júní sl. að
heija undirbúning nýrrar sam-
starfsáætlunar í efnahagsmálum.
Þessi nýja áætlun mun byggð á
framhaldi fyrri áætlunar fyrir árin
1986—1989 og er gert ráð fyrir að
henni verði hrundið í framkvæmd
árin 1990-1992.
Megintilgangur nýju áætlunar-
innar er að styrkja efnahag Norður-
landa og aukna samkeppnishæfni
þeirra í alþjóðaviðskiptum. M.a. er
stefnt að því að búa Norðurlönd
undir gildistöku „innra markaðar-
ins“ í ríkjum Evrópubandalagsins.
Meginmunurinn milli hinnar nýju
samstarfsáætlunar og þeirrar fyrri
á að vera aukin áhersla á langtíma-
markmið fremur en verkefni til
skamms tíma.
Ríkisstjórn íslands fagnar hinni
nýju samstarfsáætlun og fylgir ein-
dregið þeirri áherslubreytingu sem
áætlunin verður byggð á.
Við viljum í því sambandi leggja
mikla áherslu á afnám viðskipta-
hafta — ekki síst hvað varðar versl-
un með fisk og fiskafurðir — og á
bættar samgöngur innan og milli
ríkja þjóðanna þriggja, sem byggja
vesturhluta Norðurlanda og ann-
arra Norðurlandaþjóða. Þetta kallar
á aukna fjárfestingu í samgöngu-
mannvirkjum innan ramma hinnar
nýju norrænu samstarfsáætlunar,
sem á að greiða okkur leið inn .í
framtíðina.