Morgunblaðið - 14.05.1988, Síða 11

Morgunblaðið - 14.05.1988, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1988 11 Morgunblaðið/BAR Ein8Öngvararnir, f.v.: Viðar Gunnarsson, Adalbert Kraus, Sigríður Ella Magnúsdóttir og Ólöf Kolbrún Harðardóttir. upp á tvístrikað a, b og jafnvel h. Hlutverk einsöngvaranna er allt verkið á enda í formi samsöngs en oft fellir Beethoven einsöngsstróf- umar fallega saman við kórinn. Einsöngvaramir skiluðu sínu mjög vel og einleikur Guðnýjar var sér- lega fallegur. Reinhard Schwartz er trúlega reyndur og góður stjóm- andi, þó einstaka sinnum mætti merkja ónákvæmni f innkomum, sem kenna má stjómandanum að nokkm um og setti „nervusan" blæ á flutning einstakra kafla. Að frádreginni einni h-nótu, var söngur kóranna það besta í flutn- ingi þessa stórbrotna verks, og þó allir aðrir eigi einnig skilið mikið hrós, hljómsveit, einsöngvarar, ein- leikarar og hljómsveitarstjóri, fyrir stóigóðan flutning á þessu erfíða verki, var það viðvera Beethovens sem mestu máli skipti, sem og endranær. Hjartans kveÖjur ogþakkir til allra sem minnt- ust mín á einn eöa annan hátt á 80 ára af- mœli mínu þann 23. apríl. GuÖ blessi ykkur öll. Sigríður Sigfinnsdóttir. Ég þakka af alhug öllum vinum mínum og vandamönnum fyrir vináttu og hlýhug i tilfefni sjötugs afmœlis mins 4. mai sl. Þakka góÖar gjafir, skeyti og hlýtt handtak um allan bce. Gangi ykkur allt i haginn. Guðmundur Haraldsson. Lóð til sölu Tilboð óskast í eignarlóð, 1215 fm., Ásland 22, Helga- fellslandi, Mosfellsbæ. Sérstæð lóð. Útsýni til allra átta. Samþ. teikning af sérteiknuðu einb.-, tvíbýlishúsi (150 fm. grunnfl) getur fylgt. Upplýsingar í símum 652132, 652170, 22848. SIMAR 21150-21370 S01USTJ. LARUS Þ. VALDIMARSSOM LOGM. JOH. Þ0RÐARS0M HRL. Bjóðum til sölu meðal annarra eigna: Nýendurbyggt einbhús á úrvalsstað í Smáíbhverfi. Húsið er 70 x 2 fm auk 50 fm kj. Úrvals innr. og tæki. Nýr bflsk. 24 fm. Ræktuö lóö. Langtlán kr. 3,0 millj. Teikn á skrifst. Akv. sala. Með góðum langtímalánum Á 1. hæð 3ja herb. ib. 78,1 fm nettó í reisul. steinh. við Skúlagötu. Sameign í endum. Húsnlán kr. 2,1 millj. Rétt við sundlaugarnar ( Laugardal 6 herb. sór efri hæð rúmir 150 fm i reisul. þríbhúsi. Allt sór (hiti, inng., þvottah.) 4 svefnherb. með innb. skápum. Tvennar sv. Bilskréttur. Um 50 fm geymsla í kj. Vel byggt og vandað raðhús skammt frá Bústaöakirkju. 4 góð svefnherb. Sólsv. Glæsll. lóö með sólverönd. Góður bílsk. fylgir. Nýendurbyggð sórhœð Neðri hsð við Snorrabraut 4ra herb. um 105 fm nettó. Sérinng., sérhiti. Tvö góð kjherb. með snyrtingu. Þribhús. Bílsk. 25,2 fm. Laus 1. júnf nk. Mjög gott verð. Með góðum bflskúr. Laus strax endafb. 4ra herb. á 1. hæö viö Ásbraut, Kóp. Sérinng. Góö geymsla í kj. Ágæt endumýjuð sameign. í borginni óskast 5 herb. góð íb. með 4 svefnherb. Mlkil útborgun fyrir rótta eign. í gamla góða Austurbænum óskast til kaups íb. á 2. hæð. Góðar greiðslur. Ennfremur einstaklíb. Rétt eign verður borguð út. Einbýlishús á einni hæð óskast til kaups i borginni eða nágr. Æskil. stærö 200-250 fm. Aöeins vönduð eign kemur til greina. Elgnaakipti mögul. bæði ó stærra ein- býli og stærra sérbýli. Opið í dag laugardag. kl. 11-16 Veitum ráðgjöf og traustar upplýsingar. AIMENNA FASTEIGNASAUN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 César Vallejo í Teningi Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson TENÍNGUR. Vettvangur fyrir listir og bókmenntir. 5. hefti, vor 1988. Ritstjórn: Eggert Pét- ursson, Einar Már Guðmunds- son, Gunnar Harðarson, Hall- grimur Helgason, Páll Valsson, Sigfós Bjartmarsson og Stein- Gunnar Harðarson. í Teningi að þessu sinni vekur mesta athygli kynning á César Vallejo (1892-1938), skáldi frá Perú. Berglind Gunnarsdóttir skrifar um skáldið og birtar eru þýðingar hennar og þeirra Sigfús- ar Bjartmarssonar og Gunnars Harðarsonar á níu ljóðum þess. Á þessu ári eru liðin fímmtíu ár síðan César Vallejo dó úr ein- semd, hungri og vonbrigðum í París. Helstu ljóð hans voru gefín ót að honum látnum og smám saman áttuðu menn sig á þvi hvi- líkur kraftur bjó í skáldskap hans. Nú er hann hylltur um allan spæn- skumælandi heim og víðar sem eitt helsta skáld aldarinnar. Eins og Berglind Gunnarsdóttir skrifar er Vallejo „langt í frá að vera ein- faldur, þvert á móti er hann mjög samsettur og jafnvel mótsagna- kenndur, býr yfír allskyns tog- streitu. Hann tjáir kaldranalega hart vonleysið á einum stað og síðan blessar hann eins og Kristur allt sem lifir og dregur andann og þjáist". Berglind bendir líka á hve beit- ing málsins er mikilvæg í ljóðum Vallejos, ekki sfst I Trilce (1922). Mörg ljóða Vallejos eru örvænt- ingarfull, en í þeim samúð með manninum og kaldhæðni er rikur þáttur þeirra. Hann er eitt af fáum skáldum samtimans sem getur vakið hlátur lesandans, en miðlar líka hryggð sem er í senn einkaleg og algild. í prósaljóðinu Ég ætla að tala um vonina yrkir Vallejo um þján- inguna: „Sársauki minn er svo djúpur að engin ástæða er fyrir honum og hann skortir heldur ekki ástæðu." Annað skáld sársauka er Sylvia Plath (1923-1963) sem var banda- risk. í Teningi eru fjögur ljóð eft- ir hana í þýðingu Friðriku Benón- ýs. Plath er þó ólfk Vailejo þvf að í ljóðum hennar er mikið um stefnumót við dauðann og sjálf- seyðingarhvöt áberandi. Brún hefst svo: Konan er fullkomnuð. Hennar dauði líkami brosir sigri, blekking griskrar þarfar flæðir i fellingum skikkjunnar, hennar beru fætur sýnast segja: við náðum hingað, þvi er lokið. Fleiri erlend skáld eru á dag- skrá í Teningi. Og meðal tslenskra skálda eru Oskar Ámi Óskarsson með ljóðið Sýnir næturvarðarins, Liðin eru fimmtíu ár siðan César Vallejo lést. Áhrifamáttur ljóða hans hefur ekki minnkað og hans er nú minnst viða um heim, m.a. I timaritinu Teningi sem gefið er út i Reykjavik. Magnús Gezzon með prósaþátt og Steinar Sigurjónsson, öðru nafni Sjóni Sands, með tilraun til leik- ritagerðar. Teningur ræktar líka myndlist- ina og gerir það ágætlega, m.a. með viðtali við ívar Valgarðsson og Norbert Weber. Fleira mætti vissulega nefna i Teningi þvi að efni er fjölbreytt og yfírleitt metn- aðarfullt þótt um „smámuni" eins og til dæmis málfar mætti þrasa. HVÖRF OG GALDRAR Margrét Reykdal ásamt einu verka sinna. Morgunbiaðið/Bjami Myndllst Bragi Ásgeirsson í FÍM salnum á homi Garða- strætis og Ránargötu kynnir Margrét Reykdal 14 málverk, sem öll eru ný af nálinni. Margrét er búsett í Osló, en þar stundaði hún nám við listaháskólann á ár- unum 1968—76, sem urðu allt í allt fímm ár. Á þessum árum lauk hún einnig myndlistarkennara- prófí ásamt því að taka próf í al- mennri listasögu við Öslóarhá- skóla. Af þessum námsferli má ráða, að skólun Margrétar hafí verið nokkuð slitrótt og að hún hafí e.t.v. átt erfítt með að marka sér ákveðna stefnu, en einnig getur þetta borið vott um mikla mennt- unarþörf á sviðum sjónlista. Svo kunna fjölskylduhagir og/eða aðr- ar persónulegar ástæður liggja að baki. Ósjálfrátt fer maður að hugsa út í þetta á sýningu Margrétar, vegna þess að það er býsna erfítt að koma auga á langa og hnitmið- aða skólun í verkunum á sýning- unni. Verkin einkenna hálfgert stefnuleysi og hik, auk þess að átök og tæknileg úrvinnsla eru lítt merkjanleg. Hér er meira treyst á frásögn og hugmyndir og mætti að það vera skynsamlegt í ljósi ýmissa framúrstefnuhræringa í nútíman- um. En sagði ekki George Bern- ard Shaw einmitt réttilega um eðli skynseminnar: „Sá sem hlust- ar á skynsemina er glataður. Skynsemin fjötrar alla, sem ekki eru nógu sterklundaðir til að hafa stjóm á henni". í listum er það nefnilega tilfínn- ingin og sannfæringin sem ræður ferðinni ásamt hæfílegu magni af óskynsemi. Það er t.d aldrei skynsamlegt að taka áhættur, sem eru í mörg- um tilvikum fyrirfram dæmdar til að mistakast en þetta verður lista- maðurinn að gera ef hann vill ná úrskerandi árangri. — Hvað mig snertir þá minnist ég þess ekki að hafa séð kraft- minna framlag frá hendi Margrét- ar en að þessu sinni, en hún hefur sýnt nokkrum sinnum áður hér í borg. Trúlega er Maigrét í öldudal um þessar mundir og kannski eft- ir að hafa étið yfír sig af fræði- kenningum um nýlistir eða ánetj- ast einhverri sértrúarhreyfíngu í myndlist. Ekki spái ég neitt í það, en eitt er alveg ljóst og það er, að engu sambandi náði ég við þessar myndir, þær sögðu mér næsta lítið og höfða því ekki til neinna átaka á ritvellinum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.