Morgunblaðið - 11.08.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.08.1988, Blaðsíða 40
 .ems*ó'w ,rtO/_ a<s\áW( OP'0 íSdað'eð* A4\au9ard .TÍGVÉt ,tvgvél MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1988 hún að eðlisfari hæg og prúð og ekki fyrir að trana sér, yfírveguð og hlý í allri framkomu en glaðleg og elskuleg í viðmóti. Hún skilur eingöngu eftir ljúfar minningar hjá okkur venslafólkinu. Hrefna átti fallegt og notalegt heimili með sínum elskulegu böm- um, sem voru dýrgripimir hennar og hafa verið henni til mikillar ánægju, svo vel hafa þau lánast. Hún reyndist þeim góð og um- hyggjusöm móðir alla tíð og nú hafa þau staðið með henni í erfíðum veikindum og sýnt mikinn mann- dóm, þrek og ástúð. Þau hafa vart frá henni vikið vikunum saman og gert allt, sem í þeirra valdi hefur staðið til að létta henni byrðamar. En þau áttu góða að, þar sem voru vinkonur Hrefnu úr hópi hjúkmnar- kvénna. Þær gættu þess að alltaf væri einhver þeirra líka við sjúkra- beðinn jafnt nótt sem dag og em þær búnar að vinna aðdáunarvert kærleiksverk. Þökk sé þeim fyrir alla þeirra vináttu. Hrefnu þakka ég fyrir allt og allt frá fyrstu kynnum og bið algóð- an Guð að gefa henni eilífan frið og blessun á vegferð hennar. Ég bið miskunnsaman Guð að gefa börnunum hennar og ástvinum öllum huggun á sorgarstundum og styrk og vemd um alla framtíð. Sigríður G. Jóhannsdóttir í dag kveðjum við kæra vinkonu og skólasystur, Hrefnu Jóhanns- dóttur hjúkmnarforstjóra. Við kynntumst fyrst fyrir 37 ámm þeg- ar við hófum nám í hjúkmnarfræði við Hjúkmnarskóla íslands. Það var glaðvær hópur stúlkna sem mætti í dagstofu skólans 2. janúar 1951. Allar áttum við það sameiginlega markmið að vilja læra hjúkmn og gera hjúkmnarstarfíð að okkar ævistarfí. Þá var skólinn til húsa á 3. hæð Landspítalans. Allir nem- endur bjuggu í heimavist skólans, sem gerði það að verkum, að við skólasystumar kynntumst mjög náið og skapaðist mikil samheldni innan hópsins. Eftir að við lukum hjúkmnar- námi og við dreifðumst í ýmsar áttir, höfum við hist reglulega nokkmm sinnum á hveiju ári. Oft hefur verið rætt um það hjúkmnar- nám sem við fengum undir skóla- stjóm Sigríðar Bachmann. Gæði þess og gildi, og hve vel okkur hef- ur reynst það bæði í lífi og starfí. Er óhætt að segja að Hrefna var ætíð hrókur alls fagnaðar og átti hvað stærsta þáttinn í því að þessir samfundir vom ætíð tiihlökkunar- eftii. Hún var skarpskyggn og raunsæ og átti sérlega auðvelt með að greina hismi frá kjama hvers máls. Kom sá eiginieiki sér vel í starfí hennar sem stjómanda. Oft hittumst við í Stigahlíðinni eftir langa vinnudaga og umræðu- efnið var einatt af sama toga, á hvem hátt væri vænlegast að leysa hin ýmsu vandamál sem stæðu í vegi fyrir betri hjúkrunárþjónustu í þessu landi. Að loknu hjúkmnamámi 1954 hóf hún nám í skurðstofuhjúkmn við Landspítalann. Rúmu ári síðar hélt hún til Bandaríkjanna til frek- ara náms. Á þessum ámm vomm við fjórar bekkjarsystur við fram- haldsnám í Chicago. Þegar heim kom í apríl 1957 byijaði hún aftur að starfa á skurðstofu Landspital- ans og var deildarstjóri skurðstofu fæðngardeildar frá febrúar 1958 til janúar 1961. Það sama ár giftist hún Sverri Haraldssyni, lækni, og áttu þau heimili í Svíþjóð í 9 ár. Þau eignuðust þijú mannvænleg böm. Kristín f. 26. júlí 1963, stund- ar nám við búvísindadeild á Hvann- eyri. Ambjörg f. 9. október 1964, stundar nám í dýralækningum við Óslöarháskóla. Jóhann f. 4. júní 1971, nemandi í Fjöibrautskólanum í Breiðholti. Eftir tíu ára sambúð slitu þau Sverrir samvistir. Hrefna byijaði að vinna við þjartadeild Landspítal- ans 1971. Hún sá um og stjómaði hjartaþræðingadeildinni í 8 ár. Haustið 1977 hóf hún nám í kennslu- og uppeldisfræði við Kenn- araháskóla íslands og lauk námi vorið 1979. Bæði skólaárin vann SKÓÚTSALAN LAUGAVEGI 91 hefði óskað að ljúka. Af hveiju? Meira að starfa Guðs um geim? Við verðum að trúa, að allt hafí sinn tilgang og að þetta sé vilji hins algóða Guðs, enda þótt það sé erf- itt. En djúp em sárin, senv fráfall hennar veldur og feginn vildi maður bera gæfu' til að bera smyrsl á þau dýpstu. Hrefna var fædd á Selfossi 31. okt. 1932 og var hún yngst átta bama hjónanna Kristínar Guðna- dóttur og Jóhanns Kr. Ólafssonar, trésmiðs og brúarsmiðs. Hún hafði ekki náð 10 ára aldri, þegar móðir hennar féll frá einnig langt um ald- ur fram og harmdauði öllum, er hana þekktu. Faðir herinar var kom- inn á níræðisaldur, er hann andað- ist. Hún lauk námi í hjúkmnar- kvennaskóla íslands að afloknu gagnfræðanámi og stundaði hjúkr- unarstörf af lífi og sál að því loknu. En hugur hennar stefndi að skurðstofuhjúkmn og því fór hún vestur til Bandaríkjanna til að sér- mennta sig á því sviði. Þegar hún kom heim aftur, hóf hún störf á Landspítalanum og varð síðar yfír- hjúkmnarkona á skurðstofu Fæð- ingardeildar Landspítalans um nokkurra ára skeið, eða þar til þáttaskil urðu í lífí hennar — hjóna- band og bamauppeldi tók við. Hún giftist Sverri Haraldssyni, lækni, 11. mars 1961 og bjuggu þau lengst af í Svíþjóð. Þau eignuð- ust þijú mannvænleg böm: Kristínu, sem er að ljúka búfræði- námi á Hvanneyri, Ambjörgu, sem stundar dýralæknanám í Ösló og Jóhann, en hann er nemandi í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti. Ekki bám þau hjónin gæfu til að standa saman og annast sameiginlega upp- eldi barhanna. Þau skildu eftir 10 ára hjónaband. Þá fór Hrefna aftur að vinna utan heimilis og nú frá þremur bömum, sem var æði mikið átak. En þá reyndust systur hennar henni vel. Gréta, sem bjó í nábýli við hana á þessum tíma, tók bömin heim til sín og annaðist þau á meðan Hrefna var að heiman. Einnig áttu hún og bömin ómetanlegt athvarf hjá Mundu systur hennar og hennar flölskyldu í Oddgeirshólum í Flóa öll sumur, í öllum fríum og hvenær sem þeim hentaði. Það er ekki of- mælt að segja að það góða heimili hafí verið þeirra annað heimili æ síðan. Og eftir að fjölskylda Mundu flutti til Selfoss, hefur stefnan bara verið tekin þangað og heimilið þeim ætíð opið eftir sem áður. Fyrsti starfsvettvangur Hrefnu eftir að hún hóf störf á ný var hjartaþræðingadeild Landspítalans sem var þá nýtekin til starfa. Þar vann hún í ein sjö ár eða þar til hún settist enn á ný á skólabekk og fór f framhaldsnám f hjúkrunar- fræðum. Hún stundaði það af elju eins og allt sem hún fékkst við. Sótti hún einnig námskeið í stjóm- unarfræðum heima og erlendis og lagði oft hart að sér, því að ekki mátti heimilið líða. Hún var ákaf- lega kröfuhörð við sjálfa sig og samviskusöm svo að af bar. Bömin hjálpuðu til og vom henni einstak- lega samhent í einu og öllu. Annars hefði þetta ekki gengið svona vel. Þegar þessum námsferli var lok- ið, vann hún um skeið við stjómun- arstörf hjá Landspftalanum en svo gerðist hún hjúkrunarforstjóri hjá Hrafnistu í RÍeykjavík fyrir fáum árum og helgaði þeirri stofnun síðustu starfskrafta sína. Hrefna var ákaflega starfssöm og vel verki farin til hugar og handa. Hún tók starf sitt mjög al- varlega og lagði sig alla fram um að láta gott af því leiða bæði í þágu sjúklinganna og starfsfólksins. Hún vildi gera svo vel og svo mikið. Var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.