Morgunblaðið - 17.03.1988, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 17.03.1988, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1988 4$ Lúðanum Ronald Iærist að ekki er allt falt fyrir fé. Aumt er ástlaust fé Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson BÍÓHÖLLIN: NÚTÍMASTEFNUMÓT - CAN’T BUY ME LOVE Leikstjóri: Steve Rash. Fram- leiðandi: Thomas Mount. Hand- rit: Michael Swardlick. Tónlist: Robert Lyons. Kvikmyndatöku- stjóri: Peter Lyons Collister. Aðalleikendur: Patrick Demps- ey, Amanda Peterson, Courtney Gains, Tina Caspary, Seth Green, Sharon Farrell. Bandarísk. Touchstone 1987. í tugum mynda um amerískan æskulýð hefur ekki gleymst hlutur „hallærisgæjanna", öðru nær, þeir hafa verið vel þegið krydd í ungl- ingamyndaflóðinu sem nú er bless- unarlega að linna. Nútímastefnu- mót fjallar einmitt um hvernig einn lúðanna (Ronald) svindlar sér með klókindum inní raðir hinna útvöldu. En í þeirra hópi er að finna diskó- drottningamar, þokkadísimar, harðjaxlana, fótboltastjömumar, alla þá sem eru á vinsældalista skólafélaganna. Aðferð Ronalds við að komast inní klíkuna er einföld, gamalkunn, en ekki að sama skapi óbrigðul. Fýrir væna fúlgu kaupir hann um mánaðartíma vináttu og félagsskap Cindyar, vinsælustu og fallegustu stúlku bekkjarins. Og viti menn, ráðabruggið gengur upp, klíkan bítur á agnið, skyndilega er skussinn orðinn hrókur alls fagnað- ar, umvafinn glanspíum og fótbolta- görpum. En þá sannast hið fom- kveðna að aumt er ástlaust fé því fegurðardrottningunni Cindy er far- ið að þykja gamanið grátt og flett- ir ofanaf hneykslinu. Lendir nú Ronald garmurinn í einskismannsl- andi félagslífsins, brottrækur gerr úr hópi útvaldra og hallærisklíkan hans gamla hefur snúið við honum bakinu! Ekki merkilegur efniviður en af honum má draga þau gömlu og góðu sannindi að engum er hollt að reyna að vera eitthvað annað en hann sjálfur, þá eru menn komn- ir útá hálan ís þar sem erfitt er að verjast falli. Og Ronald garmurinn paufast um á þessum villigötum allt að lokum myndarinnar er hann uppgötvar stórasannleik tilvemnn- ar og lífið tekur að brosa á ný. Jákvæð niðurstaða myndarinnar er afgreidd svo ljómandi snyrtilega að kauðsk og ýkt framvinda Nútíma- stefnumóts fyrirgefst og þegar á heildina er litið er hún í þokkalegu meðallagi miðað við unglingamynd- ir, þó það sé svo sem ekkert oflof. Leikstjórinn, Steve Rash, sem m.a. gerði „The Buddy Holly Story,“ hina skinandi góðu mynd um goð- sögnina, kemst klakklaust í gegn- um torfíð og aðalleikaramir em hin geðslegustu ungmenni. Og þar sem myndin gerist í Arizona fer ekki hjá því að hetjumar hverfí inní sól- setrið í myndarlok, reyndar á garð- sláttuvélarræksni! nútimaíeg hönnun FALLEG OG VÖNDUO máraöasarnan fáanlegar or skáphuröir met áaeöunum paer eru a nvitu og SAUXWi'u^ asf- Þar sem góöu kaupin gerast. Smiðjuvegi 2 Kópavogi sími 44444 INNRÉTTINGA- OG HÚSGAGNASÝNING UM HELGINA OPIÐ LAUGARDAG KL. 10 - 16 OG SUNNUDAG 14-17 IConica U-BIX UÓSRITUNARVÉLAR Árekstur á Fellabökum Laugarhóli, Bjarnarfirði. ÁREKSTUR varð á veginum á Fellabökum ekki langt frá Hólmavík í gær, þriðjudaginn 8. mars. Var þarna á ferð bíll frá ísafirði á heimleið að því er virtist og bfll frá Reykjavík á suðurleið. Ekki mun hafa orð- ið mikið tjón í árekstrinum, sem varð í brekku. Það gekk á með éljum er árekst- urinn varð og virðist bíll sá er var á leið niður brekkuna hafa skrikað í hálku. Vegurinn um Fellabök hefir verið mikil árekstra- og slysagildra á Djúpvegi, eftir að leiðin um Steingrímsfiarðarheiði opnaðist og fært er til Isafjarðar allan ársins hring. Era þama margar blind- hæðir og blindbeygjur, sem hafa orsakað bæði minni og stærri slys á undanfömum ámm, þó meira að sumarlagi með aukinni umferð, en að vetrarlagi. Ekki er á áætlun vegamála að gera neitt við þessa slysagildra fyrr en eftir 1990, þótt öllum sem til þekkja sé ljóst að þama hefði þurft að hefja þær vegabætur sem nú standa yfir hér í norðanverðri Strandasýslu. - SHÞ ptorijiiwMsifoifr Gódandaginn! NEOLT teikniborð hirslur og teiknivélai /\llt fyrir teiknistofuna Teikniborð frá k:r. 6.-400 eiknivélar -frá kir. 10.900 Hallarmúla 2 Sími 83211
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.