Morgunblaðið - 12.06.1988, Side 12
12 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1988
Filippseyjar:
Lögin um skiptingu landareigna samþykkt
Manila, Reuter.
ÞINGIÐ á Filippseyjum sam-
þykkti á miðvikudag lög um
endurskipulagningu og umbæt-
ur í landbúnaði. Ar er liðið frá
því Corazon Aquino kynnti lög-
in á þinginu. Stjórnin lítur svo
á að lögin séu grundvöllur þess
að hægt sé að skipta auðæfum
i landinu jafnt á milli þegnanna.
Stjómmálaskýrendur draga í
efa að markmið laganna um jafn-
ari skiptingu auðæfa náist þar sem
mörg ákvæði þeirra hafa verið
felld niður eða breytt í umfjöliun
þingsins. „Þetta er skref í rétta
átt en nú á eftir að koma í ljós
hvemig framkvæmd laganna verð-
ur háttað,“ sagði stjórnmálaskýr-
andi í samtali við fíeuter-frétta-
stofuna.
Eftir langan þingfund á mið-
vikudag var gengið til atkvæða
um lögin og þau samþykkt í báðum
þingdeildum með miklum meiri-
hluta atkvæða. Aquino hefur sagt
að þessi lög muni binda enda á
yfirráð „sykurbarónanna". Aðeins
20 þingmenn af 200 í neðri deild
þingsins, en meirihluti þeirra eru
landeigendur, greiddu atkvæði á
móti lögunum. Af 24 sem sæti
eiga í öldungadeild þingsins
greiddu allir atkvæði með lögun-
um, einn sat hjá við atkvæða-
greiðsluna.
í lögunum er gert ráð fyrir að
540.000 ferkílómetrum lands verði
á næstu tíu árum skipt milli
þriggja milljóna leiguliða. Vinstri-
sinnar á Filippseyjum hafa lýst
yfir óánægju með lögin. Landeig-
endur á eyjunni Negros, sem er
mesta sykurræktarsvæði Filipps-
eyja, hafa hótað að koma sér upp
einkaher til að vernda landareign-
ir sínar.
NordEX norrœna viðshiptasímaskróin 1989 er í
Mriiðnum. Tilkynntu þdtttoku m fyrst
ordEX gæti auðveldað þér og
fyrirtæki þínu leiðir að nýjum
viðskiptasamböndum.
NordEX er norræn viðskipta-
símaskrá, sem hefur að geyma
upplýsingar um rúmlega 10.000
fyrirtæki á Norðurlöndum.
NordEX er gefin út á 5 tungumál-
um og dreift ókeypis til innflytj-
enda og annarra, sem leita eftir
nýjum viðskiptasamböndum.
í NordEX gefst fyrirtækjum
kostur á að auglýsa og kynna
starfsemi sína með nýjum hætti.
Við hvetjum alla þá sem hafa
fengið gögn varðandi NordEX
1989 að senda þau sem allra fyrst
í pósthólf 311, 121 Reykjavík.
Þeir sem ekki hafa fengið send
gögn, en hafa áhuga á að vera
með, eru vinsamlega beðnir um
að hafa samband við auglýsinga-
deild símaskrárinnar í síma
29141.
Mundu, að NordEX 1989, norr-
æna viðskiptasímaskráin, er alveg
í burðarliðnum.
PÓSTUR OG SÍMI 1
Sovéskur andófsmaður:
Refsað fyrir að
hitta Reagan
New York, Reuter.
SOVÉSKUR andófsmaður, Sergeij Kovaljov, fékk ekki það starf
sem honum hafði verið Iofað vegna þess að hann hitti Ronald
Reagan Bandaríkjaforseta í Moskvu þann 30. maí síðastliðinn,
segja forsvarsmenn mannréttindasamtakanna Helsinki Watch,
sem hafa aðsetur í New York.
Kovaljov, sem er 58 ára gam-
all, var sjö ár í vinnubúðum og
fimm ár í útlegð vegna starfa
sinna fyrir tímaritið „Annall
líðandi stundar", sem gefið var út
í óþökk yfírvalda. Kovaljov er
núna félagi í mannréttindasam-
tökunum Glasnost-útgáfan.
Að sögn Helsinki Watch var
Kovaljov neitað um búsetuleyfi í
Moskvu þangað til í vetur. Þá
fékk hann leyfi í eitt ár að því
tilskyldu að hann fyndi sér at-
vinnu. Með hjálp vina fékk hann
vinnu hjá Vísindaakademíunni í
stofnun sem fjallar um upplýs-
ingastreymi.
Daginn eftir fundinn með Re-
agan fór hann með atvinnutilboð-
ið til starfsmannastjórans til að
fá það staðfest. Embættismaður-
inn fór ekki dult með að aðstæður
hefðu breyst og sagði að hann
fengi enga vinnu við svo búið.
AKAI
HLJÓMTÆKI
nesco
LRUGRI/EGUR HF
Laugavegi 10, simi 27788
^^SÍæsfw daga höfum við rýmingarsölu
á skrautmunum frá Rosenthal, sem hætt
er að framleiða. Þessa muni bjóðum við
með allt að helmingsafslætti
RÝMINGARSALA
Við bjóðum m.a. fallega vasa og platta
skreytta af Björn Wiinblad, bæði úr
postulíni og keramik, auk mikils úrvals
skrautmuna eftir aðra lishönnuði.
studiohúsið
Á horni Laugavegs og Snorrabrautar,
sími18400