Morgunblaðið - 17.03.1988, Side 31

Morgunblaðið - 17.03.1988, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1988 31 Svíþjóð: Enn eitt vopnasölu- hneyksli ríkisfyrirtækis Stokkhólmi, Reuter. SÆNSKA vopnasölufyrirtækið FFV, sem er í eigu sænska ríkis- ins, braut bann við vopnasölu til Saudi-Arabiu síðla á siðasta ára- tug. Þessar upplýsingar komu fram í viðtali við háttsettan starfsmann fyrirtækisins, aðeins þremur dögum eftir að Ijóstrað var upp um að fyrirtækið snið- gekk vopnasölubann á ísrael árin 1970-73. Vopnin, sem seld voru til Saudi-Arabíu og ísraels voru i báðum tilvikum skriðdrekaban- ar, sem kenndir eru við Karl Gústav, Svíakonung. ■ ■■ 1 ERLENT, Samkvæmt sænskum lögum er fyrirtækjum bannað að selja vopn til stríðandi landa eða þeirra, sem líklegt má telja að lendi í átökum. Algjört bann hefur legið við vopna- sölu til Miðausturlanda frá árinu 1956. Að undanfömu hefur þó æ betur komið í ljós að lög þessi og reglugerðir hafa lítið verið virtar svo áratugum skiptir. Markaðsstjóri FFV, Leif Nim- ander, sagði á þriðjudag í viðtali við dagblaðið Dagens Nyheter að fyrirtækið hefði selt 450 skrið- drekabana til Saudi-Arabíu árið 1978. Sænskir tæknifræðingar fóru ásamt vopnunum til Saudi-Arabíu og kenndu þarlendum notkun þeirra. „Sjálfur hélt ég námskeið fyrir yfirmenn og tæknifræðinga Saud- anna, en það stóð í fjórar vikur í nóvember og desember 1980. Allt í allt voru þrír leiðbeinendur á veg- um FFV þama,“ sagði Nimander. í máli hans kom fram að vopnin hefðu verið send um Bretland til þess að komast hjá fyrrnefndu vopnasölubanni. Samningurinn.varum 65 milljóna sænskra króna virði (um 400 millj- ónir ísl. kr.) og síðar hefur fyrirtæk- ið hagnast um annað eins af skot- færasölu í skriðdrekabanana. I síðustu viku upplýsti fyrirtækið að það hefði selt vopn til Ástralíu þegar Ástralir börðust við hlið suð- ur-víetnamska hersins gegn inn- rásarher kommúnistastjórnarinnar í Norður-Víetnam. Að undanfömu hefur hvert hneykslismálið rekið annað vegna vopnasölu Svía. Ber þar hæst vopnasölu fyrirtækisins Bofors til ýmissa landa þriðja heimsins, sem em á „svörtúm lista" sænskra yfir- valda. Svíþjóð er hlutlaust land og hafa ráðamenn þar í landi stutt afvopnun hvers konar, að minnsta kosti í orði. Landið hefur ekki átt í stríði frá árinu 1809 og yfirleitt munu Svíar telja sig í fararbroddi baráttumanna fyrir heimsfriði. Reuter „Fullkomið geimskot“ Evrópska geimflaugin Ariane-3 sést hér er henni var skotið á loft á laugardag frá frönsku geimferðastofnuninni í Kourou í Frönsku-Guyana. Starfsmenn stofnunarinnar sögðu að þetta skot, sem er 21. skot Ariane-3, hafi heppnast fullkomlega. Að þessu sinni flutti flaugin tvo fjarskiptahnetti, franskan og banda- rískan. Skotbardaginn við Spratly-eyjar: Kínverskir hermenn særðust í átökunum Peking. Reuter. KÍNVERJAR sögðust hafa orðið fyrir skakkaföllum í átökum við Víetnama við Spratly-eyjarnar á mánudag. í fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins sagði að nokkrir menn lægju særðir. Kínveijar og Víetnamar sökuðu hvorir aðra um að hafa átt upptök- in að vopnaskakinu við Spratly- eyjar, sem ríkin tvö deila um yfirr- áð á. Kínveijar segja að Vietnamar hafi sent mikið af herskipum til eyjanna og í gær héldu þeir því fram, að víetnamskar herflugvélar hefðu oftlega sveimað yfir eyjunum að undanfömu. Þeir vildu þó ekki svara því hvort komið hefði til. árekstra við þær. Spratly-eyjamar eru 1000 kíló- metra langur eyjaklasi sunnarlega í Suður-Kínahafí, undan syðsta odda Víetnam. Þær eru hernaðar- lega mikilvægar. Bæði Kínveijar og Víetnamar hafa löngum gert til- kall til eyjanna og árið 1974 sló í brýnu þeirra í millum út af þeim. Átökin voru hörð en skammvinn. Kínveijar sendu þangað flotadeild í janúar. Auk Kínveija og Víetnama gera Taiwanir, Malasíumenn og Filippseyingar tilkall til eyjanna, ýmist til þeirra allra eða hluta þeirra. Sykursýkirannsóknir: Losar ónæmislyf börn undan dagsprautunum? New York. Reuter. LYF, sem hægir á starfsemi ónæmiskerfisins, mun ef til vill leysa sykursjúk börn við dag- lega stunguskammta af insúlíni til að hafa hemil á sjúkdómn- um, samkvæmt þvi sem fram kemur i skýrslu um rannsóknir franskra vísindamanna. í skýrslunni, sem birtist í síðasta hefti bandaríska lækna- ritsins New England Journal of Medicine, er í fyrsta sinn sýnt fram á, að meðferð, sem dregur úr starfsemi ónæmiskerfisins, getur breytt ferli þessa ólæknandi sjúkdóms. Hjá fólki, sem veikist af sykur- sýki á fullorðinsaldri, er oftast nær um fremur vægt afbrigði af sjúkdómnum að ræða. En böm fá skæðara afbrigði, svonefnt Afbrigði I. Þetta afbrigði krefst daglegra inngjafa til viðhalds ins- úlíninu, sem líkaminn getur ekki framleitt sjálfur, en er nauðsyn- legt til niðurbrots á sykri. Um 500.000 bandarísk börn eru hald- in sykursýki, og flest þeirra eru með Afbrigði I. Rannsökuð voru 40 börn, sem nýjega höfðu greinst með Af- brigði I. Þeim var gefið lyfið cyc- losporine, sem hægir á starfsemi ónæmiskerfisins, en getur haft hættulegar aukaverkanir sam- kvæmt niðurstöðum fyrri rann- sókna. Eftir 48 daga meðferð reyndust 27 barnanna fær um að vera án innsúlíninngjafa og 75% þeirra þurftu ekki á þeim að halda 12 mánuðum eftir að meðferðin hófst. í skýrslunni kemur fram, að aukaverkanir voru óvemlegar. Aðalhöfundur hennar er P. F. Bougneres, sem starfar á Saint- Vincent de Paul spítalanum í París. Samkvæmt niðurstöðum . frönsku vísindamannanna er syk- ursýki sjálfsónæmissjúkdómur, sem veldur því, að líkaminn ræðst á brisfrumumar, sem framleiða insúlín. Insúlínið flytur sykurinn inn í frumur, þar sem hann er brotinn niður til orkugjafar fyrir efnaskipti líkamans. Sé sykursýki meðhöndluð með lyfi, sem hægir á starfsemi ónæmiskerfisins, dregir úr eyð- ingu brisfrumnanna, sem fram- leiða insúlín, segja vísindamenn- irnir. AfMÆUSVERÐ IDAG ísfugl PURITAN MAID franskar Uartöflur SÓskarsson & Co. Hraðrétta veitingastaður Á HORMITRYGGVAGÖTU OG POSTHÚSSTRÆTIS SÍMI16480 1/4 pönnukjúklingur. Pönnuborgari....... Pönnufiskur........ Pönnusamioka.:..... Franskar kartöflur... Salat............. Sósur.............. Gos (með mat)..... á*0 RkSÍAURVs i SvARtt mm ísfugl Varmá Reykjavegi 36 Mosfellssveit Sími: 666103

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.