Morgunblaðið - 17.03.1988, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 17.03.1988, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1988 Tíbet: Munkar með sár eftir rafmögnuð vopn lögreglu Peking, Reuter. MUNKAR í Tíbet, sem tóku þátt í mótmælaaðgerðum gegu Danmörk: Verða „hjóna- bönd“ homma og lesbía lögleg? Kaupmannahöfn, Reuter. UMRÆÐUR hófust í danska þinginu á miðvikudag um frum- varp sem gerir ráð fyrir að „hjónabönd" samkynhneigðra verði gerð lögleg. Samkvæmt þessu frumvarpi fengju hommar og lesbíur næstum sömu réttindi og gagnkynhneigð hjón. Þau fengju þó ekki að ætt- leiða böm eins gagnkynhneigðir og gætu ekki krafíst hjónavígslu í þjóð- kirkjunni. Stuðningsmenn frum- varpsins halda því fram að verði frumvarpið að lögum muni draga úr útbreiðslu alnæmis í Danmörku. Danskir fréttaskýrendur telja að þingið samþykki frumvarpið við þriðju umræðu seinna á þessu ári, þótt ríkisstjómin styðji það ekki. Flutningsmenn tillögunnar eru úr flokki sósíaldemókrata og sósíalíska þjóðarflokknum. kinverskum stjórnvöldum í Lhasa í þessum mánuði, eru nú á sjúkrahúsum vegna sára sem þeir fengu frá rafmögnuðum broddstöfum sem óeirðalög- regian beitti. Lhasa-búi, sem ekki vill láta nafns-síns getið, segist hafa rætt við þrettán unga buddha-munka í tveimur sjúkrahúsum í þessari viku. Hann segir að einn hafí ver- ið handleggsbrotinn og fótbrotinn, sumir hafí verið með sár vegna barsmíða og nokkrir vegna raf- magnaðra stafa sem óeirðalög- reglan hafí beitt. „Það eru miklu fleiri í öðram sjúkrahúsum," sagði Lhasa-búinn. „Að sögn Tíbeta em þeir þrisvar sinnum fleiri. Þegar þeim batnar verða þeir settir í fangelsi." Kínversk stjómvöld hafa ekki viljað gefa upp hversu margir hafí fallið í átökunum 5. mars, en að sögn þeirra féll einn lögregluþjónn og rúmlega 300 hermenn særðust. Kínverskir embættismenn neita að upplýsa hversu margir munkar hafí verið fangelsaðir vegna óeirð- anna. Reuter Nokkur þúsund Norður-íra fylgdu þremur skæruliðum IRA til grafar í gær. Á myndinni má sjá líkbílana á leiðinni i Milltown-kirkjugarðinn í Belfast. Utför þriggja skæruliða á Norður-Irlandi: Þrír féllu og 23 særð- ust í árás á syrgjendur Belfast, Reuter. ÞRÍR féllu og 23 særðust í gær sprengjuárás á syrgjendur við þegar gerð var byssu- og útför þriggja skæruliða írska Forsetakosningarnar í Frakklandi: lýðveldishersins, sem skotnir voru til bana í Gíbraltar grunað- ir um sprengjutilræði. Hvorki lögregluþjónar né hermenn voru sjáanlegir við útförina, þar sem hætta var taiin á að til átaka Reuter Blóm fyrirmóður Teresu Móðir Teresa kom í gær í heimsókn til Austurríkis. Fjöldi manns tók á móti henni og færðu börn henni blóm. Móðir Teresa hlaut á sínum tíma friðarverðlaun Nóbels. Mitterrand vin- sælastur samkvæmt skoðanakönnun Paris, Reuter. FRAKKAR búast við miklum breytingum í frönskum stjórnmálum ef Francois Mitterrand, forseti Frakklands, sigrar í forsetakosningunum í maí, þótt hann hafi ekki enn gefið kost á sér. Samkvæmt skoðana- könnun sem birt verður í dag nýtur Mitterrand stuðnings 37,5 af hundr- aði kjósenda, Chirac forsætisráðherra 22 af hundraði og Raymond Barre, fyrrum forsætisráðherra, 19 af hundraði. Fréttaskýrendur segja að vinsæld- hans, Chirac, hefur lýst yfír að hann ir Mitterrands neyði hægrisinnaða andstæðinga hans til að leggja áherslu á hvað muni gerast héldu sósíalistar völdunum í Elysee-höll. Þar sem hægri menn eru í meiri- hluta á franska þinginu gæti svo farið að Mitterrand tækist ekki að mynda ríkisstjóm og ná fram meiri- hluta á þinginu. Helsti andstæðingur ætli að koma í veg fyrir að Mitter- rand hljóti stuðning meirihluta þings- ins, og talið er að það gæti leitt til þess að boðað yrði til þingkosninga áður en lqörtímabilinum lyki. Margir telja að Mitterrand gefí kost á sér í forsetaembættið í næstu viku. Svíþjóð: Mígrenulyf án aukaverkana Stokkhólmi. SKÝRT hefur verið frá nýrri meðferð við migrenu, höfuðverkjun- um, sem kallaðir hafa verið heilakveisa á íslensku og valda mörgu fólki miklum þjáningum. Er þessi nýja meðferð eða öllu heldur lyfið laust við allar aukaverkanir en þeir sem þróuðu lyfið eru Anders Hamberger prófessor við háskólann i Gautaborg og Nico van Gelder prófessor við háskólann í Montreal i Kanada. Höfðu þeir samvinnu við sænska lyfjafyrirtækið Cederroth Nordic AB og fóru tilraunir með lyfið fram á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Gautaborg. Kenning vísindamannanna var sú, að við mígrenuköst safnaðist vatn fyrir í heilanum og ylli þar bólgu og þrýstingi á heilahimnu og aðliggjandi æðar. í heilanum sjálfum er engin sársaukatilfínn- ing, aðeins í vefjunum næst hon- um, og því hlyti verkurinn að eiga upptök sín þar. Vatnsbúskapurinn ruglast Kenningin styðst við þá stað- reynd, að fyrst fyrir og eftir köst láta mígrenusjúklingar ekki frá sér eðlilegt vatnsmagn en bæta sér það upp nokkru síðar. Ástæð- unnar getur verið að leita í erfða- vísunum en það, sem kemur köst- unum af stað, eru líklega einhver efni í fæðunni eða skortur á sér- stakri aminósýru í taugafrumum heilans. Meðferð mígrenusjúklinganna felst þá í því að gefa þeim auka- skammt af þessari aminósýru, sem aftur hefur áhrif á vatns- búskap líkamans. Lyfíð, sem heit- ir Amigran, inniheldur efni, sem heilinn þarf á að halda í þessu skyni, ásamt næringarefnum, sem auðvelda upptöku og starfsemi frumnanna. Af þessum sökum m.a. hefur lyfíð engar aukaverk- anir. Helmíngurínn fékk v.erulegabót Við tilraunir á Sahlgrenska- sjúkrahúsinu í Gautaborg var mígrenusjúklingum gefið Ami- gran í mánaðartíma og síðan fengu þeir í annan mánuð lyfleysu en það er óvirkt efni í lyfjaformi. Er það oft notað við samanburðar- rannsóknir og vita sjúklingamir þá ekki hvort þeir eru að taka lyf eða lyfleysu. Þeir, sem voru á öðrum lyíjum, tóku þau áfram. Allir héldu sjúklingarnir dagbók og skráðu hjá sér köstin og hve erfíð þau voru. Einnig voru þeir beðnir um að lýsa daglega al- mennri líðan sinni, andlegri sem líkamlegri. Niðurstaðan var sú, að Ami- gran veitti helmingi sjúklinganna verulega bót en lyfleysan hjálpaði engum. Höfuðverkjarköstunum fækkaði og sjúklingamir, sem fengu bata, litu lífið og tilveruna bjartari augum en áður. Mfgrena er algengt mein og er talið, að 15-20% karla og 25-30% kvenna þjáist af þvi. Leggst það yfírleitt á fólk á besta aldri, 25 til 50 ára, en böm geta líka orðið fyrir barðinu á því. (Heimild: Swedish-Inter- national Press Bureau) kæmi milli lögreglu og syrgj- enda. Um fímmtán byssuskotum var skotið og fímm eða sex hand- sprengjum var kastað í árásinni í gær, og að minnsta kosti fjórir þeirra sem særðust eru f lífshættu. Lögreglujrfírvöld sögðu að karlmað- ur hefði verið handtekinn og fluttur á sjúkrahús eftir árásina, sem írski lýðræðisherinn kennir öfgasinnum úr röðum mótmælenda um. Norður-írska lögreglan hefur til þessa haft mikinn viðbúnað vegna jarðarfara skæruliða írska lýðveld- ishersins. í þetta sinn dró lögreglan sig hins vegar í hlé .meðan Sinn Fein, stjómmálaafl írska lýðveldis- hersins, var f forystu fyrir líkfylgd, sem þúsundir manna tóku þátt í. Klukkustund áður en líkfylgdin iagði af stað særðist breskur her- maður lítilsháttar þegar sprengja sprakk skammt frá varðskýli hans. Svartir fánar, hefðbundið sorgar- tákn írskra þjóðemissinna, héngu á götum sem líkfylgdin fór um á leið- inni til kirkju heilagrar Agnesar, þar sem sálumessa fór fram. Rottufaraldur í Stokkhólmi Stokkhólmi. Reuter. ROTTUGANGUR hefur marg- faldast í Stokkhólmi, höfuðborg Svfþjóðar, og jaðrar ástandið við plágu, að sögn embættismanna. Að sögn Görans Peming, mein- dýraeyðis Stokkhólmsborgar, lætur nærri að þrjár milljónir rotta eigi heimkynni í holræsakerfí borgar- innar. Hefur fjöldinn þrefaldast á stuttum tíma og eru rottumar þvf þrefalt fleiri en íbúar Stokkhólms. „Enn sem komið er höfum við yfirhöndina, en ef rottunum fjölgar mikið úr þessu þá er ekki von á góðu,“ sagði Peming. Embættis- menn halda því fram að fjölgunina megi rekja til óvenjulegra hlýinda og mikilla byggingaframkvæmda, þar sem rottumar hafa fundið ný heimkynni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.