Morgunblaðið - 11.08.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.08.1988, Blaðsíða 30
Framkvæmdir hafnar við jarð- göng um Olafsfjarðarmúla FRAMKVÆMDIR eru nú hafnar í Ólafsfjarðarmúla þar sem unnið verður við gerð jarðganga næstu þijú árin. Það er fyrirtækið Kraft- tak sf., sem átti lægsta tilboðið í verkið, um 530 milljónir króna, og eru menn frá fyrirtækinu og hluti af vélaflotanum nú þegar á Ólafs- firði. Starfsmenn við verkið verða allt frá 20 og upp í 40 manns þegar mest verður, íslenskir og norskir, en Krafttak sf. er í 70% eigu norska fyrirtækisins Astruphayer og 30% eigu Ellerts Skúlason- ar hf. í Njarðvík. . Fyrstu vinnuvélunum var skipað á land úr Esjunni á mánudagskvöld og von er á farmi með skipi frá Noregi þann 22. ágúst nk. auk vinnuskúra sem á að setja upp vegna verksins. Hafist var handa strax á þriðjudagsmorgun og verður fyrsta verkið vegalagning frá gangamunnanum og inn á Aðalgöt- una á Ólafsfirði, um 1600 metra leið. Vegurinn verður síðan lagður bundnu slitlagi í lok gangagerðar- innar, en samkvæmt samningi á henni að vera lokið í síðasta lagi í marsmánuði 1991. Yfirumsjón með verkinu hafa þeir Björn Jónasson jarðfræðingur og Stieg Frammarsvik bygginga- verkfræðingur frá Noregi. Göngin sjálf verða rúmlega þrír kílómetrar að lengd. Bjöm sagði í samtali við Morgunblaðið að notað yrði dýn- amít til að sprengja upp leiðina í gegnum Múlann. Þá þyrfti enn- fremur að reisa veggskála beggja vegna Múlans og búa þyrfti til veg- arkafla Dalvíkurmegin frá munnan- um og inn á þann veg sem nú er fyrir hendi. Sá kafli er um eins km langur. „Við leggjum vegina hvom sínu megin við Múlann nú í sumar, en leggjum þá ekki bundnu slitlagi fyrr en í lokin. Síðan má búast við að við ráðumst á Múlann um miðjan september þegar allri forvinnu er lokið. Um er að ræða 2,6 km í vega- gerð, þijá km í gangagerð og 250 metrar í veggskálum," sagði Bjöm. Krafttak sf. hefur nýlega unnið sambærilegt verk við Blönduvirkj- un. Þar vom útbúin þriggja km stöðvarhússhvelfíng og lóðrétt göng upp á tæpa 300 metra. Göngin verða 5,7 metrar á hæð og 5 metr- ar á breidd. Alls verða 100.000 rúmmetrar af bergi íosaðir út úr Múlanum og verður það nýtt sem vegfylling. Sprengingavipnan er gerð á hefðbundinn hátt, en ný tækni, svokölluð ásprautun, er not- uð í hvelfinguna m.a. til að holu- fylla eftir að sprengt hefur verið. Jaðarsvöllur: • • Oldung’ameistaramót í golfi Öldungameistaramót íslands verður haldið á Jaðarsvelli um helgina og eru yfir eitt hundrað þátttakendúr væntanlegir á mótið. Leiknar verða 54 holur án forgjaf- ar og 36 holur með forgjöf. Mótið hefst kl. 9.00 á morgun, föstudag, og er opið konum 50 ára og eldri og körlum 55 ára og eldri. Mótið er haldið árjega og fór fram í Keflavík í fyrra. íslandsmeistari karla síðan þá er Gísli Sigurðsson úr Garðabæ og í flokki kvenna varð Jakobína Guðlaugsdóttir úr Vestmannaeyjum sigurvegari. Blaðburðarfólk óskast í eftirtalin hverfi: Bjarkarstíg, Helgamagrastræti, Munka- þverárstræti, Brekkugötu, Klapparstíg. Uppl. á afgreiðslu Morgunblaðsins, Hafnarstræti 85, ________Akureyri, sími 23905. Hlýjast norðanlands Norðlendingar fengu aftur að sjá til sólar í gær eftir rnikið sólar- leysi undanfarna daga. Hiti nálgaðist 20 gráðu markið á Akureyri í gær og nutu margir veðurblíðunnar enda mikið um ferðafólk í bænum. Veðurfræðingar eru hvað hliðhollastir Norðlendingum næstu daga ef marka má veðurspá í gær. Spáð er austlægri átt í dag, björtu veðri og skýjum á köflum norðanlands og hlýjast verður á Norðurlandi, 10 til 18 stig. Á föstudag er búist við au- stangolu, en björtu veðri og ef til vill smáskúrum og súld við strendur. siðasta hali Sléttbaks EA voru 40 tonn, sem áhöfnin náði að vinna á aðeins 20 tímum. Unnu 40 tonna hal á 20 tímum LÍTIÐ var sofið um borð í Slétt- baki EA í lok síðustu veiðiferðar togarans. Síðasta halið innihélt svo mikið sem 40 tonn af þorski svo snar handtök þurfti til að vinna allan þann afla. Gunnar Jóhannsson var skipstjóri í ferðinni. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að undir venjulegum kringumstæðum stæðu menn frívaktir. Tuttugu og sex manna áhöfn væri á skipinu og skiptu menn með sér sólarhringnum. „Þegar svona höl koma inn, hugsar enginn um vaktafyrirkomulag heldur vinna allir eins og brjálæðingar þar til fisk- urinn er kominn í frystingu og það tókst að vinna þessi 40 tonn á 20 tímum," sagði Gunnar. Skipveijar sjálfir þurfa að flaka, snyrta, stærð- arflokka, pakka og frysta þar sem Sléttbakurinn er frystitogari. Sléttbakur EA hélt á veiðar á ný síðdegis í gær. Alls öfluðust í síðustu veiðiferð 268 tonn á 24 dögum og nam aflaverðmæti um 30 milljónum króna. Vistheimilið Sólborg: Tvær milljónir vantar til að ljúka sundlaugarbyggingunni Morgunblaðið/Rúnar Þór Fimm starfsmenn á Sólborg standa fyrir lokaátaki i byggingu sund- laugar við Sólborg. Frá vinstri eru Þóroddur Þóararinsson þroska- þjálfi, Dagný Sigurjónsdóttir starfsstúlka, Þráinn Brjánsson starfs- maður, Anna Árnadóttir fóstra og Rakel Bragadóttir ritari. NEFND áhugafólks úr röðum starfsmanna Sólborgar hefur ákveðið að beita sér fyrir loka- átaki í söfnun fyrir byggingu sundlaugar á vistheimilinu Sól- borg á Akureyri. Sundlaugin er ætluð heimilisfólkinu og öðrum þroskaheftum á Akureyri og ná- grenni. Stærð hennar er 8x4 metr- ar og gert er ráð fyrir að ská- braut og lyfta auðveldi fötluðum að komast ofan í laugina. Á barmi hennar verður rými fyrir nudd- pott, sem Iðnaðarbankinn gaf stofnuninni, og að auki er gert ráð fyrir æfingarplássi og vinnuað- stöðu fyrir sjúkraþjálfa við enda laugarinnar. Bygging sundlaugar á Sólborg hófst sumarið 1983 og er byggingin mikið hagsmunamál fyrir þá 42 íbúa, sem þar eru til heimilis, að sögn þeirra fimm starfsmanna er standa fyrir söfnuninni. Ríkisútvarpið, Rás 2, verður með útsendingu á morgun, föstudag, sem tileinkuð verður söfn- uninni alfarið. Ætlunin er að gefa fyrirtækjum, sveitarfélögum og ein- staklingum kost á að hringja inn og leggja fram fé. Svæðisútvarp Akur- eyrar og nágrennis tileinkar söfnun- inni tíma sinn milli kl. 18.00 og 19.00 í kvöld og þá verður jafnframt tekið á móti framlögum. Auk þessa hefur verið opnaður póstgíróreikningur nr. 544655 gagngert fyrir þetta lokaá- tak byggingarinnar. Útvarpsstöðin Hljóðbylgjan stóð síðastliðið sumar fyrir söfnun vegna sundlaugarinnar við Sólborg og söfn- uðust þá tæpar 840.000 krónur. Fyrir það fé tókst að gera bygging- una tilbúna undir tréverk. Þriðja áfanganum af fjórum er lokið, en eftir er að ganga frá byggingunni að innan, leggja flísar, ganga frá sundlaug og búningsklefum, útbúa aðstöðu fyrir þjálfun og annað þess háttar. I þennan lokaáfanga vantar tvær milljónir króna. Samkvæmt út- reikningum kostar lokaáfanginn 3,6 millj. kr., en Framkvæmdasjóður fatlaðra veitti í fyrsta sinn í vor fé til framkvæmdanna, 1,5 millj. kr. auk þess sem lionsklúbbar, Styrktarfélag vangefinna, Samband norðlenskra kvenna og aðrir aðilar hafa styrkt málefnið. Þegar fyrstu þijú sambýlin fyrir þroskahefta tóku til starfa fluttist sá hluti íbúa Sólborgar sem minnst var fatlaður út af vistheimilinu. Þar eru því eftir.tiltölulega mikið þroska- heftir og fatlaðir einstaklingar með mikla alhliða þjálfunarþörf. Sú að- staða, sem nú er fyrir hendi, tak- markast að mestu leyti við líkamsæf- ingar, sem gerðar eru við ófullnægj- andi aðstæður inni á herbergjum íbú- anna eða í setustofu. Vegna þess hve sund er gott til slökunar og þjálfunar hefur verið ekið með hluta íbúanna í sund í Þelamerkurskóla og á Sval- barðseyri, en þar er aðstaðan ónóg og aksturinn erfiður fyrir þá mest fötluðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.