Morgunblaðið - 10.08.1988, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988
Morgunblaðið/Júlíus
Gatnamót Vesturlandsvegar og Höfðabakka, þar sem mörg umferðaróhöpp hafa orðið.
Atta slasast á klukku-
stund í Artúnsbrekku
Enn eitt slys á mótum Höfðabakka og V esturlandsvegar
Ráðgjafarfyrirtækið Stuðull kannar Ríkisskip;
Ríkisendurskoðun
leggur til yfirtöku
480 milljóna skulda
Ríkissjóður borgar ef ekki tekst að rétta
af reksturinn, segir samgönguráðherra
MATTHÍAS Á. Mathiesen, samgönguráðherra, hefur falið ráðgjafa-
fyrirtækinu Stuðli hf. að framkvæma athugun þá á rekstri Skipaút-
gerðar rikisins, sem sagt var frá í Morgunblaðinu i gaer. Matthias
segist vilja fá hlutlausan aðila til þess að meta stöðu fyrirtækisins
að fenginni skýrslu Rikisendurskoðunar, þar sem fram kemur að
staða þess er afar slsem og eignir duga ekki fyrir skuldum.
ÁTTA manns slösuðust i þremur umferðarslysum, sem urðu á
um eins kilómetra löngum kafla, frá brúnni i Elliðavogi yfir
Reykjanesbraut og að gatnamótum Höfðabakka og Vesturlands-
vegar, á milli klukkan 15.30 og 16.25 i gær. Að auki varð á þess-
um kafla fjórði áreksturinn klukkan 15.55 en þar var aðeins um
eignatjón að ræða.
Fjórir slösuðust og voru fluttir
á slysadeild er Toyota-bifreið, sem
ekið var vestur Vesturlandsveg
og beygt suður Höfðabakka, lenti
í veg fyrir Lancer-bifreið, sem
ekið var austur Vesturlandsveg.
Meiðsli þriggja voru ekki talin
alvarlegs eðlis en talið var að hinn
§órði, kona sem sat f framsæti
Toyotunnar, hafi skaddast inn-
vortis. Bílamir eru báðir taldir
ónýtir. Þar með er tala slasaðra
á þessum gatnamótum komin f
14 það sem af er árinu en auk
þess varð þama dauðaslys í vor.
Fáeinum mínútum eftir þetta
slys var Chevrolet Corvette-bif-
reið ekið vestur aðrein af
Bíldshöfða inn á Ártúnsbrekku.
Þar var fyrir á vinstri akrein
Volvo-bifreið sem Corvettan rakst
á og snerist við það á götunni.
Tvær bifreiðar sem á eftir komu
sluppu naumlega frá árekstri en
sú þriðja, Chevrolet Monza, sem
í vom fjórir, rakst á Corvettuna
og slösuðust þrír. Meiðsli tveggja
vom ekki talin lífshættuleg en
kona sem sat í framsæti var talin
talsvert siösuð. Ökumaður Corvet-
tunnar slapp ómeiddur en bílamir
tveir em mikið skemmdir.
Ökumaður jeppa missti stjóm
á bifreið sinni sem beygt hafði
verið suður Höfðabakka af Vest-
urlandsvegi og ók á ljósastaur.
Hann slasaðist nokkuð og var
fluttur á slysadeild.
„Það á að meta hvort og þá hvaða
leiðir séu færar til þess að reka
fyrirtækið áfram með óbreyttri
þjónustu en þannig að það skili
rekstraijöfimði og greiði niður
skuldir sínar," sagði Matthías. „Ef
ekki, hvaða leiðir sé þá hægt að
benda á aðrar, með sérstöku tilliti
til könnunar Byggðastofnunar á
flutningsþörf landsins miðað við
þær stórbættu samgöngur sem orð-
ið hafa á landi og f lofti sfðan Ríkis-
skip tóku til starfa."
I skýrslu sinni um Ríkisskip seg-
ir Ríkisendurskoðun að það sé von-
laust að skipaútgerðin geti með eig-
in rekstri staðið undir skuldum
sínum, sem em um 630 milljónir
króna. Þar af 404 milljóna skuld
við ríkisábyrgðasjóð og 74 milljóna
skuld við ríkissjóð. Ríkisendurskoð-
un leggur til að ríkissjóður taki að
sér greiðslur langtfmalána og
skammtímaskulda fyrirtækisins við
rikissjóð. Þá segir ríkisendurskoðun
það koma til greina að rikissjóður
jrfirtaki skuldir Rfkisskipa við ríkis-
ábyrgðasjóð og ríkissjóð, samtals
478 milljónir króna. „Ríkið er
ábyrgt fyrir skuldum fyrirtækisins
og ef ekki finnst leið til þess að
enduigreiða þær með jákvæðri af-
komu fyrirtækisins verður rikissjóð-
ur að greiða þær,“ sagði samgöngu-
ráðherra.
Matthías sagði að það færi eftir
niðurstöðu Qárveitingarvaldsins um
framtíðarstefnu í flutningaþjón-
ustu, hvort fyrirtækið yrði lagt nið-
ur og eignir þess seldar fyrir skuld-
um. Eignimar em 112 milljónum
minni en skuldimar.
Sjá frétt af skýrslu Ríkisend-
urskoðunar og könnun
Byggðastofnunar á bls. 28.
74 milijónir lagðar til hliðar vegna lífeyrisréttinda starfsmanna Búnaðarbankans:
Vextirnir skipta ekki máli því
bankarnir tryggja lífeyrinn
- segir Benedikt Davíðsson, formaður Sambands almennra lífeyrissjóða
„Við höfum allt aðra aðstöðu
en til dæmis þeir þjá lifeyrissjóð-
um rikisbankanna, þvi að þessir
sjóðir eru tryggðir af atvinnu-
rekendunum. Lífeyrisréttindin
eru tryggð af bönkunum og það
sést best á því að þegar verið var
að gera Útvegsbankann upp, var
talið að þyrfti til viðbótar ið-
gjaldi, sem bankinn hefur auðvit-
að greitt i sjóðinn á undanföm-
um árum, eina milljón vegna
hvers starfsmanns eða yfir 400
milljónir til þess að tryggja rétt-
indin,“ sagði Benedikt Daviðs-
Fékk loft-
riffilsskot
í höfuðið
UNGLINGSPILTUR fékk kúlu úr
loftriffli i gagnauga þegar hann
var á gangi i Vesturbergi í
Reykjavík á mánudagskvöld.
Kúlan var Qarlægð á slysadeild
Borgarspítalans og olli piltinum ekki
varanlegu heilsutjóni en litlu munaði
að hún hæfði auga hans.
Þrír piltar sem höfðu verið á svöl-
um á þriðju hæð í flölbýlisihúsi við
Vesturberg áttu sök á skotinu. Þeir
gerðu sér leik að því að skjóta úr
loftriffli á Ijósastaura og umferðar-
skilti. Lögreglan náði tali af þeim og
lagði hald á vopnið.
son, formaður Sambands al-
mennra lífeyrissjóða um vexti þá
sem lífeyrissjóðir ríkisbankanna
taka af lífeyrissjóðslánum. Þeir
hafa verið og em 3,5%, nema hjá
lífeyrissjóði Búnaðarbankans,
sem hækkaði vextina í 5% 1. júlí,
en meðalvextir bankanna af
verðtryggðum lánum, sem flestir
lifeyrissjóðanna taka, era 9,5%.
„Málið er auðvitað að það skiptir
engu fyrir þessa sjóði upp á lífeyris-
réttindin, hvort vextimir eru 2%,
5% eða 9%. Bankinn tryggir lífeyris-
réttindi, sem em ekki lakari heldur
en aðrir opinberir starfsmenn hafa.
Þetta á raunar einnig við um starfs-
menn annarra banka en ríkisbanka,
vegna þess að yfirlýsing sem fylgir
lq’arasamningi kveður á um að þeir
skuli ekki njóta lakari lífeyrisrétt-
inda en starfsmenn ríkisbankanna,"
sagði Benedikt.
Hann sagði að því væri ekki
hægt að bera saman ávöxtun al-
mennu lífeyrissjóðanna annars veg-
ar og ávöxtun opinberu lífeyrissjóð-
anna og bankanna hins vegar. Hann
væri ekki samþykkur því að lífeyris-
sjóðimir ættu að ganga á undan
öðmm með því að lækka vexti á
sínum lánum. Almennu lífeyrissjóð-
imir hefðu ekki bolmagn til þess.
Þeir ættu ekki fyrir skuldbindingum
sínum og það væri enginn sem
greiddi mismuninn, eins og tilfellið
væri með opinbem sjóðina. Al-
mennu lífeyrissjóðimir yrðu að nýta
alla möguleika sem þeir hefðu til
að ávaxta fé sitt. Ef vextir lækkuðu
myndu sjóðimir að sjálfsögðu taka
þátt í því, en að hans mati hefðu
stjómendur lífeyrissjóðanna ekki
heimild til að ganga á undan með
að taka lægri vexti eða að láta sjóð-
félögum sínum í hendur niðurgreidd
lán, eins og talað væri um að gert
væri í húsnæðislánakerfinu
Samkvæmt ársreikningi Búnað-
arbankans, svo dæmi sé tekið, var
lagt tii hliðar f sjóð vegna lífeyris-
réttinda, auk 8% samningsbundins
framlags af gmnnlaunum starfs-
manna í lífeyrissjóð, 74,1 milljón á
árinu 1987 og samtals em í þessum
sjóði rétt rúmar 282 milljónir.
Samdrátt-
ur í osta-
framleiðslu
VEGNA minnkandi mjólkur-
framleiðslu hefur orðið vem-
legur samdráttur í framleiðslu
osta, og hefur útflutningur á
ostum af þeim sökum að mestu
Ieyti lagst niður.
Að sögn Óskars Gunnarssonar
forsljóra Osta- og smjörsölunnar
svarar innvegin mjólk til mjólk-
urbúanna nú nokktim veginn til
eftirspumarinnar eftir ostum á
innlendum markaði, en útflutning-
ur er að mestu leyti úr sögunni.
Ostabirgðir í landinu þann 1. ágúst
síðastliðinn vom rúmlega eitt þús-
und tonn, en það er um 300 tonn-
um minna en á sama tíma í fyrra.
Samdráttur hjá mjólkurbúunum
er að sögn Óskars nokkuð mis-
jafn, en hjá þeim öllum kemur
miklu minni mjólk til vinnslu en
þau em byggð fyrir og hafa getað
annað á undanfömum árnrn. Fyrir
örfáum ámm var innvegin mjólk
í kringum 120 milljónir lítra á
ári, en er nú komið niður í rúmar
103 milljónir lítra, þannig að um
vemlegan samdrátt hefur verið að
ræða á tiltölulega skömmum tíma.
Þorsteinn Pálsson í Bandaríkjunum:
Hádegisfundur með
Bandaríkjaforseta
FIJNDUR Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra og Ronalds Reag-
ans forseta Bandaríkjanna hefst i dag klukkan 11.30 í Hvita
húsinu í Washington. Þeir munu fyrst hittast einir ásamt tveimur
riturum í skrifstofu Reagans en síðan flytja þeir sig yfir í ríkis-
stjórnarherbergið þar sem islenska sendinefndin, sem er í för
með Þorsteini og nokkrir bandarískir frammámenn bætast í hóp-
ínn.
Þessir aðilar munu sitja fund
þeirra Þorsteins og Reagans; af
hálfu Bandaríkjamanna: Frank
Carlucci vamarmálaráðherra,
Ken Duberstein starfsmannastjóri
Hvíta hússins, John C. Whitehead
aðstoðamtanrfkisráðherra og Nic-
holas Ruwe sendiherra Banda-
rílrianna á íslandi.
Islenska sendinefndin sem er í
för með Þorsteini er þannig skip-
uð: Guðmundur Benediktsson
ráðuneytissstjóri, Helgi Ágústs-
son sendiherra, Þorsteinn Ingólfs-
son skrifstofustjóri Vamarmála-
skrifstofunnar, Geir Haarde al-
þingismaður og Jónfna Michaels-
dóttir aðstoðarmaður forsætisráð-
herra. Við þennan hóp á fundinum
bætast svo Ingvi S. Ingvason
sendiherra íslands f Washington
og Hörður H. Bjamason sendi-
ráðsritari.
Fundinum verður síðan fram-
haldið yfir hádegisverði sem
snæddur verður í „The Old Fam-
ily“ borðstofunni. Fundi þeirra
Þorsteins og Reagans lýkur svo
klukkan 13.30 með þvf að báðir
halda kveðjuræður á tröppum
Hvíta hússins. Meðan á fimdi
þeirra Þorsteins og Reagans
stendur mun Ingibjörg Rafnar,
eiginkona Þorsteins, sitja teboð
Nancy Reagans.
Síðdegis f dag mun Þorsteinn
Pálsson síðan hitta Utanríkis-
málanefnd öldungardeildar
Bandaríkjaþings. Mun sá fundur
verða í Þinghúsinu og hefst hann
klukkan 16.30. Fleira er ekki á
dagskrá Þorsteins í dag.