Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1988 Gœðanna vegna! co 1 Milljónirá hverjum laugardegi. Upplýsingasími: 685111 OPIÐ BRÉF TIL AL- ÞINGISMANNA eftirRúnar Guðbjartsson Kæru þingmenn, ykkur fínnst kannski að bera í bakkafullan læk- inn að senda ykkur bréf um bjór- frumvarpið, sem þið þurfið núna að taka afstöðu til. En ég held að öll sú umræða sem orðið hefur um áfengi og önnur vímuefni séu af hinu góða og komi til að hjálpa bæði ykkur og þjóðinni til að mynda sér skoðanir í þessu viðkvæma máli. Það eru orðin nokkuð mörg ár síðan, að ég fékk áhuga á áfengis- og vímuefnamálum og síðan hef ég leitast við áð kynna mér þessi mál eins og ég hef frekast getað bæði með lestri fræðirita og sótt fyrir- lestra bæði hér heima og í Banda- ríkjunum. Ég hefði helst kosið að geta ver- ið meðal ykkar og deilt minni reynzlu, og ég gerði heiðarlega til- raun til þess, það tókst nú ekki í það skiptið, svo að bréf verður að duga núna. Það fyrsta sem ég gerði mér ljóst er hversu óskaplega mikill skað- valdur áfengi er, það má segja, nánast án undantekningar, að þar sem einhver harmleikur er, þá er áfengi eða önnur vímuefni við hlið- ina og ótal sjúkdómar og slys, ekki bara drykkjusýki, eiga rætur til neyzlu vímuefna. Flestar þjóðir eru búnar að gera sér þetta ljóst, en eru ekki sam- mála um lausnir á vandamálinu, en eitt eru allir sammála um, því meiri áfengisneyzla á íbúa því meiri er skaðinn. Þá kemur eitt athyglisvert í ljós, við íslendingar erum meðal þeirra þjóða, sem nota hvað minnst áfengi og munar á frændum vorum í Skandinavíu tugum og hundruðum prósenta, ef við tökum til dæmis árið 1985, samkv. Yearbook of Nordic statistics, þá drukku: Danir 15 ára og eldir 12,11 1 af hreinum vínanda, 180,3% meira en við. Norðmenn 15 ára og eldri 5,14 1 af hreinum vínanda, 19,0% meira en við. Svíar 15 ára og eldri 6,07 1 af hreinum vínanda, 40,5% meira en við. Færeyingar 15 ára og eldri 6,59 1 af hreinum vínanda, 52,5% meira en við. Islendingar 15 ára og eldri 4,321 af hreinum vínanda. Þetta eru staðreyndir sem þið verðið að horfa á, og þetta er ein- göngu að þakka að áfengur bjór hefur ekki verið leyfður hér á landi í fímmtíu ár, BJÓRBANNIÐ HEF- UR VIRKAÐ. Mér finnst í raun allt tal um að við þurfum að líta til reynzlu ann- arra þjóða út í hött, við höfym reynzluna fyrir augum NUNA. Bjórunnendur hafa reynt að gera lítið úr þessum árangri og segja að þessar tölur séu ekki marktækar hjá okkur, en réttar hjá Skandinöv- um. Ein aðalástæðan er talin sú, að við verzlum svo mikið í Fríhöfn- inni á Keflavíkurflugvelli og það áfengi sé ekki talið með. Því er til að svara, að það er nákvæmlega sama vandamálið hjá Skandinövum, það eru alls staðar fríhafnir á flugvöllum, og áfengi er seit tollfrítt í flugvélum, feijum, jámbrautum, og við landamæra- stöðvar. Rúnar Guðbjartsson „Ekkert er eins leiðandi fyrir ungt fólk, hvort það velur líf með eða án vímu, en bjór- drykkja, því að hún er öðruvísi en önnur áfengisneyzla, vegna þess í hve handhægum umbúðum bjórinn er seldur, hann er notaður sem svaladrykkur og með mat og á áhorf- endapöllum íþróttaleik- vanga, á ferðalögum, nánast hvar sem er, hvenær sem er, og það er sannfæring mín að þegar unga fólkið er farið að nota einn vímu- gjafa þá er orðið styttra í að nota aðra vímu- gjafa, bæði í föstu, fljótandi og reyk- formi.“ Einnig er Fríhöfnin hjá okkur ódýr og farþegar til og frá Banda- ríkjunum verzla þar þó nokkuð, þar að auki er hún eina fríhöfnin sem ég þekki til, sem leyfir farþegum að kaupa áfengi þegar þeir koma til landsins, þetta nota erlendir ferðamenn sér óspart, í stað þess að burðast með áfengið með sér í flugvélum til landsins, þannig að sala til íslendinga er aðeins hluti af áfengissölu Fríhafnarinnar. Um þetta séríslenzka fyrirbrigði, sem bjórinnflutningurinn er þá má benda á, að leyft er að koma með tollfrjálst annaðhvort 1 lítra af milli „sterku" áfengi, EÐA bjórskammt- inn. íslendingar velja mikið bjórinn, en Skandinavar, þegar þeir verzla í sínum fríhöfnum, kaupa „sterka“ áfengið, þar sem bjór er leyfður í Skandinavíu, þetta áréttar enn einu sinni, að allt tal um að sala á Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli breyti einhverju um niðurstöður Yearbook of Nordic Statistics hafa ekki við rök að styðjast. Bjórunnendur segja að áfengi sé aðeins dýrt hér á landi og að allir íslendingar kaupi tollfrjálst áfengi þegar þeir geta, þetta er ekki rétt, í Kaupmannahöfn kostar til dæmis flaska af Ballantines Whisky 0,70L 209 dkr eða um 1300 íkr á móti 1620 kr. hér, sem ég tel hlutfalls- lega svipað verð, enda virðist mér eftir áratuga rölt um flughafnir Skandinavíu, frændur okkar nota sér þessi tollfríðindi ekki síður en við. Bjórunnendur segja líka, að við smyglum meira áfengi en aðrar þjóðir, ég er ekki sömu skoðunar, tollgæzlan hér hefur nefnilega þá óskastöðu að nánast öll ferða- mannaumferð til og frá landinu fer um eina tollstöð á Keflavíkurflug- velli, en aðrar þjóðir eins og Skand- inavar þurfa yfirleitt að glíma við tugi tollgæzlustaða, einnig finnst mér eftir margra ára reynzlu toll- gæzlan hér heima snöggtum sam- viskusamari en t.d. í Skandinavíu. Bjórunnendur tala mikið um frelsi til að velja sér tegund vímu- gjafa í formi áfengis, þeir vilja fá sér veikan vímugjafa i stað sterks. En þetta hefur ekki við rök að styðj- ast, því allt áfengi (vínandi) er í raun jafn sterkt, þar er bara mis- munandi mikið þynnt út áður en það er selt. Einn tvöfaldur sjúss af whisky blandað með vatni í glas er sama vínandamagn og í einni 50el dós af venjulegum sterkum bjór eða um 2,4cl hreinn vínandi, eini munurinn er sá að búið er að blanda bjórdrykkinn og hann er til- búinn til neyzlu strax. Fyrir nokkru sat ég ráðstefnu um vímuefnamál hér í Reykjavík það skýrði Ólafur Ólafsson landlæknir frá því, að eitt það nýjasta á eiturlyíjamarkaðinum í dag væri heróín útþynnt og pakk- að f mátulega skammta, þannig að neytandinn gæti neytt þess án fyrir- hafnar á stundinni, auðvitað er þetta ekki minna hættulegt en óblandað heróín. Við skulum tala aðeins meira um frelsið, til skamms tíma þótti það frelsi, að fá að reykja hvar sem var, og skipti þá ekki máli hvort það mengaði andrúmsloftið fyrir öðrum, en nú er það almennt viður- kennt að frelsi þeirra sem ekki reykja er meira og þeir eiga skilyrð- islaust rétt á að vera ftjálsir frá tóbaksmengun annarra, og nú er ég kominn að kjama málsins. Ekkert er eins leiðandi fyrir ungt fólk, hvort það velur líf með eða án vímu, en bjórdrykkja, því að hún er öðruvísi en önnur áfengisneyzla, vegna þess í hve handhægum um- búðum bjórinn er seldur, hann er notaður sem svaladrykkur og með mat og á áhorfendapöllum íþrótta- leikvanga, á ferðalögum, nánast hvar sem er, hvenær sem er, og það er sannfæring mín að þegar unga fólkið er farið að nota einn vímugjafa þá er orðið styttra í að nota aðra vímugjafa, bæði í föstu, fljótandi og reykformi. Þetta er ein aðalástæða mín fyr- ir því að vera á móti bjórnum, því að ef einhvem tímann, eitthvert af mínum börnum eða afabörnum er komið með sprautunálina í hand- legginn þá veit ég að ég hef lagt mitt að mörkurh, til að gera um- hverfið eins lítið leiðandi og mögu- legt er. Bjórunnendur tala mikið um, að mikill meirihluti íslendinga vilji af- • . jiEYKJAVÍK Sigtún 38, 105 Reykjavik. Simi 689000 telex 3135. Verið velkomin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.