Morgunblaðið - 10.08.1988, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988
29
Sjálfseignarfélag um stúdentaíbúðir stofnað:
Kaupir íbúðir á
frjálsum markaði
Félagsmálaráðuneytið hefur
nýverið samþykkt undirbún-
ingsfélag fyrir Félagsstofnun
stúdenta á Akureyri. Félagið
hefur vilyrði Húsnæðisstofnun-
ar ríkisins fyrir láni að upphæð
25 miiyónir króna tíl kaupa á
stúdentaíbúðum á Akureyri á
þessu ári, en búast má við að
umsóknin verði endanlega af-
greidd á fundi stjómar Hús-
næðisstofnunar nk. mánudag.
Upphaflega sótti Skjöldur, fé-
lag áhugamanna um Háskólann á
Akureyri, um lán til kaupa á húsi
nr. 26 við Glerárgötu og hugðist
félagið innrétta húsið fyrir stúd-
entaíbúðir. Félagsmálaráðuneytið
taldi félagið Skjöld sem slíkt ekki
lánshæft, en benti þess í stað á
að stofna þyrfti nýtt félag stúd-
enta og aðstandenda háskólans
sem kæmi til með að verða sjálfs-
eignarstofnun og taka á sig lán-
tökur í líkingu við Félagsstofnun
stúdenta í Reykjavík. Gengið var
frá stofnun félagsins í sumar og
þess æskt að umsóknin yrði yfír-
færð á nýja félagið.
Gert er ráð fyrir að sjálfseign-
arstofnun verði sett á laggimar
fyrir 1. október nk. á Akureyri.
Lán þau sem veitt eru til félags-
legra íbúða em til 40 ára og bera
þau verðtryggingu og 1% vexti.
Hið nýja félag hefur ekki tilgreint
hve húsnæðisþörfín er mikil á
komandi hausti, en stefnir að
minnsta kosti á kaup á fímm íbúð-
um á frjálsum markaði. Ef sam-
þykki fæst á mánudag, má búast
við lánsafgreiðslu þá strax í kjöl-
farið, en lánið er afgreitt í nokkr-
um áföngum. Percy Stefánsson
starfsmaður Húsnæðisstofnunar
sagði að heildarlánveiting til fé-
lagslegra íbúða á árinu væri 2
milljarðar. Inni í þeirri tölu væm
fjórir málaflokkar, verkamanna-
bústaðir, leiguíbúðir sveitarfélaga
og leiguíbúðir, sem félagasamtök
og aðrir aðilar geta byggt og í
fjórða lagi væm kaupleiguíbúðir
nú að koma inn hjá Húsnæðis-
stofnun í fyrsta sinn.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Félag áhugamanna um málefni háskólans á Akureyri hefur nú
hætt við kaup á Glerárgötu 26 undir stúdentaíbúðir og hyggst
kaupa nokkrar íbúðir á frjálsum markaði á Akureyri.
Söfnuðu 1.040 kr. með hlutaveltu
Þessar ungu vinkonur, Sigurlaug Ýr Sveinbjörnsdóttir 9 ára og
Maria Huld Ingólfsdóttir 8 ára, héldu tombólu fyrir skömmu S '
Brekkugötunni. Þær söfnuðu 1.040 krónum sem þær ætla að láta
renna til Rauða kross íslands.
Morgunblaðið/Helgi Ólafsson
Ragnheiður Erla sett í
embætti á Raufarhöfn
Norðurland eystra:
46 umsóknir um
kaupleiguíbúðir
ALLS eru til ráðstöfunar 273
miiyónir króna i kaupleiguíbúðir
á þessu ári. Á Norðurlandi eystra
hefur verið sótt um lán fyrir 46
kaupleiguibúðir, þar af 33 al-
mennar kaupleiguíbúðir og 13
félagslegar ibúðir.
Umsóknir vom tuttugu frá Akur-
eyri, fímm frá Ójafsfirði, tíu frá
Dalvík, fjórar frá Árskógsstrandar-
hreppi, tvær frá Grenivík, tvær frá
Kópaskeri, ein frá Raufarhöfn og
tvær frá Þórshöfn. Af þessu em
félagslegar umsóknir tíu frá Akur-
eyri, tvær frá Grenivík og ein frá
Raufarhöfn. Hinar umsóknimar em
vegna almennra kaupleiguíbúða.
Byggingarsjóður ríkisins lánar til
almennra kaupleiguíbúða og era
þær ekki háðar eigna- og tekju-
mörkum við úthlutun. Kjörin em
þau sömu og almennt er, það er
lánin em verðtryggð með 3,5% árs-
vöxtum. Félagslegu íbúðimar bera
hinsvegar 1% vexti.
Samkvæmt upplýsingum frá
Húsnæðisstofnun ríkisins í gær, er
gífurleg ásókn í kaupleiguíbúðir og
í verkamannabústaðakerfíð og hafa
hátt í 700 umsóknir borist vegna
kaupleiguíbúða fyrir árið 1989 og
hátt á fímmta hundrað umsóknir
vegna verkamannabústaða. Um-
sóknimar þurftu að hafa borist
stofnuninni fyrir 1. ágúst.
Umsóknir um kaupleiguíbúðir
fyrir yfírstandandi ár bárust Hús-
næðisstofnun fyrir 22. júní sl. og á
Húsnæðisstjóm eftir að fjalla um
umsóknimar. Fastlega er þó búist
við að niðurstöður liggi fyrir um
miðjan næsta mánuð.
Raufarhöfn.
Ragnheiður Erla Bjarnadóttir
var formlega sett inn í embætti
prests á Raufarhöfn síðastliðinn
sunnudag í Raufarhafnarkirkju.
Séra Örn Friðriksson prófastur
í Þingeyjarprófastdæmi setti
nýja prestinn inn í embættið og
viðstaddir voru úr prestastétt
séra Ingimar Ingimarsson prest-
ur á Þórshöfn, séra Yr$a Þórðar-
dóttir prestur á Hálsi í Fnjóska-
dal, séra Bjöm H. Jónsson fyrr-
verandi prestur á Húsavík og
séra Hulda Hrönn Helgadóttir
prestur í Hrísey.
Ragnheiður er dóttir hjónanna
Bjama Bjamasonar og Ölmu Thor-
arensen og búa þau í Reykjavík.
Hún lauk prófi í líffræði frá Há-
skóla íslands árið 1977. Jafnhliða
háskólanámi stundaði hún söngnám
í Vínarborg í fulla þijá vetur og
upp úr því fékk hún áhuga á guð-
fræði. Hún gat þó ekki alfarið slitið
sig frá söngnáminu. Nám í guð-
fræði las hún mikið til utan skóla
og kom heim til próftöku. Með góð-
um skilningi kennara tókst henni
að nema guðfræði samhliða söng-
náminu. Ragnheiður lauk guðfræði-
námi 1987. Þá var farið að huga
að lausu prestakalli, en að eigin
sögn hafði hún áhuga á starfí í
þorpi frekar en í sveit.
Raufarhafnarhreppur varð fyrir
valinu sem starfsvettvangur fyrir
þennan unga efnilega prest og bjóða
Raufarhafnarbúar Ragnheiði Erlu
velkomna til starfa og óska henni
alls hins besta um ókomin ár. Um
leið vilja íbúar þakka séra Sigurvini
Einarssyni fyrir dygga og góða
þjónustu á liðnum ámm, en hann
þjónaði Raufarhafnarprestakalli
nokkur síðastliðin ár ásamt Skinna-
staðaprestakalli í Öxarfírði sem
hann þjónar enn.
Helgi
„Wet-jet“ á
Pollinum
Nýlega festu þrír einstaklingar
á Akureyri kaup á fimm Yama-
ha-„wet-jet“-skíðum, sem þeir
ætla að leigja út á Pollinum.
Þessi nýbreytni hefur hlotið
góðar viðtökur og hefur þessi
nýja iþrótt verið stunduð mikið
að undanförnu. Hálftíma leiga
er 700 krónur og klukkutíminn
kostar 1.200 krónur. Innifalið
er í verðinu, auk skiðanna,
bensín, gallar og björgunar-
vesti. Siglingaklúbburinn
Nökkvi annast útleigu á skiðun-
um fyrir eigendurna, þá Kristj-
án Kristjánsson, Marinó Marin-
ósson og Ingólf Árnason.