Morgunblaðið - 11.08.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.08.1988, Blaðsíða 52
^ upplýsingar um vörur og 1 - # jffií þjónustu. W ÞtTTA HRtSSANDI. FRÍSKA BRACÐ FIMMTUDAGUR 11. AGUST 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Refabú: Grunur um smit- andi lifr- arbólgu GRUNUR leikur á að smitandi lifr- arbólga sé kornin upp í refabúi á bænum Hlið i Tunguhreppi, en þar hafa rúmlega þrjú hundruð dýr drepist í sumar. Sjúkdómur þessi er landlægur í hundum og villta refastofninum, og hefur hann einu sinni komið upp á refabúi hér á Iandi áður. Að sögn Sigurðar Gunnlaugssonar bónda í Hlíð hafa á milli 10 og 20 fullorðin dýr drepist og um 300 hvolpar. „Það er ekki að sjá nein óeðlileg einkenni á dýrunum, þau bara drepast allt í einu. Mér er sagt að hér sé um lifrarbólgu að ræða, en sýni eru nú í ræktun á Keldum. Sennilega sker ég allan refinn nið- ur í haust þar sem maður þolir ekki svona skakkaföll ofan á allt annað. Rekstrargrundvöllurinn er slæmur í refaræktinni núna, og það virðist ekkert annað en gjaldþrot blasa við hjá mér,“ sagði Sigurður. Suðursveit: 70 mm regn á tæpum 3 tímum Sólarhringsúrkoman mæld- ist mest á landinu 135,4 mm á Kviskeijum í Suðursveit i rign- ingunni, sem gekk yfir sunnan- vert landið siðastliðinn mánu- dag. Þar af rigndi 70 mm milli klukkan 17:30 og 20:10. „Ég held að þessi úrkoma sé sú mesta sem hefur mælst á jafn skömmum tíma. Rigningin var þétt og dropamir stórir allan tímann sem ringdi," sagði Sigurð- ur Bjömsson bóndi á Kvískeijum. Hann sagði að þar rigndi oft mikið í austanátt en þá stæði vindur beint á fjallið og myndaði logn við bæinn þó rok væri í næsta nágrenni. „Það er eins og rigningin safnist upp í logninu," sagði Sigurður. Á mánudaginn var nánast logn á Kvískeijum í rigningunni þegar 9 vindstig mældust á Fagurhólsmýri. Jarðgöng í Ólafsfjarðarmúla Morgunblaðið/Rúnar Þór Framkvæmdir eru hafnar við jarðgöng í Ölafsfjarðarmúla en í fyrsta áfanga verður lagður vegur frá göngunum að Aðal- götu á Ólafsfírði. Jarðýta vinnur við að hreinsa frá munnan- um. í september er áætlað að hefja vinnu við sprenginar fyrir göngunum sjálfum. Áætlaður kostnaður við heildarfram- kvæmdir er um 530 milljónir króna og á verkinu að vera lokið í mars 1991. í forgrunni sjást skriður sem féllu á veginn í Múlanum í vetur en í baksýn sést til kaupstaðarins. Sláturhús standast ekki kröfur EB: Enginn kj ötútflutningiir til Evrópubandalagsins í haust HORFUR eru á því að ekki verði um að ræða neinn kjötútflutning á markað Evrópubandalagsins nú í haust, en í fyrra var farið fram á miklar endurbætur á þeim sláturhúsum sem höfðu leyfi til útflutnings þangað. Veigamiklar breytingar standa nú yfir í sláturhúsinu í Borgar- nesi, en ekki er talið liklegt að þeim verði lokið fyrir haustið. Að sögn Gunnars Guðbjartssonar sem starfar fyrir Landssamtök slát- urleyfíshafa höfðu þijú sláturhús Kjaradeila flugmanna Landhelgisgæslunnar: Ákveðið að greiða 10% hækkun frá 1. mars ÁKVEÐIÐ hefur verið að borga 10% hækkun á laun flugmanna Landhelgisgæslunnar frá og með 1. mars síðastliðnum, að sögn Ásmundar Vilhjálmssonar hjá launadeild fjármálaráðuneytisins. Áfangahækkanir koma síðan á þessi laun, eins og kveðið er á um i bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar. Fundi sem vera átti með deilu- aðilum á þriðjudag var frestað og hafa flugmenn ekki óskað eftir öðrum fundi, að sögn Ásmundar. Ekki verður farið að kröfu flug- manna um breytingu á fyrirkomu- lagi handbókargjalds, né hvað varð- ar 25 þúsund króna eingreiðslu til flugmanna, en ákvæði um þetta hvort tveggja eru í samkomulagi, sem Félag íslenskra atvinnuflug- manna gerði við Flugleiðir fyrr í sumar. Hins vegar hækkar hand- bókargjaldið í samræmi við hækkun launataxta, þar sem það er 5% af launum. Ásmundur sagði að farið yrði eftir reglum ríkisskattstjóra hvað varðaði staðgreiðslu skatts af dag- peningum. Flugmenn Landhelgis- gæslunnar fá greiddar um 20 þús- und krónur í dagpeninga á mánuði og hefur launadeildin tekið af þeim skatta á sama hátt og af launum síðan staðgreiðslukerfíð gekk í gildi um áramót. Ásmundur sagði að flug þyrfti að uppfylla það skilyrði að vara í sex klukkustundir til þess að dagpeningar væru undanþegnir staðgreiðslu og það kunni vel að vera að einhveijir dagar fullnægi því skilyrði. Sjá bls. 4. sérstök leyfí til að flytja út til Evr- ópubandalagsins, en í fyrrahaust kom eftirlitsmaður af þess hálfu og skoðaði húsin. „Hann gerði umtalsverðar at- hugasemdir varðandi aðbúnað í húsunum, og sagði að ekki fengist leyfí til útflutnings tii Evrópu- bandalagsins nema _að gerðum sér- stökum úrbótum. Ákveðið var að bæta úr þessu í Borgarnesi, en þaðan var mest flutt út til Evrópu- bandalagsins, og standa nú yfír miklar breytingar þar. Ekki var talið taka því að gera viðeigandi breytingar á sláturhúsunum á Húsavík og Sauðárkróki þar sem markaðurinn væri ailtaf að þrengj- ast og versna. Útflutningskvótinn til Evrópubandalagsins er 600 tonn og hefur hann oftast verið fullnýtt- ur undanfarin ár, en þar af hafa 3-400 tonn komið frá Borgarnesi." Gunnar Aðalsteinsson slátur- hússtjóri í Borgarnesi sagði að mikl- ar breytingar væri verið að gera á sláturhúsinu og þar væri bæði um að ræða eðlilega endumýjun og breytingar sem miðuðu að því að uppfylla kröfur Evrópubandalags- ins. Gunnar taldi þó að ekki yrði um neinn útflutning á þennan markað að ræða frá Borgamesi í haust. „Ég á ekki von á því að héðan fari neitt kjöt á markað hjá Evrópu- bandalaginu í haust. Kröfumar sem voru gerðar voru þannig að það mætti æra óstöðugan ef standast ætti þeim snúning. Þær vom raun- verulega þannig að nánast útilokað er að framfylgja þeim tæknilega séð, og það er alveg af og frá að slíkum kröfum sé framfylgt innan Evrópubandalagsins sjálfs. Kjöt- markaðurinn þar er yfírfullur, og lítill spenningur fyrir því að fá meira kjöt inn á hann, og því slær það mann að þessu sé beitt til að útiloka okkur frá honum.“ Jóhann Steinsson hjá Búvöm- deild Sambandsins sagði það vera mjög slæmt að ekkert kjöt færi á markað hjá Evrópubandalaginu í haust. Markaðurinn þar tæki 600 tonn héðan samkvæmt samningum, og birgðir af kjöti hér á landi yrðu um 3.000 tonn um næstu mánaða- mót og mikil þörf hefði verið að létta á þeim. „Á þessu framleiðsluári sem nú er að líða hafa alls verið flutt út um 2.000 tonn af kjöti til Svíþjóð- ar, Færeyja, Finnlands og Bret- lands, og einnig til Danmerkur og Þýskalands, en ekki var lokað á útflutning þangað fyrr en um síðustu áramót og var kvóti síðasta árs þá fullnýttur."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.