Morgunblaðið - 11.08.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.08.1988, Blaðsíða 39
MÓRGUNBLABIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1988 Þegar Hrefna Jóhannsdóttir réðst til Hrafnistu í Reykjavík sem hjúkrunarforstjóri hafði stjóm heimilisins kynnt sér frábæran náms- og starfsferil hennar og fengið hin bestu meðmæli með henni í starf þetta hvarvetna sem eftir var leitað. Eðlilegt ér að hafa slíkan hátt á þegar um starf hjúkrunarforstjóra á slíku heimili er að ræða, því það er eitt hið ábyrgðamesta sem þar er að fínna. í þessu starfí fer sam- an varsla og umsjón efnislegra verðmæta, stjómun mikils fjölda starfsmanna auk eftirlits, umönn- unar og hjúkmnar hinna öldruðu, oft háaldraðra og mikið sjúkra. Þá er að sjálfsögðu um að ræða þýðing- armikil samskipti við lækna heimil- isins, aðra daglega stjómendur. og yfírstjóm, sem allt kallar á aðlögun- arhæfni og sveigjanleika en líka ákveðni og fylgni við skoðanir sínar. í þessari upptalningu hefí ég drepið á nokkra þætti þess starfs, sem Hrefna gegndi á Hrafnistu og leysti frábærlega vel af hendi meðan hún gekk heil heilsu að starfí sínu og reyndar löngu eftir að flestir hefðu lagt árar í bát og gefíst upp fyrir þeim sjúkdómi sem nú hefur lagt hana að velli langt fyrir aldur fram. Hrefna var fædd 31. október 1932 á Selfossi. Vom foreldrar hennar Johann Kristinn Ólafsson brúar- og trésmiður og kona hans Kristín Guðnadóttir. Áttu þau hjón átta böm og var Hrefna yngst þeirra systkina. Þegar Hreftia var sjö ára að aldri fluttist hún til Reykjavíkur með foreldmm sínum og þar átti hún heimili sitt síðan þótt hún dveldi oft erlendis um lengri eða skemmri tíma í námi og við störf. Hrefna lauk landsprófí frá Hér- aðsskólanum á Núpi 1948 og fljót- lega á eftir mun hún hafa ákveðið að leggja fyrir sig hjúkmnamám og prófí frá Hjúkmnarskóla íslands lauk hún í mars 1954. Samfara hjúkmnarstarfi hélt hún áfram menntun sinni og lauk skurð- stofunámi á Landspítalanum haust- ið 1955. Hún stundaði framhalds- nám í skurðstofuhjúkmn við Nor- wegian American Hospital Chicago frá haustdögum 1955 til vordaga 1957, en hóf þá störf að nýju við skurðstofu Landspítalans og var deildarstjóri skurðstofu fæðingar- deildar á ámnum 1958-1961. Næstu árin dvelst hún í Svíþjóð með eiginmanni sínum, Sverri Har- aldssyni lækni, en þau giftust 1961 en slitu samvistir 1971. Með Sverri eignaðist Hrefna þijú böm en þau em: Kristín f. 26. júlí 1963 og er hún í háskólanámi við búvísinda- deildina á Hvanneyri í Borgarfírði, Ambjörg f. 9. október 1964, en hún stundar nám í dýralækningum í Noregi, Jóhann er yngstur f. 4. júnf 1971 og er í námi við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti. Þótt Hrefna væri með böm sín ung varð hún að hefja störf að nýju og hún er deildarstjóri á hjarta- þræðingadeild Landspítalans á ár- unum 1971-1980. En þrátt fyrir það leitar hún sér meiri menntunar og samfara 50% til 100% starfí stundar hún nám í kennslu- og uppeldisfræði við Kennaraháskóla íslands frá hausti 1977 til maí 1980 og samhliða, 1979-1980, stjómun- amám við Nordiska Hálsovárds- högskolan í Gautaborg. Hrefna var ráðin hjúkmanrfram- kvæmdastjóri Landspítala íslands þann 1. marz 1980 og gegndi því starfí fram í ágúst 1983 er hún var ráðin hjúkmnarforstjóri á Hrafnistu í Reykjavík. Því starfí gegndi hún til dauðadags, en hún andaðist í Landspítalanum 3. ágúst sl. Hér hefur verið stiklað á því helsta í lífshlaupi Hrefnu og getið um náms- og starfsferil hennar. Ljóst er að hún hefur haft ríka löng- un til frekari menntunar vegna starfa síns og tekist það með dugn- aði og elju þrátt fyrir brauðstrit og uppeldi bama sinna. Við samstarfs- menn Hrefnu kynntumst fljótlega fleiri eiginleikum í fari hennar sem nutu sín í starfí, á ég þar við fram- komu hennar við gamla fólkið, starfsfólk og samstarfsmenn og bar alltaf vitni um ljúfmennsku og kurt- eisi. Og ekki skal sá þáttur gleym- ast er varðaði starfsfólk undir henn- ar stjóm en velfamað þess vildi hún í hvívetna og fylgdist með sorgum þess og gleði. Stjómendur í öldmnarþjónustu, sérstaklega á hjúkmnarsviði, hafa búið við sérstakt álag hin síðari ár vegna mikils skorts á sérhæfðu starfsfólki. Oft verða þeir að axla sjálfír aukinn vinnutíma vegna þess, því starfíð verður að vinnast. í þessu var Hrefna engin undantekning auk þess sem ég veit að hún hljóp oft í skarðið þegar starfsmenn hennar þurftu á fríi að halda vegna fjöl- skyldu sinnar og annars. Enginn vafí er á að þeir eiginleik- ar Hrefnu, sem ég hefí hér drepið á, áttu m.a. sinn þátt í því að þeir hjúkmnarfræðingar sem næstir henni stóðu öxluðu fyrst hluta af störfum hennar og síðan þau öll, eftir að ljóst var að hveiju stefndi í veikindum hennar og að' hún ætti ekki afturkvæmt til starfa, en því skýrði Hrefna fólki sínu sjálf frá. Þetta gerðu þær m.a. til þess að henni nýttust betur þeir mánuðir, sem hún átti eftir ólifað, með böm- um sínum. Hrefna Jóhannsdóttir lést langt um aldur fram. Hún skilur eftir í huga okkar minningu um heil- steyptan persónuleika, góða mann- eskju sem mátti ekki vamm sitt vita í starfí og var annt um fag sitt og fræði. En hún skilur eftir meira. Þijú mannvænleg böm hennar eiga nú á bak að sjá mikil- hæfri móður, leiðbeinanda og fé- laga. Hún vildi sjá veg þeirra tryggðan í framtíðinni. Þótt enginn geti ráðið við slíkt geta margir að- stoðað við það, þótt fyrst og síðast sé það undir einstaklingunum sjálf- um komið, sé líf og heilsa til staðar. Ég og margir aðrir biðja í dag Guð að styrkja böm Hrefnu og standa með þeim á ógenginni götu þessa lífs. Með þeim orðum kveð ég Hefnu Jóhannsdóttur og þakka henni það sem hún gaf mér og öðmm sem hún hefur orðið sam- ferða á lífsleiðinni. Guð blessi minningu hennar. Pétur Sigurðsson Það er stundum óvænt og stutt skrefíð yfír landamæri lífs og dauða. Ósjaldan brennur spumingin í huga, af hveiju þurfti þetta að gerast, og núna, hvaða tilgangi þjónaði það? Já, það er oft auðveldara að spyija en að svara og í þessum efn- um verður oftast lítið um svör. Lífsgátan er og verður löngum torráðin dauðlegum mönnum, við stöndum eftir höggdofa og undr- andi. Okkur fannst að það hlyti að vera svo langt þangað tl leiðir okk- ar í þessum heimi skildu. Hugrenningar af þessu tagi flugu um huga minn þegar ég frétti af •láti náins samstarfsmanns, Hrefnu Jóhannsdóttur, þó ég vissi að hún ætti í stríði við erfíðan sjúkdóm. Slík var reisn þessarar elskulegu konu, að við sem störfuðum með ________________ 39 henni dags daglega, trúðum því varla að hún væri svona veik. Fyrir tæpu ári átti ég þess kost að skoða öldrunarheimili á Norður- löndum, ásamt Hrefnu og fleiri stjómendum Hrafnistu. í þeirri ferð komu sérstaklega fram skipulags- gáfur hennar og menntun á sviði hjúkmnar. Hún var næm fyrir öllum nýjungum og var fljót að heimfæra þær og tileinka sér til nýtingar í starfí sínu á Hrafnistu. Hrefna Jóhannsdóttir var fædd á Selfossi 30. október 1932, dóttir hjónanna Jóhanns Kr. Ólafssonar og Kristínar Guðnadóttur og ólst upp í átta systkina hópi. Hrefna hóf störf á Hrafnistu Reykjavík í ágúst 1983 sem hjúkr- unarforstjóri, en áður hafí hún starfað um árabil á Landspítalan- um. Þessi fimm ár, sem Hrefna starfaði á Hrafnistu Reykjavík, verða okkur ætíð minnisstæð fyrir sérstakan dugnað hennar við að endurskipuleggja þetta góða og hlý- lega heimili. Einstök skipulags- hæfni og dugnaður gerði það að fólk hreifst með hlýju hennar og hógværð, og samstarfsfólk bar mikla virðingu fyrir henni sem stjómanda. Þó Hrefna hafí látist langt um aldur fram, þá hafði hún áorkað miklu í þessu lífí. Það var þroskandi og fræðandi að starfa í hennar návist, og ég veit að hún var fólki sínu umhyggjusöm og góð móðir. Ég sendi bömum hennar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Góðar minningar að leiðarlokum em meira en allt annað. Rafn Sigurðsson Hrefna, mágkona mín, er dáin langt um aldur fram, án þess. að fá að ljúka því dagsverki, sem hún T~ émmS, > / V. WBKW.-r vS 4. ^ w >v T* T/áSÍ' ' Mueller’s pasta er gott með sunnlensku lambakjöti. norðlensku grænmeti, ítölskum osti eða ýsu frá Eskifirði. Og auðvitað eitt sér Það er góð tilbreyting í Mueller’s pasta. Hugsaðu þér íslenskt lambakjöt með Mueller’s eggjanúðlum. Góð samsetn- ing. Eða ýsuflök og macaroni, Mueller’s spaghetti með rifnum osti, nýju græn- meti, nautahakki og mauksoðnum íslenskum tómötum. Það er næstum því sama hvað þú ætlar að hafa í matinn, Mueller’s pasta á alltaf vel við. Hugsaðu þér Mueller’s pasta ef þú vilt tilbreytingu á matarbprðið. Góða til- breytingu. Það er góð hugmynd að fá sér Mueller’s pasta (borið fram Mullers). * Uppskriftin er fengin úr bókinni Pastaréttir í bóka- flokknum Hjálparkokkurinn frá Almenna bókafélaginu. Svínalundir með pasta og osti * Handa fjórum. Undirbúningur: Um 20 mín. Steiking/suða: Alls um 20 mín. Svínalundir (500-600 g) Salt, pipar Um 200 g rifinn ostur 125 g soðin skinka 2-3 msk smjör 250 g ferskir sveppir 250-300 g pasta Ferskt eða þurrkað 1 laukur, 3-4 tómatar timían 1. Skerið kjötið í jafnar sneiðar. Stráið þær salti og pipar og veltið þeim í rifnum osti. Brúnið 1 msk af smjöri á pönnu og steikið sneiðarnar í 3-4 mín á hvorri hlið. Takið þær úr og haldið heitum. 2. Sjóðið pastað skv. leiðarvísi. Grófsaxið laukinn og tómatana. 3. Látið meira smjör á pönnuna. Steikið tómatana og laukinn þar til hann er glær. Stráið salti og pipar og blandið varlega við pastað. Haldið heitu. 4. Skerið skinkuna og sveppina í sneiðar og létt- steikið á pönnu. Látið kjötsneiðar, skinku, sveppi og pasta á heitt fat. Berið fram strax ásamt fersku, grænu salati. MnPíiers frills ^iVluellers. NETWT. 12 OZ./340g KARL K. KARLSSON & CO. Skúlatúni 4, Reykjavík, sími 62 32 32 Mueller’s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.