Morgunblaðið - 10.08.1988, Side 42

Morgunblaðið - 10.08.1988, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988 Yp. Aster... lO-JO ... heimurinn okkar. TM Rog. U.$. Pat Off.—all nght* raaorvod ° 1987 Loa Angoles Tvnoa Syndicate Mcð morgunkaffínu Ég hef áhyggjur af honum Lilla okkar... Hvar stóðst þú nákvæm- lega, þegar maðurinn þinn stakk þig í bakið? Skuggahliðar vaxtaokursins Til Velvakanda. Örlítið innlegg í þá umræðu, er nú fer fram um svonefnt vaxtaok- ur. Vegna þess hversu ótrúleg sú frásögn er, sem hér fer á eftir, skal tekið fram að til eru kvittanir frá reiknistofu bankanna máli þessu til sönnunar. Seinni hluta árs 1984 hafði verð- bólga hjaðnað og Seðlabankinn réð enn vaxtaprósentum. Það ríkti bjartsýni. Sá sem hér segir frá átti þá í viðskiptum, sem leiddu til skuldar upp á rúma eina og hálfa milljón króna í formi skuldabréfa. Skjótt skipast veður í lofti. Seðla- bankinn ræður ekki lengur vaxta- prósentum. Það er allt orðið fijálst. Þeir sem skulda eru ekki spurðir hvaða vexti þeir vilja greiða af áður gerðum skuldbindingum. Frelsið nær aðeins til þeirra sem lána. Ein- staklingar og fyrirtæki geta ekki afturkallað áður gerðar skuldbind- ingar og ríkisvaldið leggur svo blessun sína yfir allt saman. Með þremur afborgunum hefur upphæð ofangreinds láns verið end- urgreidd svo til öll. Samt er skuldin tvær milljónir og fjögurhundruð þúsund framreiknað til dagsins í dag og næsta afborgun áttahundr- uð þúsund á núvirði. Og Guð einn veit hver skuldin verður þá. Sá sem lánaði getur nú gengið um bæinn kátur í bragði. Hann þarf ekkert að vinna, aðeins gæta vel skulda- bréfanna góðu. Og enginn óvitlaus fargar hænu sem verpir gulleggj- um, sem að auki er gædd þeim eig- inleika að eftir því sem eggjunum fjölgar verða þau stærri. Og takið nú vel eftir góðir háls- ar. Þessar tekjur eru skattfijáls- ar. Segi og skrifa skattfrjálsar. Skuldarinn er að verða eigna- laus. Allt sem sparast hefur á langri ævi horfið, en sá sem á gullhænuna góðu orðinn stóreignamaður. Hann þarf ekki einu sinni að leggja svo mikið sem einn eyri til sameigin- legra þarfa í þjóðfélaginu. Skuldar- inn hittir kunningja sinn á förnum vegi og hann segir: „Mikil ósköp er að sjá hvað þú ert fölur og tek- inn.“ Skuldarinn segir farir sínaar ekki sléttar. Kunninginn hallar und- ir flatt og segir: „Er þetta ekki mátulegt á ykkur þessa sjálfstæðis- menn eftir allt þetta dekur ykkar við eitthvert fijálshyggjukjaftæði. Þama fáið þið það sem þið vilduð." Skuldarinn hittir annan kunn- ingja sinn á fömum vegi. Sá rekur Kæri Velvakandi! Loksins kom góð mynd. í gamla góða sjónvarpinu okkar var þann 3. ágúst sýnd sjónvarpsmynd, sem var öðruvísi. Mynd þessi, sem hét „Óðurinn til afa“, var í ljóðrænum stíl, talmál allt í dularfullum, ein- földum anda og kvikmyndataka og klipping alveg til fyrirmyndar. Mér kemur í hug, að ekki hafi margir haft áhuga á þessu sjónvarpsefni fyrirfram. Ástæðan er einföld. Myndin var öðmvísi og stíll hennar þannig að landinn náði ekki þeirri yndislegu bylgjulengd, sem myndin var á. Hana vantaði spennu, hraða, læti og fleira, sem matreitt er ofan í borgarbam nútímans, svo að það skipti ekki um rás og hlusti á aug- lýsingar á hinni stöðinni. Það gæti nefnilega farið fram könnun á hlustun/horfun á ljósvakamiðlunum einmitt þetta sama kvöld. Þessi áhugaverða og frábæra mynd var sérstök að því leyti, að hún fjallaði um lífið. Efni hennar og inntak getur kennt okkur margt. Gamall bóndi, sem bjó einn á jörð sinni, hélt áfram að búa þar þó að viðmiðanir stórborgarsamfélagsins verslun. Hann útskýrir málið. Vext- imir em ákveðnir út frá vömverð- inu og svo þegar vextirnir hækka þá hækkar auðvitað vömverðið og svo koll af kolli. Flott kerfi ekki satt. Ög eignarhaldið í landinu breyt- ist með ógnarhráða. Þeir sem tekið hafa lán tapa öllu til hinna sem lána. Allt stokkast upp. Ef til vill er það satt, sem nú er sagt manna á meðal, að í landinu búi tvær þjóð- ir. Frjálshyggjukóngar og svo hinir. H.E. og „tölvuspekúlantanna" segi okkur að slíkt sé alrangt. Arðurinn er enginn og raunar stórtap á öllu saman. En ef einhver maður er sannur íslendingur, þá var það þessi gamli bóndi. Hann tifði á landinu og af landinu. Hann skynjaði náið furðuheima náttúmnnar og stór- kostlegar breytingar, sem verða við árstíðaskiptin. Hann lifði einföldu og mannlegu líf, þar sem kaffiboll- inn og hundurinn vom mikilvægari heldur en sólarlandaferðin og BMW-bifreiðin em okkur borgarbú- um. Það sem þessi mynd skilur eftir sig er einfalt. Bóndinn gamli var sannarlega og raunvemlega mann- legur í fábreytileika lífs síns. Við hin, sem eigum peninga og njótum lífsþæginda ímyndum okkur alltaf, að við þurfum einhveija gervium- gjörð og gerviþarfir til að lifa lífinu. Þurfum við ekki að setjast niður og gefa okkur tíma til að hugsa og endurmeta hlutina. Mynd þessi hafði djúp áhrif á mig og eiga að- standendur hennar mikið þakklæti skilið. Jóhann. ÓÐURINN TIL AFA - FRÁBÆR MYND Víkveiji skrifar Leiðsögumaðurinn í skoðunar- ferðinni úm Vestur-Berlín komst þannig að orði að borgin væri eins og eyja í rauðu hafi, því að 200.000 sovéskir hermenn um- kringdu hana en 14.000 hermenn frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi væm til mótvægis við þá í borginni. Við múrinn hjá gömlu Reichstag-byggingunni (þinghús- inu) má sjá hvíta krossa til minning- ar um þá, sem hafa týnt lífi við að reyna að synda yfir í frelsið, þar sem áin Spree tekur við af múmum á borgarmörkum austurs og vest- urs. Á þessum stað komst leiðsögu- maðurinn þannig að orði, að Evr- ópubúar þyrftu ekki að leita til Suður-Afríku eða Chile vildu þeir mótmæla ofbeldi, fyrir þá væri stutt að fara að Berlínarmúmum og ekki veitti austur-þýskum stjómvöldum af aðhaldi. Víkveiji ók til Vestur-Berlínar á hraðbrautinni, sem kennd er við Frankfurt am Main, og yfirgaf þá Vestur-Þýskland nokkru fyrir sunn- an Kansel. Heimild til að aka þann- ig í gegnum A-Þýskaland kostar 5 mörk fyrir fullorðna en börn undir 12 ára aldri þurfa ekkert að borga. Þessi leið er tæpir 400 km frá V- Berlín. Fór Víkveiji síðan hraðbraut til Hannover en þá em eknir um 150 km innan austur-þýskra landa- mæra. Slíkir „transit“-ferðamenn mega ekki yfirgefa hraðbrautirnar og hafa aðeins leyfi til að stöðva á sérmerktum stöðum við þær. Há- markshraði er 100 km og er brýnt fyrir mönnum að aka ekki hraðar. Víkveiji var heppinn, því að í hvor- ugt skiptið varð hann fyrir töfum við landamærin. Frá Vestur-Berlín er unnt að fara í skipulagðar skoðunar- ferðir til austurhluta borgarinnar. Vestur-þýsk fyrirtæki selja í ferð- irnar og þær heíjast í hjarta Vest- ur-Berlínar en austur-þýskur leið- sögumaður kemur í bílinn, þegar skoðun við landamærin á Check- point Charlie er lokið. Rannsóknir austur-þýskra landamæravarða voru ítarlegar þarna og tóku langan tíma, um klukkutíma í hvort skipti, eða um helming þess tíma, sem skoðunarferðin öll átti að taka. Á leiðinni frá Austur-Berlín var lýst með vasaljósi í króka og kima á rútunni og speglum rennt undir hana til að öruggt væri, að engum tækist að nota hana til að losna úr þeirri paradís sósíalismans, sem leiðsögumaðurinn hafði lýst fögrum orðum. Fögnuðu farþegarnir með lófataki, þegar rútan renndi vestur fyrir Checkpoint Charlie að nýju. Þessi landamærastöð er hin eina, sem unnt er að nota til að komast á milli borgarhlutanna en frá Vest- ur-Þýskalandi komast menn um fjórar stöðvar yfir landamærin inn í Austur-Þýskaland: frá Hamborg, Hannover, Frankfurt og Múnchen. Á öllum þessum stöðvum er í senn unnt að fá heimild til „gegnumakst- urs“ til ákveðinna staða eða al- menna heimild til að ferðast um A-Þýskaland. Fyrri heimildin er ódýrari og kostar auk þess minna umstang við landamæri. XXX Vestur-Berlín er einstök borg, sem ánægjulegt er að heim- sækja og skoða. Þar eins og annars staðar í Vestur-Þýskalandi er þann- ig búið að söfnum og sýningum, að með eindæmum er. Ekki aðeins það sem til sýnis er verður eftir- minnilegt heldur einnig húsin, sem geyma munina. Hljóðfærasafnið við hliðina á húsi Fílharmóníunnar er einstakt í sinni röð og þar eru í þyrpingu steinsnar frá múrnum hvert glæsisafnið við hliðina á öðru. Fílharmónían var í sumarleyfi, þeg- ar Víkveiji heimsótti borgina, en í húsakynnum hennar æfði Sinfóníu- hljómsveit æsku Evrópubandalags- landa, sem síðan hélt tónleika und- ir berum himni, sem 20.000 manns sóttu. Menningarsamstarf EB-ríkj- anna eykst jafnt'og þétt eins og samvinnan á öðrum sviðum. Setur það töluverðan svip á V-Berlín núna, að hún er í ár menn- ingarborg Evrópubandalagsins. Hvarvetna mátti sjá merki um það svo sem eins og glæsilega sýningu í Kunstgeverbemuseum, þar sem safnað hefur verið listaverkum er lýsa þeim atburði, þegar Jupíter breytti sér í naut og tældi Evrópu hina fögru og synti með hana til Krítar. Múrinn, þetta smánarminnis- merki kommúnismans, og allar til- færingar austur-þýskra stjórnvalda við landamæri sín hljóta að standa öllum, sem fara til Berlínar, ofar- lega í huga, þegar þeir snúa þaðan aftur. Berlínarbúar vona, að smátt og smátt takist að ryðja þessari hindrun úr vegi. Nýtt skref var stig- ið síðasta laugardag, þegar borgar- stjóri Vestur-Berlinar flutti í fyrsta sinn ræðu í Austur-Þýskalandi. Opnaði hann Bauhaus-sýningu í austur-þýsku borginni Dessau.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.