Morgunblaðið - 10.08.1988, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988
35
Frá Reylgavíkurflugvelli
eyrar og Egilsstaða yfir hálendið
og ferjan til Vestmannaeyja væri
þá orðin samgöngutæki þess tíma.
Og hvers eiga svo Keflvíkingar
að gjalda að fá þessa auknu flugum-
ferð og hávaða sem henni fylgir,
er á það ástand bætandi að þeirra
mati?
Hefur enginn spurt Vestfirðinga
um þeirra álit?
Niðurlag
Líklegt er að ódýrast yrði að
lengja austur/vestur brautina á
Reykjavíkurflugvelli og auka til
muna öryggi vallarins á marga aðra
vegu, borið saman við þann gífulega
tilkostnað sem leiða mundi af flug-
vallarleysi höfuðborgarinnar.
Allt frá dögum Periklesar hafa
arkitektar gert sér grein fyrir því
að gott skipulag einkennist ekki
aðeins af fallegum húsum, heldur
líka af opnum svæðum.
Hver veit nema stutt gönguferð
náttúruskoðanda um flugvallar-
svæðið og Öskjuhlíðina gæti opnað
einhveijum sýn.
Það skyldi þó aldrei vera að flug-
vallarsvæðið væri í rauninni ekki
bara skipulagsslys?
Höfundur er flugmaður og for-
maður öryggisnefndar Flugmála■
félags fslands.
Til Keflavíkur ...
myndi þannig fækka, en öryggi
flugfarþega gæti í besta falli orðið
það sama og það var meðan flogið
var frá Reykjavík.
þann fjölda innanlandsfarþega sem
var árið 1987 mætti búast við því
að einn farþegi myndi slasast ár-
lega. Alls slösuðust 31 á þessari
leið árið 1987, en þar voru eknir
95 millj. km.
Er skynsamlegt að reyna að
bjarga einu tölfræðilegu mannslífi
við Reykjavíkurflugvöll á 300 ára
fresti á móti því að'einn farþegi
slasist árlega í bíl á Reykjanes-
brautinni á leið til innanlandsflug-
vallar?
Nú kann einhver að segja að
byggja mætti einteinung til fyrir-
heitna innanlandsflugvallarins. Þá
er að vísu verið að fara í þveröfuga
átt miðað við flestar flugleiðir sem
flognar yrðu, og lengja þar með
flugleiðina. Umferðarslysunum
Til að halda sama flugöryggi og
er á Reykjavíkurflugveli verður
vandfundinn sá staður þar sem
byggja mætti nýjan flugvöll sem
tæki við.
Á þessari stundu virðist aðeins
Keflavíkurflugvöllur uppfylla kröf-
ur okkar þar að lútandi.
En lítum ögn á það hvaða ókost-
ir blasa við -farþegum í innanlands-
flugi hinu nýja.
a. Flugtími og flugkostnaður mun
aukast um u.þ.b.
10% og slysáhsetta
í flugi eykst í sama
hlutfalli.
b. Akstur til og frá flugvelli eykur
heildarferðakostn-
að um a.m.k. 50%.
c. Ferðatími tvöfaldast að meðal-
tali, og slysahætta
eykst.
d. A.m.k. 200.000 vinnustundir tap-
ast árlega þótt eng-
ar tafir verði.
Ætla mætti að í rysjóttu vetrar-
veðri tækist illa að halda áætlun
og enn verr að ná farþegum í flug
með stuttum fyrirvara. Tafír far-
þega myndu því margfaldast, og
auka yrði við flugvélaflotann til að
mæta lengri flugtíma og útkalls-
tíma.
En svo er alls ekki víst að neitt
af þessu þyrfti að skipta máli. Ugg-
laust myndi hluti af innanlands-
fluginu bara leggjast niður og þá
yrði einteinungur lagður til Akur-
SIÐUSTU
SKIÐA
NAMSKEIÐ
SUMARSINS
Frá því var sagt í Morgunblaðinu á laugardag að nýr 70 tonna rækjubátur, Rósa HU 294, hefði bæst í
fískiskipaflotann á Hvammstanga. Hér er Rósa fánum prýdd á siglingu heim til Hvammstanga frá Noregi,
þar sem skipið var smíðað.
SKÍÐASKÓLINN
í KERUNGARFJÖLLUM
UNGLINGANÁMSKEIÐ 6 dagar
14. ágúst. Fullbókað
UNGUNGANÁMSKEIÐ 5 dagar
21.ágúst. Grunngjald 11.800
ALMENNTNÁMSKEIÐ 4 dagar
25. ágúst. Grunngjald 5.250 -9.450
FJÖLSKYLDU- OG HELGARNÁMSKEIÐ 3 dagar
12., 19. og 26. ágúst. Grunngjald 3■ 700 - 6.450
Örfá sæti laus 19. ágúst. f
UPPLÝSINGAR OG BÓKANIR: I
FERÐASKRIFSTOFAN ÚftVAL
VIÐ AUSTURVOLL
SÍMI 26900
OG UMBOÐSMENN ÚRVALS UM LAND ALLT