Morgunblaðið - 14.05.1988, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 14.05.1988, Qupperneq 53
53 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1988 'MAZDAPPqí MÁZDÁ323 greiðslukjör25°/o 4a\\tað30manuðv rödd, enda forsöngvari í Hóls- kirkju. Nokkrum árum síðar giftist Jónína Elíasi Magnússyni, for- manni í Bolungarvík, miklum dugnaðarmanni. Þau áttu saman sex böm og eni þrjár dætur þeirra á lífí, Olga, Ágústína og Jónína. Amma var tólf ára gömul þegar móðir hennar og stjúpi fluttu til Kanada með fjögur böm. Þar gekk amma í skóla á vetrum en vann á sumrin hjá konu sem seldi fæði og kynntist amma þar margra þjóða mönnum. Hún lenti þar í margs konar ævintýrum sem gam- an var að heyra hana segja frá. Eftir 2—3 ár vestra flutti fjölskyld- an aftur til Bolungarvíkur. Seinna kynntist hún afa, Haf- liða Hafliðasyni, skósmíðameist- ara frá Kirkjubóli í Langadal. Árið 1923 stofnuðu þau sitt heimili, sem bar þeim fagurt vitni. Þau eignuðust tvær dætur. Hólmfríði, gift Sigurði E. Friðrikssyni fv. fulltrúa og eiga þau einn son, undirritaðan. Jónu Sveinborgu, en hún lést 26. ágúst 1980. Svein- borg var gift Elíasi H. Guðmunds- syni símstöðvarstjóra í Bolung- arvík. Þau eignuðust fímm böm. Ámýju, kennara, gift Theodóri Ottóssyni kerfísfræðingi, þeirra synir eru Rúnar og Grétar Sveinn. Hafliða, tannlækni, hans kona er Jóna Magnúsdóttir, hjúkrunar- fræðingur, þau eiga tvö böm, Magnús og Sveinborgu. Rúnar Guðmund sem lést af slysförum 9 ára gamall 29. maí 1967, Hólm- fríði Kristínu sem er við nám í Bandaríkjunum og Kristin Þórð, nema. Þá ólu afí og amma upp eina fósturdóttur, Sigríði Jónu Nordquist, organista, hún er gift Hálfdáni Ólafssyni, vélamanni. Þau eiga tvær dætur, Elísabetu Maríu, ritara, sem á eina dóttur, Sigríði Höllu, og Ámýju Hafborgu, afgreiðslustúlku, og eina fóstur- dóttur, Unni Guðbjartsdóttur. Unnur er gift Garðari Benedikts- syni sjómanni og eiga þau fjögur böm, Háldfán Ólaf, Benedikt Ágúst, Branddísi Jónu og Guð- laugu Björgu. Amma og afí vom bæði glað- sinna, hún létt og kát en afí róleg- ur og glaður. Þau höfðu mikla ánægju af að taka á móti vinum og kunningjum því bæði voru þau gestrisin og alltaf var til nóg í frystikistunni bæði af mat og kök- um. Þau höfðu bæði góðar söng- raddir, sérstaklega amma, og sungu í kirkjukómum í 40—50 ár, en á þeim ámm var mikið fé- lagslíf í Bolungarvík. Ég átti því láni að fagna að njóta hjá þeim hlýju og öryggis á mínum bemsku- og æskuámm. Móðir mín þurfti oft að dvelja á sjúkrahúsi og alltaf var amma til- búin að taka við „óþekktarangan- um“. Hún var mér alltaf hugulsöm og góð. Við áttum margar skemmtilegar stundir saman, hún las oft fyrir mig og söng. Við spil- uðum á spil og alltaf vann ég. Oft saumaði hún á mig falleg föt en hún var góð saumakona, saumaði m.a. íslenska þjóðbúninginn. Fyrir allar þessar hugljúfu minningar vil ég nú við leiðarlok þakka henni af heilum hug og biðja henni Guðs blessunar. Friðrik Pétur Þegar horft er um öxl og litið til baka yfír farinn veg, þá er margs að minnast. Leikir, staðir og smáatvik, sem minningar eru tengdar við, en flestar þessar end- urminningar hafa aðeins persónu- legt gildi og eru einskisverðar í annarra augum. Ég var á 4. ár- inu, þegar ég fyrst man eftir mág- konu móður minnar, Ámýju, á hlaðinu fyrir utan hús afa míns í Bolungavík, Fals Jakobssonar bát- asmíðameistara, sem nú er lög- reglustjórabústaður. Ég var að leik og sá það þegar að þetta var óvenjulegur gestur. Yfírbragð hennar var allt bjart og ljómandi, og svo var hún létt í spori, að mér fannst, að hún kæmi varla við jörð- ina þegar hún gekk. Er hún hafði heilsað móðursystur minni og móður minni, kom hún til mín þar sem ég stóð á hlaðinu skammt frá. Ámý rétti mér höndina, en ég _fór hjá mér og var feiminn. Ámý mun seint gleymast þeim, sem bezt þekktu hana. Ég þekkti vel, hvem mann Ámý hafði að geyma og tel hana hiklaust eina hinna beztu kvenna, sem ég hef þekkt um dagana. Hún var sönn kona og falslaus úr ósviknum málmi ger, drengskaparkona. Adda, eins og ég kallaði hana allt- af, var óvenju hreinskilin kona, óháð og sjálfstæð í skoðunum. Hún var bamslega viðkvæm inni fyrir, en jafnframt glöð og reif, skemmtileg í viðræðu. Adda var alþýðleg í lund, mat menn eftir innra gildi og hjartalagi, en ekki eftir orðum. Hún tók með þreki og stillingu hveiju sem að höndum bar, var lánskona í heimilislífí lengi ævi, en þá er sorgarél ást- vinamissis dundu yfír, sást trú hennar og andlegur þróttur í fögru ljósi. Samvera og dagleg umgengni við Öddu og Hafliða skósmið var mér ríkuleg. Einlæg tryggð við afa minn og allt mitt móðurfólk verður aldrei fullþakkað. Dætrum hennar og öðrum vandamönnum vil ég senda hlýjar samúðarkveðj- ur. Helgi Vigfússon MAZDA 626 SEDAN Allt þaö nyjasta frá MAZDAI! OPIÐ LAUGARDAG OG SUNNUDAG FRÁ KL. 1-5 MAZDA121Í Sérstaklega kynnum við nýjan MAZDA 626 STATION, 2 nýjar gerðiraf MAZDA323: SUPER SPECIAL og SUPER SPORT og nýjan MAZDA E 2000 með aldrifi og dieselvél. LUXUSBILAR - SMÁBÍLAR FJÖLSKYLDUBÍLAR SPORTBÍLAR Ennfremur allar aðrar gerðir af MAZDA626og323, MAZDA 929, MAZDA 121 og B 2600 pallbílana með aldrifi. Gerið ykkur dagamun um helgina, komið og skoðið það nýjasta í bifreiðahönnun og tækni. BILABORG HF FOSSHALSI 1. S. 68 12 99
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.