Morgunblaðið - 11.08.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.08.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1988 21 Afangaskýrsla um starfsskilyrði fiskeldis: Tillaga gerð um ríkisábyrgð á rekstrarlánum stöðvanna Morgunblaðið/Einar Falur Jón Helgason landbúnaðarráðherra kynnir niðurstöður nefndar sem kannað hefur starfskilyrði fiskeldis. NEFND sem landbúnaðarráð- herra skipaði þann 24. júní síðastliðinn tii að gera athugnn á starfskilyrðum fiskeldis á ís- landi hefur nú skilað sinni fyrstu áfangaskýrslu. í henni kemur fram að í samkeppnislöndum ís- iendinga við framleiðslu á Norð- ur-Atlantshafslaxi er öll aðstaða til fiskeldis mun betri. Þar eru til dæmis veittir 25—30% styrkir til stofnframkvæmda, en engir slikir styrkir eru veittir hér á landi, og rekstrarlánveitingar i samkeppnislöndunum eru 100% á móti 50% hér á landi. Leggur nefndin til að veitt verði ríkis- ábyrgð á rekstrarlán til fiskeldis. Miðað við núverandi framleiðslu- getu seiðaeldisstöðva er gert ráð fyrir að að minnsta kosti 10 milljón- ir seiða fari að jafnaði í eldi á ári hveiju, og allt að 5 milljónir seiða fari í hafbeit. Áætlað útflutnings- verðmæti afurða sem þessi seiði munu gefa af sér er áætlað að minnsta kosti 5 milljarðar króna á verðlagi dagsins í dag, en það er um 10% af heildarútflutningsverð- mæti síðastliðins árs og samsvarar öllum útflutningi áls á síðasta ári. Þar sem nánast öll aðföng til fisk- eldis eru innlend, þá er hér um að ræða hreina framlegð til gjaldeyris- tekna. í áfangaskýrslu nefndarinnar kemur fram að þegar borin eru saman skilyrði fjármögnunar til stofnframkvæmda til fiskeldis hér á landi og í samanburðarlöndunum, sem eru Færeyjar, Noregur, írland, Skotland og Hjaltlandseyjar, að styrkir til stofnframkvæmda í þeim að undanskildum Færeyjum eru á bilinu 25—30%, en engir hér á landi. Þá er krafa um eigið fjár- magn að lágmarki 33% hér á landi, en er á bilinu 5—20% í saman- burðarlöndunum. Lán og styrkir í þeim nema þannig 80—95% af stofnframkvæmdum, en lánsfé nemur 67% hér á landi. Hluti stofnl- ána í sumum samanburðarlöndun- um er með niðurgreiddum vöxtum, en hér á landi gilda markaðsvextir. Þá er í gildi sérstakur skattur af erlendum lánum hér á landi, en hann er 6% af lánum til lengri tíma. Niðurstöður nefndarinnar gefa þannig til kynna að öll aðstaða til uppbyggingar fiskeldis verði að telj- ast mun betri í samanburðarlöndun- um vegna styrkja, hærra lánsfjár- hlutfalls, niðurgreiddra vaxta, lægri eiginfjárkröfu, og auk þess sérstaks lántökuskatts hér á landi. Varðandi rekstrarlán kemur fram í skýrslunni að í samanburð- arlöndunum fá fískeldisfyrirtæki lán til ijármögnunar allt að 100% rekstrarkostnaðar. Hér á landi fá fískeldisfyrirtæki um það bil 50% rekstrarkostnaðar fjármagnaðan með rekstrarlánum, en verða sjálf að fjármagna afganginn. Þykir nefndinni verulega skorta á sam- ræmdar reglur um veitingu rekstr- arlána til fiskeldis hjá lánastofnun- um hérlendis til jafnræðis við aðrar atvinnugreinar. Að mati nefndarinnar verður rekstur fískeldisfyrirtækja að telj- ast mun auðveldari í samanburðarl- öndunum, þar sem fiskeldisstöðvar eiga kost á lánum fyrir öllum rekstrarkostnaði, sums staðar með ríkisábyrgð á rekstrarlánum. Einn- ig auka stjrrkir rekstrarlánamögu- leika í samanburðarlöndunum, og opinberir aðilar í þessum löndum mæta þörfum þarlendra banka um viðunandi tryggingar fyrir lánum. Höfundar áfangaskýrslunar leggja til að fískeldi hér á landi njóti ríkisábyrgðar á rekstrarlánum á sama hátt og tíðkast í Noregi, en þar nemur ríkisábyrgðin um 45% að jafnaði, eða að stofnað verði sérstakt ábyrgðarfélag á vegum banka og sparisjóða. Jón Helgason landbúnaðarráð- herra lagði tillögur nefndarinnar fram á ríkisstjómarfundi síðastlið- inn þriðjudag, en þar á eftir að fjalla um þær. Háskólanám í kerfisf ræði Markmið kerfisfræðinámsins er að gera nemendur hæfa til að skipuleggja og annast tölvuvæðingu hjá fyrirtækjum og annast kennslu og þjálfun starfsfólks sem notar tölvur. Hægt er að hefja nám í september og janúar. Stúdentar af hag- fræðibraut Ijúka námi á þremur önnum en aðrir geta þurft að sækja tíma í fornámi, sem er ein önn til viðbótar. Áhersla er lögð á að fá til náms fólk, sem í dag starfar við tölvuvinnslu og í tölvu- deildum fyrirtækja auk nýstúdenta. Sérstaklega skal bent á að þeir, sem hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest í starfi, þurfa að sækja nú þegar um innritun á vorönn. Nemendur, sem vilja halda áfram að vinna hluta úr degi jafnframt námi, þurfa að ræða við kennslustjóra um möguleika á því. Eftirtaldar námsgreinar verða kenndar: Fornám: Bókfærsla Rekstrarhagfræði Tölvufræði Stærðfræði Vélritun Fyrsta önn: Grunnnámskeið Turbo Pascal Almenn kerfisfræði Stýrikerfi Verkefni Önnur önn: Kerfishönnun Kerfisforritun Gagnasöfn og upplýsingakerfi Forritun í Cobol Gagnaskipan Þriðja önn: Lokaverkefni Stutt námskeið í ýmsum greinum svo sem: Tölvufjarskipti, verkefnisstjórnun, forritun- armálið ADA, „Object-oriented" forritun, þekkingarkerfi, OS/400 stýrikerfi. Innritun á haustönn stendur yfir til 15. ágúst en umsóknarfrestur fyrir vorönn er til 16. september nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Verzlunarskólans, Ofanleiti 1. Kennslustjórinn verður til viðtals á skrifstofu skólans fyrir hádegi meðan innritun stend- ur yfir og í síma 688400. TÖLVUHÁSKÓLI V.í. STRIK/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.