Morgunblaðið - 11.08.1988, Side 3

Morgunblaðið - 11.08.1988, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1988 3 Morgunblaðið/Einar Falur Gestir í Listasafninu skoða „Topino 2001 - handa Stanley Kubrick", olíumynd eftir Erró frá árinu 1976, sem Listasafn íslands hefur nýlega fest kaup á frá Danmörku. Myndin er 2x3 metrar að stærð. Listasafn íslands: Um 60.000 gestir á hálfu ári RÚMLEGA 60.000 manns hafa komið í Listasafn íslands frá opnun þess fyrir sex mánuðum í nýjum húsakynnunum við Fríkirkjuveg, að sögn Beru Nordal forstöðumanns safns- ins. „ Aðsóknin hefur verið mjög góð allt frá opnun safnsins og miklu meiri en var á meðan við vorum í Þjóðminjasafninu, þó að það sé erfítt að bera hana saman við síðasta árið þar, þegar starfsemin var í lágmarki," sagði Bera. „í sumar hefur mest borið á útlend- um ferðamönnum en þeim ijölgar stöðugt íslendingunum á öllum aldri, sem hingað koma. Ég tek eftir því að sama fólkið kemur aftur og aftur og greinilegt að fastagestum hefur fjölgað." Síðustu dagar sýningar á verk- um Marcs Chagall í Listasafninu eru um næstu help en í septem- ber tekur við sýning fímm ungra íslenskra listamanna. Grænmetisverslunin: Framreiknað kaupverð var rúmlega 100 milljónir Fjármálaráðherra hefur undir- ritað, fyrir hönd ríkissjóðs, afsal eigna Grænmetisverslunar land- búnaðarins til Sölusamtaka íslenskra matjurtaframleiðenda. Er kaupsamningur þessi var staðfestur í júlí 1986 var kaup- verð eignanna 62,5 milljónir króna. Framreiknað var kaup- verðið nú orðið rúmar 100 millj- ónir króna og greiddi SÍM það með 54 milljóna króna skulda- bréfi auk þess að taka yfir áhvflandi skuldir. Er kaupsamningurinn var upp- haflega staðfestur 1986 og undirrit- aður af þáverandi fjármálaráðherra og landbúnaðarráðherra voru sett þau skilyrði fyrir undirritun afsals- ins að þeir aðilar í kartöflurækt sem ekki voru aðilar að SÍM samþykktu söluna. Þessi skilyrði hafa verið uppfyllt. Eignir þær sem hér um ræðir eru skrifstofubygging í Ármúlanum, þrjár vöruskemmur og jarðhús í Ártúnsbrekku. Páll Guðbrandsson stjómarmaður í SÍM segir að enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um hvað SÍM hyggst gera við eignir þessar. Það verður rætt á fundi stjómarinnar í næstu viku. Páll reiknar þó fastlega með að hluti þeirra verði seldur aftur. SÍM skuldar nú á milli 40 og 50 milljónir króna og hafa framleið- endur ekki fengið greitt innlegg sitt frá árinu 1987. Starfsemi SIM hefur legið niðri frá síðustu áramót- um og á Páll ekki von á að hún fari í gang aftur í bráð. „Þessi mál á öll eftir að ræða ng munum við gera það í næstu viku,“ segir Páll. Rannsóknastofnun landbúnaðarins: Göngum verði flýtt RANN SÓKNASTOFNUN land- búnaðarins hefur lagt tíl að göngum verði flýtt, þar sem sauðfé vaxi ekki betur á heiðum eftir 20. ágúst. Þetta er gert í framhaldi af niðurstöðum beit- arþolstilrauna, sem stofnunin hefur staðið fyrir frá árinu 1975 á Auðkúluheiði norðan Helgu- fells í samvinnu við Land- græðslu ríkisins, Búnaðarsam- band Austur-Húnvetninga og Búnaðarfélag íslands. Könnuð hafa verið langtímaáhrif mis- mikillar beitar á land og skepn- ur. Að sögn Ólafs Guðmundssonar, deildarstjóra fóðurdeildar Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins, er fyrirhugað að tilraunum þessum ljúki á næsta ári, en þegar hafa margháttaðar niðurstöður fengist. Meðal annars hefur komið í Ijós að beitarþungi hefur mikil áhrif á afurðagæði sauðfjár. Því er afar mikilvægt að beita ekki fé á heið- amar fyrr en gróður hefur náð sér vel á strik, annars verður spretta hans minni en sem nemur beitinni og fóðurgildið rýrara en það kemur niður á afurðagæðum og landi. Við tilraunimar er beitarhólfum skipt í þrennt eftir beitarþunga; mjög mikinn, miðlungs og lítinn. Rannsökuð er átgeta fjárins og út frá henni er hægt að reikna upp- skerumagn gróðurs á beittu Iandi. Þá er fóðurgildið rannsakað ná- kvæmlega og er það gert með rannsóknum á skepnunum sjálfum, en var áður gert í tilraunaglösum. Að sögn Ólafs sýna niðurstöður úr þessum tilraunum, að til bóta væri að byija að taka féð af heiðun- um upp úr 20. ágúst. Breyting verði á vaxtarhraða sauðfjárins þegar líður á sumarið og um 20. ágúst sé hann orðinn það hægur að lömbin vaxi ekki betur á heiðun- um en á láglendi. í framhaldi af þeim niðurstöðum hefur Rann- sóknastofnun landbúnaðarins lagt til að flýta göngum. Þá bendir Ólafur á að mikilvægt sé gróður sé vel á veg kominn áður en rekið er á heiðamar. Þá dugi landið lengur. Andrés Amalds, beitarsérfræð- ingur, hefur gert hagfræðilega úttekt á beitarþoli. Þar kemur fram, að með auknum beitarþunga minnki afurðargæði og arður af sauðfjárbúskap þar sem magn og fóðurgildi gróðursins minnki. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Unnið að rannsóknum á beitarþoli á Auðkúluheiði. Landakotsdeilan leyst: Fulltrúaráðið hefur samþykkt samkomulag ráðherranna FULLTRÚARÁÐ Landakotsspítala samþykkti í gær samkomulag ráðherra heilbrigðis- og fjármála til lausnar fjárhagsvanda spítal- ans, en áskildi sér rétt til þess að láta fara fram á því Iögfræðilega athugun hvort heimilt sé að binda greiðslu á áföllnum skuldum spítalans skilyrðum. Fulltrúaráðið tilnefndi einnig Loga Guðbrands- son framkvæmdastjóra Landakotsspftala í þriggja manna samstarfs- nefnd spítalans og ráðuneytanna. Samkomulag ráðherranna var fyrst lagt fram fyrir rúmri viku en eftir að stjómendur Landakots gerðu athugasemdir var einstökum atriðum breytt, og er stærsta breyt- ingin sú að þar sem fyrst var gert ráð fyrir að þriggja manna eftirlits- stjóm skipuð fulltrúa ráðuneytanna og spítalans sæi um að samkomu- lagið yrði framkvæmt innan fjög- urra mánaða, á nú samstarfsnefnd sömu aðila að gegna þessu hlut- verki. í athugasemdum fulltrúaráðsins segir að það sé skilningur á því að samstarfsnefndin gegni samráðs- hlutverki, ekki stjórnunarhlutverki. Mjög hafí skort á að samskipti á milli spítalans og ráðuneytanna hafi verið fullnægjandi og yrði mik- il bót að slíkri nefnd sem gæti orð- ið tengiliður milli spítalans og ráðu- neytanna. í samtali við Morgunblaðið sagði Ólafur Örn Amarson yfirlæknir spítalans og varaformaður yfir- stjómar hans að stjómendur spítal- ans væm ekki sáttir við samkomu- lagið en það væri besta leiðin út úr þeim ógöngum sem málið hefði verið í. „Okkur finnst við hafa verið beittir miklum órétti í þeim frétta- flutningi sem farið hefur fram að undanförnu. Við höfum haft marg- ar athugasemdir við skýrslu Ríkis- endurskoðunar og eigum eftir að láta heyra meira í okkur hvað það atriði snertir en eins og málum er nú komið er ekki annað að gera en samþykkja þetta. Afstaða okkar í þessari samstarfsnefnd er jákvæð og það verður að segjast að hvað fjármálaráðuneytið varðar hefur okkur gengið mjög illa að ná þar þeim tengslum sem þarf, og menn þar hafa ekki viljað tala við okk- ur,“ sagði Ólafur. Aðspurður sagði hann að það væri mikilvægt atriði að fulltrúi spítalans í nefndinni þekkti rekstur spítalans vel. Ekki væri um að ræða nýja stjóm en ef svo hefði verið hefði það hugsanlega þótt óeðlilegt að framkvæmdastjóri spítalans settist í hana. Ólafur sagðist að endingu vona að nú væri hægt að snúa sér að rekstri spítalans. „Þessar umræður og umtal undanfarið hafa farið illa með spítalann. Það mun taka lang- an tíma að byggja starfíð hér uþp aftur, en við munum snúa okkur að því af alefli.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.