Morgunblaðið - 11.08.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.08.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1988 Flugstöð Leifs Eiríkssonar: Biðraðir út úr húsi á morgnana Grindavík. GÍFURLEGUR fjöldi farþega fer daglega um Flugstöð Leifs Eiríkssonar til og frá landinu, þannig að rnikil örtröð myndast á vissiun tímum dagsins þegar mesta álagið er. A morgnana er mjög algengt að afgreiddir séu 900-1200 farþegar á einum og sama klukkutímanum í allt að 8 flugvélar og fyllist þá af- greiðslusalurinn og ná biðraðirnar út á stétt. í örtröðinni í gærmorgun peg- ar 900 manns mættu í 7 vélar sem fóru á milli klukkan 7.00 og 8.00 hitti fréttaritari Morg- unblaðsins Eddu Björk Boga- dóttur, vaktstjóra hjá Flugleið- um, og sagði hún að biðraðimar væru oft margar og langar. „Þetta er þó hátíð núna þegar vegabréfaskoðunin er opin í tveimur hliðum því oft stendur biðröðin þaðan þvert á okkar biðraðir yfir alian salinn þegar eitt hlið er opið,“sagði Edda. „Mér virðist að nú þegar full notkun er komin á flugstöðina séu að koma í ljós ýmsir hönnun- argallar, sem skapa veruleg vandræði á vissum tímum dags- ins. Afgreiðslusalurinn er allt of lftill og því skapast þessi örtröð, auk þess sem aðstaða starfs- fólksins sem þarf að mæta þessu álagi á löngum vinnudegi er lítil og þröng. Skýringin er á því hvers vegna vélunum er raðað svona þétt er sú að flestir far- þegar þurfa að ná í framhalds- flug erlendis um miðjan daginn. Þetta ástand ætti að lagast a.m.k. hjá Flugleiðum, þegar tekið verður í notkun síðar tölvu- stýrt innritunarkerfí en þá dreif- ist álagið jafnt á öll borðin," sagði Edda og bætti við að uppi á efri hæðinni væri komið í ljós hve Landsbankinn sé illa stað- settur því þar lokar biðröð oft og iðulega leiðinni út í flugvél- amar og margir kvarta yfir því að ekki skuli vera salemi í 250 metra löngum landgönguranan- Morgunblaðið/Kr., Ben. Biðröðin í Flugstöð Leifs Eirikssonar náði út úr húsi þegar mesta annríkið var f gærmorgun. um. Kr.Ben. Edda Björk Bogadóttir vaktstjóri greiðir úr vandamálum er- lendra farþega í örtröðinni f gær. Utanríkisráðherra Dana vill lögsögnmörk í gerðardóm: GerðaiTlóinur um Kolbeius- eyjarsvæðið útilokaður - segir Eyjólfur Konráð Jónsson UFFE Elleman-Jensen, utanrfk- isráðherra Dana, hefur greint frá því að danska stjómin hygg- ist ná samkomulagi við Norð- menn um að leggja deilu um lög- sögumörk við Jan Mayen í al- þjóðlegan gerðardóm. Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður ut- anríkismálanef ndar Alþingis, segir að það sé athugasemda- laust af Islendinga hálfu, svo fremi að við eigum aðild að dómnum. Hins vegar komi alls ekki til greina að leggja f gerðar- dóm tilkall Dana til Kolbeinseyj- arsvæðisins milli íslands og Sjóefnavinnslan hf: Samið við Pharm- aco-Delta um yfir- töku á rekstrinum Griudavík. Lyfjasölufyrirtækin Pharm- aco hf. og Delta hf. hafa gert leigusamning við Sjóefnavinnsl- una hf. og Hitaveitu Suðurnesja um öll mannvirki og vélar Sjó- efnavinnslunnar hf. til yfirtöku á framleiðsluþáttum fyrirtækis- ins sem eru salt-, kolsýru-, þurrfs- og kfsilframleiðsla. Að sögn Hannesar Einarssonar bæjarfulltrúa í Keflavík, sem gegnt hefur starfi tengiliðs milli stjómar og reksturs Sjóefnavinnslunnar hf. um stundar sakir, þá munu Pharmaco-Delta yfirtaka rekstur- inn 1. september. „Fasteignir og vélar eru leigðar þeim endurgjaldslaust til 1. ágúst 1991 með kaupréttarákvæði eftir þann tíma en annars endumýjast leigan með gjaldtöku sem þá verður samið um. Fyrirtækin greiða fyrir alla raf- magnsnotkun eftir gjaldskrá Hita- veitu Suðumesja en gufan verður seld á föstu verði sem fer stig- hækkandi á hverju ári. Sjóefna- vinnslan hf. verður ekki lögð niður en mun annast rekstur hverfilsins og starfa sem orkusölufyrirtæki. í samningnum er ákvæði um að það starfsfólk Sjóefnavinnslunnar hf. sem þess óskar haldi áfram störfum hjá nýjum rekstraraðilum," sagði Hannes. Kr.Ben. Grænlands þar sem færeyskur loðnubátur var tekinn fyrir skömmu. Norðmenn eru á því að miðlína eigi að gilda milli Grænlands og Jan Mayen. Danir, fyrir hönd Grænlend- inga, telja hins vegar að Grænlend- ingar eigi að fá fulla 200 mflna lögsögu að Jan Mayen. íslendingar og Norðmenn hafa með sér samning um ævarandi nýtingarrétt íslend- inga á fiskstofnum á svæðinu og því eiga íslendingar þar hagsmuna að gæta. „Ég tel algjörlega áhættu- laust að samþykkja óskir um gerð- ardóm hvað þetta svæði varðar, að því tilskildu að íslendingar eigi að- ild að honum ásamt Norðmönnum annars vegar, Dönum hins vegar og svo einhveijum hlutlausum oddaaðila," sagði Eyjólfur Konráð. „Við getum auðvitað ekki unað því að Norðmenn ráðskist einir með hafsvæði, sem er sameign okkar. Ég tel að reglur hafréttarsáttmál- ans séu svo afdráttarlausar að gerð- ardómur um svæðið gæti ekki fallið nema okkur í vil.“ Eyjólfur sagði að hins vegar kæmi ekki til greina að setja Kol- beinseyjarsvæðið í gerðardóm. Dan- Hólmaborg SU á loðnuveiðum: Þokkaleg- ar peðrur HÓLMABORG SU, skip Hrað- frystihúss Eskifjarðar, fékk rúmlega 100 tonn af loðnu í einu kasti norður af Vestfjörðum í fyrrinótt. Aðalvél skipsins bilaði hins vegar og gert var við hana í Bolungarvík í gær. „Það eru þokkalegar peðrur þar sem við fengum kastið," sagði skip- veiji á Hólmaborg í samtali við Morgunblaðið. Þess má geta að peðra er orð notað um fisk í torfum. „Við erum ekki búnir að ákveða hvað við greiðum fyrir loðnuna. Við bíðum eftir lagfæringu á genginu," sagði Aðalsteinn Jónsson forstjóri Hraðfrystihúss Eskifiarðar og aðal- eigandi Hólmaborgar. viðurkenna grunnlínu- Islendinga. ir og Grænlendingar ekki Kolbeinsey sem punkt fyrir lögsögu „Svæðið er ótvírætt okkar eign og engum dettur í hug að breyta grunnlínupunktinum," sagði Eyjólf- ur. Hann sagði að til greina kæmi hins vegar að semja um svæðið og veita þá Grænlendingum kannski loðnuveiðirétt við Reykjanes, enda ættu þeir visst tilkall til hluta loðnu- stofnsins, en íslendingar fengju að veiða rækju í lögsögu Grænlendinga í staðinn. „Aðalatriðið er að um þetta svæði verður að semja og engir hafa þrýst meira á að það verði gert en íslendingar," sagði Eyjólfur. Fundur verður í dag í utanríkis- málanefhd Alþingis um það hvemig bregjðast skuli við ef Norðmenn og Danir komast að samkomulagi um gerðardóm. Metmán- uður hjá Arnarflugi ARNARFLUG flutti 9.637 farþega í áætlunarflugi í síðasta mánuði. Samkvæmt upplýsingum Magnús- ar Oddssonar, markaðsstjóra flug- félagsins, er þetta 54% aukning miðað við sama mánuð í fyrra og hefur félagið aldrei flutt jafn- marga á einum mánuði. Fjölgun farþega fyrstu 7 mánuði ársins var 47% miðað við sfðustu ár. Samkvæmt upplýsingum Amar- flugs hefur aukning jafnframt orðið mikil í leiguflugi félagsins. í júlí juk- ust vöruflutningar um 65% miðað við sama mánuð í fyrra og það sem af er árinu er aukningin 42%. Amarflug flýgur nú til fastra áfangastaða í Þýskalandi, Sviss, HoIIandi og Ítalíu, alls 14 ferðir á viku. Það sem af er árinu hefur ferða- mönnum á leið til íslands frá þessum löndum fiölgað um 25% miðað við síðasta ár, en á sama tíma hefur heildaraukning erlendra ferðamanna verið 3%. Áreitti böm í Öskjuhlíð LÖGREGLAN leitaði á sjötta tfmanum í gær að manni, sem hafði gyrt niður um sig buxur í Öskjuhlíð, að þremur börnum ásjáandi, og haft i frammi ósið- Iega tilburði. Þrátt fyrir allgreinargóða lýsingu á manninum, sem talinn var vera um fimmtugt, tókst lögreglunni ekki að hafa hendur í hári hans. Gerd Grieglátin Fíkniefnasmygl í Arnarfelli: Börn mannsins önn- uðust dreifinguna Fikniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík hefuf sleppt úr haldi 62 ára gömlum skipverja á Arnarfelli sem tekinn var með um 600 gr. af hassi er skipið kom til landsins á þriðjudag. 34 ára dóttir og 25 ára sonur mannsins reyndust einnig við- riðin málið. Maðurinn játaði i yfirheyrslum -hjá lögreglunni að hafa flutt inn um það bil 2 kfló af hassi á undan- fömum misserum. Efnið keypti hann í Kaupmannahöfn og önnuð- ust böm hans dreifingu þess. Son- urinn hefur áður komið við sögu fíkniefnamála en hvorki faðir hans né systir. Að sögn Reynis Kjartanssonar hjá fíkniefnadeild lögreglunnar er málið að mestu upplýst og þótti ekki ástæða til að óska eftir gæslu- varðhaldsúrskurði yfír hinum grunuðu. NORSKA leikkonan Gerd Grieg er látin 93 ára að aldri. Hún var ekkja Nordahls Grieg, skálds og kapteins í norska hernum, er lést árið 1943 þegar flugvél hans var skotin niður yfir Berlín. Gerd Grieg lék sitt fyrsta hlut- verk á sviði norska þjóðleikhússins í Ósló árið 1910 og tók síðan þátt í fjölmörgum leiksýningum allt til ársins 1918, er hún dró sig í hlé. Tiu árum síðar vakti hún á ný at- hygli fyrir túlkun sína á persónum í leikritum Ibsens. Árið 1940 hélt hún til London og dvaldi þar og á íslandi öll strfðsárin. Að stríðinu loknu hélt hún til Noregs á ný og kom þá meðal annars fram í tveimur stórum hlutverkum fram til ársins 1955 er hún lét af störfum af heilsufars- ástæðum. Þann tíma, sem Gerd dvaldi á íslandi, hafði hún mikil áhrif á leik- listarlíf íslendinga. Hún setti upp Gerd Grieg leiksýningar og tók nokkrum sýningum. sjálf þátt í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.