Morgunblaðið - 10.08.1988, Side 5

Morgunblaðið - 10.08.1988, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988 5 Fundi flugmanna og fjár- málaráðuneytis frestað Morgunblaðið/Stig Bjame Fiksdal Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, og Bjarne Mark Eidem, sjávarútvegsráðherra Noregs, f Bodo í Noregi i gær. Noregur: FUNDI fulltrúa launadeUdar fjármálaráðuneytisins, flug- manna Landhelgisgæslunnar og Félags islenskra atvinnuflug- manna, sem vera átti í gær- morgun var frestað um óákveð- inn tima. Flugmenn gæslunnar funduðu í sinn hóp í gær, auk þess sem fundir voru með yfir- mönnum Landhelgisgæslunnar og forráðamönnum FÍA, en flugmenn gæslunnar, sem vinna samkvæmt kjarasamningi FÍA, hafa ekki fengið greitt í sam- ræmi við samkomulag sem tókst Sjávarútvegsráðherra í opinberri heimsókn HALLDÓR Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra, fór til Noregs sl. sunnudag i boði Bjarne Mork Eidem, sjávarútvegsráðherra Noregs. Ráðherrarnir skoða m.a. ýmsar stofnanir og fiskvinnslu- fyrirtæki í Noregi og voru við- staddir opnun sjávarútvegssýn- ingar i Þrándheimi sl. mánudag. Opinberri heimsókn sjávarút- vegsráðherra til Noregs lýkur á morgun, fimmtudag. í föruneyti sjávarútvegsráðherra eru m.a. eiginkona hans, Sigutjóna Sigurðardóttir, Ámi Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðu- neytinu, eiginkona hans, Sigríður Thorlacius, og Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Frá Noregi heldur sjávarútvegs- ráðherra til Finnlands þar sem hann situr 21. Norrænu fískimálaráð- sttfnuna í Savonlinna dagana 15. til 17. ágúst nk. Ráðstefnan er sam- eiginlegur umræðuvettvangur hagsmunaaðila, stjómvalda og vísindamanna. í tengslum við ráðstefnuna verð- ur haldinn fundur sjávarútvegsráð- herra Norðurlanda. Á fundinum munu ráðherramir m.a. ræða nor- ræna samstarfsáætlun á sviði sjáv- arútvegsmála, stjómun á nýtingu auðlinda hafsins með tilliti til inn- byrðis tengsla einstakra tegunda, mengun sjávar, afstöðu Norður- landaþjóða til Evrópubandalagsins og samvinnu á sviði líftækni. milli félagsins og Flugleiða í sumar. Vilhjálmur Þórðarson, formaður FÍA, sagði algjörlega rangt að samkomulag félagsins við Flug- leiðir bryti í bága við bráðabirgða- lögin um efnhagsráðstafanir frá því í vor. Samkomulagið væri inn- an ramma laganna. Svonefnt handbókargjald (Jeppesensgjald) væri greiðsla fyrir leiðréttingu handbóka, sem lytu að ýmsum þáttum starfsins, og færi fram utan umsamins vinnutíma. Þessi vinna væri sífellt að aukast og gjaldinu hefði verið breytt úr hundraðshluta af kaupi í fastá- kveðna upphæð og það væm ekki nær allir sem hefðu hækkað við þessa breytingu. Varðandi 25 þús- und króna eingreiðsluna til flug- manna kæmi tvennt til. Annars vegar hefðu flugmenn lengt leyfí- legan útivemtíma sinn úr 12 dög- um í 18. Hins vegar hefði samn- ingurinn mnnið út um áramót og þegar samningar hefðu dregist fram á sumarið hefðu þau laun sem samið var um verið greidd fyrir allt samningstímabilið. Það hefði ekki verið nú og eingreiðslan verið uppbót að hluta á það sem vantaði á greiðslur frá áramótum. Hann sagði rangt að flugmenn greiddu ekki skatta af dagpening- um. Þeir greiddu skatta af þeim dagpeningum sem væra skatt- skyldir. Til dæmis væri 25% álag á dagpeninga flugstjóra og af því væri greiddur skattur sámkvæmt lögum um staðgreiðslu. Þeir dag- peningar sem aðrir flugmenn fengju væm innan þeirra marka að greiða ætti af þeim skatta. 'O INNLENT Reykjavíkurmaraþon: Skráningar- frestur renn- urút 15. ágúst AF gefnu tílefni vill fram- kvæmdanefnd Reylqavikur- maraþons itreka að frestur tíl að skrá sig í hlaupið rennur út 15. ágúst og verður ekki tekið við umsóknum eftír það. Hlaupið verður frá Lækjargötu kl. 12.00 á sunnudag 21. ágúst. Skráning fer fram hjá Ferðaskrif- stofunni Úrval, Pósthússtræti 13. Ekki er hægt að skrá sig í gegnum síma. Mýrdalssandur: Skemmdir á grjót- vörn við Múlakvísl VÖXTUR hefur verið i ám á Mýrdalssandi vegna mikilla rign- inga undanfarið. Loka varð brúnni yfir Múlakvisl á mánu- dagskvöld því ástandið var óljóst og jafnvel búist við skemmdum á henni, sagði Guðmundur Ara- son, tækniverkfræðingur þjá Vegagerð ríkisins í Vík. Þegar ástand brúarinnar var kannað í gærmorgun kom þó í ljós að ekki var um neinar skemmdir á sjálfri brúnni að ræða. Straumurinn hafði aftur á móti hrifíð með sér 2-3 m af stórgrýti úr grjótvöm við brúnna, en skemmdir vom óvem- legar. Viðgerðir á henni vom hafn- ar þegar Morgunblaðið náði tali af vegagerðarmönnum í Vík f gær og umferð hafin á ný yfír brúna. Útsýn: Andri Már Ingólfsson yfir rekstrarsviði Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá ferðaskrifstofunni Útsýn hf.: Þær skipulagsbreytingar hafa verið gerðar hjá Ferðaskrifstofunni Útsýn hf., að hér eftir er fyrirtæk- inu skipt í tvö svið, rekstrarsvið og fjármálasvið. Andri Már Ingólfsson hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri rekstrarsviðs Útsýnar. 1. Undir rekstrarsvið heyra markaðsmál, sala og skipulag og framkvæmd ferða til og frá landinu. 2. Undir fjármálasvið heyra öll fjármál, bókhald og tölvumál. Fjár- málastjóri er sem fyrr Kristinn Helgason. Helgi Magnússon er forstjóri og Ingólfur Guðbrandsson stjómar- formaður fyrirtækisins. Aukaferð 7. október /egna mikillar eftirspurnar bjóðum við nú 22 daga ferð fyrir fullorðið fólk — 60 ára og þar um bil. Auk okkar ágætu fararstjóra munu Anna Þrúður Þorkelsdóttir og Kristín Jónasdóttir sjá um að gera fólkinu dvölina sem ánægjulegasta. Kynningarfundur verður haldinn í félagsmiðstöðinni að Hvassaleiti 56-58 fimmtud. 11. ágúst kl. 17.00. (mðMK FERÐASKRIFSTOFA HALLVEIGARSTÍG 1 SlMAR 28388 - 28580 I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.