Morgunblaðið - 11.08.1988, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1988
Vopnahlé í Angóla:
Afrískaþjóðaráðið efast
um heilindi S-Afríkumanna
Ruacana í Namibíu, Nairobi, Harare, Bamako, Havana. Reuter.
SUÐUR-afríkst herlið er í þann mund að hafa sig á brott frá An-
gólu. Trukkar og skriðdrekar eru í förum milli Ruacana og Oshakati
aðalbækistöðvar suður-afríska setuliðsins við landamæri Angólu.
Afriska þjóðaráðið og Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, draga í efa
heilindi suður-afriskra yfirvalda. Mugabe varaði við þvi að árásir
Suður-Afríkuhers á nágrannarfldn gætu magnast eftir að Namibía
hefði hlotið sjálfstæði.
Hermenn Suður-Afríku sem eiga
að vera á brott frá Angóla fyrir 1.
september eru á faraldsfæti en að
sögn fréttamanns Reuters-frétta-
stofunnar hefur herlið verið að flytja
hergögn og vistir til bækistöðva
sinna við landamærin en ekki hefur
orðið vart við að hersveitir hafi farið
yfir landamærin.
Suður-afrískur embættismaður í
Pretoríu sagði fréttamönnum að
brottflutningur herliðs frá Angóla
væri hafinn. „Herlið okkar mun
verða á brott fyrir 1. september,"
sagði embættismaðurinn suður-
afríski.
Afríska þjóðaráðið hefur látið
uppi efasemdir í garð Suður-Afríku.
„Okkur býður í grun að með því að
samþkkja vopnahléð séu suður-
afrísk stjómvöld aðeins að reyna að
vinna tíma til að endurskipuleggja
aðgerðir sínar og undirbúa næstu
aðgerðir, sem þá munu felast í að
þeir gera kröfur sem munu ómerkja
samkomulagið," sagði Johnny Mak-
Káre Willoch hætt-
ir þingmennsku
KÁRE Willoch fyrrum leiðtogi
hægrimanna hyggst hætta þing-
mennsku að loknu þessu kjörtíma-
bili, að því er segir í frétt norska
dagblaðsins Aftenposten i gær.
Willoch sendi formanni Hægri
flokksins í Ósló bréf í gær þar sem
hann greindi frá því að hann hyggð-
ist hætta þingmennsku eftir að hafa
setið óslitið á norska Stórþinginu frá
því árið 1957. Willoch hefur verið í
framboði fyrir flokkinn í 35 ár, hann
hefur verið formaður flokksins, þing-
flokksformaður oe ritari flokksins í
gegnum tíðina. Á ferli sínum hefur
Willoch setið í mörgum ríkisstjóm-
um, meðal annars gengt embætti
forsætisráðherra og viðskiptaráð-
heira.
Ástæður þess að hann hyggst
hætta segir Willoch ekki vera ð hann
hafi misst áhuga á stjómmálum. „Ef
ég ætla að breyta til verður það að
gerast núna,“ sagði Willoch í sam-
tali við Aftenposten. Að eigin sögn
huggst hann ekki hætta afskiptum
af stjómmálum en mun í framtíðinni
einbeita sér að öðru en þing-
mennsku.
HAUST-OC
fyrir alla fjölskylduna
<?£[ v
PÓSTVERSLUN BÆJARHRAUN114, 220 HAFNARFJÓRÐUR
Pöntunarlistinn kostar 160 kr. + póstburöargjald SÍml 53900
athini talsmaður afríska þjóðarráðs-
ins. _
„Ég treysti ekki suður-afrískum
stjómvöldum, þeir verða að sýna það
í verki að þeir standi heils hugar að
þessum vopnahléssamkomulagi,"
sagði Mugabe forseti Zimbabwe á
blaðamannafundi sem hann hélt í
Harare í gær. Mugabe varaði ná-
grannaþjóðir Suður-Afríku við og
sagði þeim að vera á verði vegna
hugsanlegra árása eftir að Namibía
hefur öðlast sjálfstæði.
Kúbanska fréttastofan Prensa lat-
ina fagnar á hinn bóginn vopnahlés-
samningunum og telur að með hon-
um sé bundinn endi á það sem frétta-
stofan kallar „blóðugasti kafli í sögu
útþenslustefnu Pretoríu."
Svertingjar í Suður-Afríku hafa
sakað stjómvöld um að reyna að
koma á óróa í löndum svertingja
með það fyrir augum að sýna fram
á að svartir menn geti ekki stjómað
ríkjum sínum.
Herman Cohen, starfsmaður
Bandaríkjastjómar sem þátt tók í
viðræðunum í Genf, þar sem samið
var um vopnahléð í Ángóla, sagði í
gær að friðsamleg lausn á stríðinu
í Angóla væri háð því að skæruliðum
UNITA væri tryggð ítök í stjóm
landsins í framtíðinni. „Ég held að
við séum á réttri leið,“ sagði Cohen,
sem er sérstakur ráðgjafi Ronalds
Reagans Bandaríkjaforseta um mál-
eftii Afríku.
Castro stal
senunni
Sex leiðtogar Suður-Amerík-
urflga eru komnir tfl Quito, höf-
uðborgar Ecuador, til að vera
viðstaddir þegar Rodrigo Borja-
forseti sver embættiseið i dag. George Shultz, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna verður einnig viðstaddur athöfnina. Shultz sagði á
blaðamannafundi i Washington i gær að hann hefði ekki í hyggju
að ræða við Fidel Castro eða Daniel Ortega, sem báðir munu vera
viðstaddur. Castro kom til Quito i gær og vakti koma hans, sem
haldið hafði verið leyndri fram á siðustu stundu, mikla athygli.
Fjöldi manna flykktist að en fólk virtist iáta sér fátt um finnast
að fjórir aðrir leiðtogar Suður-Ameríkuríkja voru að koma til lands-
ins. Fráfarandi forseti Ecuador, Leon Febres Cordero, sést á inn-
felldu myndinni taka á móti Virgilio Barco, forseta Kolumbiu, við
komuna til Quito í gær. Gerði fólk hróp að forsetanum fráfarandi.
Hrópaði fólkið „harðstjóri, morðingi" að Cordero er hann kom i
síðasta sinn til þinghússins í Quito.
Nagorno-Karabakh:
Leiðtogi kommúnista styð-
ur málamiðlun stiórnvalda
Moskvu, Bonn, Reuter.
í SOVÉSKA vikuritinu Moskvu- ver afskifti sovéskra stjómvalda deilum i Sovétríkjunum. Arm-
fréttir birdst i gær grein eftir af deilunni um Nagomo-Kara-
Genrikh Pogosjan, leiðtoga bakh og segir að málamiðlunar-
kommúnistaflokksins í Nagomo- lausn þeirra boði afturhvarf til
Karabakh-héraði, þar sem hann lýðræðislegra lausna á þjóðerais-
DAGVIST BARM
VESTURBÆR
Dagheimilið
Hagaborg — Fornhaga 8
Óskar að ráða 2 deildárfóstrur og aðstoðar-
fólk til starfa frá 1. september eða eftir sam-
komulagi.
Upplýsingar gefur Guðrún forstöðumaður
í síma 10268 eða á staðnum.
enskur þjóðernissinni, Parvír
Airíkjan, sem gerður var útlægur
frá Sovétrikjunum í síðasta mán-
uði, sagði á blaðamannafundi f
Bonn í gær að sovésk stjórnvöld
hefðu aukið spennuna í Armenfu
með þvf að reyna að rangtúlka
baráttuna fyrir sameiningu Nag-
omo-Karabakhs og Armenfu.
í grein sinni segist Pogosjan geta
„horfst rólegur í augu við alþýðuna"
eftir að forsætisnefnd Æðstaráðs
Sovétríkjanna hafi í síðasta mánuði
veitt héraðinu sjálfræði. Þegar Pogo-
sjan ávarpaði forsætisnefndina 18.
júlí lagði hann fram kröfu um að
Nagomo-Karabakh yrði hluti af
Armeníu en því hafiiaði forsætis-
nefndin.
Pogosjan segir í greininni að
ákvörðun forsætisnefndarinnar væri
„upphafið að nýju lýðræði". „Lýð-
raeði, einmitt vegna þess að í marga
áratugi ríktu geðþóttaákvarðanir.
Með einni undirskrift voru heilu
þjóðimar fluttar, lýðveldi hurfu eða
birtust aftur, borgir og hémð voru
flutt úr einu lýðveldinu í annað. Það
var miklu auðveldara að skrifa und-
ir eitthvert plagg en að reyna að
finna lausn sem hentaði fólkinu,"
segir Pogosjan.
Pogosjan segir að sú staðreynd
að allar verksmiðjur Nagomo-Kara-
bakhs séu nú reknar með eðlilegum
hætti eftir nokkura mánaða verkföll
„tali sínu máli“ um að ákvörðun
forsætisnefndarinnar hafi verið rétt.
Áður en verkföllin stöðvuðust hafði
forsætisnefndin varað við því að
skipuleggjendur verkfalla yrðu
handteknir og hótað að herferð yrði
hafin gegn þeim sem hvettu til
fjöldamótmæla.
Armenski andófsmaðurinn Parvír
Aíríkjan sagði á blaðamannafundin-
um í Bonn að sovésk stjómvöld hefðu
reynt að sannfæra almenning um
að deilan um Nagomo-Karabakh
væri trúarleg en ekki pólitísk.
„Hefðu þau reynt að meðhöndla
hana á lýðræðislegan hátt hefði það
leitt til friðsamlegrar lausnar," sagði
Aíríkjan, sem var handtekinn í Jere-
van í mars og gerður útlægur í
síðasta mánuði fyrir að hafa kynt
undir andóf meðal almennings.