Morgunblaðið - 10.08.1988, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 10.08.1988, Qupperneq 22
22 MÖRGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR'IO. ÁGÚST 1988 Bretland: Fækkun kjamavopna eykur spennu á Vesturlöndum St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. UTANRÍKISMÁLANEFND neðrí deildar breska þingsins segir í skýrslu, sem út kom fyr- ir síðustu helgi, að raunveruleg afvopnun kunni að skapa hætt- ur fyrir Atlantshafsbandalagið. Skýrsla nefndarinnar, en í henni sitja fulltrúar ailra flokka, hafði verið í sjö mánuði í undirbúningi. í niðurstöðum hennar segir að afvopnun muni auka spennu meðal vesturveldanna. Að líkindum muni þurfa að auka framlög til varnar- mála á sama tíma og almenningur líti svo á að stöðugt dragi úr hætt- unni af Sovétríkjunum. Að síðustu er bent á mikinn áróður Sovét- manna fyrir afvopnun og að ekk- ert samræmi sé á milli orða þeirra og efnda á þessum vettvangi. Í skýrslunni segir einnig að samningur risaveldanna um út- rýmingu meðaldrægra kjamorku- eldflauga, sem þeir Ronald Reag- an og Míkhaíl S. Gorbatsjov undir- rituðu í Washington í desember á síðasta ári, muni draga minna úr kjamorkuheraflanum en almennt hefur verið talið. Atlantshafs- bandalagið sé í veikri samningsað- stöðu um fækkun hefðbundinna vopna. Einnig sé ljóst að eftiriit með fækkun hefðbundinna vopna og efnavopna yrði mjög erfitt. í skýrslunni er bent á að samn- ingurinn um meðaldrægu eld- flaugamar hafí aukið þrýsting á að skammdrægar flaugar verði endumýjaðar en það hafi skapað erfíðleika í samskiptum Vestur- Þjóðverja og annarra Atlantshafs- bandalagsþjóða. Þeir óttist að Þýskaland yrði meginvígvöllur í hugsanlegum átökum austurs og vesturs þar sem beitt yrði skamm- drægum kjamorkuvopnum. Reuter Bresk veijuvika Breska heilbrigðisráðuneytið hefur valið þessa stúlku, sem heitir Carina Roma og er 21 árs, til þess að vera helsta fyrirsætan í herferð gegn eyðni sem blásið verður til í Bretlandi í tengslum við breska verjuviku sem hefst á mánudaginn. Carina mun með- al annars hjálpa fólki að komast yfir hræðslu sem oft hrjáir þá er vilja kaupa veijur. Umsækjendur um fyrirsætustarfið voru meðal annars látnir veþ'a sér veijur á meðan púls þeirra var mældur. ardag. Norður-Kóreumenn hafa hótað að virða Ólympíuleikana að vettugi fái þeir ekki framgengt þeirri kröfu sinni að leikamir verði að hálfu í Norður-Kóreu. Undan- fama mánuði hafa þeir neitað að ræða tillögur Roh Tae-woo, for- seta Sunnanmanna, og suður- kóreska Rauða krossins um skref í þá átt að minnka spennuna milli ríkjanna t.d. með gagnkvæmum stúdenta- og íþróttaheimsóknum. Kóreuskaginn: Norðanmenn æskja við- ræðna um bætta sambúð Seoul. Reuter. NORÐUR-Kóreumenn fóru í gær fram á viðræður við Suð- ur-Kóreumenn um bætta sam- búð ríkjanna og stungu upp á því að þær hæfust 17. ágúst í landamærabænum Panniunjom, að sögn ríkisútvarpsins í Suð- ur-Kóreu. í bréfi frá norður- kóresku stjórninni var farið fram á að á fundinum undir- byggju nokkrir fulltrúar frá hvoru ríkinu ráðstefnur sem haldnar yrðu til skiptis höfuð- borgum ríkjanna, Pyongyang i Norður-Kóreu og Seoul í Suð- ur-Kóreu. Þar myndu þingmenn beggja rílga reyna að komast að samkomulagi um griðasátt- mála og þátttöku Norðanmanna í Ólympiuleikunum sem hefjast í Seoul í næsta mánuði. smá- Samningurinn um meðaldrægu flaugamar, sem tekur einungis til landeldflauga, veki einnig þá spumingu hvort setja beri meðal- drægar flaugar í kafbáta og flug- vélar til að geta haldið í vamar- stefnu Atlantshafsbandalagsins um sveigjanleg viðbrögð á átak- atímum. En í skýrslunni er bent á að bæði Atlantshafsbandalagið og Varsjárbandalagsríkin vinni nú ötullega að því að smíða ný vopn sem nái til sömu skotmarka og meðaldrægu flaugamar. í skýrslunni er samningnum um meðaldrægu flaugamar fagnað og hvatt til þess að haldið verði áfram á sömu braut en sagt er að stjóm- völd geti búist við því að það taki langan tíma að afvopnast og mörg ljón séu í veginum. Jafnaðarmenn í Svíþjóð: Kommúnistar undir Fulltrúar suður-kóreska þings- ins staðfestu í gær að bréfíjí hefði borist en skýrðu ekki nánar frá efni þess. Þeir sögðu þó að já- kvætt svar yrði afhent Norðan- mönnum í dag, miðvikudag. Bréf norður-kóresku stjómar- innar er svar við áskorun Seoul- stjómarinnar fyrr í mánuðinum þess efnis að efnt yrði til slíkra þingmannaráðstefna og mættu Norðanmenn sjálfír ákveða fund- sjá á sjöunda áratugnum - segir í bók sem fyrrum yfirmaður leyniþjónustunnar gefur út Stokkhólmi, frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter. FYRRUM yfirmaður sænsku í bók, sem kemur út næsta leyniþjónustunnar segir frá því fimmtudag, að Jafnaðarflokkur- Belgia: Stórt skref stigið í átt til sambandsríkis Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FYRIR helgina samþykkti öld- ungadeild belgiska þingsins til- lögur ríkisstjórnarinnar um aukna sjálfstjóm til héraða landsins. Það sem mesta athygli vekur em fyrirætlanir um sér- stakar þingkosningar fyrir mál- samfélögin tvö, Vallóníu og Flandur, og sömuleiðis fyrir Brussel. Þessar samþykktir eiga rætur sinar að rekja til sáttmála ríkisstj ómarinnar sem tók við völdum um miðjan maí eftir sex mánaða stjórnarkreppu. Tillögumar, sem samþykktar voru í öldungadeildinni og áður í fulltrúadeildinni, ganga út á að veita málsamfélögunum yfírstjóm yfír skólamálum, samgöngum og menningu. Fyrir lok þessa árs verða afgreiddar tillögur um sérstaka tek- justofna sjálfstjómarsvæðanna og á næsta ári er fyrirhugað að af- greiða tillögur um sérstakar kosn- ingar í þeim. Um þessar mundir eru þingmenn málsamfélaganna jafn- framt þingmenn á belgíska þinginu. Samkvæmt stjómarsáttmálanum verða haldnar sérstakar kosningar til belgíska þjóðþingsins og aðrar til þinga málsamfélaganna. Búist er við því að tillögur þessa efnis verði afgreiddar á næsta ári. Það sem skiptir mestu er að ríkis- stjóm og þíng hafa fallist á að Brussel verði sjálfstjómarsvæði. í stað þess að ráðherrar úr ríkis- stjóminni fari með málefni Brussel munu íbúar borgarinnar fá að kjósa sérstakt þing sem síðan mun fela ráðheirum umboð. Gert er ráð fyrir því að treysta Brussel í sessi sem höfuðborg Evrópu, m.a. með því að rikisstjóm „sambandsríkisins" hafí heimild til að grípa í taumana . ef stjóm borgarinnar þykir ekki standa sig í þeim efnum. Líta má svo á að með þessum samþykktum séu belgískir stjómmálamenn að horfast í augu við þá staðreynd að í Iandinu búa tvær þjóðir sem eru tilbúnar til að sameinast um einn kóng en varla meira. Eftir sem áður verður Brussel höfuðborg Belgíu og jafnframt Flandurs. Sam- kvæmt þeim tillögum sem nú liggja fyrir stendur ekki til að stækka umráðasvæði Brussel þannig að þau sveitarfélög í útjaðri borgarinnar, sem hafa verið þrætuepli málsam- félaganna, verða áfram í Flandri og teljast því flæmskumælandi. Bmssel hefur þá sérstöðu innan belgíska konungsríkisins að bæði tungumálin eru, samkvæmt lögum, jafíirétthá innan borgarmarkanna. ínn hafi á sjötta og sjöunda ára- tugnum látið safna upplýsingum um fólk sem talið var vera kommúnistar. Sænskt dagblað hefur birt kafla úr bókinni þar sem þessar staðhæfingar koma fram. Talið er að þetta verði jafnaðarmönnum síst til fram- dráttar í komandi kosningum. Jaf naðarmenn liggja þegar undir þungum ásökunum vegna rann- sóknarinnar á morði Olofs Palme, fyrrum forsætisráðherra. 0 Sænskt dagblað birti um helgina kafla úr bókinni „Yfirmaður leyni- þjónustunnar 1962-70“ eftir Per Gunnar Vinge. Þar er meðal annars greint frá því að á þeim árum sem Vinge var yfírmaður leyniþjón- ustunnar hafi forystumenn jafnað- armanna safnað upplýsingum um fólk sem talið var aðhyllast komm- únisma. Nöfn þessa fólks voru skráð á sérstakan svartan lista. „Areiðanlegir jaftiaðarmenn voru valdir til að safna þessum upplýs- ingum og litu þeir svo á að það væri virðingarvottur að vinna að þessu. Þessar aðgerðir voru rétt- lættar með að þær vörðuðu öryggi landsins," segir Vinge. Vinge, sem kominn er á eftir- laun, greinir einnig frá stofnun sem kölluð var Upplýsingaskrifstofan (Informationsbyrán, IB), sem starf- að hafí samhliða leyniþjónustunni fram til ársins 1976. „IB var starf- rækt undir vemdarvæng stjóm- málamanna," skrifar Vinge í bók sinni. Árið 1973 greindi blaðamaðurinn Jan Guillou frá starfsemi IB. Hann var dæmdur í eins árs fangelsi fyr- ir njósnir vegna þeirra upplýsinga sem hann birti. Ingvar Carlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, staðfesti að slík stofnun hafí verið til, en neitaði að hún hafi verið í tengslum við Jafn- aðarmannaflokkinn. „Ég get sann- að að engin tengsl vom á milli flokksins og IB,“ sagði Carlsson. „Það verður að hafa í huga að á þessum tíma var tortryggni í garð kommúnista meiri en nú er,“ bætti forsætisráðherrann við. Carlsson er afar reiður vegna þessara afhjúpana Vinge, sem geta komið sér illa fyrir flokk hans í kosningunum sem fram fara í sept- ember. Hann hefur ásakað Vinge um að vera handbendi iðnrekenda og atvinnurekenda. Forsætisráð- herrann hefur' ekki viljað neinar upplýsingar um það hvort flokkur hans hefði látið skrá kommúnista á ámm áður. Jafnaðarmenn, sem hafa verið við stjómvölinn í Svíþjóð undanfar- in 56 ár, ef frá em talin 6 ár sem borgaraflokkamir vom við stjóm, eiga undir högg að sækja fyrir kosningamar nú vegna rannsóknar- innar á morði Olofs Palmes. Anna- Greta Leijon fyrrum dómsmálaráð- herra varð að segja af sér þegar uppvíst var að hún hafði staðið fyr- ir einkarannsókn á morðinu. Leijon og Carlsson bám vitni fyrir þing- nefnd í síðustu viku vegna einkar- annsóknarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.