Morgunblaðið - 10.08.1988, Síða 47

Morgunblaðið - 10.08.1988, Síða 47
47 MORGUNBLAÐDD IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988 HANDKNATTLEIKUR / VINATTULANDSLEIKUR : .'..V Ouömundur Hrafnkalsson, markvörður, var sá eini sem lék vel f gaer. foém FOLK ■ STEVE Hodge var í gær seld- ur frá Tottenham til Nottingham Forest fyrir 757 þúsund sterlings- pund — eða svo héldu menn að minnsta kosti fram á kvöld. Liðin höfðu komist að samkomuiagi um verðið, þegar skyndilega hljóp snurða á þráðinn. Forest gat ekki fallist á launakröfur Hodge og leik- maðurinn sló ekki af þeim kröfum. Ekkert varð því að hann færi á ný til Forest, en þar hóf hann einmitt feril sinn. ■ GRETE Waitz, hlaupadrottn- ingin norska, gekkst undir upp- skurð á hné á mánudag sem leið. Uppskurðurinn sem þótti takast vel, var hlaupakon- Frá Sigurjóni unni nauðsynlegur Einarssyni til þess að hún gæti i Noregi tekið þátt í Ólympíu- leikunum í Seoul eftir rúman mánuð. Grete Waitz hefur þjáðst af verkjum í hnénu síðan hún hljóp Stokkhólms- maraþonið 4. júlf sfðastliðinn. Hún var bjartsýn aið aðgerðinni lokinni og sagðist verða farin að skokka eftir viku. ■ TONY Knapp fyrrverandi landsliðsþjálfari íslands og núver- andi þjálfari norska fyrstu deildar liðsins Djerv 1919 fer sínar eigin leiðir í þjálfun. Lið hans sem er í mikilli fallbaráttu, tapaði illa um helgina gegn Strömmen. Tony vildi afgreiða leikinn úr hugum leik- manna sinna og fá þá til þess að horfa fram á við. Hann tók það til bragðs að loka liðið inni á hótel- herbergi og þar var svelgdur bjór og reyktir vindlar svo lengi sem menn höfðu lyst. „Mér finnst betra að menn drekki sorgum sínum allir í hóp og ræði þar það sem miður fór“, sagði Tony um málið. ■ GRINDAVÍK sigraði Njarðvík í A-riðli 3. deildar í gær- kvöldi 2:1. Mörk Grindavíkur skor- uðu Júlíus Ingólfsson og Páll Björnsson, en Kristinn Guðbjarts- son svaraði fyrir Njarðvík. í A- riðli 4. deildar sigraði Augnablik Ægi 4:0. Sigurður Halldórsson skoraði tvö mörk fyrir Augnablik og Vilmar Pétursson og Viðar Gunnarsson settu sitt hvort mark- ið. í B-riðli sigraði Hveragerði Fyrirtak 4:0. Olafur Jósepsson skoraði þijú mörk og Jóhannes Bjömsson eitt. Ármann vann Skallagrim 4:0 með mörkum Gú- stafs Alfreðssonar sem gerði tvö, Konráðs Ámasonar og Ingólfs Daníelssonar. Hafþór Aðalsteins- son og Gunnlaugur Jónsson skor- uðu fyrir Hvatbera í 2:0 sigri á Víking Ó. Fát og fum í Troyes FÁT, fum og baráttuleysi ein- kenndi leik íslenska landsliðs- ins f vináttulandsleik gegn Frökkum í gærkvöldi. Strákarn- ir voru langt f rá sínu besta, sóknarleikurinn var ómarkviss og helst má þakka Guðmundi Hrafnkelssyni í markinu að munurinn varð aðeins tvö mörk, 20:22. Ahugaleysi einkenndi leik íslenska liðsins í fyrri hálfleik. Leikurinn var mjög hægur og mikið gert af mistökum. í seinni hálfleik var meiri barátta en þeim fyrri. Svo virt- ist sem íslendingar ætluðu að vinna upp þriggja marka mun, en þegar að- eins herslumuninn vantaði brugðust þeir. Misstu boltann hvað eftir ann- að og Frakkar þökkuðu fyrir sig, brunuðu upp og skoruðu. Steinþór Guöbjartsson skrifarfrá Frakklandi . Atli Hilmarsson og Brynjar Kvar- an hvfldu í gær vegna meiðsla — Atli er meíddur á hásin og liðband er tognað í hné Brynjars. Allir þeir sem voru í hópnum fengu að spreyta sig, en það var sama hvað var reynt, ekkert gekk í sókninni. Hom- in nýttust ekki fyrr en í lokin en það var of seint. _ íslenska vömin stóð sig vel á köflum en réð þó ekkert við leik- mann að nafni Debureau, sem skor- aði átta mörk. Fjögur víti fóm í súginn hjá íslenska liðinu í leiknum, tvö vom varin og tvö vítaskot rötuðu fram- hjá markinu. Frakkland - Island 22 : 20 Vináttulandsleikur I handknattleik, Troyes i Frakklandi, þriðjudaginn 9. ágúst 1988. Gangur leiksins: 1:0, 2:2, 3:3, 6:3, 8:4, 10:5, 12:7, 12:9, 12:10, 15:10, 15:12,16:12, 16:14, 18:14, 18:17, 19:17, 19:18, 21:18, 21:19, 22:19, 22:10. MSrk íslands: Alfreð Glslason 3, Kristján Arason 3/1, Sigurður Sveinsson 3/2, Sigurð- ur Gunnarsson 2, Þorgils Óttar Mathiescn 2, Páll Ólafsson 2, Karl Þráinsson 2, Guðmund- ur Guðmundsson 2, Júllus Jónasson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 11, Einar Þorvarðarson 1. Utan vallar: 2 mlnútur. Mörk Frakklands: Debureau 8, Mahe 5/1, Lathoub 2/2, Terreux 2, Gardent 2, Portes 1, Hager 1, Quinten 1. Varin skot: Medard 7/1, Thiebaut 7/1. Utan vallar: 8 mlnútur. Dómarar: Rauchfuss og Buchda frá Austur-Þýskaland. Áhorfendur: Um 1.000. KNATTSPYRNA / BIKARKEPPNI KVENNA Valur enn í úrslitin VALSSTÚLKUR eiga nú mögu- leika á að vinna bikarkeppnina fimmta árið f röð. Þær unnu KR í undanúrslitum á Hlfðar- enda f gærkvöldi meðþremur mörkum gegn engu. Öll mörkin voru gerð í fyrri hálfleik. Valur byrjaði vel og liðið sótti látlaust framan af. KR-stúlk- umar náðu sér ekki á strik í fyrri hálfleik og Valsdömur nýttu sér það vel. Þær gerðu nánast út um leikinn fyrir leikhlé með því að skora þrisv- ar sinnum án þess að gestimir næðu að svara fyrir sig. Fyrsta markið gerði Magnea Magnúsdóttir af stuttu færi eftir fyrirgjöf Ingibjargar Jónsdóttur. Magnea var aftur á ferðinni stuttu seinna, en Karólína JÓnsdóttir í marki 'KR varði vel skot hennar - boltinn barst til Bryndísar Vals- dóttur sem sendi knöttinn í netið framhjá Karólínu sem var þó ná- lægt því að verja aftur. Þriðja mark- ið skoraði Cora Barker eftir þvögu í teig KR-inga. Þrátt fyrir að KR-liðið hafí verið dauft i hálfleiknum, skoruðu þær mark sem dæmt var af. Kristrún Heimisdóttir skoraði beint úr auka- spymu, en dómari Ieiksins áleit að það hefði verið stjakað við Sigrúnu Norðíjörð markverði Vals og dæmdi þvf markið ógilt. Haraldur þjálfari KR, breytti lið- skipan sinna manna í síðari hálfleik og kom það vel út. Sóknir liðsins voru öllu beittari en í fyrri hálfleikn- um, en vöm Vals og Sigrún í mark- inu komu í veg fyrir að KR næði að minnka muninn. Morgunblaöiö/Einar Falur Ragnhelður Vfklngsdóttlr fyrirliði Vals. Leiðir hún lið sitt til sigurs í bikar- keppni KSÍ fimmta árið í röð? ■ MILE Isakovic, homamaður- inn heimskunni í heims- og ólympíu- meistaraliði Júgóslava í handknatt- leik, var mættur til Trojes í Frakklandi í gær, til að fylgjast með leik íslendinga og Frakka, Júgóslavar og íslendingar ermg sem kunnugt er í sama riðli á Ólympíuleikunum í Seoul, og var Isakovic að „njósna" um íslenska liðið fyrir þjálfara Júgóslava, Abas Arslanagic. ■ J ÚGÓSLA VINN áðumefndi, Isakovic, leikur næsta vetur með franska 1. deildarfélaginu Usc Creteil, en Creteil er útborg París- ar. Þjálfari liðsins er Júgóslavinn Hasanefendiz, sem var með lið Sviss í heimsmeistarakeppninni þar í landi 1986. ■ OG örlítið meira um Mile Is- akovic: eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu hafa forráðamenn júgósiavneska handknattleikssam- bandsins sagt að hvorki hann né örvhenta skytta Jovca Cvetkovic verði með á ólympíuleikunum. Is- akovic sagði þó í gær, í samtali við Morgunblaðið, um þetta atriði: „ég veit ekki betur en ég verði með!“ Skv. heimildum blaðsins em þó engar líkur að hann leiki í Seoul. I ABAS Arslanagic, landsliðs- þjálfari Júgóslavíu, fylgdist með Spánarmótinu í handknattleik en fór leynt, því íslendingar fréttu ekki af þvi fyrr en S gær í Frakk- landi! ^ ■ HAUKAR munu starfrækja körfuknattleiksskóla dagana 15. til 20. ágúst. Skólinn er opinn bæði stúlkum og drengjum. Boiðið verður upp á þjálfun, körfuknattleiks- myndir af myndböndum og fleira en auk þess koma þekktir körfu- knattleiksmenn í heimsókn. Þeirra á meðal verða Pétur Guðmunds- son, atvinnumaður og Pálmar Sig- urðsson landsliðsmaður. Kennslan fer fram í íþróttahúsi Hauka. Kenn- ari verður Ingvar S. Jónsson, íþróttakennari og þjálfari. Mánu- daginn 15. ágúst verður innritað og byijað. ISKNATTLEIKUR Gretzky seldur fyrir metfé WAYNE Gretzky, einn allra besti ísknattleiksmaður sög- unnar — af mörgum reyndar talinn sá besti — var f gær seldurfrá Edmonton Oilers til Los Angeles Kings og var þar um að ræða einn stærsta sölusamning fþróttasögunn- ar. Istað Gretzky fær kanadíska liðið, Oilers, fyrsta valrétt Kings i þijú ár — 1989, 1991 og 1993 — og að auki greiðir banda- riska liðið því kanadiska 10 millj- ónir dollara, sem er andvirði um 470 milljóna íslenskra króna. Þá hljóðaði samningurinn upp á að tveir minni spámenn í liði Oilers fara einnig til LA Kings, en þaðan fara aftur á móti tveir mjög góðir leikmenn til Oilers. LA Kings hefur lengi verið eitt slakasta liðið í NHL-deildinni og er eitt þeirra liða sem fyrst fær að velja ár hvert í háskólavalinu, þannig næstu þijú árin fær Edm- onton-liðið mjög sennilega sterka leikmenn í valinu. Gretzky giftist nýlega leikkon- unni Janet Jones, sem búsett er í Los Angeles, og siöan brúðkaup- ið fór fram hafa sögusagnir verið á kreiki að hjónin myndu setjast að í kvikmyndaborginni frægu. Á blaðamannafundi í gær var svo skýrt frá sölunni, og að Gretzky hefði farið frám á sölu af persónu- legum ástæðum; „Wayne Gretzky til hagsbóta, eiginkonu minni og baminu sem við eigum von á eft- ir áramótinu," eins og hann sagði. Gretzky á nánast öll met í NHL-deildinni. Hann hefur skorað flest mörk á einu keppnistímabili (92), á flestar stoðsendingar á einu tlmabili (163), stigahæstur á einu timabili með 215 stig [en þau eru reíknuð þannig út að fyrir hvert mark sem leikmaður gerir fær hann 2 stig og 1 stig fyrir hverja stoðsendingu], þá hefiir hann oftar en nokkur annar skor- að þijú mörk í leik á einu keppn- istimabili, 10 sinnum, og hann á samtals flestar stoðsendingar allra isknattleiksmanna sögunnar, 1.086 sendingar i 696 leikjum. Því má bæta við að á þeim níu árum sem hann hefur leikið í NHL-deildinni hefur Gretzky átta sinnum verið kjörinn besti leik- amður ársins. FVábær ieikmaður, eða eins og íslenskur ísknatt- ieiksáhugamaður sem Morgun- blaðið ræddi við I gærkvöldi orð- aði það: „Það er ekki hægt að segja að Gretzky sé sá besti — hann er sá Iangbesti.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.